Morgunblaðið - 03.04.2008, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
NÝ, þýsk kvikmynd var frumsýnd í
Berlín á mánudag og hefur hún vak-
ið blendnar tilfinningar, að sögn
BBC. Myndin fjallar um Manfred
von Richthofen, ungan orrustuflug-
mann í fyrri heimsstyrjöld sem
skaut niður 80 breska, kanadíska og
ástralska flugmenn og varð goðsögn
í lifanda lífi. Richthofen var af ríkum
og tignum ættum í Slésíu. Hann varð
yfirmaður frægrar flugsveitar sem
kölluð var Fljúgandi sirkusinn en
Fokker-þríþekjur hennar voru í eld-
rauðum lit.
Richthofen féll 25 ára gamall
1918, nokkrum mánuðum fyrir
stríðslok. Síðar varð yfirmaður
sveitarinnar annar flugkappi sem
síðar varð frægur
að endemum:
Hermann Göring.
Mörgum Þjóð-
verjum finnst,
með nasistaarf-
inn í huga, al-
mennt rangt að
upphefja þýskar
stríðshetjur. En
leikstjórinn, Nik-
olai Müllerschön, fullyrðir að ekki sé
verið að lofa stríð. „Myndin beinist
með ótvíræðum hætti gegn stríði.
Richthofen segir í henni að hann
skilji að nú séu allir búnir að breyta
heiminum í sláturhús og ekki sé
hægt að vinna stríðið.“
Þjóðverjar gera umdeilda
kvikmynd um Rauða baróninn
Manfred von
Richthofen
TALSMAÐUR stjórnarandstöðunnar
í Simbabve sagði í gær, að leiðtogi
hennar, Morgan Tsvangirai, hefði
sigrað í forsetakosningunum en yf-
irkjörstjórn hefur ekki enn birt end-
anleg úrslit í þeim.
Talsmaðurinn, Tendai Biti, sagði,
að Tsvangirai hefði fengið 50,3% at-
kvæða en Robert Mugabe forseti
43,8%. Því þyrfti ekki aðra umferð
til. Yfirkjörstjórn tilkynnti í gær, að
ZANU, flokkur Mugabes, hefði misst
meirihluta á þingi, hefði 93 sæti en
stjórnarandstaðan 105. Það bendir
því flest til, að valdatíð Roberts
Mugabes sé lokið.
Grunsemdir vekur hve langan tíma
tekur að kynna endanleg úrslitin.
Reuters
Stjórnarskipti í Simbabve?
UM 10.000 úlfaldar, sem kunna
kúnstina að brosa og blikka, taka
þátt í fjölþjóðlegri fegurðar-
samkeppni úlfalda sem haldin er í
Sameinuðu arabísku furstadæm-
unum. Er þetta ein af stærstu
keppnum heims af þessu tagi og
eigendur fegurstu úlfaldanna fá
alls sem svarar 670 milljónum
króna og hundrað bíla í verðlaun.
Keppnin er liður í Mazayin Dhafra-
hátíðinni sem hófst í gær og úlfald-
arnir eru frá Barein, Kúveit, Óman,
Katar og Sádi-Arabíu. Fyrsta feg-
urðarsamkeppni úlfalda var haldin
í Sameinuðu arabísku furstadæm-
unum fyrir sex árum.
Fegurðarsam-
keppni úlfalda
Reuters
Fegurð Sádi-arabískur úlfaldi.
STUTT
BERTIE Ahern,
forsætisráðherra
Írlands, ætlar að
láta af embætti í
næsta mánuði.
Tilkynnti hann
það á blaða-
mannafundi, sem
boðað var til í
skyndi, en ástæð-
an er sú rann-
sókn, sem fram fer á fjármálum
hans.
Ahern, sem er 56 ára að aldri og
varð forsætisráðherra í þriðja sinn
að loknum þingkosningum í fyrra,
neitaði öllum ásökunum um spillingu
en sagði, að með afsögninni vildi
hann koma í veg fyrir, að rannsóknin
hefði áhrif á störf stjórnarinnar.
„Ég veit það með sjálfum mér, að
ég hef ekki gert neitt rangt,“ sagði
Ahern, en fjármál hans og fleiri
stjórnmálamanna eru nú til rann-
sóknar hjá svokölluðum Mahon-
dómstól. Hefur hann verið að störf-
um frá 1999 og meðal annars upp-
lýst, að Ahern hafi þegið leynilegar
greiðslur frá ýmsum athafnamönn-
um á síðasta áratug.
