Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 37

Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 37 voru systkini móður minnar. Þannig var Auður í raun aldrei frænka mín, heldur systir mín og þannig mun ég áfram minnast hennar. Í fjöldamörg ár var það ómissandi hluti jólahaldsins hjá okkur Magga að eiga góða stund með þeim systr- um, Auði og Unni, ásamt fjölskyldu Unnar. Eftir að Unnur lést í maí 2005 héldum við sem eftir stóðum þessum góða sið áfram. Það var í fyrsta skiptið um síðustu jól að Auð- ur komst ekki til okkar vegna sinna erfiðu veikinda, en nú eru þær systur saman á ný og eftirleiðis munu þær báðar verða með okkur, ekki bara um jól og á öðrum góðum stundum, held- ur alla daga. Auður og Unnur voru í mínum huga tvær greinar á sama lífsins tré, þær voru mér báðar afar dýrmætar. Þegar þær komu saman á góðri stundu var engin lognmolla, heldur líf og fjör og hlutirnir kallaðir sínum réttu nöfnum. Auður var á margan hátt einstök manneskja, svo ærleg, heiðarleg og traust, já kletturinn eini sanni. Síðasta árið í lífi Auðar var henni afar erfitt, veikindin tóku sinn toll, krabbameinið gefur sjaldan grið. Þegar ljóst mátti vera síðasta sumar að Auði yrði erfitt að sjá um sig sjálf, eins og hún hafði gert alla tíð, kom upp óvissutíð. Úr þeirri óvissu rætt- ist þó fyrr en varði, á þann veg að hún fékk þá úrlausn sem hún hafði sjálf óskað sér. Í lok nóvember 2007 flutti Auður á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund og var hún afar ánægð með veru sína þar, þó dvölin yrði að vísu alltof stutt. Auði var sjálfri ljóst í hvað stefndi, ef til vill betur en öllum öðrum, en eftir að hún kom á Grund varð léttara yfir henni og hún tókst á við veikindi sín með þeirri rósemi og yfirvegun, sem henni var svo ríku- lega gefin. Þó sársaukinn sé mikill hjá okkur sem eftir stöndum, þegar við nú kveðjum Auði eftir svo langa sam- fylgd, er það þó huggun í harmi okk- ar að hún er nú laus undan þeim þrautum sem á hana voru lagðar síð- asta spölinn á lífsleiðinni. Fyrir það ber að þakka. Á síðustu árum varð samband okk- ar Auðar enn nánara en fyrr og mörg voru þau samtöl sem við áttum bara fyrir okkur. Að leiðarlokum vil ég þakka Auði enn einu sinni fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig. Við Maggi kveðjum nú Auði með þakk- læti fyrir allt og allt. Ég vil að endingu þakka starfsfólki á Grund fyrir frábæra umönnun Auðar, þar voru allir boðnir og búnir til þeirrar líknar sem þurfti. Dinah. Okkur langar að minnast Auðar tvíburasystur móður okkar með nokkrum orðum. Frá því við fyrst munum eftir okkur var Auður alltaf hluti af okkar fjölskyldu en móðir okkar og hún voru miklar vinkonur allt sitt líf enda mjög líkar en þó svo ólíkar um margt. Ekki leið sá dagur að þær töluðust ekki við í síma meðan báðar lifðu. Sem börn bjuggum við vestur á Gufuskálum, sem á þeim tíma var langt frá Reykjavík. Auður kom vest- ur að heimsækja okkur á næstum hverju sumri og það var alltaf mjög gaman þegar hún kom og ekki var síður mikið fjör að koma á Lauga- veginn þegar við vorum í bænum. Haustið eftir að foreldrar okkar fluttu austur á Selfoss flutti Auður til okkar og við bjuggum með henni í um eitt ár. Á þeim tíma hugsaði Auð- ur alltaf mjög vel um okkur og sýndi okkkur mikla þolinmæði. Sérstaklega er okkur minnistætt 70 ára afmæli þeirra systra, sem þær héldu upp á í Kaupmannahöfn. Auð- ur geislaði af gleði þennan tíma en þetta var eina utanlandsferð hennar. Mikil var undrun hennar þegar hún hitti vinkonu sína í Tívolí fyrir tilvilj- un eitt kvöldið og eftirminnilegur er afmæliskvöldverður þeirra systra. Auður var mjög góðhjörtuð og rausnarleg og nutu dætur Öldu, þær Karen og Eva, góðs af, bæði á jólum og þegar þær voru í heimsókn á Ís- landi. Við þökkum Auði fyrir samfylgd- ina, en minningin um hana lifir. Alda og Gísli. hverjr núningsfletir gætu myndast. Svo varð þó