Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AÐDRÁTTARAFL FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA Í viðtali við Morgunblaðið í gærsagði Árni Oddur Þórðarson,stjórnarformaður Marel, m.a.: „Í fyrra fóru um tveir þriðju af öll- um útskrifuðum rafmagnsverkfræð- ingum til fjármálastofnana og þriðj- ungur til framhaldsnáms erlendis en menntun þeirra nýtist bezt hjá há- tæknifyrirtækjum. Það er ekki við- unandi – hjólin snerust alltof hratt.“ Þetta er alveg rétt hjá Árna Oddi. Og á við um fleiri hópa en rafmagns- verkfræðinga. Veruleikinn er sá að fjármálafyrirtæki hafa á undanförn- um árum „ryksugað“ upp allt fólk eins og stjórnarformaður Marel kemst að orði. Fjármálafyrirtækin hafa talið sig geta borgað margföld laun á við aðra. Stundum tvöföld laun, sem bjóðast annars staðar, stundum þreföld laun og í sumum tilvikum svo margföld að erfitt er að festa hendur á því. Þessi yfirboð fjármálafyrirtækj- anna hafa haft neikvæð áhrif á aðra atvinnustarfsemi. Þeir sem starfa við fjölmiðla vita t.d. að það hefur verið erfitt að halda úti viðunandi umfjöll- un um viðskiptalífið, m.a. vegna þess að hafi fjármálafyrirtækin komið auga á blaðamenn, sem þeir hafa talið henta sér, hafa þeir umsvifalaust ver- ið keyptir til fjármálafyrirtækjanna með miklum yfirboðum. Nú eru breyttir tímar, fjármálafyr- irtækin eru að fækka fólki þótt það fari ekki hátt og samkeppnin um fólk og laun er á meiri jafnræðisgrund- velli en áður. Þetta hefur að sumu leyti verið svipað og á síldarárunum eftir 1960 þegar enginn gat keppt við síldarskipin í launum. Það veldur margvíslegum vand- kvæðum þegar svona misskipting verður í launum og orðið hefur síð- ustu árin og Árni Oddur Þórðarson lýsir með skýrum hætti. Og það er æskilegt að þetta endurtaki sig ekki. Nú vona allir að fjármálafyrirtæk- in komist klakklaust í gegnum þann mikla vanda sem þau hafa staðið frammi fyrir og bjartsýnin verður m.a. meiri þegar hinn vitri fjármála- jöfur Warren Buffett lýsir þeirri skoðun að hið versta sé afstaðið á Wall Street en bendir að vísu á að hið versta sé ekki afstaðið hjá hinum al- menna borgara, einu helzta fórnar- lambi þess sem gerzt hefur. Er einhver von til þess að fjármála- geirinn gæti að sér ef betur árar á nýjan leik? Geta aðrar atvinnugrein- ar gert sér vonir um að veizluhöldin hefjist ekki á nýjan leik af fullum krafti? Eða hefjast aftur stórflutningar á viðskiptavinum bankanna til útlanda til margvíslegrar skemmtunar? Það væri æskilegt að bankarnir tækju forystu um að gæta meira hófs í framtíðinni, hvort sem um væri að ræða yfirborganir á vinnumarkaði, sem aðrir réðu ekki við eða hvað ann- að sem væri. NÝ GLERAUGU Á MIÐ-AUSTURLÖND Utanríkisráðherrar ríkjanna semeiga fast sæti í öryggisráðinu og Þýskalands hyggjast leggja fram til- lögur við Írana til að fá þá til að hætta við áform sín um að auðga úran. Þar með er vonast til að binda megi enda á umræður og áhyggjur af því að Íranar séu að reyna að smíða kjarnorkuvopn. Stjórnvöld í Íran fullyrða að kjarn- orkuáætlun þeirra þjóni einungis borgaralegum markmiðum, en þau hafa haldið áfram að auðga úran þrátt fyrir refsiaðgerðir af hálfu Samein- uðu þjóðanna. Þetta var ákveðið á fundi í London á föstudag. Þaðan hélt Concoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Mið-Austurlanda og ræddi um helgina við ísraelska og palestínska ráðamenn. Rice kvaðst enn telja