Morgunblaðið - 11.05.2008, Side 40

Morgunblaðið - 11.05.2008, Side 40
40 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Háholt - Garðabæ M bl 1 00 33 82 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 Glæsilegt einbýlishús í efstu götu á frábærum útsýnisstað í Garðabænum. Húsið er á tveimur hæðum og skiptist þannig að á neðri hæð er tvöfaldur innbyggður bílskúr, forstofa, geymsla, þvottahús, herbergi og baðherbergi. Á efri hæð er sjónvarpshol, samliggjandi stofa og borðstofur, eldhús, baðherbergi og fjögur herbergi. Verð 85 millj. Mjög góð lúxusíbúð á 1. hæð með verönd og útsýni. Íbúðin skipt- ist í dagstofu, borðstofu, eldhús, tvö herbergi, baðherbergi, snyrt- ingu, gang og geymslu. Einnig tilheyrir íbúðinni hlutdeild í mjög stórri og góðri sameign þar sem er samkomusalur, billjardstofa, bar, æfingasalur með tækjum, sauna, heitir nuddpottar og sundlaug. Bílastæði í upphitaðri bílgeymslu fylgir íbúðinni. Verð 48 millj. Nánari upplýsingar veita Heiðar í s: 824-9092 og Hákon í s: 824-9095. Efstaleiti - lúxusíbúð M bl 1 00 37 74 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 UNDANFARIÐ hefur verið um- ræða á Alþingi um að jafnræði þurfi að vera á milli fjárframlaga til há- skóla á Íslandi. Eins og eðlilegt er þá er þessi umræða farin að teygja sig víða og er það vel. Sunnudaginn 27. apríl skrifaði Runólfur Birgir Leifsson, fram- kvæmdastjóri fjármála og rekstrar við Há- skólann í Reykjavík, um málið frá hlið HR. Í þeirri grein er hins- vegar ýmislegt sem ég tel skylt að leiðrétta. Í fyrsta lagi eru orð- in „opinber háskóli“ og „Háskóli Íslands“ oft notuð í greininni eins og um sama fyrirbæri sé að ræða, sérstaklega þegar talað er um meint forréttindi opinberra skóla. Háskóli Íslands nýtur að vísu ýmissa forréttinda, enda er hann nokkurs konar móðurstofnun ann- arra háskóla hér á landi og æðsta menntastofnun Íslands. Í þessu sambandi má einnig geta að HÍ hef- ur ákveðnum skyldum að gegna við þjóðfélagið, t.d. ber HÍ að kenna ís- lensku, jafnvel þó að nemendur séu ekki margir. Einnig rekur HÍ rann- sókna- og menntasetur víða um landið. Ég veit ekki til að slíkar skyldur hvíli á HR. Engin af þeim forréttindum sem talin eru upp í greininni eiga þó til dæmis við um Háskólann á Akureyri, hann má ekki reka peningahappdrætti, hann fær ekki skattpeninga frá trúlaus- um og hann hefur ekki aðgang að Háskólasjóði Eimskipafélagsins. Mér er heldur ekki kunnugt um að aðrir opinberir háskólar en HÍ njóti þessara forréttinda. Í öðru lagi eru greiðslur frá rík- inu til skólanna á hvern nemanda til umræðu í greininni. Þar eru bornir saman HÍ og HR og niðurstaðan er sú að HÍ fái 35% meira fjármagn á nemanda en HR. Ég rengi þessa tölu ekki en lítum samt nánar á dæmið. Fjárframlög hins opinbera til há- skólanna fyrir hvern nemanda fer nefnilega alls ekki eftir því í hvaða skóla þeir eru, heldur eftir því hvað þeir eru að læra, og er það óháð skóla. Mun- urinn milli þessara skóla er auðvitað vegna þess að þeir eru alls ekki að kenna það sama að öllu leyti. Við HÍ er t.d. læknanám sem er mun dýrara en flest annað nám. Eðlilega greiðir ríkið því meira fyrir nemendur sem eru í slíku námi. HÍ fær hins vegar jafnmikið fjármagn fyrir hvern nemanda í viðskiptafræði og HR. Ef HR vill fá meira fjármagn fyrir hvern nemanda þurfa þeir einfald- lega að bjóða upp á dýrari náms- línur. Í skýrslu frá Ríkisend- urskoðun frá árinu 2005 voru framlög ríkisins til háskólanna fyrir árin 2003 og 2004 borin saman. Reyndust opinber framlög á hvern nemanda vera um 651.000 við HA, 720.000 við HR og 856.000 við HÍ. Góðu heilli hafa fjárlög til HA auk- ist á síðustu