Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ 21. maí 1978: „Eftir viku fara kosningar fram til borgar- stjórnar Reykjavíkur. Á þeim tíma, sem eftir er til kjördags, þurfa stuðningsmenn meiri- hluta borgarstjórnar að herða róðurinn og margefla starf sitt til þess að tryggja áframhald- andi meirihluta sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykja- víkur og forystu Birgis Ísl. Gunnarssonar, borgarstjóra, í málefnum borgarinnar og borgarbúa. Borgarstjóri minn- ir á það í samtali við Morgun- blaðið í dag, hversu tvísýn þessi kosningabarátta er. Hann segir m.a.: „Mér er enn í minni hversu mjóu munaði árið 1966, þegar Viðreisnarstjórnin sat að völdum. Þá misstum við níunda manninn og ekki mun- aði nema um 280 atkvæðum, að sá áttundi færi sömu leið.“ . . . . . . . . . . 15. maí 1988: „ Í gær, 14. maí, voru 40 ár liðin frá því að Ben Gurion las sjálfstæðisyfirl- ísingu Ísraelsríkis í Tel Aviv. Sama dag og Ísrael varð til sem ríki gerðu flugvélar frá Egyptalandi loftárás á fagn- andi íbúana. Daginn eftir yf- irgaf breski herinn landið en Bretar höfðu farið með stjórn mála í Palestínu í umboði Þjóðabandalagsins, frá því að landinu var náð úr höndum Tyrkja í lok fyrri heimstyrj- aldarinnar. Eftir brottför breska herliðsins gerði arab- ískt herlið frá Egyptalandi, Írak, Jórdaníu, Líbanon og Sýrlandi árás á Ísrael.“ . . . . . . . . . . 10. maí 1998: „Ríkisend- urskoðun er ein mikilvægasta stofnun hins opinbera. Þegar stofnunin var flutt frá fram- kvæmdavaldinu og undir lög- gjafarvaldið var stigið afar mikilvægt skref til þess að efla löggjafarvaldið og auka aðhald með framkvæmda- valdinu. Sú ráðstöfun var löngu tímabær og einn þáttur í markvissri viðleitni Alþingis til þess að endurheimta eðli- lega stöðu þjóðþingsins gagn- vart framkvæmdavaldinu. Þar eiga mestan þátt að máli tveir forsetar Alþingis, þeir Þor- valdur Garðar Kristjánssson og Ólafur G. Einarsson, nú- verandi forseti þingsins. Hlutverk Ríkisendurskoðunar er svo mikilvægt að gera verð- ur mjög stífar kröfur til stofn- unarinnar og starfshátta hennar. Á undanförnum árum hafa við og við vaknað spurn- ingar um, hvort vinnubrögð stofnunarinnar væru nægi- lega nákvæm og vönduð. Þær umræður hafa sjaldnast farið fram opinberlega en þó eru ekki margir mánuðir síðan stofnunin fékk á sig harða gagnrýni í umræðum á Al- þingi m.a. frá Friðriki Soph- ussyni, þáverandi fjár- málaráðherra.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BIÐLISTAR Í FANGELSI JAFN- GILDA ÞYNGINGU REFSINGAR Fangelsismál á Íslandi þarfnastskoðunar. Í samtali við Mar-gréti Frímannsdóttur, for- stöðumann fangelsisins á Litla- Hrauni, í Sjónvarpi mbl.is á föstudag kveðst hún vona að hafist verði handa við nýbyggingar við fangelsið á næsta ári. Hún segir að knýjandi þörf sé á úrbótum í fangelsismálum. Á annað hundrað manns, sem hlotið hafa refsidóma hér á landi, bíða eftir að hefja afplánun í fangelsum og segir Margrét að engum sé greiði gerður með því að þurfa að bíða afplánunar í langan tíma eftir að dómur er fallinn. Í frétt sem birtist um málið í Morg- unblaðinu í gær kemur fram að fyrir mánuði hafi 170 brotamenn beðið fangavistar vegna plássleysis, en nú séu þeir 142. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að leitað sé leiða til að fækka enn frekar á listanum. Hann svarar því ekki hversu lengi menn séu á biðlista áður en afplánun hefjist, en lögð sé áhersla á að þeir einstaklingar, sem taldir séu hættulegir umhverfi sínu, séu boðað- ir strax til afplánunar. Jafnframt kemur fram hjá honum að hugsan- lega geti helmingur þeirra, sem nú bíður afplánunar í fangelsi, sinnt samfélagsþjónustu í stað þess að sitja dóminn af sér í fangelsi. Í fyrra hafi 73 brotamenn hafið samfélagsþjón- ustu í stað óskilorðsbundinnar fang- elsisrefsingar. Það er vitaskuld gott að reynt sé að tryggja það að einstaklingar, sem taldir eru hættulegir samfélaginu, skuli ekki ganga lausir, en það má ekki gleyma því að menn glata ekki tilkalli sínu til mannréttinda þótt þeir hafi verið dæmdir í fangelsi. Það er önnur hlið á biðlistum í fangelsum. Einstaklingar, sem ekki geta hafið afplánun dóms vegna þess að þeir eru á biðlista, þurfa í raun og veru að búa við það að refsing þeirra hafi verið lengd án dóms og laga. Líf einstak- lings, sem er dæmdur í fangelsi, er í raun sett í bið þangað til refsingin hefur verið afplánuð. Ef bið verður á því að refsingin hefjist líður lengri tími en ella þar til viðkomandi ein- staklingur getur farið út í þjóðfélagið aftur og hafist handa við það að byggja upp líf sitt að nýju. Þetta veld- ur aukinni óvissu í lífi þessa fólks og fjölskyldna þeirra. Biðlistar í fangelsi jafngilda í raun þyngingu refsingar og slíkt er ekki hægt að sætta sig við í réttarsamfélagi. Í máli Páls Winkels kemur fram að nú sé leitað leiða til að fækka á biðlistanum og skoða önnur afplánunarúrræði. Þetta mál þolir ekki bið. Margrét Frímannsdóttir lýsir í við- talinu einnig yfir áhyggjum af því að geðsjúkir, sakhæfir afbrotamenn séu vistaðir í fangelsum. Þar eigi þeir að mati hennar, fangavarða og heil- brigðisstarfsmanna á Litla-Hrauni alls ekki heima. Hér er komið annað vandamál, sem taka verður á. Mark- miðið er að afbrotamenn, sem dæmd- ir eru til refsingar, verði betri menn og fái aðstoð til að fóta sig í samfélag- inu þegar afplánun er lokið. Einstak- lingur, sem settur er í umhverfi þar sem hann á ekki heima og er honum jafnvel skaðlegt, mun ekki ná neinum framförum. Margrét Frímannsdóttir hefur kynnt sér fangelsismál á Íslandi rækilega og talar af mikilli þekkingu um þennan málaflokk. Hennar orð verður að taka alvarlega. Nú stendur yfir uppbygging í fang- elsum landsins og þar er verið að skoða ýmsa kosti. Í þessari uppbygg- ingu verður að tryggja að fangar verði vistaðir með þeim hætti, sem hæfir, og sérstaklega er mikilvægt að hagsmunir veikra einstaklinga verði hafðir í huga. Sömuleiðis verður kerf- ið að vera með þeim hætti að það geti tekið við þeim, sem dæmdir eru í fangelsi án skilorðs. Biðlistar í fang- elsi eru í raun ekkert annað réttar- farsbrot. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ F átt veldur stuðningsmönnum Sjálf- stæðisflokksins meiri áhyggjum um þessar mundir en ástandið í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Þar hefur skapazt ástand, sem engin fordæmi eru fyrir í sögu þessa stærsta og öflugasta stjórn- málaflokks þjóðarinnar. Í fyrsta lagi er sú tilfinning sterk meðal stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokksins, að innan borgar- stjórnarflokksins skorti á að full samstaða sé á milli borgarfulltrúa. Í öðru lagi að borgarstjórnarflokkinn skorti for- ystu þrátt fyrir yfirlýsingu borgarfulltrúa annarra en Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og varaborgarfull- trúa frá því í lok febrúar, sem var svohljóðandi: „Borgarstjórnarflokkurinn tekur undir það með Vilhjálmi, að ekki sé ástæða til að ákveða nú hver verður borgarstjóri eftir rúmt ár. Sú ákvörðun verður tekin af borgarstjórnarflokknum í samein- ingu þegar nær dregur og með hagsmuni flokksins og borgarbúa að leiðarljósi.