Morgunblaðið - 14.05.2008, Side 15

Morgunblaðið - 14.05.2008, Side 15
Úr viðtali við Denyce Graves í Morg- unblaðinu í desember 2006: Ég stend frammi fyrir því að Denyce Graves hefur tekið ráðin af mér í þessu viðtali – allt sem ég ætlaði að spyrja hana um er farið fyrir bí; þetta er það sem hana langaði að tala um. Ég veit vel að á tónleikunum hér mun hún syngja flott at- riði úr öllum flottustu óperum heims – það verður enginn svikinn af þeirri efnis- skrá, en í ljósi þess hvað henni er hjart- kært að miðla sögum af sinni óperu, sínu fólki og glímunni fyrir frelsi, get ég ekki annað en spurt hana hvernig glíman hafi verið við það stóra hlutverk að hugga heiminn með söng, að viðstöddum valda- mestu mönnum heims, andspænis örlög- um landa sinna 11. september. „Ég var stolt af því að eiga eitthvað að gefa á þessum degi, þegar svo mikið var tekið frá okkur. Staðreyndin er nú samt sú að hörmungar sem þessar gerast á hverjum degi og við tökum ekki eftir þeim. En fyrir okkur Bandaríkjamenn var þetta nýtt og áfallið var gríðarlegt. En söngur minn við minningarathöfnina snerist ekki um mig. Mitt hlutverk var að fjarlægja sjálfa mig frá þeirri staðreynd að mér var boðið að syngja þarna, og hleypa hljóðfærinu mínu, röddinni minni að. Ég einbeitti mér að því að söngur minn væri fyrst og fremst miðill styrks og kærleika, fegurðar og huggunar. Ein- hvern veginn tókst mér að sjá mig og heyra mig eins og ég stæði utan við sjálf- ið; því ég þurfti rétt eins og aðrir á hugg- un tónlistarinnar að halda. Ég var mér fullkomlega meðvitandi um hve mik- ilvægt þetta augnablik var. Það snerist að engu leyti um mig eða tilfinningar mínar þá, það snerist að öllu leyti um mátt tónlistarinnar til að hugga og sefa og gefa von. Í þeim mikla harmleik og á þeirri stundu var tónlistin afl sem gat tjáð allt það sem enginn hefði getað fært í orð.“ Steig út úr sjálfinu og söng MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 15 MENNING BÓK Salmans Rushdies Miðnæt- urbörn varð hlutskörpust þegar bókabéusar völdu sex bestu bæk- urnar úr því úr- vali bóka sem hlotið hafa hin eftirsóttu Book- erverðlaun. Sex- bókalistinn er úrval sem al- menningi gefst svo kostur á að velja úr bestu Booker-bók frá upphafi. Tiltæki þetta á sér rætur í því að um þessar mundir er fjörutíu ára afmæli bókmennta- verðlaunanna fagnað á Englandi. Aðrar bækur sem komust í sex- bókaúrvalið sem opinberað var í fyrradag eru: Disgrace eftir Nób- elsskáldið J. M. Coetzee; The Ghost Road eftir Pat Barker; Osc- ar og Lucinda eftir Peter Carey; The Conservationist eftir Nadine Gordimer og The Siege of Krishnapur eftir J. G. Farrell. Það voru dómarar Bookerverð- launanna sem völdu bækurnar sex; nú hefur almenningur orðið en tilkynnt verður hvaða bók hef- ur orðið hlutskörpust í London 10. júlí. Hin hefðbundnu Booker- verðlaun eru veitt árlega fyrir skáldsögu á ensku máli, skrifaða af rithöfundi sem býr í löndum Breska samveldisins eða á Írlandi. Það þykir gríðarlegur heiður að vera tilnefndur, hvað þá að hreppa hnossið. Best allra Booker- bóka Almenningur velur úr sex verðlaunabókum Salman Rushdie DAVID Byrne, tónlistarmaðurinn sem gerði Talking Heads að einni vinsælustu hljómsveit 9. áratug- arins er fjölhæf- ur maður og sinnir leiklist og myndlist ekki síður en tónlist- inni. Hann hefur nú fengið leyfi borgaryfirvalda í New York til þess að