Rúmlega 100 millj. kr.
Ahern viðurkenndi að hafa tekið
við tveimur stórum greiðslum frá
nánum vinum en dómstóllinn komst
síðar á snoðir um meira en tíu
greiðslur til hans sem hann hafði
ekki gert grein fyrir. Dagblaðið The
Irish Times segir, að heildarupp-
hæðin sé um 886.000 evrur eða um
105 millj. ísl. kr.
Ahern hefur verið forsætisráð-
herra eða „taoiseach“ eins og emb-
ættið heitir á írsku á miklum upp-
gangstímum á Írlandi og hann átti
sinn þátt í því að stilla til friðar á
Norður-Írlandi ásamt Tony Blair,
fyrrv. forsætisráðherra Bretlands,
með samningunum, sem kenndir eru
við föstudaginn langa.
Ahern sagði í gær, að hann bygg-
ist við, að Brian Cowen fjármálaráð-
herra tæki við forsætisráðherraemb-
ættinu.
Forsætisráðherra
Írlands boðar afsögn
Bertie Ahern
FRAKKAR og Þjóðverjar gáfu til
kynna í gær að þeir myndu hindra
að sovétlýðveldunum fyrrverandi
Úkraínu og Georgíu yrði boðin aðild
að Atlantshafsbandalaginu á þriggja
daga leiðtogafundi sem hófst í Búk-
arest í gær.
George W. Bush Bandaríkja-
forseti hvatti til þess fyrir fundinn
að Úkraínu og Georgíu yrði boðin
aðild að NATO á fundinum. Hann
kvaðst telja að Króatía, Albanía og
Makedónía ættu einnig að geta feng-
ið aðild að bandalaginu þegar fram
liðu stundir.
Frank-Walter Steinmeier, utan-
ríkisráðherra Þýskalands, sagði að
mörg NATO-ríki hefðu miklar efa-
semdir um að rétt væri að bjóða
Úkraínu og Georgíu aðild og sagði
að það myndi auka spennuna milli
Vesturlanda og Rússlands. Sam-
skipti þeirra hafa verið stirð vegna
deilunnar um sjálfstæðisyfirlýsingu
Kósóvó og áforma Bandaríkjanna
um að koma upp eldflaugavarnakerfi
í Póllandi og Tékklandi.
„Frakkar ætla ekki að samþykkja
inngöngu Úkraínu og Georgíu í
NATO,“ sagði Francois Fillon, for-
sætisráðherra Frakklands.
Deilt um stækkun NATO
Frakkar og Þjóð-
verjar leggjast
gegn aðild Úkr-
aínu og Georgíu
!"#$ %&
' ( )
*
+
!
"
#$%&
,-) &
$%&
!""
'()
* )+$%&
*), )(
)+ )(*-#+-
./
*0
)-)
1
" ) 2
3)) ()
*0
*-
)*
) 4
!
##
#
$##
!!
#
!#
$"#
!$%
##
##
!.
!#
###
!!
%##
%
##
$
"##
!!
&
/) 0& 0. &
&
&
!
"
&
!
#"#
&
!"
%#
! 0 - "
#
!"
#
!%
#
!
##
'
( )
*( +
-,./0 + )'
1 + +
1&
&.
+(
2
+(
55
ÞRJÁR af átta pöndum, sem valdar hafa verið á sýn-
ingu í Peking í tilefni af Ólympíuleikunum, leika sér í
verndargarði fyrir risapöndur í Sichuan-héraði í Kína.
Um tíu milljónir manna greiddu atkvæði á Netinu þeg-
ar pöndurnar voru valdar. Þær verða til sýnis í Peking
í hálft ár fyrir og eftir Ólympíuleikana í ágúst.
AP
Pöndur valdar á sýningu
Safnaðu
Vildarpunktum
Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir
*Nánari upplýsingar um fargjaldaflokka Icelandair á netinu. Afslátturinn reiknast af fargjaldi án flugvallarskatta.
Til og með 4. apríl bjóðum við 50% barnaafslátt
af Economy og Best Price fargjöldum* fyrir börn,
11 ára og yngri, til allra áfangastaða okkar erlendis.
Ferðatímabil er til og með 31. desember.
+ Bókaðu ferð á www.icelandair.is
50%
AFSLÁTTUR
FYRIR BÖRN
HUGURINN BER ÞIG
AÐEINS HÁLFA LEIÐ