Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 25 UMRÆÐAN LEIÐARI Morgunblaðsins í gær fjallar um „ólgusjó verðbreytinga, vaxtahækkana, gengissveiflna og óróa á fjármálamörkuðum“. Hann fjallar einnig um mikilvægi þess að „neytendur standi vaktina og geri allt hvað þeir geta til þess að efla eig- ið verðskyn og verð- aðhald“. Ég tek undir þessi orð á þessum óvissutímum og legg áherslu á mikilvægi þess að öllum ráðum sé beitt til þess að halda verðbólgu í skefjum. Í leiðaranum er ég borinn fyrir þeirri full- yrðingu að 20% verð- hækkun blasi við, ef krónan styrkist ekki á ný. Í leiðaranum kem- ur einnig fram að Pétur Blöndal hafi sagt í Kastljósi RÚV að ég reiknaði rangt og virðist leiðarahöfundur taka undir þá fullyrðingu. Eftir lest- ur leiðarans og almenna umfjöllun um verðlag undanfarna daga, m.a. um staðhæfingu mína um að verð á innfluttum matvörum gæti hækkað um 20% ef gengi krónunnar styrkt- ist ekki, er mér ljóst að misskilnings gætir og afmörkuð staðhæfing mín hefur verið frjálslega útvíkkuð. Ekki bara á alla matvöru, heldur einnig allt verðlag. Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þennan misskilning. Til að varpa ljósi á hvað var sagt og hvað ekki er rétt að eftirfarandi komi fram. Upp úr klukkan 7.30 síð- astliðinn þriðjudagsmorgun var ég í viðtali hjá Sveini Helgasyni í morg- unútvarpi Rásar 1. Þá var síðasti við- skiptadagur með gjaldeyri miðviku- dagur fyrir páska og markaðir höfðu ekki verið opnaðir eftir páska þegar viðtalið fór fram. Meðalgengi Evr- unnar gagnvart íslensku krónunni síðasta viðskiptadag fyrir páska er skráð á vef Seðlabanka Íslands 122,51. Meðalgengi í febrúarmánuði er skráð 98,04. Ég sagði í viðtal- inu við Svein að evran hefði hækkað frá því að kosta undir 100 krónur í lok febrúar í yfir 120 krónur og hæsta gengi fyrir páska hefði farið yfir 125 krónur. Að framansögðu er ljóst að evran kostaði tæplega 25% meira daginn fyrir páska en hún hafði gert að meðaltali í febrúar. Um 30% af matarkörfu heimilanna eru innflutt matvara. Ég sagði í viðtalinu að ef krónan styrktist ekki ættum við von á um 20% hækkun á inn- fluttum matvörum. Leiðarahöfundur og Pétur Blön- dal benda á að hluti af verði vör- unnar sé innlendur kostnaður. Öll lækkun á gengi krónunnar komi ekki beint fram í verðhækkun. Það er rétt. Enda hef ég aldrei haldið öðru fram og mun aldrei gera. Kostn- aðarverð lágvöruverslunar, sem ég þekki og selur matvörur er yfir 85% af smásöluverði án virðisaukaskatts. Mitt mat er að í íslenskri mat- vöruverslun í heild sé kostn- aðarverðið öðrum hvoru megin við 80% af smásöluverði án virð- isaukaskatts. Í þessu ljósi er rétt að skoða hvort staðhæfing mín um mögulega hækkun á innfluttum vörum sé röng. Það tel ég ekki. Leið- arahöfundur og Pétur Blöndal þurfa hinsvegar að fara yfir þær forsendur sem þeir gefa sér við sinn útreikn- ing. Ég tel að þeir komist að nið- urstöðu sem liggur nærri mínum út- reikningum. Pétur Blöndal var þingmaður í stjórnarliði ríkisstjórnar, sem til- kynnti haustið 2006 um aðgerðir, sem áttu skv. tilkynningu að skila 16% lækkun á matarverði. Sam- kvæmt óvéfengdum útreikningum Hagstofunnar í ársbyrjun 2007 var niðurstaðan að aðgerðirnar skiluðu 8,7% lækkun. Ekki bar á áhuga Pét- urs að upplýsa um þessa reikni- skekkju í þá u.þ.b. 15 mánuði, sem neytendur voru með áróðri stjórn- valda látnir halda að þeir ættu von á 16% lækkun á matarverði, þrátt fyr- ir augljósar vísbendingar um rangan útreikning og óskir verslunarinnar um réttar upplýsingar. Í leiðaranum er einnig haft orðrétt eftir Pétri Blöndal: „Vöruverð lækk- aði ekki þegar gengið styrktist og þess vegna geri ég kröfu til mark- aðarins um hið sama nú, þegar krón- an hefur veikst, að samkeppnin sjái til þess að vöruverð hækki ekki jafn- mikið og gengið.