aldrei. Guðrún hafði ein- staklega ljúfa lund og mér leið alltaf vel í návist hennar. Það var ekki hœgt annað en að þykja vænt um hana. Samband hennar við dóttur sína var einnig innilegt og náið. Guðrún eldri var dóttur sinni ekki aðeins móðir heldur einnig besta vinkona og þær hvor annarrar. Eftir fráfall Böðvars urðu tengslin jafnvel enn nánara; hún kom á hverjum degi úr sinni íbúð nið- ur til dóttur sinnar þegar sú síðar- nefnda kom úr vinnu og dvaldist þar þangað til hún tók á sig náðir. Guðrún og Böðvar eignuðust sex börn sem upp komust og er stórfjöl- skyldan orðin margmenn. Við öll, börn, ömmubörn, langömmubörn og tengdabörn höfum misst konu sem okkur þótti innilega vænt um og við söknum mikið. Jakob Yngvason. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku amma. Við kveðjum þig með söknuði og þökkum fyrir allar þær stundir sem við höfum átt með þér. Við eigum margar góðar minningar um þig, duglega og sterka konu sem fylgdist ávallt vel með hvað barna- börnin sín tóku sér fyrir hendur. All- ar eftirminnilegu stundirnar á Sól- eyjargötunni og Flórída-ferðirnar geymum við í hjörtum okkar og minnumst þeirra með bros á vör. Þú varst góð kona, megi Guð blessa þig. Vilhjálmur, Gerður, Elínborg Valdís, Leifur og Guðrún. Elsku amma mín, mikið þykir mér sárt að kveðja þig. Það rifjast upp margar góðar sam- verustundir sem ég hef átt með þér frá því ég man eftir mér. Þú passaðir mig eftir skóla þegar ég var lítil og þá bökuðum við ófáar kökur til að hafa með kaffinu. Það var svo gott að koma til þín, þú varst alltaf svo já- kvæð og gamansöm og tilbúin að segja okkur Steinunni sögur .Og þeg- ar ég var að rembast við að læra að hjóla man ég hvernig þú brýndir fyrir mér að segja „ég skal“ og gefast ekki upp. Þegar ég varð eldri skildi ég ennþá betur hvað þú varst frábær kona í alla staði. Mér er minnisstæð ferðin þegar þið pabbi komuð til að vera við út- skrift mína í London fyrir tveimur ár- um. Þið afi áttuð margar stundir þar en þá hafðirðu ekki komið þangað eft- ir að hann dó og þú varst svo ánægð og gekkst Oxford stræti fram og til baka, full af orku. Síðustu vikurnar, þegar þú lást veik sýndirðu enn og aftur hvað þú varst sterk og jákvæð. Þótt þú kæm- ist ekki í utanlandsferðirnar sem þú hafðir bókað léstu aldrei deigan síga. Þá sagðirðu mér að muna hvað það væri mikilvægt að vera jákvæð þegar á móti blæs. Ég skal muna það. Þótt það sé erfitt að kveðja þig veitir það mér samt huggun að vita að þú sért loksins komin til afa sem þú saknaðir svo sárt – hann hefur örugg- lega tekið vel á móti þér á afmæl- isdaginn þinn. Elsku amma, þú ert mér fyrir- mynd í svo mörgu. Ég vona að ég geti verið jafn sterk og jákvæð og skemmtileg og þú. Þú skilur eftir þig stóra fjölskyldu, yndislegt fólk sem verður alltaf þakklátt fyrir að hafa kynnst þér, átt þig að og lært af þér. Ég mun alltaf sakna þín. Hjördís.  Fleiri minningargreinar um Guð- rúnu Kvaran bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Jón Ólafur Tóm-asson fæddist á Uppsölum í Hvol- hreppi 24. maí 1918. Hann lést á Dval- arheimilinu Kirkju- hvoli á Hvolsvelli föstudaginn 21. mars síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur frá Upp- sölum, f. 1877, d. 1947 og Tómasar Tómasonar frá Arn- arhóli, f. 1879, d. 1971. Jón var elsti sonur þeirra hjóna. Næstur kom Guðmundur Óskar, f. 12. september 1920 en yngstur var Elías Tómasson, f. 14. mars 1922, d. 16. október 2002. Jón bjó á Uppsölum á meðan heilsa hans leyfði. Fyrst bjó Jón með foreldrum sín- um en síðar var hann skrifaður fyrir búinu á Uppsölum og bjó þar með bræðrum sínum. Jón var gegn- ingamaður á Mið- húsum í Hvolhreppi í tvo vetur hjá Sal- ómon Bárðarsyni bónda þar, að öðru leyti snerist líf hans um bústörf á Upp- sölum. Hann hafði yndi af dýrum, átti góða hesta og naut þess að ríða út. Síðla árs 1999 flutti Jón ásamt bræðrum sínum á Dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Útför Jóns fer fram frá Breiða- bólstaðarkirkju í Fljótshlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Baðstofuklukkan ljúfum slætti lýkur, loftið er bjart, úr eldhússtrompi rýkur. Gesti er fagnað hlýtt og vel að vanda, velkominn segir ylur traustra handa. (P.E.) Þannig orti faðir minn um baðstof- una á Uppsölum í Hvolhreppi þar sem vinur okkar Jón Ólafur Tómasson var fæddur. Handtak Jóns var einstakt, þar mátti svo sannarlega finna „yl traustra handa“. Handtak Jóns var ekki einungis traust heldur allt það sem hann gerði. Hann var óvenjulega viljasterkur og varð honum hvergi haggað þegar ákvörðun hafði verið tekin. Lífssýn hans var skýr, einföld og staðfastur var hann í meira lagi. Jón var svo sannarlega vinur vina sinna. Í upphafi bjó Jón með foreldr- um sínum, móðursystkinum sínum meðan þau lifðu og bræðrum sínum Guðmundi og Elíasi sem lést árið 2002. Það er fágætt í nútímanum að menn sofi undir sama þaki allt sitt líf eins og þeir bræður hafa gert. Þó Jón hafi ekki gert víðreist um ævina var hann hafsjór af fróðleik enda víðlesinn og vel gefinn. Frá Uppsölum er einstaklega fallegt út- sýni yfir Landeyjarnar, Eyjafjöllin og til Vestmannaeyja. Jón gat gjarnan spáð í veðrið út frá skýjafarinu í Eyj- um. Hann hafi alla tíð mikinn áhuga fyrir búskapnum og veðrinu og fylgd- ist vel með veðurspánni. Jón var ann- álaður fyrir verklagni og hjálpsemi og klippti hann m.a. karlana á næstu bæjum. Faðir minn Pálmi Eyjólfsson og móðir mín Margrét Ísleifsdóttur voru miklir og nánir vinir bræðranna og sá vinskapur yfirfærðist yfir á mig á síðari árum. Við feðgarnir vorum gjarnan klipptir á Uppsölum en með bítlatískunni fækkaði ferðum mínum í klippingu á Uppsali, enda skæri og klippur ekki í dálæti hjá ungu fólki á þeim tíma. Jón var skrifaður fyrir búinu á Uppsölum en mjög skýr verkaskipting var á milli þeirra bræðra. Snyrtimennska var í háveg- um höfð. Á Uppsölum var lengi stund- uð mjólkurframleiðsla, einnig sauð- fjárrækt, kartöflurækt o.m.fl. Afurðir búsins voru í sérflokki. Jón átti alltaf góða hesta en á yngri árum þótti Jóni hvíld í því að beisla klár sinn og ríða fram Fljótshlíðina með Eyjafjallajök- ulinn í forgrunn og auðvelt er að gleyma þreytu hversdagsins í slíku umhverfi. Straumhvörf voru í lífi þeirra bræðra þegar þeir brugðu búi og fluttu á Hvolsvöll fyrir tæpum tíu ár- um. Sú ákvörðun var engin skyndi- ákvörðun. Þá hafði fótamein plagað Jón um tíma og síðustu árin gat hann ekki stigið í fæturna. Á dvalarheim- ilinu voru öll nútímaþægindi og ein- staklega var vel um hann hugsað og ber sérstaklega að þakka samvisku- sömu og velhugsandi starfsfólki heimilisins. Þeir bræður áttu trygga vini. Ragnheiður frá Núpi og fjöl- skylda hennar og systkini voru aldrei langt undan. Jón Tómasson hefur svo sannar- lega lokið löngu dagsverki. Hann tók að vanda hlýlega í hönd mína skömmu áður en hann lést og sagðist biðja að heilsa öllu samferðafólki sínu. Um leið og ég kem þeirri kveðju á framfæri hér, kveðjum við þennan staðfasta sómamann með söknuði og vottum við Steinunn, Guðmundi bróður Jóns okkar dýpstu samúð. Ísólfur Gylfi Pálmason. Góður vinur og gamall nágranni, Jón frá Uppsölum, hefur lokið göngu sinni hér á jörð. Margs er að minnast sem ljúft er að þakka. Áratuga einstakt nágrenni og góða vináttu. Uppsalaheimilið var sérstakt á margan hátt. Þar var borin virðing fyrir gamla tímanum, hver hlutur á sínum stað bæði utan húss og innan og átti Jón ekki síst þátt í því, enda elstur af þeim bræðrum og ábyrgð- artilfinningin á sínum stað. Foreldrar Uppsalabræðra voru traust, heiðarleg og sannir vinir sem gott var að leita til og alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd ef eitthvað bjátaði á. Þessa góðu eiginleika fengu bræðurnir í vöggugjöf og unnu vel úr sínu. Við systkinin frá austurbænum á Núpi eigum ljúfar og bjartar