að gerlegt væri að knýja fram friðarsamkomulag milli Ísraela og Palestínumanna fyrir lok þessa árs. Full ástæða er til að horfa á viðræð- urnar í London og viðræður Rice við ísraelska og palestínska ráðamenn í samhengi. Í Morgunblaðinu á sunnu- dag dregur Joschka Fischer, fyrrver- andi utanríkisráðherra Þýskalands, upp mynd af hinni nýju stöðu í Mið- Austurlöndum. Hann lýsir því rétti- lega að völdin hafa færst til og þættir, sem áður skiptu sköpum, hafa ekki lengur áhrif. Sú skipan mála, sem rekja mátti til evrópskra nýlendu- herra, hefur nú látið undan. Hug- myndafræði, sem átti rætur að rekja til Evrópu, hefur vikið fyrir íslam. Ríkisstjórnir og stjórnvöld eru ekki lengur eina uppspretta valdsins eins og sést á uppgangi hreyfinga á borð við Hamas, Hezbollah og al-Qaeda. Þeir sem komust til valda í krafti blöndu af þjóðernishyggju og sósíal- isma njóta ekki lengur trúverðug- leika. Íraksstríðið hefur leyst úr læð- ingi nýja krafta og styrkt stöðu Írana svo mikið að ekki verður fram hjá þeim gengið. Það er alls ekki víst að Íranar muni líta við tillögunum, sem ráðherrarnir settu saman í London. Það er hins vegar ljóst hvers vegna allt kapp er lagt á að Íranar nái ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum (ef það er þá ætlun þeirra). Ef það gerð- ist yrði hrint af stað kapphlaupi í Mið- Austurlöndum, sem ekki sæi fyrir endann á. George W. Bush Bandaríkjaforseti vill komast í sögubækurnar fyrir að hafa stillt til friðar fyrir botni Mið- jarðarhafs líkt og ýmsir forverar hans. Forsenda fyrir því að Bush nái árangri er að hann geri sér grein fyrir hinni nýju stöðu í Mið-Austurlöndum. Það að neita að ræða við Hamas ber því vitni að svo sé ekki. Ef stefnumót- un er byggð á því sem var er útilokað að árangur náist. Eins og Fischer seg- ir felast tækifæri í breyttri stöðu í Mið-Austurlöndum, en til að nýta þau verða menn að skilja það sem er að gerast, taka niður gömlu gleraugun og setja upp þau nýju. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Fyrsta sólarhringinn íKvennaathvarfinu var égeiginlega lifandi dauð.Ég var öll dofin,“ segir Kristín Þórðardóttir. Um miðjan níunda áratuginn leitaði hún til Kvennaathvarfsins eftir að þáver- andi sambýlismaður hennar beitti hana andlegu og líkamlegu of- beldi. Kristín var rúmlega tvítug og átti tveggja ára gamalt barn með sambýlismanni sínum þegar hún ákvað að leita aðstoðar vegna of- beldis. Hún hafði heyrt umræðu um Kvennaathvarfið í fjölmiðlum. „Þannig að ég var meðvituð um að þetta væri til,“ segir hún, en á þessum tíma bjó hún á Suðurnesj- unum. Hún segir það hafa tekið sig tíma að átta sig á því að hún byggi við ofbeldi. „Ég gerði mér ekkert grein fyrir því að ég væri í ofbeldissambúð. Ég skilgreindi of- beldi sem beinbrot eða aðra lík- amlega áverka. Mér fannst alltaf að áverkarnir yrðu að vera sýni- legir,“ segir hún. „Ég gerði lítið úr mínum aðstæðum, ég var ekki viss um að ég ætti erindi í Kvennaathvarfið,“ segir Kristín, en ofbeldi mannsins byrjaði sem andlegt niðurbrot. „Til dæmis setti hann út á útlit mitt og gaf í skyn að það væri ekki í lagi. Ef við vorum ekki sammála reyndi hann mikið að sannfæra mig um það að það væri mikið að hjá mér og hvað mínar hugsanir væru brenglaðar. Á tímabili trúði ég þessu og því að þær skoðanir sem hann hafði væru réttu skoð- anirnar.