“ Hér getur Pétur ekki verið að tala um matvörur. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er mikil fylgni á milli þróunar á vísitölu innfluttrar matvöru annars vegar og gengisvísitölu Seðlabanka Íslands hinsvegar. Þegar gengisvísitalan hefur lækkað hefur verð á inn- fluttum vörum lækkað. Dr. Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður við- skiptaráðherra er líklega sá Íslend- ingur sem mest hefur rannsakað fylgni gengisbreytinga og verðlags á innfluttum matvörum. Ég hvet leið- arahöfund og Pétur til þess að kynna sér rannsóknir dr. Jóns Þórs áður en þeir draga frekari ályktanir um sam- band gengis og verðlags á inn- fluttum matvörum. Forsvarsmenn ASÍ hafa einnig gagnrýnt mig og verslunina fyrir að vekja athygli á þeirri verbólguvá sem gæti verið framundan ef gengi krónunnar styrkist ekki. Málflutn- ingur þeirra missir trúverðugleika, þegar ASÍ á fulltrúa í nefnd, sem til- kynnti nú að mjólk skuli hækka um 14,6%. Fulltrúi ASÍ sat hjá við af- greiðslu hluta ákvörðunarinnar, en mótmælti ekki. Sú ákvörðun sýnir hinsvegar þá alvarlegu stöðu sem blasir við íslenskum heimilum og ég hef reynt að benda á. Að lokum þetta. Ég ítreka mik- ilvægi þess sem fram kom í fyr- irsögn leiðara Morgunblaðsins í gær að neytendur standi vaktina. Ég legg líka áherslu á að verslunin standi sína vakt. Okkar hlutverk er að kaupa inn góða vöru ódýrt. Það hefur ekkert breyst. Eitt mikilvæg- asta verkefni þjóðarinnar nú er að halda verðbólgu í skefjum. Hags- munir verslunarinnar og heimilanna fara þar saman. Neytendur standi vaktina Finnur Árnason svarar leiðara Morgunblaðsins Finnur Árnason »Ég hvet leiðarahöf- und og Pétur til þess að kynna sér rannsóknir dr. Jóns Þórs áður en þeir draga frekari álykt- anir um samband gengis og verðlags á innfluttum matvörum. Höfundur er forstjóri Haga. AÐGERÐIR Seðlabanka Íslands, sem kynntar voru í vikunni miða greinilega að því að halda aftur af verðbólgunni. Hún var 6,8% í síðasta mánuði og eftir fallið á gengi krón- unnar blasir við að verðbólgan mun enn færast í aukana. Greiningardeildir bankanna spá 8-9% verðbólgu á þessu ári og að hún verði mikil langt fram á næsta ár. Gangi það eftir munu skuldir heimilanna lík- lega aukast um 100 milljarða króna á árinu sem jafngildir um 1⁄6 hluta allra launa- tekna landsmanna. Þetta er gjaldið sem skuldsett heimili þurfa að greiða fyrir verð- bólguna, bara á þessu ári. Svipaða sögu má segja af fyrirtækjum landsins. Útlán inn- lánsstofnana til fyr- irtækja hafa aukist um 30-40 % á hverju ári frá 2004. Það má segja að verkefnið í efna- hagsmálum sé fyrst og fremst að koma sem mest í veg fyrir verð- bólguaukninguna sem að öðru jöfnu leiðir af gengislækkun krón- unnar og að ná verð- bólgunni sem fyrst niður í verð- bólgumarkmiðið 2,5%. Því fyrr sem það tekst þeim mun betra fyrir alla. Hækkun stýrivaxta Seðlabankans var nauðvörn og ekkert annað sem bankinn gat gert í þessari stöðu. Ætlunin er að öllum líkindum að stuðla að hækkun krónunnar og koma þannig sem mest í veg fyrir verðlagshækkanir á næstunni. Til lengri tíma á svo stýrivaxtahækk- unin að draga úr eftirspurninni sem er forsenda þess að verðbólgan náist niður. Þetta eru góð og gild mark- mið. Efnahagsvandinn er að sjálfsögðu margvíslegur og flókinn. Þó eru örfá atriði sem hafa mest að segja. Við- skiptahallinn hefur verið gífurlegur og endurspeglar bæði mikla fjárfest- ingu í landinu