Morgunblaðið - 03.04.2008, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 90. TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
STÝRIVEXTIR
ÞAÐ ERU MÖRG LJÓN Í
VEGI DAVÍÐS >> VIÐSKIPTI
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
RÍFLEGA er búið að svara þörf fyrir íbúða-
húsnæði á Mið-Austurlandi og ekki verða
frekari nýframkvæmdir á þeim vettvangi á
næstu árum. Eftir er að mæta talsverðri
vöntun á atvinnuhúsnæði á svæðinu og efla
samgöngur og innviði samfélagsins í átt til
aukinnar þjónustu við íbúa. Þetta er mat
Jóns Þorvalds Heiðarssonar, hagfræðings
hjá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akur-
eyri (RHA), sem hefur með höndum rann-
sókn á samfélagsáhrifum stóriðju og virkj-
unar á Austurlandi.
Jón vann íbúaspá fyrir Austurland árið
2005 þar sem m.a. var spáð fyrir um þörf á
íbúðarhúsnæði. Hann reiknaði með að fjölga
myndi á Austurlandi upp undir 1.800 manns
og sú fjölgun yrði nánast eingöngu bundin
Mið-Austurlandi sem hefur gengið eftir.
Íbúum hefur fjölgað á bilinu 1.300-1.400
manns og segir Jón ástæðuna vera þá að ál-
verið hafi farið heldur seinna af stað en gert
var ráð fyrir. Ekki sé ljóst hve fjölgunin
verður mikil þegar upp er staðið en hún
nálgist hægt og bítandi spána og þróunin sé
u.þ.b. ári seinni en talið var að yrði. Ýmsum
á Austurlandi hafi þótt spá hans varfærin og
sagt að fjölga myndi um allt að 3.000 manns.
Mat RHA var að bæta þyrfti við um 75 þús-
und fermetrum af íbúðarhúsnæði. Nú sé
hins vegar búið að byggja yfir 110 þúsund
fermetra á miðhluta Austurlands. Nokkuð
af íbúðum stendur autt.
Væntingar munu ganga eftir
Að sögn Stefáns Stefánssonar, fram-
kvæmdastjóra Þróunarfélags Austurlands,
leikur ekki vafi á að enn eigi eftir að verða
íbúafjölgun og uppbygging á Austurlandi.
Hann hafnar því að væntingar hafi verið
óraunsæjar. Byggðar verði fleiri íbúðir og
margt í pípunum af framkvæmdum, m.a.
tengt álverinu og innviðum samfélagsins.
Ekki sé óeðlilegt að eitthvað af íbúðum sé til
á lager eins og víðar. Væntingar muni ganga
eftir á ákveðnu árabili.
Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur hjá
RHA, segir afleidd störf vegna álversins enn
að verða til og það ferli haldi áfram. Ekki
liggi fyrir hversu mörg afleidd störf hafi
þegar skapast. Niðurskurður í þorskkvóta
og tilflutningur fólks úr veiðum, vinnslu og
fiskeldi hafi orðið meiri en ella, sem dragi úr
áhrifum stóriðjuuppbyggingarinnar. Þá sé
til staðar ákveðið sog, og síst minna en áður,
frá Austurlandi til suðvesturhornsins.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Byggt Íbúðir fyrir gamalt fólk eru meðal
þess sem nú er byggt á Egilsstöðum.
Íbúðir
á lager
Búið að byggja 35.000 m2 af
íbúðarhúsnæði umfram mat
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
TVEIR karlmenn, á sextugs- og
níræðisaldri, fundust látnir í
skothúsi á Auðkúluheiði í gær-
morgun. Rannsóknardeild lög-
reglunnar á Akureyri fer með
rannsókn málsins og virðist af
fyrstu vísbendingum sem menn-
irnir hafi látist úr gaseitrun.
Mennirnir fóru til refaveiða
síðdegis á þriðjudag og höfðust
við í skothúsi við Þramarhaug á
Auðkúluheiði, skammt ofan við
Blönduvirkjun. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins hafði
eldri maðurinn legið fyrir tófu
hvern einasta vetur frá árinu
1940, og í seinni tíð fóru menn-
irnir báðir árlega um sömu slóð-
ir.
