Morgunblaðið - 03.04.2008, Síða 12

Morgunblaðið - 03.04.2008, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „ÞAÐ hefur ekki komið svona hlaup hérna inn á Miðfjörðinn í fjöldamörg ár. Þetta er búið að vera þurrt hérna í innflóanum nánast í allan vetur. Svo hleypur þetta inn svona núna. Ætli það séu ekki 10 til 15 ár síðan svona mikið magn hljóp hérna inn. Þetta er hrygningarfiskur og þokkalega stór fiskur eins og alltaf þegar hann kem- ur hérna inn á vorin. Hann er því fljóttekinn,“ segir Eðvald Daníels- son, eigandi Neista HU frá Hvammstanga. „Hann fiskaði mjög vel í netin í kringum páskana. „Veiðin hérna á Miðfirði er því miður liðin tíð. Ég er búinn með kvótann og ekki gengur að leigja meira til sín, þegar verðið á fiskinum á mörkuðum er lægra en leigan. Svo voru tveir bátar hér á firðinum í gær. Annar á línu og hinn á snurvoð. Snurvoðarbáturinn fékk nú lítið, en ég veit ekki með línubát- inn. Hann dró línuna í nótt. Ég var að veiða þarna sitt hvorum megin við páskana. Þetta voru nú ekki nema fjórir róðrar hjá mér. Það var ágætt þarna eftir páska. Ég var bara með 30 net, fimm sex neta trossur. Hinn 25. marz voru þetta 4,9 tonn og dag- inn eftir 4,2 tonn af slægðum fiski. Það kom svo hérna línubátur frá Hólmavík daginn eftir að ég hætti og hann var með tæp átta tonn á um 30 bala. Það var mest af fiskinum fjögur kíló plús, en nálægt fjórðungi var sjö kílóa og þyngri. Það eru því ekki margir fiskar í tonninu. Það var loðna í þessum fiski. Hann virtist vera að elta smáloðnu, sem kom hérna inn. Svo er alltaf eitthvað af smásíld hérna í firðinum, sem virðist vera staðbundinn stofn. Undanfarin ár hef ég þurft að sækja austur á Skaga til að ná í þennan netafisk. Ég var blessunar- lega laus við það núna. Það er gott að vera heima hjá sér og geta róið stutt. Fiskurinn gekk hér alveg inn í sand, alveg inn í botn. Það er reyndar allt- af þannig, þegar hann hleypur hér inn á vorin að hann stoppar mjög stutt við. Þetta er komið á aðra viku og mér sýnist miðað við afla bátanna í gær að farið sé að draga úr þessu. Mikil rækja áður fyrr „Það var mikil rækja inni á Mið- firði á árum áður. Það var hún sem við gerðum út á. Það snerist allt um rækjuna. Við vorum á innfjarðar- rækju á veturna og djúprækju á sumrin. Síðan hvarf rækjan um leið og þorskgengdin byrjaði upp úr 1982 til 1983. Þá fór að bera á fiskihlaup- um inn á fjörðinn og þá þjappaðist öll rækja hérna innar og snarminnkaði svæðið sem hún hélt sig á. Svæðið var geysistórt hérna á beztu rækju- árunum. Þegar ég byrjaði í þessu veturinn 1972 til 1973 var hún mjög mikið vestan við Vatnsnesið og norð- ur fyrir og vestur í Reykjarfirði og Ófeigsfirði. Svo smáseig þetta alltaf innar þar til fiskurinn hljóp hér yfir allt. Við og þorskurinn höfum svo sennilega klárað rækjuna í samein- ingu. Hún var mjög auðveiðanleg á þeim tíma, þegar hún þjappaðist saman hérna inni á firðinum. Það var mikill missir að tapa rækj- unni, mikið áfall fyrir þessi byggð- arlög. Okkur var aldrei bættur upp skaðinn. Við vorum nefnilega skertir svo mikið í þorski á sínum tíma vegna rækjuveiðanna. Bætur fyrir rækjumissinn sem komu voru ekki nema brot af því sem áður hafði verið tekið af okkur og það hefst trúlega aldrei til baka. Rækjan er þó ekki útdauð og það kemur alltaf af og til rækja innan úr fiski. Ef kæmi svona fiskþurrð hér aftur eins og var fyrir 1960 og köldu árunum þar á eftir mundi rækjan rjúka upp að nýju. Það gerist bara örugglega ekki meðan fiskurinn er á svæðinu. Þegar rækjan