Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 47 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is GÓÐIR hlutir gerast hægt og enginn er spámaður í eigin föðurlandi. Þessi máltæki eiga vel við í tilfelli Petters Winnberg, bassaleikarans stimamjúka sem gerði allt vitlaust hérlendis sem meðlimur reggísveit- arinnar Hjálma. Utan kannski að Petter er sænskur en ekki íslenskur og þess vegna var hann aldrei spámaður hér á Íslandi. Allt í lagi, við erum kannski komin ögn út fyrir efnið hérna, en alltént gaf Petter út plötuna Easily Tricked hérlendis fyrir jólin 2006 og var sveit hans, The Pix, með í för. Útgef- andi var fyrirtæki GusGus-manna, Pi- neapple Records, en platan fór tiltölulega hljótt á þeim tíma. Hinn öflugi vélamaður GusGus, forsetinn sjálfur, President Bongo lét þó hvergi deig- an síga og fyrir stuttu framseldi hann plöt- una til bresku útgáfunnar Gung-Ho! Platan kom út sem niðurhal eingöngu þann 31. mars og gerði það strax gott á iTunes, seld- ist von úr viti þar og var lagið „Nevermind“ valið sem smáskífa vikunnar þar á bæ. Plat- an hefur síðan dottið inn á tölvur margra málsmetandi aðila í Lundúnarborg, útvarps- maðurinn Pete Tong á BBC hefur verið að spila lög af henni í þætti sínum og Mark Brydon, leiðtogi Moloko, ku einnig aðdá- andi. Hipsterar borgarinnar gátu svo barið Petter & the Pix augum í síðustu viku en þá hélt sveitin sína fyrstu tónleika þar í borg, á Fly Bar á Oxford Street. Platan kemur svo út á efnislegu formi í gegnum Gung-Ho! í dag. Velgjörðarmaður sveitarinnar, President Bongo, hefur þetta um málið að segja: „Já, það er svona þegar Íslendingar skjóta hluti niður og veiða þá svo aftur upp þegar útlönd taka við sér … vittu til … þeir verða heimsfrægir!“ segir hann og hlær sigri hrósandi. Petter & the Pix í góðum málum í Bretlandi Petter Winberg, bassaleikari Hjálma, selur og selur af rúmlega árs gamalli plötu sinni Vinsæll Útvarpsmaðurinn Pete Tong á BBC spilar lög Petters í þætti sínum. KAMMERSVEITIN Ísafold efndi til vel sóttra útgáfutónleika í Lang- holtskirkju á sunnudag. Hljómdisk- urinn heitir í höfuðið á tónverki stjórnandans, Öll hljóð bíða þagnar – All sounds to silence come utan landsteina – er frumflutt var í Skál- holti í fyrrasumar að undirrituðum viðstöddum en hefur að auki að geyma verk eftir Schnittke, Varèse og Bent Sørensen. Voru þau öll flutt hér, fyrir utan bráðskemmtilega Sinfóníettu Benjamins Brittens Op. 1 frá 1932 sem hefði sómt sér fjall- myndarlega á sama diski. Að ekki sé minnzt á þar með auknar líkur á dómtöku í heimstímariti á við Gra- mophone. Hefði þar vart þurft að spyrja um vænlegar viðtökur eftir hreint fram- úrskarandi flutningi sveitarinnar að dæma. Hvað þá í upptöku úr Lang- holtskirkju, sem miðað við lifandi áheyrnarhljóm virtist varla standa nafntogaðri heyrð Skálholtskirkju á sporði. T.a.m. var undravert hvað óuppmögnuð 5 manna strengjasveit- in náði góðu samvægi við blás- arahópinn, er að öllu jöfnu hefði út- heimt fjór- ef ekki sexfalt fleiri strengi. Jafnvel þótt vera kunni að