Morgunblaðið - 03.04.2008, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 17
AUSTURLAND
Fljótsdalur | Nýr þjónustusamn-
ingur hefur verið staðfestur milli
Gunnarsstofnunar og Fljótsdals-
hrepps. Samningurinn er gerður á
grundvelli samnings sem verið hef-
ur í gildi síðustu tvö ár en með hon-
um tók Gunnarsstofnun að sér til-
tekin verkefni á sviði menningar og
ferðaþjónustu fyrir sveitarfélagið.
Stofnunin á m.a. að vera sveitarfé-
laginu til ráðgjafar og taka að sér
áætlanagerð og umsjón með verk-
efnum á þessu sviði. Þá mun stofn-
unin stýra verkefnum er lúta að
miðlun á sögu Fljótsdals til ferða-
manna með merkingum og öðrum
hætti og koma að stefnumótun. Sér-
staklega er tiltekið í samningnum
að stofnunin aðstoði við stefnumót-
un í ferðaþjónustu vegna Vatnajök-
ulsþjóðgarðs. Fljótsdalshreppur
greiðir Gunnarsstofnun 2,5 m.kr. á
ári samkvæmt samningnum sem
gildir til ársloka 2009. Samninginn
undirrituðu Skúli Björn Gunn-
arsson, forstöðumaður Gunn-
arsstofnunar, og Gunnþórunn Ing-
ólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps.
Í verkefnum
fyrir Fljóts-
dalshrepp
Samið Gunnþórunn og Skúli Björn.
Reyðarfjörður |
Þrjátíu og fjögur
hreindýr virðast
nánast sest að við
álverslóðina á
Reyðarfirði. Þau
hafa sum hver rölt
inn á lóðina og
spókað sig á bíla-
stæði við skrif-
stofu- og starfsmannahúsið. Þá eru
tveir hrafnar fastir gestir við álver-
ið og sýna þar matargámi sérlegan
áhuga, dúfa býr í steypuskálanum
og búist er við skógarþrastapari
þangað aftur, sem verpti þar í
fyrra, sem og tjaldapari sem verpti
í fyrra við skautverksmiðjuna.
Álvershreindýr
Hreindýr eru við
álver Fjarðaáls.
Fellabær | Stígamót halda kynning-
arfund í samstarfi við Soroptim-
istaklúbb Austurlands í Kirkjusel-
inu í Fellabæ í kvöld kl. 20. Þar
verður kynnt þjónusta Stígamóta
og hvernig hún nýtist á Austur-
landi. Þá mun Soroptimistaklúbbur
Austurlands afhenda Stígamótum
peningagjöf til styrktar starfinu
eystra. Allir eru velkomnir.
Stígamót eystra
Egilsstaðir | Norðausturnefndin á að
skila af sér tillögum til forsætisráð-
herra fyrir lok þessa mánaðar. Hún
starfar á vegum forsætisráðuneytis
og skoðar leiðir til að efla atvinnulíf og
samfélög í fámennum byggðarlögum
á Norðurlandi eystra og Austurlandi.
Nefndinni er meðal annars ætlað að
gera tillögur um mögulega styrkingu
menntunar og rannsókna, uppbygg-
ingu iðnaðar og þjónustu og flutning
starfa frá höfuðborgarsvæðinu til um-
ræddra byggðarlaga. Á Austurlandi
eru málefni Breiðdalshrepps, Djúpa-
vogshrepps, Seyðisfjarðarkaupstað-
ar, Borgarfjarðarhrepps og Vopna-
fjarðarhrepps til skoðunar.
Lækkun skatta á jaðarsvæðum
Fyrrnefnd sveitarfélög telja að þar
sem kvótaniðurskurður hefur mikil
áhrif verði að gera þeim kleift með
beinum framlögum að takast á við
sérstök verkefni á sviði t.d. viðhalds-
mála, framkvæmda sem auka lífsgæði
íbúanna og verkefna sem styðja ein-
stakar atvinnugreinar s.s. sjávarút-
veg, ferðamál og landbúnað. Nefna
megi í þessu samhengi heitavatnsleit,
hafnarmannvirki, fjallskilamál, ferða-
mannaaðstöðu, íþrótta- og tóm-
stundamál, menningarmál og öldrun-
ar- og félagsþjónustu. Þá er bent á að
ástæða sé til að kanna hvort ekki
megi setja lægri skatta á einstaklinga
og fyrirtæki á völdum svæðum, en
slíkt gæti aukið áhuga á atvinnu-
rekstri og búsetu þar. Íbúar og
rekstraraðilar jaðarsvæða hafi enda
mun minni möguleika á að nýta sér
sameiginlega þjónustu, bæði vegna
kostnaðar og fjarlægða.
Reiknað er með að Norðaustur-
nefndin ljúki störfum í maí nk. og
styrkir verði veittir til einstakra verk-
efna á þessu ári.
Sveitarfélögin á jaðr-
inum bíða úrlausnar
Norðausturnefnd skilar tillögum fyrir lok mánaðarins
Ljósmynd/EBB
Seyðisfjörður Sveitarfélög vilja úrlausn sinna mála gagnvart ríkisvaldinu.