“ Í þriðja lagi ríkir óvissa innan borgarstjórnar- flokksins um fyrirætlanir Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, þrátt fyrir yfirlýsingu hans frá því í lok febr- úar þar sem hann sagði m.a.: „Hvað mig varðar er opið hver tekur við embætti borgarstjóra af hálfu Sjálfstæðisflokksins í marz 2009. Borgarstjórnarflokkurinn mun ákveða borg- arstjóraefnið í sameiningu þegar nær dregur.“ Og í fjórða lagi skilur almenningur í borginni ekki hvað vakir fyrir borgarstjórnarflokki Sjálf- stæðisflokksins í svonefndu REI-máli. Í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, Guð- mund Sverri Þór, hinn 25. febrúar sl. sagði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson m.a.: „Í samkomulagi F-listans og Sjálfstæðisflokksins er gert ráð fyrir því, að ég taki stól borgarstjóra en því er ekki að leyna, að í vetur hefur staðið mikill styr um mig. Sumt af því, sem valdið hefur þessu á ég skilið en annað á ég alls ekki skilið og þetta hefur eðlilega verið mjög erfiður tími fyrir alla; flokkinn, mig persónulega og fjölskyldu mína og alla borg- arfulltrúana og þeirra fjölskyldur. Þetta hefur verið átakatími, sem hefur reynt á okkur öll og ég hef stundum undrast það í öllu þessu moldviðri hvað maður hefur mikinn styrk. Ég hef hvorki bognað né brotnað en þetta hefur tekið mikið á og ég hef reynt að halda sjó allan þennan tíma...Í ljósi alls þessa og þeirrar umræðu, sem verið hefur og efasemda fólks um að ég eigi að setjast í stól borgarstjóra finnst mér eðlilegt að borgarstjórnarflokkurinn allur fái tækifæri til þess að ákveða hver verður borgar- stjóri fyrir hönd flokksins. Þetta geri ég til að tryggja að allur hópurinn fái að koma að þessari ákvörðun á nýjan leik. Það var búið að ákveða fyrir fjórum vikum hver yrði borgarstjóri en ég vil að sá einstaklingur, sem velst úr hópnum fái skýrt umboð alls borgarstjórnarflokksins til þess að setjast í stól borgarstjóra.“ Sama dag túlkaði Morgunblaðið þessa ákvörðun Vilhjálms með svofelldum hætti í forystugrein: „Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið þá skynsamlegu og réttu ákvörðun að falla frá því ákvæði í samkomulagi Sjálfstæðis- flokksins og F-listans, að hann taki við borgar- stjóraembætti að loknum þeim tíma, sem Ólafur F. Magnússon gegnir embættinu. Með því hefur Vil- hjálmur axlað þá pólitísku ábyrgð á vandræðagang- inum í kringum Orkuveitu Reykjavíkur og REI- málið, sem krafa hefur verið gerð um. Það er svo í höndum borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að taka nýja ákvörðun um hver gegni þessu emb- ætti, þegar nær dregur borgarstjóraskiptum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, einn af borgarfulltrú- um sjálfstæðismanna, svo og Gísli Marteinn Bald- ursson og Júlíus Vífill Ingvason hafa öll lýst áhuga á að taka embættið að sér.