Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 46

Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 46
46 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is HANDRITIÐ að kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Stóra planinu, er að hluta unnið upp úr skáldsögu Þorvalds Þor- steinssonar, Við fótskör meist- arans, sem kom út fyrir sjö ár- um. Þorvaldur skrifaði handritið að myndinni með Ólafi og Banda- ríkjamanninum Stefan Schaefer, sem jafnframt er einn framleiðenda myndarinnar. Blaðamaður sló á þráðinn til Þor- valds í gær, hann var búinn að sjá myndina og hæstánægður með út- komuna. „Það er alveg ótrúlegt hvað Ólaf- ur hefur verið fundvís á að taka element í bókinni til að gera að einhverju allt öðru í myndinni,“ segir Þorvaldur um muninn á bók- inni og handritinu. Glöggt auga sjái ýmislegt sem eigi sér rætur í bókinni en sé komið í annað sam- hengi í myndinni. „Þetta er mjög óvenjuleg úrvinnsla á skáldsögu og að mörgu leyti til fyrirmyndar.“ Sá sem situr við fótskör meistarans í bókinni er persónan sem Pétur Jó- hann Sigfússon leikur, heitir Davíð í myndinni en Þráinn í bókinni. Lærimeistarinn í bókinni er aðeins einn, grunnskólakennarinn Har- aldur. Stóra planið kemur við sögu en ekki í annarri mynd en þeirri að vera kallað Stóra planið, „þessi mikla rödd alheimsins“, að sögn Þorvalds. „Stóra planið er á blað- síðu eitt í bókinni og er gegn- umgangandi í henni. Hins vegar fær það á sig þessa dásamlegu, ex- ótísku mynd í kvikmyndinni. Þetta er einhvers konar kung-fu-meistari með austurlenska heimspeki, svona konfektkassa- eða blómabúðaheim- speki, sem er alveg dásamleg og er alveg hárrétt lausn í kvikmynd. Það nýtur sín svo vel að fá að sjá hann í aksjón þennan mikla kennara. Þannig að kennararnir verða tveir í myndinni, þ.e.a.s. meistararnir.“ Hið óljósa verður skýrt Þorvaldur vill ekki segja of mik- ið um söguþráð myndarinnar en segir stóru spurninguna í myndinni þá hver sé að túlka hvað og hvern- ig. „Þetta er ofsalega skemmtilegt, að fá að sjá oft óljós element í skáldsögunni verða hvellskýr í kvikmynd og losna svo við það í myndinni sem á bara heima í texta. Þetta eru mikil forréttindi fyrir skáldsagnahöfund að sjá kvikmynd byggða á bók með þessum hætti.“ -Þú ert hrifinn af myndinni? „Jú, ég er mjög hrifinn af mynd- inni og get talað nánast eins og húsmóðir í Vesturbænum af því ég get horft á hana tiltölulega hlut- laust. Mér finnst myndræna hliðin í þessu, leikstjórnarpartur Óla og hlutur leikaranna, vera svo afger- andi að ég þarf aldrei að vera í neinum samanburði,“ segir Þor- valdur. Hann geti bara slappað af og notið. „Svo langar mig að vekja athygli á umgjörð myndarinnar, ég hef aldrei séð flottari umgjörð á ís- lenskri mynd. Leikmynd og öll um- gjörð hjá Lindu Stefánsdóttur, ég bara verð að vekja athygli á því sérstaklega, það er hreint út sagt nærandi að fá að sjá svona fallega vinnu.“ Einstök yfirfærsla Þorvaldur segist á því að sagna- mennska og útvarp séu sterkustu myndmiðlarnir. Svo komi myndir, þ.e.a.s. kvikmyndir og annars kon- ar myndefni. „Það keppir ekkert við myndina sem kviknar í huga lesanda eða áheyranda, það eru alltaf ríkustu myndirnar. Því er svo ánægjulegt að geta notið myndhliðarinnar, umgjarðarinnar og sviðsins, í svona kvikmynd, því oft er það eitthvað sem veldur oft- ar en ekki vonbrigðum í sam- anburði við myndina sem er í huga þínum þegar þú ert búinn að lesa eitthvað. Þarna tókst vel.“ Þorvaldur segir Stóra planið bæta verulega við bókina án þess þó að rýra hana. „Ég mæli með því að fólk sjái myndina og lesi svo bókina eftir á,“ segir Þorvaldur. Hann leyfi sér að fullyrða að um einstaka yfirfærslu í íslenskri kvik- myndagerð sé að ræða. Myndin sé enn eitt dæmið í íslenskri kvik- myndagerð seinustu ára þar sem unnið sé á svig við hinn akadem- íska rétttrúnað í kvikmyndagerð. Börn og Foreldrar séu gott dæmi um það. „Þetta er það sem við þurfum mest á að halda núna,“ segir Þor- valdur, þá bæði með nýtingu á fjármagni í kvikmyndagerð í huga og hvað það sé sem geri kvikmynd góða. „Við þurfum að losna við þennan rétttrúnað, þessa bók- stafstrú á Hollywood-formúlurnar, ef við ætlum að eiga von í íslenskri kvikmyndagerð.“ Þorvaldur segir menn verða að láta hjartað ráða för, innsæið, treysta því sem er að gerast en ekki einblína á það sem eigi að vera að gerast. Hin mikla rödd alheimsins Lærisveinn og meistari Pétur Jóhann og Eggert Þorleifsson í hlutverkum. Þorvaldur Þorsteinsson * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 564 0000 eee -24 Stundir Frá framleiðendum The Devils Wears Prada SÝND Í REGNBOGANUM Sími 462 3500 - ÓHT, Rás 2 eee eeee - E.E, D.V. - Empire eeee SÝND Í REGNBOGANUM Í BRUGGE SÝND Í SMÁRABÍÓI - S.V., MBL eeee Vantage Point kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Vantage Point kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS The other Boleyn girl kl. 8 - 10:30 B.i. 10 ára Shutter kl. 8 - 10 B.i. 16 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM - L.I.B. Topp5.is/FBL eeee Frábær grínmynd eee - S.V. MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Vantage Point kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Spiderwick Chronicles kl. 6 B.i. 7 ára Horton m/ísl. tali kl. 6 Lovewrecked kl. 8 - 10 Vantage Point kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára In Bruges kl. 5:45 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Horton m/ensku tali kl. 6 The Orphanage kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Be kind rewind kl. 10:30 27 dresses kl. 5:30 SÝND Í BORGARBÍÓI - V.J.V. Topp5.is/FBL eee SÝND Í REGNBOGANUM 1 - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! eeeee „Bráðsnjöll gamanmynd, þar sem aðalleikararnir Mos Def og Jack Black leika á alls oddi“ -H.J., Mbl J E S S I C A A L B A ÞAÐ GETUR VERIÐ SKELFILEGT AÐ SJÁ Spiderwick chronicles kl. 3:30 - 5:45 B.i. 7 ára Horton enskt tal kl. 4 - 6 Horton m/ísl. tali kl. 4 - 6 Semi-Pro kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára - LIB, Topp5.is/FBL eee SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.