Í HNOTSKURN
»Jaðarsveitarfélögin á Austurlandi hafa lagt inn
tillögur um úrbætur til Norð-
austurnefndar fjármálaráðu-
neytisins.
»Nefndin skilar tillögum sín-um til ráðuneytisins undir
mánaðarmót.
LANDIÐ
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Kópasker | „Það er mjög skemmti-
legt. Þótt ekki hafi allir kunnað til
fulls á öll hljóðfærin þá er maður
ekki lengi að kenna þeim ákveðna
undirstöðu svo þeir geti bjargað
sér,“ segir Baldur Sívertsen tónlist-
armaður. Hann hefur sest að á
Kópaskeri og kennir við tónlistar-
skólann og grunnskólann. Í hljóm-
sveitavali í tveimur efstu bekkjum
grunnskólans hafa orðið til tvær
hljómsveitir, önnur hrein stúlkna-
sveit. Þá vinnur hann að eigin tónlist
í hljóðveri sem hann hefur komið sér
upp.
Baldur er Reykvíkingur, úr Breið-
holtinu, og var lengi í hljómsveitum.
Þekktust þeirra er væntanlega
hljómsveitin „Ég“ en þar var hann
gítarleikari.
Rólegt og öruggt
„Við bjuggum hér um tíma, áður
en við fluttum til Danmerkur og vild-
um koma hingað eftir ársdvöl þar.
Hér er ódýrt að lifa og hægt að
kaupa einbýlishús fyrir fimmtung af
Reykjavíkurverði. Þá lítum við til
þess hvað hér er rólegt og öruggt,
eftir að við höfðum búið í hringiðunni
í Kaupmannahöfn,“ segir Baldur.
Kærasta hans, Ingibjörg Guð-
mundsdóttir, er frá Kópaskeri,
grunnskólakennari að mennt og
fengu þau bæði störf þar.
Baldur hefur komið sér upp hljóð-
upptökuveri í bílskúr íbúðarhússins
sem þau keyptu. Þar er hann meðal
annars að taka upp plötu með nem-
endum í fimmta og sjötta bekk
grunnskólans. Hann hefur kynnst
hljóðupptökum í gegnum tónlistina
og bætti við sig þekkingu þegar hann
bjó úti í Kaupmannahöfn.
„En fyrst og fremst er þetta
áhugamálið mitt. Ég fer að taka upp
í staðinn fyrir að fara í golf,“ segir
Baldur. Hann er mikið að vinna eigin
tónlist. „Ég get spilað á flest hljóð-
færin og draumurinn er að vera einn
í hljómsveit. Þá þarf maður ekki að
rífast við neinn,“ segir Baldur.
Markmiðið er að gera plötu, ekki
endilega á hefðbundinn hátt heldur
alveg eins til dreifingar á netinu eða
á annan hátt. „Ég var raunar tilbú-
inn með efni á plötuna, lauk því úti í
Kaupmannahöfn, en var svo óhepp-
inn að masternum var stolið í inn-
broti og ég var búinn að eyða öllu út
af tölvunni hér heima. Ég er því að
endurvinna það efni,“ segir Baldur.
Ekki frægur eða ríkur
„Þegar maður er kominn á þennan
aldur og ekki orðinn frægur og ríkur
held ég að maður sé hættur að láta
sig dreyma um slíkt. Ég hefði heldur
ekki flutt til Kópaskers, ef það hefði
verið markmiðið hjá mér,“ segir
Baldur.
Hljóðupptökurnar eru
aðaláhugamálið mitt
Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir
Hljóðver Baldur Sívertsen hefur komið upp aðstöðu til að taka upp tónlist í
bílskúrnum. Þar vinnur hann meðal annars í eigin tónlist.
Baldur Sívertsen
vinnur að plötu í
eigin hljóðveri á
Kópaskeri
Framsækið
samfélag með
álver á Bakka
Verkefnið Framsækið samfélag með álver á Bakka, verður
kynnt á morgunverðarfundi, föstudaginn 4. apríl
næstkomandi, kl. 8:30-10:00 í Alþýðuhúsinu, á 4. hæð,
Skipagötu 14, Akureyri.
Á fundinum munu fulltrúar Norðurþings, Alcoa, HRV, Lands-
virkjunar og Landsnets kynna undirbúning og stöðu þessa
mikilvæga verkefnis og svara fyrirspurnum.
Dagskrá
Fundarsetning
Ásgeir Magnússon, forstöðumaður hjá
Samtökum iðnaðarins á Norðurlandi
Norðurþing, staða mála og næstu verkefni
Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings
Orkuflutningar
Árni Jón Elíasson, sérfræðingur, Landsneti
Orkuöflun
Árni Gunnarsson, forstöðumaður jarðhita, Landsvirkjun Power
Undirbúningsrannsóknir vegna álvers
Arnór Þórir Sigfússon, HRV
Grunnur að styrkingu atvinnulífs
á Norðausturlandi – álver á Bakka
Kristján Þ. Halldórsson, verkefnisstjóri samfélagsmála
hjá Alcoa á Norðurlandi
Spurningar og svör
Fundarstjóri:
Magnús Ásgeirsson, framkvæmdastjóri
Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
NORÐURÞING