“ Frá því að ofangreind ummæli Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar féllu í lok febrúar sl. í samtali við Morgunblaðið hefur hann engin orð látið falla á op- inberum vettvangi svo vitað sé, sem gefi tilefni til að ætla, að hann hafi skipt um skoðun og þess vegna verður að líta svo á, að valið um nýjan forystumann sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur standi á milli þessara þriggja yfirlýstu frambjóð- enda í stöðuna. Auðvitað geta fleiri bætzt við áður en að kosningu kemur. Og jafnframt er engin ástæða til þess fyrir borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að halda að Vil- hjálmur standi ekki við yfirlýsingu sína frá því í febrúar. Auðvitað gerir hann það eftir allt, sem á undan er gengið. Út af fyrir sig má alveg taka undir það, að ekki hafi verið ástæða til fyrir borgarstjórnarflokk Sjálf- stæðisflokksins að ákveða hver úr þeirra hópi taki við embætti borgarstjóra af Ólafi F. Magnússyni nú á þeim vetri, sem liðinn er. Hins vegar er alveg ljóst, að það er ekkert vit í öðru en að sú ákvörðun verði tekin snemma í haust áður en hin pólitíska vertíð fer í fullan gang. Óvissa um það val fram eftir vetri mundi skapa mikinn pólitískan óróleika í kringum Sjálfstæðisflokkinn. En í megindráttum eru línur skýrar að þessu leyti. Hins vegar er ljóst, að Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson getur haft mikil áhrif á það, hver tekur við sem borgarstjóri af hálfu Sjálfstæðisflokksins næsta vetur og er þá um leið líklegur til að leiða flokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum. Annars vegar vegna þess, að bakland hans innan Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík er sterkt enda búinn að starfa innan flokksins í áratugi og hins vegar vegna þess að hann nýtur velvildar innan borgarstjórn- arflokksins sjálfs. Það skiptir því máli hvern hann styður, ef hann á annað borð tekur ákvörðun um að styðja einhvern þeirra, sem lýst hafa áhuga á þessu forystuhlutverki með afgerandi hætti. Engum dettur annað í hug en að sá maður, sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda í borgar- stjórn Reykjavíkur muni leggja sig fram um að leiða þetta mál farsællega til lykta á þann veg, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi góða möguleika í næstu kosn- ingum. Misvísandi vísbendingar um fyrirætlanir Sjálf- stæðisflokksins í hinu svonefnda REI-máli hafa hins vegar valdið mestum áhyggjum meðal stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokksins og vakið upp raddir um að hver höndin sé upp á móti annarri innan borgarstjórnarflokksins, þar skorti á forystu o.s.frv. Í því sambandi er ástæða til að rifja upp, að sex borgarfulltrúar af sjö gáfu skýrar yfirlýsingar um það haustið 2007, að þeir teldu, að þjónustufyrirtæki í eigu almennings í Reykjavík og öðrum tilteknum sveitarfélögum ættu ekki að standa í áhættuverk- efnum úti í heimi. Þessi afstaða þeirra fór ekki á milli mála. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn varð aðili að meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur á ný var gengið út frá því sem vísu, að þessum fyrirhuguðu verkefnum yrði lokið. Það hefur hins vegar ruglað borgarbúa í ríminu, að þessi mynd hefur ekki verið alveg skýr. Nú má vel vera, að það taki tíma að vinda ofan af þeirri vinnu, sem komin var í gang á þessu sviði en eftir sem áður hljóta markmiðin að þurfa að vera skýr og öllum ljós. Á það hefur skort. Laugardagur 10. maí Reykjavíkur Á borgarstjórnarfundi Borgarstjóri, Ólafur F. Ma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.