og ekki síður einka- neyslu. Umtalsverður hluti hallans er fjármagnaður með erlendu lánsfé. Annað atriði er ríkisfjármálin. Út- gjöldin á síðasta ári jukust um 10% að raungildi milli ára, en til sam- anburðar aðeins um 0,5% árið áður. Í þriðja lagi vil ég nefna ítrekuð ummæli for- ráðamanna ríkisstjórn- arinnar um almenna skattalækkun sem virk- ar eins og olía á eft- irspurnareld sem logar vel fyrir. Loks er veru- leg verðhækkun á er- lendum vörum, einkum olíu, bensíni og aðföng- um til matvörufram- leiðslu og fátt sem við getum við því gert. Það verður að draga úr einkaneyslunni ef takast á að ná verðbólg- unni niður. Það er ekki eðlilegt ástand að útlán innlánsstofnana til inn- lendra aðila hafi aukist um 23,5% að raungildi á 12 mánuðum, frá janúar 2007 til janúar 2008. Takist það verða verð- lagsáhrif af geng- islækkun síðar, sem kann að verða varanleg, mun minni en ella. Rík- isstjórnin verður að fara að vinna með Seðlabankanum og á að beita ríkisfjármálunum til þess að minnka verðbólguna. Víst er að baráttan gegn verðbólg- unni er mikilvægust um þessar mundir og rétt að líta á öll úrræði sem að gagni mega verða. Eitt gam- alt ráð var mikið í umræðunni fyrir hartnær tuttugu árum, nið- urfærsluleiðin, sem Einar Oddur Kristjánsson fyrrverandi alþing- ismaður, talaði mikið fyrir og upp úr henni spratt þjóðarsáttin árið 1990 sem lagði verðbólguna að velli um margra ára skeið. Kannski er þess virði að líta á þá leið aftur. Gegn verðbólgu Kristinn H. Gunnarsson skrifar um efnahagsmál og aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þeim efnum Kristinn H. Gunnarsson » Greining- ardeildir bankanna spá 8-9% verðbólgu á þessu ári. Gangi það eftir munu skuldir heimilanna lík- lega aukast um 100 milljarða króna. Höfundur er formaður þingflokks Frjálslynda flokksins. SKÖMMU eftir þingkosningarnar 2007 ritaði ég grein í Morgunblaðið undir þessari fyrirsögn: „Treysti á, að Jóhanna leysi lífeyrismál aldraðra“. Ég hafði þá miklar væntingar til Jó- hönnu sem ráðherra og taldi víst, að hún mundi standa undir þeim vænt- ingum. En því miður. Ég hefi orðið fyrir miklum von- brigðum með Jóhönnu og ríkisstjórnina í kjaramálum eldri borg- ara. Þessir aðilar hafa brugðist. Í stuttu máli sagt er staðan þessi: Jóhanna og rík- isstjórnin hafa ekki hækkað lífeyri eldri borgara neitt á þeim tæpu 9 mánuðum, sem þau hafa verið við völd. (A.m.k. ekki þegar þessi grein er skrifuð.) Það eina, sem ríkis- stjórnin hefur gert er að birta til- kynningu um, að það eigi að draga úr tekjutengingum 1. apríl nk. og 1. júlí nk. Hinn 1. apríl á að afnema skerð- ingu tryggingabóta vegna tekna maka og hinn 1. júlí á að draga úr skerðingu tryggingabóta vegna at- vinnutekna 67–70 ára, það er taka á gildi frítekjumark að upphæð 100 þúsund á mánuði vegna atvinnu- tekna. En hvað með kosningaloforðið um að leiðrétta eigi lífeyri aldraðra vegna þess að hann hefði ekki tekið eðlilegum vísitöluhækkunum? Ekk- ert er minnst á það kosningaloforð. Heldur ríkisstjórnin, að eldri borg- arar hafi gleymt því kosningaloforði? Nei, þeir hafa ekki gleymt því. Og það þýðir ekkert að hafa þann hátt á, sem oft hefur tíðkast, að bíða með efndir þar til rétt fyrir næstu kosningar. Eldri borgarar láta ekki bjóða sér slíkar „trakteringar“. Þeir vilja efndir strax. Þeir vilja strax efndir á því kosningaloforði að hækka lífeyri aldr- aðra frá almannatryggingum í sem svarar neysluútgjöld samkvæmt könnun Hagstofu Íslands. Lífeyrir aldraðra frá almanna- tryggingum er í dag 130 þúsund á mánuði fyrir skatt, þ.e. til einhleyp- inga, sem ekki eru í lífeyrissjóði. Það