var uppi var ekkert hérna nema rækja. Maður fékk varla í soðið af fiski. Það er alltaf ánægjulegt þegar fiskurinn hleypur svona inn, en alltaf jafn sorglegt að mega ekki veiða hann. Miðað við það sem hefur verið að gerast á netavertíðinni núna, bæði fyrir sunnan, fyrir vestan land og hér, finnst mér ekki hægt að álykta að minna sé af fiski. Að því leyti til er ég ósammála þessum mikla niðurskurði,“ segir Eðvald Daníelsson. Sá guli hljóp inn á Miðfjörð Morgunblaðið/Alfons Finnsson Aflabrögð Eðvald Daníelsson fiskaði vel á Neistanum inni á Miðfirði í kringum páskana. Langt er síðan fiskur hefur hlaupið svona inn á fjörðinn. ÚR VERINU VIRKJANAKOSTIR á Vestfjörðum verða skoðaðir, að því er fram kom í svari Össurar Skarphéðinssonar iðn- aðarráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar á Alþingi í gær. Össur sagðist þegar hafa óskað eftir áliti á mögulegri stækkun Mjólk- árvirkjunar. „Ég tel að það sé kannski eðlilegasta skrefið,“ sagði Össur og bætti við að auðveldlega ætti að vera hægt að auka fram- leiðslu þar en sagðist einnig vera áhugamaður um Glámuvirkjun. Kristinn fagnaði þessum áhuga og að „eftir margra ára kyrrstöðu“ skyldi vera komin hreyfing á hlutina. Virkjanakost- ir skoðaðir „ÞÚ ERT að hringja milli far- símakerfa sem getur falið í sér auk- inn kostnað.“ Svona gætu skilaboð hljóðað sem farsímanotendur fá að heyra ef nýtt frumvarp um fjar- skipti verður að lögum en sem kunnugt er kostar meira að hringja í farsíma milli kerfa en innan sama kerfis. Jafnframt ætti að verða ódýrara fyrir Íslendinga að nota farsíma í útlöndum en með frum- varpinu eru innleiddar samevr- ópskar reglur um reiki á almennum farsímanetum. Gefin verður út sér- stök hámarksgjaldskrá sem á að endurspegla kostnaðinn við að veita reikiþjónustu. Ódýrara að spjalla yfir hafið LEITA þarf leiða til að tryggja að hávaði í kennslustofum sé ekki svo mikill að hann geti verið hættu- legur rödd og heyrn nemenda og kennara, að mati Þuríðar Backman, VG, og fimm þingmanna Fram- sóknarflokks og Samfylkingar. Sexmenningarnir hafa hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að skipaður verði starfshópur til að fara yfir þessi mál en í greinargerð kemur fram að hávaði í skólastof- um valdi sérfræðingum áhyggjum. M.a. sé eyrnasuð vaxandi heyrn- arsjúkdómur meðal barna og talið sé að hann stafi af álagi vegna há- vaða. Of mikil læti í skólanum? RANNSÓKNIR verða veigameiri þáttur í starfsemi Barnavernd- arstofu á næstu árum, að því er fram kemur í viðamikilli þingsályktun- artillögu um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum sem félags- málaráðherra leggur fyrir Alþingi á næstunni. Nú þegar er hafin rannsókn á framburði barna sem koma í Barna- hús vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi en markmiðið er að skoða í hvaða tilvikum ákæra er gefin út og hvað það er í framburði barna sem leiðir til þess. Jafnframt verður ráð- ist í athugun á líkamlegu ofbeldi gegn börnum og verða allar tilkynn- ingar til barnaverndarnefnda um slíkt ofbeldi á árinu 2006 skoðaðar. „Oft hafa vaknað spurningar um hlutfall tilkynninga vegna líkamlegs ofbeldis gagnvart börnum sem virð- ist lægra á Íslandi en hjá ýmsum vestrænum þjóðum. Ein skýringin kann að vera sú að vandinn sé duld- ari hér en víða erlendis,“ segir í greinargerð með þingsályktun- artillögu félagsmálaráðherra og jafnframt kemur fram að þekking á áverkum barna hafi verið takmörkuð sem aftur hafi dregið úr líkum á því að mál komi inn á borð barnavernd- aryfirvalda. Ofbeldi gegn börnum verður rannsakað Morgunblaðið/Ómar Ný áætlun Árangur meðferðarheimila og Barnahúss verður metinn og unnið að nýjum meðferðarúrræðum, m.a. fyrir unga kynferðisbrotamenn. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÞAÐ ER ámælisvert að ríkisstjórnin skuli hundsa lög- bundna samráðsskyldu sína við Alþingi, sagði Steingrím- ur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, á Alþingi í gær. Hann var ósáttur við að ekki hefði verið orðið við beiðni hans um að utanríkisráðherra og forsætisráðherra kæmu fyrir nefndina áður en þeir héldu til Búkarest til að sitja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. „Þar með gerist það enn að utanríkismálanefnd er sniðgengin í að- stæðum sem þessum. Þó eru á dagskrá NATO-fundarins í Búkarest óvenjumörg og óvenjustór og óvenjuumdeild álitamál, eins og möguleg aðild Úkraínu og Georgíu að NATO, eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Mið- austur-Evrópu, staðan í Afganistan og fleira,“ sagði Steingrímur. Verði gert að reglu Nefndarmennirnir Árni Páll Árnason, Samfylkingu, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, tóku undir þessa gagnrýni en Árni Páll áréttaði skýra stefnu utanríkisráðherra um aukið samráð við nefndina. „Hér virðist hafa orðið handvömm í undirbúningi þessa máls og er rétt að harma það,“ sagði Árni Páll og Ragnheiður Elín var á þeirri skoðun að það ætti að vera regla að utan- ríkisráðherra kæmi á fund utanríkismálanefndar fyrir stóra fundi sem þennan. Utanríkismálanefnd Alþingis sniðgengin Virðist hafa orðið handvömm í undirbúningi, segir Árni Páll Skattpíningarflokkur Eldsneytisverð var rætt á Alþingi í gær og Höskuldur Þórhallsson, Framsókn, sagði heimilin og atvinnulíf ekki geta tekið við meiri verðhækkunum. „Það sem hins veg- ar svíður mest er að tekjur ríkissjóðs af umferð landsins munu hækka um allt að 1,6 milljarða á þessu ári í formi virðisaukaskatts á eldsneyti,“ sagði Höskuldur og spurði hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að festa sig í sessi sem „mesti skattpíningarflokkur þjóðarinnar“. Mæti í kaffi Gunnar Svavarsson, Samfylkingu, sagði samgöngu- og fjármálaráðherra þegar hafa boðið atvinnubílstjórum í heimsókn til að ræða málin. Því væri nóg komið af mótmælum í bili og menn ættu að mæta í kaffiboðið. „Hvæstvirtur þingmaður kom að virð- isaukaskattinum í þessu máli. Það er nú einu sinni svo að umræddir atvinnu- bílstjórar innskatta væntanlega virð- isaukann af starfsemi sinni þannig að það kemur á móti inn í reksturinn en hins vegar gerir almenningur það ekki,“ sagði Gunnar en taldi koma til greina að skoða olíu- og bensíngjaldið. Frekar barnaföt Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði álögur ríkisins velta því upp að ef lækka ætti virðisaukaskatt – hvort lækkunin ætti ekki fremur að vera á barnaföt- um en eldsneyti. Hann væri þó hlynntur lækkun virðisaukaskatts almennt. Kolbrún Halldórs- dóttir, VG, kallaði hins vegar eftir niðurstöðum nefndar sem átti að skila af sér til- lögum varðandi álögur á eldsneyti og sjálfbæra orkugjafa í febrúar. „Hvenær ætlar ríkisstjórnin að birta alvöru- stefnu um umhverfisvænar eða sjálf- bærar samgöngur?“ spurði Kolbrún. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 10.30 í dag með óundirbúnum fyrirspurnatíma og að auki á m.a. að ræða varnarmála- frumvarpið og frumvarp fjár- málaráðherra um stimpilgjöld. Höskuldur Þórhallsson Pétur H. Blöndal ÞETTA HELST …

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.