Morgunblaðið - 11.05.2008, Qupperneq 58
58 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Lögga, læknir og lögfræðingur
Kippan
ÉG ER MEÐ FRÁBÆRAR FRÉTTIR!
SAKSÓKNARINN ER TILBÚINN AÐ
BJÓÐA ÞÉR SKILORÐSBUNDINN DÓM
EF ÞÚ JÁTAR Á ÞIG BROTIÐ?
AF HVERJU ERU ÞAÐ
FRÁBÆRAR FRÉTTIR?!?
ÉG VERÐ SAMT Á
SAKASKRÁ, ÞRÁTT FYRIR
AÐ VERA SAKLAUS!
ÉG VISSI AÐ ÉG HEFÐI
GLEYMT EINHVERJU
ÞÚ VERÐUR AÐ
RÉTTA ÚR FÆTINUM
FYRST
ÉG VEIT AÐ ÞAÐ ER
EÐLILEGT AÐ SOFA Í
ÁTTA TÍMA...
EN EKKI Í
VINNUNNI!
NÁÐI
EINNI!
FLUGUVEIÐI
FYRIR
BYRJENDUR
ÞESSI
STAÐUR ER
VÍST MEÐ
BESTU RIFIN
Í BÆNUM
ÞAÐ ER MIKLU BETRA AÐ
VERA SVONA ÞRÁÐLAUS
MAMMA, DRÍFÐU
ÞIG! PABBI ER
BÚINN AÐ BRENNA
KÓTELETTURNAR
EINU SINNI ENN!
dagbók|velvakandi
Gleraugu í óskilum
Í miðasölunni á strætóbiðstöðinni
Hlemmi eru gleraugu í óskilum sem
hafa verið þar í u.þ.b. tvær vikur.
Gleraugun eru í svörtu hulstri og á
því stendur Safíló, umgjörðin er
svört og eru þetta létt gleraugu sem
virðast splunkuný. Ef einhver sakn-
ar þeirra er honum bent á að hafa
samband í síma 540-2701.
Mér er ekki sama
MIG tekur alltaf sárt að sjá hvernig
umgjörðin og styttan af Jóni Sig-
urðssyni eru látin drabbast niður. Í
garðinum umhverfis styttuna hafa
mörg undanfarin ár verið nokkur
blóm á stangli. Í mínu ungdæmi var
þó þéttur og harðger blómarunni þar
umkring og vonast ég til að svo verði
aftur. Liggur í augum uppi að þá
bæri minna á sígarettustubbum og
glerbrotum sem óreiðufólk á til að
henda þarna frá sér. Þvílík hneisa!
Svo er stóra málið
Er ekki að koma tími til að merkja
styttuna nú þegar 200 ára ártíð Jóns
Sigurðssonar nálgast. Og væri ekki
við hæfi að sjá þar hin fögru ein-
kunnarorð ,,Sómi Íslands, sverð þess
og skjöldur“? Hvet ég ráðamenn til
að ganga yfir götuna og virða dæmið
fyrir sér. Hæpið finnst mér að leyfa
ljósmyndasýningar á Austurvelli og
álít að hann standi ekki undir slíkum
ártoðningi. Því ekki að nýta t.d.
Hljómskálagarðinn? Sem sagt, í
mínum augum er Austurvöllur
merkur staður, sem ber að safnast
saman á, eingöngu við sérstök tæki-
færi og njóta veðurblíðu þegar hún
gefst.
Sjöfn Haraldsdóttir
Krafa til alþingismanna
HVENÆR ætlar Alþingi að afnema
græðgis- og ofbeldislög um eftirlaun
alþingismanna og ráðherra? Sumir
alþingismanna höfðu lofað því að
þessi skömm yrði aftekin, en á hvaða
leið er málið?
Björn Indriðasson
Vodafone
ÉG vil líka geta þess sem gott er. Ég
keypti hlut við tölvuna mína sem ég á
engan hátt gat tengt. Svo ég hringdi
í Vodafone og 2 menn hjá þeim
reyndu í afar langan tíma að leið-
beina mér símleiðis. En þó árangur
yrði enginn hefði ég gjarnan viljað
borga 2 sinnum mánaðargjaldið mitt
sem er 4.350 kr. en ekki var minnst á
neina greiðslu. Af hverju hefði ég
samt viljað borga? Vegna þess að sú
lipurð, kurteisi, hjálpsemi og ekki
hvað síst þolinmæði við mig sjötuga
konuna var alveg einstök og ég tel
mig standa í þakkarskuld við þetta
góða þjónustufyrirtæki.
Kveðja og þakkir til ykkar hjá
Vodafone.
Margrét Sigurgeirsdóttir
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
ENN eru beingarðar eða dálkar hengdir upp til þurrkunar á landsbyggð-
inni. Þar safnast hrafninn saman til að kroppa í það sem hægt er að ná í.
Það er upplifun að ganga um hjallana þótt lyktin sé ekki góð.
Dálkar á hjalli
FRÉTTIR
SAFT, vakningarverkefni Heimilis
og skóla um örugga netnotkun
barna og unglinga á netinu og
tengdum miðlum, stendur fyrir
„train the trainers“ námskeiði um
jákvæða og örugga netnotkun þann
13. maí kl. 15.30-16.50 í Kennarahá-
skóla Íslands.
Sérstakur gestur á námskeiðinu
er Justin Berry[1] sem 13 ára gam-
all lenti í klóm kynferðisafbrota-
manna á netinu. Í kjölfarið hefur
hann m.a. borið vitni fyrir FBI og
ferðast um heiminn og barist fyrir
öryggi barna á netinu.
Fulltrúum grunn- og framhalds-
skóla, félagsmiðstöðva, foreldra-
félaga, og nemenda er boðið á nám-
skeiðið. Tilefni námskeiðsins er að
virkja þátttakendur í að skipu-
leggja málþingið „Þú ert það sem
þú gerir á netinu“. Einnig er þetta
kjörinn vettvangur fyrir kennara,
sem hafa áhuga á að nýta sér efni
SAFT í kennslustundum um
örugga netnotkun, til að viða að sér
hugmyndum og efni.
Þátttakendur vinna fyrst í tveim-
ur málstofum en málþinginu lýkur
með sameiginlegri málstofu nem-
enda, foreldra og kennara þar sem
gerð verður grein fyrir nið-
urstöðum. Æskilegt er að hver
skóli/félagsmiðstöð sem hefur
áhuga á að setja upp málþingið
sendi einn fulltrúa á námskeiðið.
Hver fulltrúi fær í hendur geisla-
disk með kynningarefni auk ít-
arefnis sem hægt er að leggja til
grundvallar uppsetningu málþings-
ins á hverjum stað.
Þátttaka tilkynnist með tölvu-
pósti á saft@saft.is. Ekkert þátt-
tökugjald.
Net Þú ert það sem þú gerir á netinu er námskeið um örugga netnotkun.
Námskeið í jákvæðri
og öruggri netnotkun