Morgunblaðið - 11.05.2008, Síða 2

Morgunblaðið - 11.05.2008, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Áformað að Kröfluvirkjun stækki um allt að 250% Stækkun er liður í undirbúningi orkuöflunar fyrir hugsanlegt álver á Húsavík Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is FYRIRHUGAÐ er að reisa allt að 150 MW jarðhitavirkjun við Kröflu í Skútustaðahreppi í Þingeyjasýslu. Virkjunin, Kröfluvirkjun II, er hugsuð sem viðbót við virkjunina sem fyrir er en afl hennar er 60 MW. Að sögn Þorsteins Hilmars- sonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, er í raun að- eins um að ræða stækkun á starfseminni í Kröflu. Byggt verður nýtt stöðvarhús en verið er að nýta áfram sömu jarðhitasvæðin. „Við höfum verið með meiri orku heldur en við nýtum. Þetta er liður í undirbún- ingi vegna hugsanlegra bygginga á jarðhitavirkj- unum á Norðurlandi í náinni framtíð,“ segir Þor- steinn og nefnir hugsanlegt álver við Húsavík. Um er að ræða drög að matsáætlun sem fara þarf í umhverfismat. Þorsteinn segir ekki liggja fyrir hvenær verður byggt en um sé að ræða und- irbúning í tengslum við hugsanlega uppbyggingu við Húsavík. Áform uppi um aukna orkuframleiðslu í rúm tíu ár Upphaflega var Kröfluvirkjun hönnuð fyrir 60 MW og voru tvær 30 MW vélasamstæður stað- settar í stöðinni. Til að byrja með var virkjunin hinsvegar aðeins 30 MW þar sem önnur vélin var ekki notuð. Íslenska ríkið hannaði og reisti stöðina á 8. áratugnum en Landsvirkjun keypti hana um miðjan 9. áratuginn og rúmum tíu árum síðar var hafist handa við að afla meiri orku og auka aflið í 60 MW. Það lá hins vegar ljóst fyrir að hægt væri að nýta mun meiri orku. Þorsteinn segir þannig Landsvirkjun hafa haft vitneskju um það í rúm 10 ár að hægt væri að stækka stöðina og í raun hafi verið uppi áform frá þeim tíma um að bæta við orkuframleiðsluna. Uppi eru áform um virkjun í Bjarnarflagi í Mý- vatnssveit, sem er 3 MW og minnsta aflstöðin í eigu Landsvirkjunar. Sú virkjun hefur farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum. „Við erum í sjálfu sér bara að undirbúa okkur til að geta tekið ákvarðanir og farið af stað með framkvæmdir út af orkuöflun fyrir álver, ef úr verður, við Húsavík,“ segir Þor- steinn að lokum. Þorsteinn Hilmarsson Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „Þetta er mikið áhyggjuefni. Við hjá Geðhjálp höfum sagt að vistin á Litla-Hrauni geti hreinlega gert menn geðveika,“ segir Sveinn Magn- ússon, framkvæmdastjóri Geðhjálp- ar, í tilefni af ummælum Margrétar Frímannsdóttur, forstöðumanns Litla-Hrauns, í Morgunblaðinu á laugardag. Þar sagðist Margrét hafa sérstakar áhyggjur af geðsjúkum, sakhæfum afbrotamönnum sem vist- aðir eru í fangelsum, en þar ættu þeir alls ekki heima. Sveinn segir viðleitni hafa verið sýnda til að efla geðþjónustu á Litla- Hrauni, en ekki hafi gengið sem skyldi. Slík þjónusta sé ekki einungis nauðsynleg fyrir þá sem stríða við geðræn vandamál fyrir fangelsisvist, heldur fyrir vistmenn almennt. „Fangelsi er ekki staður fyrir sjúka einstaklinga. Ef menn eru veikir þarf fyrst og fremst að sinna þeim á heilbrigð- issviði,“ segir Sveinn. Sumir lendi á milli í kerfinu, enda sinni ríkið bú- setumálum geðfatlaðra en sveitar- félögin búsetumálum annarra heim- ilslausra einstaklinga. Aðilar kasti boltanum því á milli sín þegar vafi leikur á því í hvorn flokkinn einstak- lingur fellur. Algengt sé að fólk leið- ist út afbrot sé því ekki sinnt á fé- lagslegu eða heilbrigðissviði. „Það er ófremdarástand. Ég hef miklar áhyggjur af því að einstaklingar sem eru veikir séu settir í fangelsi án við- eigandi þjónustu. Og svo vegna þess að hún er ekki til á viðkomandi stofn- un þá komi menn annaðhvort veikari út en þeir fóru inn eða verði jafnvel fyrst veikir þar inni.