breyta einu kunnasta kennileiti á neðri hluta Manhatt- aneyju í eins konar hljóðfæri. Byggingin sem um ræðir er Batt- ery Maritime Building, sem hefur lengi þjónað sem ferjustoppistöð. Byggingin, sem er friðuð, var smíðuð í Beaux Arts-stíl árið 1909, en það var arkitektinn Roger Marvel sem teiknaði hana. Verk Byrnes verður innsetning, þar sem hann festir alls lags „hljóðdót“ í veggi, bita, pípulagn- ir, raflagnir, loft og gólf en græj- urnar framleiða hljóð við titring. Innsetningin verður opnuð síð- ar í þessum mánuði, á sama tíma og nýr og endurnýjaður biðsalur fyrir ferjufarþega verður opn- aður. David Byrne lætur hús tala Kunn Battery Maritime-byggingin. David Byrne BÓKIN Samastaður í tilver- unni eftir Málfríði Einarsdóttur er komin út í kilju, en þessa ríf- lega þrjátíu ára gömlu bók má flokka sem klassík, segir í frétt frá Forlaginu. „Málfríður var sískrifandi alla ævi þó að þessi fyrsta bók hennar liti ekki dags- ins ljós fyrr en árið 1977 þegar hún var komin hátt á áttræð- isaldur. Alls urðu bækur Mál- fríðar sex talsins, flestar af sjálfsævisögulegum toga. Samastaður í tilverunni er þó ekki ævisaga, og varla heldur endurminn- ingar í venjulegum skilningi. Málfríður lýsir þjóð- lífi og mannlífi af lifandi nærfærni og þeim stíl- þrótti sem fáum er gefinn.“ Bókmenntir Samastaðurinn kominn út í kilju Samastaður í tilverunni NÆSTU tónleikar á vegum jazzkúbbsins Múlans verða haldnir á Domo annað kvöld. Þar leikur Hjónabandsglæpa- tríóið, en meðlimir þess eru þeir Óskar Guðjónsson saxó- fónleikari, Kjartan Valdemars- son píanóleikari og Matthías Hemstock trommuleikari. Sveitin varð til fyrir rétt rúmu ári þegar tónlist við leikritið Hjónabandsglæpi í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Bachman var hljóðrituð undir forystu Óskars Guðjónssonar. Eftir þá vinnu þótti tilefni til að halda samstarfinu áfram. Tónleikar Múlans hefjast ævinlega kl. 21 og er miðaverð 1.000 kr. en 500 kr. fyrir nema. Tónlist Hjónabandsglæpa- tríóið í Múlanum Óskar Guðjónsson KYNNINGARMIÐSTÖÐ ís- lenskrar myndlistar, CIA.IS, hefur gefið út kort af listasöfn- um og listhúsum á Íslandi. Á kortinu er að finna alla helstu sýningarstaði á landinu og uppýsingar um hvern og einn þeirra. Einnig eru tiltekin nokkur útilistaverk. Þetta er í fyrsta sinn sem heildstætt kort af sýningarstöðum kemur út á Íslandi en sambærileg kort má finna víða erlendis. Kortið má nálgast endurgjaldslaust í upplýsingamiðstöðvum ferða- manna og á sýningarstöðunum. Hönnun kortsins var í höndum Vinnustofu Atla Hilmarssonar í Reykjavík. Myndlist Kort yfir gallerí og sýningarstaði Kynningarmiðstöð myndlistarinnar. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is DENYCE Graves messósópran er Íslend- ingum ekki með öllu ókunn. Hún söng hér í desember 2006 á tvennum tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói. Hún kemur nú til landsins sem gestur Listahátíðar í Reykjavík og syngur á tón- leikum í Háskólabíói 3. júní ásamt meðleik- ara sínum David Triestram. Í fyrstu heimsókn sinni hingað gaf Den- yce Graves sýnishorn af hæfileikum sínum í óperutónlist en prógramm hennar nú er blanda af ljóðatónlist og óperuatriðum. Fyrsta atriði tónleikanna verður söngurinn vinsæli Ombra mai fu úr óperunni Xerxes eftir Händel. Einn af meisturum róm- antíska ljóðasöngsins, Jóhannes Brahms er næstur á efnisskrá Denyce Graves, hún