árum og fróðlegt væri að skoða nýjustu tölur með þessum samanburði. En HR ætti ekki að kvarta. Þá er það rangt að opinberir skól- ar megi fara yfir á fjárlögum nánast eins og þeim sýnist. Ýmsar að- stæður urðu til þess að HA fór fram úr fjárlögum nokkur ár í röð, t.d. fjölgaði nemendum mjög hratt á þessu tímabili án þess að fjár- framlag til skólans ykist að sama skapi. Það er hinsvegar búið að taka á því og allgóðar líkur eru á því að hagnaður verði á rekstrinum í ár. Þetta var hins vegar alls ekki tekið út með sældinni og HA í raun ennþá með skuldahala. Það er hins vegar alls ekki óeðlilegt að fyrirtæki séu rekin með tapi ef aðstæður verða tímabundið erfiðar og það hlýtur að geta átt við einkaskóla líka. Ef verið er að þróa vörur, vinna markaði eða vinna að nýsköpun á annan hátt eins og verið er að gera við HA þá er hægt að vinna sig út úr því. Ályktun Runólfs er sú að einka- reknu háskólunum sé lífsnauðsyn- legt að innheimta skólagjöld. Auð- vitað er það rétt, annars væru þeir ekki einkaskólar Styrinn stendur hinsvegar ekki um það, heldur hvort það er sanngjarnt að þeir fái að auki jafnmikið fé frá hinu op- inbera og opinberir skólar? Málið er auðvitað að það eru í raun ekki neinir einkareknir skólar á Íslandi, ekki svona alvöru að minnsta kosti. Því „einkaskólarnir“ fá í raun að mestu leyti sama fjármagn frá rík- inu og opinberu skólarnir, þeir mega bara líka taka skólagjöld! Skólagjöldin eru svo aftur nið- urgreidd af ríkinu að hluta í gegn- um LÍN. Er eitthvert jafnræði í þessu? Er jafnræðis gætt í opinberum fjárframlögum til háskóla? Hreiðar Þór Valtýsson skrifar um fjárframlög til háskóla » þessi umræða er farin að teygja sig víða... Hreiðar Þór Valtýsson Höfundur er lektor í sjávarútvegs- fræðum við Háskólann á Akureyri. Á LIÐNUM vetri fór fram nokk- ur umræða um hættu- og ógn- armat. Umræða um löggæslu og öryggismál er þó mun takmarkaðri hérlendis en í nágrannalöndum okkar þar sem þeir málaflokkar hafa mun meira pólitísk vægi. Litið er svo á að öryggi sé hluti lífsgæða sem stjórnvöldum beri að tryggja almenningi. Á Vesturlöndum hafa menn þannig endurmetið hættu og ógn- armat á undanförnum árum og ör- yggishugtakið og helstu áherslur í þjóðaröryggismálum snúast nú um: Öryggi yfirráðasvæðis ríkisins (Territorial security). Efnahagslegt ör- yggi (Economic secu- rity). Umhverfislegt ör- yggi (Ecological secu- rity). Almannavernd (Physical security). Samfélagslegt ör- yggi (Social stability). Viðurkennt er að hefðbundin hernaðar- ógn er ekki til staðar gagnvart Vest- urlöndum og verður ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Hins vegar hafa komið fram nýjar óhefð- bundnar, síbreytilegar og ófyr- irsjáanlegar ógnir.1 Þannig hafa áherslur breyst í takt við nýtt ógn- armat og lögð er mun meiri áhersla á þann viðbúnað sem borg- aralegar löggæslu- og öryggisstofnanir og al- mannavarnir sinna. Hægt er að tala um borgaralegar varnir lýðræðisríkja sem snú- ast um almannavernd. Vernd almennings fyr- ir því að verða fyrir al- varlegum skaða vegna stórslysa, nátt- úruhamfara eða að- gerða af mannavöldum svo sem hryðjuverkum. Borgaralegar varnir snúast um að koma í veg fyrir lík- amstjón og eignartjón af slíkum völdum og að yfirvöld hafi til taks skipulag, þjálfað viðbragðslið og búnað til þess að bregðast við slík- um atburðum ef ekki tekst að koma í veg fyrir þá. Frá lokum kalda stríðsins hafa því orðið margvíslegar breytingar á almannavarnarskipulagi einstakra ríkja. Skipulag sem áður miðaðist mest við að vernda og aðstoða borgara vegna stríðsástands snýst í dag mest um að tryggja vernd al- mennings vegna náttúruhamfara