“ Vandamál að LSH taki ekki við Sveinn segir það yfirlýsta stefnu LSH að taka ekki við geðsjúkum af- brotamönnum. Hann þekkir dæmi af ungum dreng, sem var bæði geð- sjúkur og háður fíkniefnum. Fang- elsismálastofnun, í samráði við Geð- hjálp, hafði komist að þeirri niður- stöðu að hann skyldi ekki afplána fangavist sem vofði yfir honum, færi hann í endurhæfingu. Drengurinn hefði verið því samþykkur. „Land- spítalinn neitaði að taka við honum, þrátt fyrir tilmæli frá Fangelsis- málastofnun og Geðhjálp, en hann er nú látinn. Þetta er mjög alvarlegur hlutur,“ segir Sveinn. Fangelsi ekki staður fyr- ir geðsjúka einstaklinga Sveinn Magnússon UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur staðfest að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun koma til Ís- lands 30. maí. Aðeins er um að ræða dags- heimsókn en undirbúningur fyrir heimsókn- ina er á byrj- unarstigi. Rice kemur hingað til lands frá Stokkhólmi í Svíþjóð en þar mun hún taka þátt í ráðstefnu um málefni Íraks. Hún mun hitta helstu ráðamenn landsins og ræða við þá um mikilvæg mál, s.s. samskipti Bandaríkjanna og Ís- lands. Ræðir samskipti landanna Condoleezza Rice KARL á þrítugsaldri hefur játað að hafa framið rán í útibúi Landsbank- ans í Bæjarhrauni í Hafnarfirði sl. miðvikudag en maðurinn var hand- tekinn í fyrrakvöld. Að sögn lög- reglunnar var hann einn að verki. Strax eftir ránið var lýst eftir ræningjanum og þakkar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjölmiðlum fyrir þeirra þátt í að upplýsa málið, með þeim orðum að myndbirting og umfjöllun fjölmiðla hafi hjálpað til að hafa hendur í hári ræningjans. Játar á sig bankaránið NORSKIR viðskiptavinir Kaupþings tóku út sparifé að andvirði um 235 milljónir norskra króna, hátt í 3,7 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur vikum aprílmánaðar. Norska dagblaðið Dagens Nærings- liv greindi frá þessu bankaáhlaupi á laugardag, í forsíðufrétt. Ástæður áhlaupsins rekur blaðið til gagnrýn- innar umfjöllunar um stöðu bankans og íslensks efnahagslífs í heild, sem hafi skapað örvæntingu meðal við- skiptavina. Haft er eftir Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra Kaupþings, að starfsemi Kaupþings í Noregi sé veikasti hlutinn af heildarstarfsemi bankans. Áhlaup á Kaup- þing í Noregi HESTURINN var öldum saman nefndur þarfasti þjónninn, enda landið illt yfirferðar og vegir lé- legir langt fram eftir tuttugustu öld. Bíllinn tók þá við þessu hlutverki og með vaxandi velmegun hefur þótt sjálfsagt að á hverju heimili séu hópi sem sér heilsubót í hjólreiðum og eins og sjá má var glatt á hjalla þegar gjarðirnar mættust á reiðhjólastíg í Elliðaárdalnum í gærmorgun. Mikilvægt er að vera vel búinn og að sjálf- sögðu voru hjólreiðamennirnir búnir hjálmum. nokkrar bifreiðar. Stighækkandi eldsneytisverð hefur hins vegar stóraukið rekstrarkostnað bif- reiða og því ekki að undra þótt margir horfi nú til reiðhjóla sem fýsilegs samgöngukosts. Fólkið á myndinni tilheyrir ugglaust þeim Þegar bensínið hækkar borgar sig að draga fram hjólið Gjarðirnar mætast í vorgróðrinum Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.