Morgunblaðið - 11.05.2008, Qupperneq 31
þjóðlífsþankar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 31
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Sími 551 3010
alleikarar: Christian Bale, Heath
Ledger, Aaron Eckhart
Nýjustu Batman-myndarinnar er
beðið með mikilli eftirvæntingu, en að
þessu sinni snúa þeir bökum saman
Leðurblökumaðurinn (Bale), borg-
arstjórinn í Gotham (Gary Oldman)
og saksóknarinn (Eckhart) í barátt-
unni við illfyglið, Jókerinn – sem er
næstsíðasta hlutverk gæðaleikarans
Ledgers. Ótímabært dauðsfall hans
verður þess valdandi að enn fleiri
munu sjá myndina, en sagt er að
Ástralinn steli myndinni með húð og
hári.
Step Brothers
Leikstjóri: Adam McKay. Aðal-
leikarar: Will Ferrell, John C.
Reilly
Þeir Ferrell og Reilly voru góðir
saman í Talladega Nights, en að
þessu sinni leika þeir ofdekraða full-
orðna mömmudrengi sem engu
nenna og letin er að leggja í gröfina
þegar þeir verða óvænt bræður er
foreldrar þeirra draga sig saman.
Nokkuð langsótt, en hugsanlega góð
skemmtun.
The X-Files: I Want to Believe
Leikstjóri: Chris Carter. Aðalleik-
arar: David Duchovny, Gillian
Anderson, Billy Connolly
Það hlaut að koma að því, milljónir
áhangenda hinna leyndardómsfullu
og vísindaskáldsögulegu sjónvarps-
þátta um þau Fox Mulder og Dönu
Scully þurfa ekki að bíða lengur eftir
kvikmynd númer 2. Hún verður
frumsýnd miðsumars, Duchovny og
Anderson fara vitaskuld með hlut-
verk leyniþjónustumannanna og
Connolly bætir allan félagsskap sem
hann kemur nærri. Mikil leynd hvílir
einnig yfir efni myndarinnar sem hef-
ur ekki kvisast út.
The Mummy: Tomb of the
Dragon Emperor
Leikstjóri: Rob Cohen. Aðalleik-
arar: Brendan Fraser, Jet Li,
Maria Bello
Múmían er enn komin á flakk í
Mið-Austurlöndum, skæðari en
nokkru sinni fyrr. Að þessu sinni inni-
heldur hún líkamsleifar kvendjöfuls-
ins Ziujan (Michelle Yeoh), sem á var
lögð bölvun fyrir mörgum öldum.
Dugar ekki minni bógur en Alex
O’Connell (Fraser) til að kveða hann
niður. Bello er hins vegar mætt á
mörkina í stað Rachel Weisz.
The International
Leikstjóri: Tom Tykwer. Aðalleik-
arar: Clive Owen, Naomi Watts
Margir hafa velt þeirri háleitu
spurningu fyrir sér: Hvernig hefði
Owen plumað sig sem 007? Hér fæst
svarið því breski leikarinn fer með
hlutverk Interpol-lögreglumanns
sem fær það erfiða hlutskipti að fletta
ofan af alþjóðlegum vopnasölum. Þeir
njóta stuðnings vafasams fjárfesting-
arbanka sem mun þó ekki norrænnar
ættar. Myndin er fyrsta Hollywood-
verkefni þýska leikstjórans (Run,
Lola Run).
Babylon A.D.
Leikstjóri: Mathieu Kassovitz. Að-
alleikarar: Vin Diesel, Michelle
Yeoh, Mélanie Thierry
Franski spennumyndaleikstjórinn
er einnig að stíga sín fyrstu skref í
kvikmyndaborginni við Kyrrahafið.
Hann snýr sér í þetta skipti að vafa-
sömum kvenmanni í Rússíá, sem býr
yfir ógnarlegum leyndardómum. Hún
er með veirusjúkdóm sem lagt getur
mannkynið í gröfina í einni svipan ef
illa fer. Það er því enginn aukvisi kall-
aður til að koma kvensunni á öruggan
stað í vestri, eða enginn annar en
Thoorop, sem leikinn er af hinum
snaggaralega skallagrími, Vin Diesel.
Righteous Kill
Leikstjóri: Jon Avnet. Aðalleik-
arar: Robert De Niro, Al Pacino,
Carla Gugino
Nú er komið að leiðarlokum og far-
ið að hausta. Í september verður
frumsýnd „síðasta sumarmyndin“,
sem státar af De Niro og Pacino í
hlutverkum lögreglumanna í New
York. Það er framið morð sem minnir
ískyggilega á annað sem var dæmt í
fyrir fjölda ára og situr meintur
morðinginn á bak við lás og slá. Hefur
hann verið saklaus í prísundinni? Úr-
valslöggurnar svara því vonandi á
fullnægjandi hátt og er tilhlökkunar-
efni að sjá þessar kempur saman.
saebjorn@heimsnet.is
Wall E Ný tölvuteiknimynd frá Pixar um vélmenni framtíðarinnar.
Hetja Pandan Po fær kennslu í austurlenskri bardagalist .
Ástargúrúinn Mike Meyers fer með
hlutverk Pitja í The Love Guru.