Gasofn í húsinu
Þar sem mennirnir skiluðu sér
ekki til byggða á tilætluðum tíma
fór sonur annars þeirra, við ann-
an mann, til leitar í gærmorgun.
Þeirri leit lauk fyrir hádegið við
skothúsið.
Í húsinu var gasofn, sem
mennirnir notuðu til að ylja sér
við, og af ummerkjum að dæma
virðist sem hann hafi lekið. Skot-
húsið, sem nýlega var endurnýj-
að, er afar lítið og ljóst að loft-
ræsting í því er ekki mikil. Í
slíku rými tekur það gasið ekki
langan tíma að ganga á súrefnið
og valda að endingu súrefnis-
skorti. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins höfðu mennirnir
ekki lagst til hvílu þegar þeir lét-
ust.
Ekki er unnt að greina frá
nafni hinna látnu að svo stöddu.
Tveir fundust látnir
Líklegt talið að
tvær refaskyttur
hafi látist sökum
gaseitrunar
Skothúsið Mennirnir tveir fundust látnir í skothúsi sem staðsett er við
Þramarhaug á Auðkúluheiði, skammt ofan við Blönduvirkjun.
HANN var sigrihrósandi, hjólreiðakappinn sem þeysti fram úr kyrr-
stæðum bílum á Hafnarfjarðarveginum í gær. Bílarnir sátu fastir vegna
aðgerða atvinnubílstjóra vegna eldsneytisverðsins. Hann þarf enda lítið
pláss til að komast áfram og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af elds-
neytisverðinu, heldur treystir eingöngu á eigið vöðvaafl og fær í kaup-
bæti góða og holla hreyfingu. Lausnin á hækkun eldsneytisverðs?
Morgunblaðið/Júlíus
Er reiðhjólið lausnin á hækkun eldsneytisverðsins?
Ivanov >> 37
Allir í leikhús
Leikhúsin í landinu
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
ÁKVEÐIÐ hefur verið að álver, sem til stendur
að Alcoa reisi á Bakka við Húsavík, fari í lög-
formlegt umhverfismat og að undirbúningur að
byggingu álvers hefjist á grunni gildandi laga.
Rannsóknir benda til að næg orka sé á svæðinu,
að sögn Bergs Elíasar Ágústssonar, sveitar-
stjóra Norðurþings.
Einnig hafa sveitarfélögin fjögur, Norður-
þing, Skútustaðahreppur, Þingeyjarsveit og
Aðaldælahreppur, unnið sameiginlegt svæðis-
skipulag hvað viðkemur virkjunum annars veg-
ar og raflínum hins vegar.
Til stendur að 250 þúsund tonna álver rísi á
Bakka, en Bergur segir Norðurþing leggja
áherslu á að ekkert sé því til fyrirstöðu að það
stækki frekar í framtíðinni. „Það gilda ekki önn-
ur lögmál í þessum rekstri en öðrum,“ segir
hann. „Fatabúðir setja viðskiptavinum sínum
ekki skorður þegar kemur að fatanúmerum! En
að sjálfsögðu þarf slíkt að vera í sátt og sam-
lyndi við stjórnvöld.“
Hann segir jákvætt að málið hafi verið unnið
af mikilli hógværð. „Við höfum staðið að þessu
með öðrum hætti en aðrir, enda erum við með
álver en ekki hálfver. Og ég legg áherslu á að við
erum ekki í samkeppni við aðrar álversfram-
kvæmdir að neinu leyti.“
Bergur segir að stefnan sé að framkvæmdum
við álverið verði að fullu lokið árið 2015, eins og
áður hafi verið lýst yfir. Þetta er á meðal þess
sem tilkynnt verður á opnum borgarafundi á
Húsavík í kvöld, þar sem fulltrúar Norðurþings,
HRV, Landsvirkjunar og Landsnets ræða und-
irbúning og stöðu verkefnisins og svara fyrir-
spurnum íbúa.
Byrja ekki á öfugum enda
„Við byrjuðum ekki á öfugum enda, heldur
gengum fyrst í skipulagsmálin og að athuga
hvort við gætum mætt orkuþörf álversins,“ seg-
ir Bergur. „Eins og ég hef sagt, við förum fyrst í
skipulagið, ekki skóflustunguna.“
Álver á Bakka í umhverfismat