Morgunblaðið - 05.05.2008, Page 15

Morgunblaðið - 05.05.2008, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 15 MENNING ÓLÖF Oddgeirsdóttir opnaði á laugardag sýninguna Vefi í Listasal Mosfellsbæjar. Ólöf er núverandi bæjarlistamaður í Mosfellsbæ og er sýningin haldin af því tilefni. Viðfangsefnið í verkum Ólaf- ar er samspil manns og nátt- úru. Vísað er til hins mann- gerða með formum úr gömlum útsaums- og vefnaðarmynstr- um sem oft eiga sér fyrir- myndir í náttúrunni. Hins vegar koma fyrir lífræn form úr náttúrunni, greinar, æðar, frjó og aldin trjáa. Listasalur Mosfellsbæjar er í Kjarna og op- inn virka daga 12-19 og laugardaga 12-15. Myndlist Samspil mannsins og náttúrunnar Ólöf Oddgeirsdóttir Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ var tilkynnt um verðlaunahafa í hinni alþjóðlegu PX3 ljós- myndakeppni í París og vann Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, til þrennra að- alverðlauna. Hann sigraði í flokki atvinnumanna í nátt- úruljósmyndun fyrir myndröð sem sýnir háhitasvæðin í Krýsuvík. Hann hlaut einnig fyrstu verðlaun í flokknum Náttúra-Jörð fyrir sömu myndröð. Þá hlaut Ellert fyrstu verðlaun fyrir myndröð af glitskýjum, í flokkunum Nátt- úra-Himinn. Vinningsmyndirnar verða sýndar í París og koma út í veglegri bók. Ljósmyndun Ellert vinnur til verðlauna Ellert Grétarsson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAÐ vakti mikla athygli ut- anlands sem hér heima á Listahátíð fyrir þremur ár- um þegar flogið var með er- lent fjölmiðlafólk, safna- og sýningarstjóra og valda gesti hátíðarinnar kringum landið á einum degi og myndlistarsýningar Listahátíðar í samvinnu við gallerí og söfn á lands- byggðinni skoðaðar. Þá hafði aldrei verið jafnmikið viðhaft í myndlist á Listahá- tíð; sérstök áhersla lögð á greinina og erlendur sýn- ingarstjóri ráðinn til að samræma sýningahaldið um allt land. Reynslan þótti góð, og mikið var fjallað um íslenska myndlist og Ísland í erlendu miðlunum í kjöl- farið. Tilraunamaraþon er upptaktur Oddaflugs Í ár, þegar aftur er mikil áhersla á myndlist á Listahátíð, verður leikurinn endurtekinn, en þó með svo- lítið öðru sniði. Opnunar- helgin verður mikils háttar listviðburður, með Til- raunamaraþoni í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhús- inu, sem þeir Hans Ulrich Obrist og Ólafur Elíasson stýra; sýningaropnunum, og svo stóra myndlistarrúnt- inum, sem nú er kallaður Oddaflug. Allt er þetta sam- tvinnað, því erlendu gest- irnir munu eyða föstudeg- inum 16. maí, öðrum í hátíð, í að fylgjast með Tilrauna- maraþoninu og skoða sýn- ingarnar sem opnaðar verða síðar um daginn. Guðrún Kristjánsdóttir er kynning- arstjóri Listahátíðar: „Ég var að fá þær skemmtilegu fréttir staðfestar í dag að hin eina sanna Doktor Ruth kemur í Tilraunamaraþon- ið,“ segir Guðrún, en um- rædd Ruth er tvímælalaust kunnasti kynlífsráðgjafi í amerísku sjónvarpi og hefur notið gríðarlegra vinsælda um áratuga skeið. „Hún verður með verkefni ásamt Marinu Abramovitz á sunnudeginum. Það styttist í að þakið fjúki af Hafn- arhúsinu!