syngur fimm af hans kunnustu söngvum, og er það stærsta heildin í efnisskránni. Fyrri hluta tónleikanna lýkur hún með frönskum óperuaríum, meðal annars úr Carmen eftir Bizet. Franskt og amerískt eftir hlé Það er óhætt að fullyrða að efnisval söng- konunnar eftir hlé sé bæði sjaldheyrt hér á landi og ákaflega forvitnilegt. Hún syngur söngva eftir tvo franska ljóðameistara, Chausson og Duparc sem illu heilli heyrast ekki oft á tónleikum hérlendis. Ekki er gott að segja hvernig atriðið Danse macabre eft- ir Saint-Saëns verður í túlkun Graves, því eins og margir vita er þetta eitt kunnasta hljómsveitarverk tónskáldsins, og í upp- runalegri útgáfu er þar enginn söngur. Söngvar eftir spænska tónskáldið Xavier Montsalvatge, eru stórlega vanmetnir og fengur að því að heyra þá hér. Á loka- sprettinum syngur Graves lög eftir landa sína Aaron Copland, Gene Scheer og Dan- iel Decatur Emmett. Denyce Graves vakti heimsathygli þegar hún söng við minningarathöfn um þá sem létust í hryðjuverkunum 11. september 2001. Þó átti hún þá að baki farsælan feril, fyrst við óperuhús í Evrópu, en svo á heimaslóðum í Bandaríkjunum. Denyce Graves þykir einn mesti messósópran heims í dag. Listahátíð í Reykjavík | Denyce Graves syngur ljóðasöngva og óperuaríur Spennandi dagskrá stórsöngkonu Morgunblaðið/Golli Góð „[Hún] negldi sig þegar í vitund hlustenda með stórri, dimmri og dramatískri rödd,“ sagði Ríkarður Örn Pálsson í gagnrýni um tónleika Denyce Graves hér 2006. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAÐ er óhætt að lofa músagangi á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands á laugardaginn. Þá rennur upp sú langþráða stund fyrir marga krakka að Maxímús músíkús kemur aftur til hljómsveitarinnar, sagan hans verður lesin – og spiluð. Það voru listamenn úr hljómsveitinni, Hall- fríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Baldursson, sem skrifuðu og máluðu sögu músarinnar mús- íkölsku og gáfu út á bók. Maxímús músíkús kom fyrst fram með hljómsveitinni í mars en þá kom- ust færri krakkar að en vildu. Maxímús músíkús segir í samtali við Morgunblaðið að það verði rosa- lega gaman á fimmtudagskvöldið: „Krakkarnir voru svo glaðir síðast og nú ætla ég að koma oft og mörgum sinnum fram með sinfóníuhljómsveit- inni,“ segir Maxímús músíkús og skellihlær. Hann er sérkennilega sposkur og skrýtinn hann Maxi og blaðamaður spyr hvað hann eigi við með því að hann ætli að koma oft og mörgum sinnum á sin- fóníutónleika. „Það er búið að biðja mig að vera lukkudýr sinfóníuhljómsveitarinnar og þá tek ég á móti börnunum í hvert skipti sem þau koma á fjöl- skyldutónleika,“ segir Maxi rogginn og kveðst af- ar ánægður með þetta og segir að kannski verði hann líka frægur í útlöndum. Maxímús músíkús er skrýtin skepna. Honum finnst skemmtilegast að vera á sviðinu þar sem hljómsveitin spilar en segir að ef hávaðinn verði of mikill fari hann út í salinn þar sem fólkið situr. Uppáhaldshljóðfærið hans er flautan sem vinkona hans Hallfríður spilar á en gamlir kontrabassar sem enginn vill lengur spila á eru líka góðir vegna þess að það er hægt að lauma sér inn í þá, gera sér hreiður og búa þar. Á vef sinfóníuhljómsveit- arinnar er síða um músíkmúsina. Maxi verður lukkudýr TENGLAR .............................................................. www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.