Beðmál í borginni Kvikmyndin enn
eitt dæmið um sjónvarpsþátt sem
fær framhaldslíf á hvíta tjaldinu.
Milljónir áhangenda
hinna leyndardóms-
fullu og vísindaskáld-
sögulegu sjónvarps-
þátta um þau Fox
Mulder og Dönu
Scully þurfa ekki að
bíða lengur eftir kvik-
mynd númer 2.
Óskaplega hefur verið erfitt aðlesa blöðin undanfarið og fylgj-
ast með öðrum fjölmiðlum. Hver
fréttin rekur aðra um ótrúlegt fram-
ferði sumra karlmanna gegn börn-
um, svo sem Fritzl í Austurríki og
glæpi hans og bandaríska myndbirt-
ingarmanninn. En líka hér fréttist
af töluvert mörgum mönnum sem
ekki virðast geta séð börn í friði.
Það sýnist vera ótrúlega algengt að
fullorðnir karlmenn sitji fyrir börn-
um og vinni þeim mein. Þótt vonandi
sé ekki allt rétt sem fréttist og borið
er á menn er fjöldi svona mála samt
ógnvekjandi.
Það er stundum talað um að kon-
ur séu í of miklum meirihluta í
umönnun og kennslu barna í leik-
skólum og grunnskólum landsins, en
kannski er það ekki eins óheppilegt
og af er látið þegar öllu er á botninn
hvolft, kannski eru börn öruggari
hjá konum, fáar fréttir berast a.m.k.
af kynferðisafbrotum þeirra gegn
börnum. Auðvitað má ekki láta hug-
fallast né heldur ætla þeim mönnum
illt sem ekki eiga það skilið, en eigi
að síður flögraði þessi hugsun að
mér þegar ég heyrði og sá fréttir
síðustu viku. Þótt vitað sé að börn
segi ekki alltaf satt þá hafa málin
sem dæmt hefur verið í sýnt svo
ekki verður um villst að ótrúlega
margir menn „sitja um sakleys-
ingjana“. Á árum áður heyrðust
svona mál sjaldan nefnd en eftir að
opnað var fyrir umræðu um sifja-
spell og misnotkun á börnum er eins
og flóðgáttir hafi opnast og þetta
vekur manni vonleysi og sorg. Það
er undarlegt og ekki í samræmi við
það sem manni finnst eðlilegt að
ráðast á þennan hátt á ungviðið.
Flestir bera í brjósti verndartilfinn-
ingu fyrir þeim sem eru minni mátt-
ar og saklausir. Vilja varðveita þá
fyrir öllu illu. Maður spyr sig hvað
hefur farið úrskeiðis í sálarlífi þeirra
sem fremja kynferðisbrot á börnum,
er eitthvað í uppeldi þessara manna
sem leiðir þessa ógæfu af sér – er
þetta geðsjúkdómur sem lýsir sér
svona? Eða er mannskepnan
kannski svona slæm í sumum til-
vikum? Svörin eru fá enda er þetta
sjálfsagt margflókið fyrirbæri. Eina
sem er ljóst er að það þarf að fylgj-
ast vel með þeim sem eru með börn
á heimili eða starfa á vettvangi með
börnum. Það er alltaf sárt þegar tor-
tryggni kemur upp, en sennilega er
hún nauðsynleg í þessum efnum, –
börnin þarf umfram allt að varð-
veita. Sé þeim gert mein er það ekki
aftur tekið og illt fyrir slíkt að bæta.
Setið fyrir
sakleysingjum
Guðrún GuðlaugsdóttIr
Eire, eyjan græna Írland, býður upp á margt sem gleður: fallegt landslag,
áhugaverða sögu, söngva og sagnir. Í þessari ferð er flogið til Manchester,
ekið til Holyhead og farið með ferju yfir til höfuðborgar Írlands, Dublin. Þaðan
er ekið til Galway og meðal annars komið við í Clonmacnois klaustrinu. Margt
fleira áhugavert skoðað, s.s. Connemara skaginn, en þaðan koma
Connemara steinarnir sem prýða marga írska skartgripi og nytjahluti og
Kylemore þar sem hinn frægi klausturskóli stendur. Ekið verður um Burren
svæðið, Moher klettarnir skoðaðir, ferja tekin yfir Shannon fljótið frá Killmer til
Tarbert og farið til Tralee. Kerry hringurinn verður ekinn og litast um við hin
margfrægu Killarney vötn og í Killarney bænum. Frá Killarney verður farið til
Midleton rétt hjá Cork en sá bær er frægur fyrir það að flestar írsku
viskítegundirnar eru þaðan, þar á meðal Jameson. Í Cork og nágrenni er
einnig margt fallegt að sjá og skemmtilegt að upplifa. Ferðinni lýkur svo í
Dublin þar sem við eigum frjálsan dag áður en haldið er heim á leið.
Fararstjóri: Jón Baldvin Halldórsson
Verð: 169.300 kr. Mikið innifalið!
13. - 23. júní
Sp
ör
-
R
ag
nh
ei
ðu
r
In
gu
nn
Á
gú
st
sd
ót
tir
Írland
s: 570 2790 www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
SUMAR 5