“ En aftur að rúntinum stóra, Oddafluginu. Tvær sýningar norðanlands verða heimsóttar; Kínversk sýn- ing í Listasafni Akureyrar og Greinasýning í Safna- safninu í Eyjafirði, en fyrir austan verða skoðaðar sýn- ingar á Eiðum, í Sláturhús- inu á Egilsstöðum og í Skaftfelli. Tvær 50 sæta flugvélar fljúga Oddaflugið, en auk fjölmiðlafólksins fara nokkrir listamenn með, en restina af sætunum getur almenningur keypt. Á sunnudeginum verður farið með hópinn í rútuferð til að skoða bæði Listasafn Ár- nesinga og Listasafn Reykjanesbæjar, en dag- skránni lýkur í Bláa lóninu. Það er Blue Medium miðlunarfyrirtækið í Banda- ríkjunum sem vinnur að því með Listahátíð að velja það fjölmiðlafólk og áhrifafólk í alþjóðlegri myndlist sem kemur til Íslands, og upp- lifir þessa stórbrotnu opn- unarhelgi, en að sögn Guð- rúnar er líka nokkuð um það að fólk sæki um að fá að koma. „Blue Medium býr svo um hnútana að það komi ekki aðrir en þeir sem víst er að muni skrifa um hátíðina. Þetta verður vinnuferð fyrir þetta fólk, ekki bara skemmtiferð,“ segir hún. Ný vísindi „Hátt í þrjátíu blaðamenn eru búnir að boða komu sína, en auk þeirra safnarar og aðrir úr myndlistarheim- inum. Þetta fólk er að skila sér hingað vegna samstarfs- ins við Blue Medium, sem gengur úr skugga um að heimsóknin muni skila sér í umfjöllun. Við eigum tvær þykkar möppur með er- lendri umfjöllun frá 2005. Þetta eru ný vísindi fyrir ferðaþjónustuna hér en eftir reynsluna af síðustu Listahátíð eru æ fleiri að taka þau upp, og vilja vita nákvæmlega hverju heim- boð af þessu tagi skila.“ Ferðamálastofa, Höf- uðborgarstofa, Flugfélag Ís- lands, Iceland Naturally og Icelandair eru þungavigt- araðilar í þessu samstarfi, að sögn Guðrúnar og kosta komu fjölmiðlafólksins hing- að. Hún segir reynsluna frá 2005 nýtast afar vel, og þá sé ekki síður athyglisvert að skrif um hátíðina áður en hún hefst séu mun meiri nú en áður. „Nú veit umheim- urinn að hann gengur að al- vöru listalífi á Íslandi.“ Um 30 erlendir blaðamenn alþjóðlegra listtímarita og dagblaða fara í Oddaflug Nú veit umheimurinn MYNDLIST Atlantis, sköpunarverki Teu Mäkipää og Halldórs Úlfarssonar, verður komið fyrir í Reykjavíkurtjörn og sýnir hálfsokkið hús sem er tákn fyrir hugmyndir okkar um að lifa af. Frá Tjarnarbakkanum sést í eitt horn þessa litla húss; frá því stafar hlýlegri birtu og hljóðlátur erill daglegs lífs ómar inni fyrir, allt frá rauli til rifrilda. Atlantis er ætlað að minna okkur á hversu berskjölduð manneskjan er og hve mjög hún er undirorpin nútíma- legum lífsmáta sínum; hvernig náttúruhamfarir geta orðið til þess að kollvarpa lífi okkar. Atlantis í Reykjavíkurtjörn ÞÝÐINGAR á verkum Guð- rúnar Evu Mín- ervudóttur hafa nýverið komið út í Frakklandi og á Ítalíu. Smásagna- safnið Á meðan hann horfir á þig ertu María mey kom út hjá Zulma í Frakklandi og skáldsagan Yosoy hjá Scrittura pura á Ítalíu. Samkvæmt upplýsingum frá For- laginu hafa bækurnar fengið góða dóma gagnrýnenda. Ítalska þýð- ingin á Yosoy hefur hlotið mikið lof og víða fjallað um hana. Í World- press er bókinni líkt við verk Coet- zee og Lowry í umfjöllun sinni um mannlega þjáningu. Gagnrýnendi Tiefo segir bókina „mjög metn- aðarfullt verk, einstaklega vel skrif- að, sem í fyrstu gæti virst torlesið en vald höfundar á textanum sé í raun slíkt að flókin hugtök skila sér til les- andans áreynslulaust í gegnum orð- fagra og blæbrigðaríka frásögn“. Í Le Nouel Observateur segir að sögurnar í Á meðan hann horfir á þig ertu María mey líkist einna helst smáum og léttvægum brotum úr hversdagslífinu sem höfundurinn nái að hlaða merkingu og sveipa svo dulúðugri birtu að þau minni helst á dagdrauma. Hann varpar fram þeirri kenningu að á Íslandi gerist svo fátt að þessir smámunir, þetta hversdagslíf, verði ósjálfrátt að ein- hverju