og að takast á við afleiðingar slysa, náttúruhamfara og vegna ógnar af mannavöldum svo sem hryðjuverka. Hryðjuverkatilfellin í Bandaríkj- unum, Madríd og London hafa leitt til þess að löggæslu-, öryggisstofn- anir og almannavarnir hafa verið endurskipulagðar og efldar. Þá hef- ur samþætting löggæslu og al- mannavarna verið aukin til þess að mæta þessum nýju ógnum. Hér á landi hefur verið viðleitni í þá átt að fram fari slík end- urskipulagning. Mikið hefur áunnist í samættingu á sviði björgunarmála og almannavarna og fyrir Alþingi er frumvarp til nýrra almanna- varnalaga þar sem lagt er til að mynda öryggis- og almanna- varnaráð með aðkomu ráðherra og embættismanna. Má segja að með því sé málaflokknum veitt aukið pólitískt vægi. Hins vegar hefur þess misskilnings gætt í um- ræðunni að almannavarnir hafi e.h. með hervarnir að gera. Almanna- varnir eru alls staðar borgaralegt verkefni á Vesturlöndum. Í skýrslu OECD Emerging Risks in the 21st Century er fjallað um þær hættur sem stafa að und- irstöðum samfélagsins, heilbrigði, samgöngum, umhverfi, fjarskiptum o.s.frv.2 Viðurkennt er að hættan fyrir almenning á Vesturlöndum vegna hryðjuverka hefur tekið grundvallarbreytingum. Þróunin hefur verið í þá átt að árásir hryðjuverkamanna hafa í auknum mæli beinst að því að drepa og slasa sem flesta almenna borgara. Þróun í þessa átt hófst upp úr 1980 sem sést á því að þrátt fyrir að hryðjuverkatilfellum hafi fækkað á milli 1980 og 1990 þá hækkaði tala látinna og slasaðra í hryðjuverka- tilfellum verulega. Staðir eða farartæki þar sem fjöldi almennra borgara safnast saman svo sem farþegalestir, stræt- isvagnar, lestarstöðvar, stórar byggingar o.s.frv. eru því skotmörk hryðjuverkamanna. Mannvirki þar sem hægt er að valda sem mestu manntjóni eru því álitleg skotmörk. Ljóst er að hervarnir hafa engan tilgang til þess að glíma við slíka ógn. Borgaralegar löggæslu- og ör- yggisstofnanir bera ábyrgð á að reyna að fyrirbyggja slíka glæpa- starfsemi og það eru síðan al- mannavarnir í heild sinni sem glíma við afleiðingar slíkra voðaverka. Ísland er hluti af alþjóðlegu sam- félagi og ógnir virða ekki landa- mæri. Svo nátengt er alþjóða- samfélagið að atburðir í einu landi hafa áhrif um víða veröld. Þá gera vestræn ríki þá kröfu hvert til ann- ars að ekki verði til hæli fyrir hryðjuverkamenn í einu landi þar sem skipulagðar eru hryðjuverka- árásir í öðrum löndum. Nýjar ógnir dagsins í dag eru umhverfisógnir, farsóttir, skipulögð alþjóðleg glæpastarfsemi og hryðjuverk. Mesta hættan hér- lendis er hins vegar enn móðir náttúra. Allar þessar ógnir kalla á viðbúnað sem er í höndum inn- lendra borgaralegra stofnana en ekki hernaðarlegra. Því er brýnt að efla enn frekar íslenskan borg- aralegan viðbúnað á þessu sviði svo sem löggæslu, Landhelgisgæslu og almannavarnir. Áframhaldandi endurskipulagn- ing lögreglu þar sem öll lögreglan verði eitt lögreglulið undir stjórn ríkislögreglustjóra, ný lög um al- mannavarnir, lög um varalið lög- reglu og almannavarna og löggjöf um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu eru því forgangsmál í ör- yggismálum þjóðarinnar sem hefur ekkert með hervarnir að gera. 1. Aftale om Redningsberedskabet Etter 2006, Forsvarsministeriet, 24. apríl 2007. 2. Emerging Risks in the 21st Century, An Agenda for Action, OECD 2003. Ógnarmat og þjóðaröryggi Jón F. Bjartmarz skrifar um ógnarmat » Ógnarmat hefur ver- ið endurmetið á Vesturlöndum síðustu ár og áherslur í þjóð- aröryggismálum hafa því aukist á borgaraleg- an viðbúnað í stað her- varna. Jón F. Bjartmarz Höfundur er yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.