höfundar umræddra verka hafi gætt sérstaks aðhalds í rithætti, eins og kannski bezt kom fram í verkum Brittens og Daníels. Spilamennskan var ekki aðeins af- burðafáguð heldur einnig víðfeðm og spræk. Að loknum djúpinnlifuðum flutningi strengjakvartetts í anddyri á Canon in memoriam Igor Stra- vinsky (1971) eftir rússneska fjölstíl- istann Alfred Schnittke (1934-98) og hvassa Octandre hljómstreituetýðu Edgards Varèses (1883-1965) kom fyrri hápunktur kvöldsins í formi nefndrar 11 manna Sinfóníettu Brit- tens; „útrásarverks“ svo bragð er að hjá aðeins 19 ára unglingi. Eftir hlé birtist svartsýnt verk Danans Bents Sørensens, The Weeping White Ro- om (2002), er með glissandi LSD- órum sínum og klínískri angist hefði fallið ógnarvel að firrandi framtíð- arsýn Aldous Huxleys. Fjölskrúðugt 18 mín. verk hljóm- sveitarstjórans lauk þessum frábær- lega vel túlkuðu tónleikum. Tíndust þar ófáar fjaðrir í hatt jafnt hans sem hinnar einstaklega vel mönnuðu kammersveitar, er óðum fer að fær- ast á úrvalsstig kjörinna tónmenn- ingarsendiherra þessa lýðveldis. Sé hún ekki þangað komin nú þegar. Kjörnir sendiherrar Ísafold „[E]kki aðeins afburðafáguð heldur einnig víðfeðm og spræk.“ Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Langholtskirkja Útgáfutónleikar Kammersveitarinnar Ísa- foldar. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Sunnudaginn 27. apríl kl. 19.20. Kammersveitartónleikarbbbbm - S.V., MBL eee Sýnd kl. 8 og 10:15 www.laugarasbio.is Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum - V.J.V., TOPP5.IS/FBL “Tryllingslegt hnefahögg í andlitið!” - S.V., MBL - K.H.G., DV Sími 551 9000 Þú færð 5 % endurgreitt í Regnboganum MögnuðMynd byggð á sönnuM atburðuM uMhóp neMenda seM sérhæfðu sig í að læra og telja í spilið 21Með þaðMarkMið að hreinsa spilavítin í vegas! SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI - L.I.B. TOPP5.IS, FBL- H.J., MBL - L.I.B., TOPP5.IS/FBL SÝND Í REGNBOGANUM bíóDAGARREGNBOGINN11.-30. APRÍL GRÆNA ljóssiNs SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝNDAR Í REGNBOGANUMSÝND Í REGNBOGANUM FRÁBÆR SPENNUTRYLLIR MEÐ JESSICU ALBA OG HAYDEN CHRISTENSEN Í AÐALHLUTVERKUM. Á HVERJU ÁRI VAKNAR EINN AF HVERJUM 700 Á MEÐAN Á SKURÐAÐGERÐ STENDUR. ÞEGAR ÞAU PLÖNUÐU AÐ DREPA EIGINMANN HENNAR ÞÁ GRUNAÐI ÞAU EKKI AÐ HANN YRÐI EINN AF ÞESSUM 700 SEM VÆRU MEÐ FULLA MEÐVITUND! - H.J., MBL eeeeVe rð aðeins 550 kr. Sýnd kl. 6Sýnd kl. 6 m/ísl. tali The Ruins kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Vantage Point kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára Tropa de Elite enskur texti kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára King of Kong íslenskur texti kl. 6 - 8 - 10 Leyfð The Band’s Visit enskur texti kl. 6 Leyfð Caramel enskur texti kl. 6 Leyfð CARAMEL - S.V., MBL Sýnd kl. 6, 8 og 10 eeee “Ein besta gamanmynd ársins” - V.J.V., Topp5.is/FBL -S.V., MBL Sýnd kl. 8 og 10:15 eeee - 24 stundir -bara lúxus Sími 553 2075 toppMyndin á íslandi í dag!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.