stórbrotnu. Von er á nýrri skáldsögu frá Guð- rúnu Evu í haust. Metnaðar- full og vel skrifuð Bækur Guðrúnar Evu fá góða dóma Guðrún Eva Mínervudóttir LÖNGU týnd ópera eftir Antonio Vivaldi var flutt að nýju í Prag á föstudagskvöldið, eftir að hafa verið frumflutt þar í borg fyrir 278 árum, árið 1730. Óperan, sem heitir Argippo, gerist við hirð indversks fursta. Í dag er Vivaldi þekktastur fyrir Árstíðirnar en hann var afar afkastamikið tónskáld og samdi yfir 500 konserta, 73 sónötur, fjölda kirkjuverka og 46 óperur. Tónlistarmaðurinn Ondrej Macek stýrði þessari nýju uppsetningu, en það var hann sem fann nóturnar og texta óperunnar eftir langa leit í skjalasöfnum. Hann komst að því að hópurinn sem flutti óperuna upp- haflega fluttist síðan til Regensburg í Þýskalandi og þar fann Macek um tvo þriðju hluta nótnanna í skjölum sem sögð voru eftir „óþekkta“ höf- unda. Hann fyllti upp í verkið með tónlist úr öðrum óperum Vivaldis frá sama tíma. Ópera Vivald- is aftur í Prag LISTMÁLARINN Helga Sigurð- ardóttir hlýtur mikla athygli fyrir málverk sín í nýjasta tímariti Int- ernational artist, sem helgar sig listmálun og þá einkum mál- unartækni og veitir mönnum upp- lýsingar varðandi tæknileg atriði og meðferð misjafnra tegunda máln- ingar. Heilar tíu blaðsíður eru lagð- ar undir Helgu, en blaðið er 160 bls. Helga lýsir því í blaðinu hvernig hún beiti litunum og hrifningu sinni á vatnslitum, enda sé hún um- kringd vatni í ýmsu formi alla daga sem Íslendingur. Landslagið hafi mikil áhrif á hana og litaspil náttúr- unnar, ekki síst himinsins og norð- urljósanna sem endurspeglist á sjávarfletinum. Tónlist sé einnig mikilvæg við vinnuna og þá helst taktföst, hún komi henni í rétta skapið til að takast á striga eða ál- plötu. Helst vilji hún mála utandyra en þar sem veðrið hér á landi sé sí- breytilegt geti það oft reynst erfitt. Þó hafi veðrið oft hjálpað til, t.d. þegar hún var eitt sinn að mála ut- andyra og skyndilega gerði helli- dembu. Rigningin hafi breytt verk- inu til hins betra. Upp frá því hafi hún farið að úða vatni á vatns- litaverk sín í meira mæli en áður. Á einni opnu er sýnt ferli vatns- litaverks frá byrjun til enda hjá Helgu og er myndefnið Snæfells- jökull. Undir lok umfjöllunarinnar er farið út í þær tegundir pappírs og vatnslita sem Helgu þykja best- ar. Helga nefnir þó að síðustu tvö ár hafi hún farið að fá meiri áhuga á olíumálun og þá málað á ál, striga og tréplötur. Málunartæknin sé svipuð og þegar hún noti vatnsliti en í stað vatns noti hún terpentínu, eins og gefur að skilja. Hægt er að skoða verk Helgu á vefsíðu hennar, www.helgasigurðardottir.is. Tíu síðna umfjöllun um Helgu Sigurðardóttur myndlistarkonu í tímaritinu International Artist Óvænt demba varð til bóta Mikil umfjöllun Helga Sigurðardóttir málar í vinnustofu sinni. ♦♦♦ KJARTAN Sigtryggson hefur opnað sýninguna „Í framan – In the Face“ á Café Karólínu á Akureyri. Kjartan stundaði nám við Myndlistarskólann á Akureyri og Listaháskóla Íslands og út- skrifaðist þaðan árið 2006. Verkin sem hann sýnir nú seg- ir hann afrakstur vinnu þar sem hann blandar saman mál- verkum og teikningum þar sem andlitið er aðal viðfangsefnið, og „þá aðallega á huglægum grundvelli fremur en formlegum og bókstaflegum.“ Umsjónarmaður sýninga á Café Karólínu er Hlynur Hallsson. Myndlist Kjartan sýnir á Café Karólínu Eitt verka Kjartans Sigtryggssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.