“ Smám saman varð of- beldi mannsins gagnvart Kristínu einnig líkamlegt. Hún leitaði til Kvennaathvarfs- ins í júní, en mánuði áður hafði hún fyrst hringt þangað og rætt sín mál við starfskonur. „Ég var í raun mánuð að átta mig á því að hlutirnir voru ekki í lagi og að ég ætti sama rétt og aðrar konur á að koma þangað,“ segir Kristín. Hún lýsir því þegar hún fór í athvarfið. „Þetta var um nótt. Sambýlismaður minn var sofn- aður eftir að hafa beitt mig hrottalegu ofbeldi. Ég læddist í símann og hvíslaði hvort ég mætti koma núna. Ég var með áhyggjur af því að vekja starfsfólkið í at- hvarfinu,“ segir hún. Því næst hringdi hún í vinafólk sitt sem kom og ók henni í at- hvarfið. „Um leið og þau komu fór ég inn í svefnherbergið og náði í barnið mitt,“ segir Kristín. Hún segir það hafa slegið sig að það virtist ekki koma vinafólki hennar á óvart að hún skyldi leita til Kvennaathvarfsins. „Það virt- ust allir vita af ofbeldinu nema ég,“ segir hún. Hún telur miklu skipta að vinirnir hafi verið til staðar og aðstoðað hana þegar hún ákvað að leita sér hjálpar. Kristín kveðst ekki viss um að hún hefði verið reiðubúin að hlusta hefði fólk í kringum hana reynt að leiða henni fyrir sjónir að hún væri beitt ofbeldi í sam- bandi sínu og ætti ekki að líða það. „Ég hafði, eins og margir, mikla þörf fyrir að láta líta út fyr- ir að allt væri í lagi hjá mér. Skömmin var mikil. Ég skamm- aðist mín fyrir það að láta koma svona fram við mig,“ segir hún. „Ég var líka að bíða eftir því að þetta myndi lagast,“ segir Kristín. Áður en hún fór í Kvenna- athvarfið hafði hún starfað með Al-anon í um eitt og hálft ár. „Á sama tíma og ég byggði mig upp og lagaði hluti hjá mér versnaði hann, en hann átti við áfeng- isvandamál að stríða. Hann varð sýnilegri sem ofbeldismaður,“ segir hún. Leit ekki einu sinni í spegil Kristín dvaldist í Kvennaathvarf- inu í tíu daga. „Mín sjálfsmynd var það léleg þegar ég kom þang- að að ég leit ekki einu sinni í spegil. Virðing fyrir mínum eigin líkama var svo lítil að ég vildi ekki skoða hann. Ég kom í Kvenna- athvarfið aðfaranótt sunnudags, en á sunnudagskvöldið var mér illt í hálsinum þegar ég var að borða kvöldmatinn. Mér fannst ég vera með skrýtna hálsbólgu. Þá spurði starfskonan í athvarfinu hvort hún mætti skoða mi fannst það í lagi en ég var dofin. Í ljós kom að ég var og bólgin um mestallan lík Ég tók ekki einu sinni eft vegna þess að ég var hæt horfa á sjálfa mig,“ segir Ein af tilfinningunum s upplifði var skömm. „Ég s aðist mín fyrir að þurfa að heiman. Ég skammaðist m að þurfa að fara í athvarfi hafði einu sinni haft þá sk það ætti enginn að láta ko fram við sig og berja sig. verið í hópi þeirra sem hu þeir muni aldrei láta neitt koma fyrir sig. En þarna komin hinum megin við b Kristín segir að hinar v urnar í athvarfinu hafi far taugarnar á henni fyrst ef hún kom þangað. „Þær vo sama stað og ég og mér fa ekki tilheyra þessum hópi sjokkinu fannst mér að þa gerðist hefði verið eitthva andi,“ segir hún. Hvött til að koma heim hætta „þessari vitleysu Hún segir að smám sama bráð hafi henni. Hún fór á hús og fékk áverkavottorð „Var eiginle Frjáls Eftir margra ára vinnu fannst Kristínu hún loks vera frjál Kristín Þórðardóttir var um árabil beitt ofbeldi af hálfu manns síns. Hún leitaði m.a. aðstoðar hjá Kvenna- athvarfinu. Kristín telur að enn séu fordómar í sam- félaginu gagnvart ofbeldi gegn konum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.