minn- ingar um heimilið á Uppsölum. Þang- að var gott að koma og maður fór auð- ugri heim. Fyrir þetta allt viljum við þakka. Við vottum þér, Gummi minn, okkar innilegustu samúð og biðjum góðan Guð að styðja þig og styrkja. Blessuð sé minning Jóns Ólafs Tómassonar. Sigríður Guðmundsdóttir. Jón Tómasson frá Uppsölum í Hvolhreppi (nú Rangárþingi eystra) er látinn, tæplega níræður að aldri. Jón var fæddur á Uppsölum og átti þar heima þar til hann fór á Kirkju- hvol, dvalarheimili aldraðra á Hvols- vellifyrir röskum 10 árum. Jón var bóndi á Uppsölum og bjó þar ásamt bræðrum sínum Guðmundi og Elíasi, sem nú er látinn. Ég kynntist þessum bræðrum fljótlega eftir að ég ásamt öðrum keypti jörðina Vindás í Hvol- hreppi 1984. Okkar kynni urðu í kringum hross. Ég kom oft í Uppsali meðan þeir bjuggu þar og með okkur tókust góð kynni. Það var nokkuð sér- stakt að koma í Uppsali. Þar voru húskynni gömul og laus við allan íburð. Þegar þessi kynni hófust hafði Jón verið mjög fatlaður vegna fóta- meina, sem ollu því að hann gat ekk- ert unnið utanhúss. Meðan Jón var heill heilsu stóð hann fyrir búinu. Hann hafði mikið yndi af hestum og var alltaf vel ríðandi, var mér sagt. Leirljósu hestarnir frá Uppsölum hefðu vakið athygli. Ég hafði afskap- lega gaman af að heimsækja þá bræð- ur og ekki síst að sitja á spjalli við Jón. Hann var vel lesinn enda notaði hann tímann mikið til lesturs. Þá fylgdist hann vel með því sem var að gerast í samfélaginu, hlustaði mikið á útvarp og talaði mikið í síma. Hann sat við borðið undir glugganum í baðstofunni þar sem síminn var og kíkirinn. Frá Uppsölum er mikið og fagurt útsýni og auðvelt að fylgjast með umferð um þjóðveginn. Búskapur þeirra var sjálfsþurftarbúskapur þar sem þeir voru sjálfum sér nógir um flest. Þeir ræktuðu betri kartöflur en flestir, reyktu kjöt betur en aðrir og voru sjálfbjarga um allar viðgerðir. Í baðstofunni var notalegt and- rúmsloft og þægilegt að spjalla þar yfir kaffibolla. Alltaf fannst mér ég fara ríkari af fundi þeirra bræðra. Af ýmsu leiddi að samskiptin urðu mest við Jón því hann var inni við þegar bræður hans voru að sinna sínum störfum. Sú ákvörðun þeirra að flytja frá Uppsölum á dvalarheimilið var erfið. Á Uppsölum höfðu þeir alið allan sinn aldur og Jón aldrei farið að heiman til langdvalar utan að leita sér lækninga. En þetta skref var góð ákvörðun sem þeir voru síðar mjög ánægðir með. En það sem maður gat mest lært af kynn- um sínun við Jón var æðruleysi hans í þeim mikla sjúkleika sem hann átti við að búa. Þó hann væri farlama maður milli þrjátíu og fjörutíu ár kvartaði hann aldrei. Það var ekki í hans hugarheimi að bera bágindi sín upp við aðra. Hann var í eðli sínu mik- ið snyrtimenni og leit alltaf vel út, strokinn og hreinn. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Jóni og bræðrum hans. Ég veit að söknuður og tóma- rúm verður nú hjá Guðmundi bróður hans sem séð hefur á eftir bræðrum sínum tveimur. En hann hefur góðra að minnast. Ég votta honum samúð mína. Kári Arnórsson. Jón Ólafur Tómasson ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns og vinar, föður, bróður, tengdaföður og afa, KRISTINS INGIBERGS SIGURÐSSONAR, Þórufelli 18, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks lungnadeildar Landspítalans í Fossvogi og krabbameinsdeildar Landspítalans við Hringbraut. Jóhanna Antonía Sigsteinsdóttir, Sigsteinn Sigurðsson, Halla Pálsdóttir, Sigríður Sara Sigurðardóttir, Guðmundur Björnsson, Herdís Elísabet Kristinsdóttir, Sveinn Ingi Steinþórsson, Helena Kristinsdóttir, Sverrir Kári Karlsson, barnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU SIGRÍÐAR ÞORKELSDÓTTUR, áður til heimilis á Hringbraut 107, Reykjavík. Innilegar þakkir til starfsfólks deildar A2 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir sérstaklega góða umönnun. Börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.