gerir 118 þúsund á mánuði eftir skatt. Þetta er skammarlega lágt. Ef við- komandi eldri borgari verður að leigja húsnæði geta farið 70–80 þús- und á mánuði í húsaleigu. Þá er lítið eftir fyrir mat og öllum öðrum út- gjöldum og engin leið að láta enda ná saman. Hvers vegna byrjar rík- isstjórnin ekki á því að bæta kjör þessa fólks? Hvers vegna byrjar hún að hugsa um þá sem eru á vinnumarkaðnum? Það er ekki sá hópur eldri borgara, sem verst er staddur. Jafnvel þó eldri borg- ari sé í lífeyrissjóði og hafi 50 þúsund á mánuði í lífeyri þaðan er hann lítið betur settur en sá sem hefur ekkert nema lífeyri frá TR. Það er vegna skatta og skerð- inga. Ríkið hrifsar til sín sem svarar helmingi af lífeyrinum. Í raun heldur lífeyrisþeginn ekki nema helmingi af þessum lífeyri úr lífeyr- issjóðnum, þar eð lífeyrir frá al- mannatryggingum lækkar um 25 þúsund krónur á mánuði vegna skatta og skerðinga við 50 þúsund króna tekjur úr lífeyrissjóði. Þannig er réttlætið. Sá, sem hefur greitt í líf- eyrissjóð alla ævi, sparað til elliár- annna, heldur ekki nema hluta af þessum sparnaði, þar eð ríkið hrifsar til sín helming af þessum sparnaði. Þetta ranglæti verður að leiðrétta. Ríkið hrifsar helming lífeyrisins Samfylkingin boðaði það í þing- kosningunum 2007, að hún vildi setja 100 þúsund króna frítekjumark á mánuði vegna tekna úr lífeyrissjóði og atvinnutekna.Verkefnisstjórn sú, sem félagsmálaráðherra skipaði til þess að undirbúa breytingar í lífeyr- ismálum aldraðra, mun hafa lagt til, að byrjað yrði með 25 þúsund króna frítekjumark á mánuði vegna lífeyr- issjóðstekna. En ríkisstjórnin strik- aði það út. Hvers vegna? Má ekki leiðrétta þetta ranglæti? Ég tel, að byrja hefði átt á því að setja frí- tekjumark vegna tekna úr lífeyr- issjóði. Það er mikið mikilvægara en frítekjumark vegna atvinnutekna. Aðeins um 30% eldri borgara er á vinnumarkaði en 90-95% eldri borg- ara eru í lífeyrissjóði. Það gagnast því mikið fleirum að setja frítekjumark vegna tekna úr lífeyrissjóði. Það er auðvitað ódýrara fyrir ríkið að fara fyrri leiðina (frítekjumark vegna at- vinnutekna). Er það ef til vill þess vegna, sem sú leið er farin? Er alltaf verið að reyna að sleppa sem „ billeg- ast“ út úr viðskiptum við eldri borg- ara? Árið 2006 náðist samkomulag milli Landssambands eldri borgara (LEB) og þáverandi ríkisstjórnar um kjaramál aldraðra og vistunarmál þeirra. Það mátti að vísu ekki kalla þetta samkomulag, heldur var það kallað yfirlýsing. Þar var gert ráð fyr- ir nokkurri hækkun á lífeyri aldraðra, minni skerðingum og aðgerðum í hjúkrunar- og vistunarmálum aldr- aðra. Mér þótti samkomulag þetta eða yfirlýsing slakt nema í hjúkr- unar- og vistunarmálum aldraðra. Sá kafli var góður. En eftir að yfirlýsing núverandi ríkisstjórnar var birt 5. desember sl. virðist samkomulagið frá 2006 vera dágott eða a.m.k mun drýgra en yfirlýsingin frá desember 2007. Ástæðan er sú, að það er ekki gert ráð fyrir neinni hækkun lífeyris til aldraðra frá almannatryggingum í yfirlýsingunni 2007 en það voru slíkar kjarabætur í yfirlýsingunni frá 2006 þó þær væru ekki mjög miklar. Aldr- ei hefði hvarflað að mér, að útkoman yrði verri fyrir aldraða, ef Samfylk- ingin kæmi í ríkisstjórnina í stað Framsóknar, en enn sem komið er virðist það svo. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert hækkað lífeyri aldraðra Björgvin Guðmundsson skrifar um hagsmunamál aldraðra »Ég hefi orðið fyrir miklum vonbrigðum með Jóhönnu og rík- isstjórnina í kjara- málum eldri borgara. Þessir aðilar hafa brugðist. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.