Morgunblaðið - 14.05.2008, Page 43

Morgunblaðið - 14.05.2008, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 43 Eins og fyrirsögnin gefurskýrt til kynna er Listahá-tíð í Reykjavík að hefjast. Reyndar er heiti þessarar hátíðar orðið úrelt því hátíðin fer ekki að- eins fram í Reykjavík heldur einnig norður í landi, á Austfjörðum og Suðurlandi, að ógleymdum Reykja- nesskaga. Af hverju varúð? Jú, af því „Var- úð!“ í fyrirsögn er mjög grípandi en líka af því listahátíðir eiga það til að vera dálítið yfirþyrmandi. Sum- um þykir framboðið fullmikið, eiga erfitt með að átta sig á öllum her- legheitunum og jafnvel einhverjir sem gefast upp og ákveða að sitja heima. Það eru mikil mistök því sjaldan gefst betra tækifæri til að njóta listarinnar, hvaða nafni svo sem hún heitir. Listahátíðir eru fyr- ir alla, ekki bara miðaldra fólk með háar tekjur. Í ár er hátíðin að stórum hluta ókeypis því aðal- áherslan er á myndlist. Sannarlega hvalreki á dögum hrynjandi krónu og síhækkandi verðbólgu.    Það er þó ákveðinn ókostur aðmargra mati að aðaláherslan sé á myndlist í ár. Ég hef heyrt fólk stynja yfir því að myndlist sé svo óaðgengileg og óskiljanleg og að þeir ætli ekki að sækja myndlist- arsýningar eða -viðburði af þeim sökum. Það er tími til kominn að losna við þessa fordóma og ótta við myndlistina, tími til kominn að mæta henni afslappaður og með opnum hug. Hvað með það þó mað- ur skilji ekki einhver verk eða gjörninga? Skynfærin slökkva nú ekki á sér þó heilinn geti kannski ekki sett hlutina í ákveðna skúffu út frá því sem hann sér og heyrir. Í Hafnarhúsinu verður tækifærið til að reyna svolítið á heilann að þessu leyti. Þar verður boðið upp á furðulegan viðburð á föstudag og sunnudag, svokallað Tilrauna- maraþon þar sem listum og vís- indum verður hrært saman í einn graut. Það er ómögulegt að spá fyr- ir um hvernig sá grautur verður á bragðið. Líkt og að panta framandi rétt á veitingahúsi og það er sann- arlega öllum hollt að gera. Sumar tilraunanna verða meira að segja með pípettum, dularfullum vökvum og reyk. Hvort brjálaðir vís- indamenn að hætti hryllingsmynda verða viðstaddir er óvíst en um að gera að tékka á því. Nákvæma dag- skrá tilraunamaraþons er að finna á vefsíðu listasafnsins, www.lista- safnreykjavikur.is, þannig að fólk ætti að geta skipulagt nákvæmlega heimsókn í Hafnarhúsið.    Það er ekki svo að Hafnarhúsiðeitt trekki að. Á föstudegi ættu menn að fara í menningarlegan göngutúr um miðborg Reykjavíkur upp úr kl. 17 því þá opna víða sýn- ingar; í gallerí i8, Gallerí Ágúst, Kling og Bang, Nýlistasafninu, Start Art, Listasafni ASÍ og Lista- safni Íslands. Þetta eru auðvitað ansi margar sýningar en menn geta nú tekið sér kaffipásu þegar ferðin er hálfnuð, föstudagur og óþarfi að flýta sér. Í Reykjavíkurtjörn verður undarlegt listaverk og flökkusýn- ingarrými á ferð um Lækjargötu og Austurstræti. Utan miðbæjar verð- ur boðið upp á mjög áhugaverða sýningu, á króatískri samtímalist, í Gallerí 100° í Elliðaárdal. Það er nú ekki oft sem Íslendingum gefst færi á að skoða króatíska samtímalist. Það er líka ástæða til að gera sér ferð út á land á Listahátíð. Á Aust- fjörðum verða opnaðar þrjár áhugaverðar sýningar á laugardag- inn, 17. maí, og á Akureyri sýning á kínverskri samtímalist. Eins og í til- felli þeirrar króatísku hlýtur mað- ur að vekja athygli á því að kín- versk samtímalist er ekki á Íslandi á hverjum degi. Ekki má svo gleyma nágrenni höfuðborg- arinnar, sýningu á verkum Magn- úsar heitins Kjartanssonar í Lista- safni Árnesinga. Skyldumæting á hana. Það hafa kannski ekki allir tíma eða svigrúm til þess að fara norður eða austur en það er erfitt að finna afsökun fyrir því að kom- ast ekki til Hveragerðis eða Reykja- nesbæjar.    Aðrir listviðburðir hátíðarinnar,þ.e. ekki myndlist, verða ekki allir nefndir í þessum stutta pistli en allar upplýsingar um þá eru á vefsíðunni www.listahatid.is. Freistandi þykir mér að fara á tón- leika stuðboltanna í Super Mama Djombo og það ættu að vera tón- leikar fyrir fólk á öllum aldri, alla fjölskylduna. Annars er mér illa við að flokka listviðburði eftir aldri þeirra sem eiga að njóta þeirra. Listahátíð er tækifæri til að kynn- ast einhverju nýju, sleppa nið- urnjörvaðri rútínu hversdagsins með sjónvarpsglápi og bíóferðum. Dagana 15. maí til 5. júní breytist Reykjavík í stórborg í menning- arlegu tilliti, verður álíka spenn- andi og London eða New York. Hver vill missa af því? Það þarf enginn að óttast Listahátíð í Reykjavík (sem ætti kannski að heita Listahátíð á Íslandi?). Varúð! Listahátíð er að koma AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson Dialogue Verk eftir pólska listamenn sem verður á brunarústahorni Lækj- argötu og Austurstrætis. Í því sjást andlit um þúsund íslenskra barna. helgisnaer@mbl.is » Í ár er hátíðin aðstórum hluta ókeypis því aðaláherslan er á myndlist. Sannarlega hvalreki á dögum hrynj- andi krónu … ÞAÐ var nær óbærilegur hávaði inni á Listasafni Íslands í gær þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins litu þar inn. Í öllum hornum var sagað, neglt, skrúfað og málað, enda stutt í opn- un sýningarinnar List mót byggingarlist en hún er framlag safnsins til Listahátíðar í Reykjavík. Það eru engir aukvisar í myndlistinni sem þar takast á við rými og veggi safnsins, þau Finnbogi Pétursson, Elín Hansdóttir, Monica Bonvicini, Franz West og Steina Vasulka. Ákveðin tog- streita er milli byggingarlistarinnar og mynd- listarinnar, sú síðarnefnda þarf jafnan að lúta lögmálum hinnar þegar sýnt er innandyra. Ákveðin uppreisn myndlistarinnar gegn bygg- ingarlistinni virðist vera í uppsiglingu í Lista- safni Íslands, líkt og myndlistin reyni að brjóta veggina utan af sér. Sem dæmi má nefna verk Elínar Hansdóttur sem er um 100 metra langt, gangar sem taka krappar beygjur og naumlega lýstir upp, verk sem fólk með innilokunarkennd ætti sjálfsagt að varast og hrein unun er að virða fyrir sér. Verið var að mála veggi svarta fyrir Finnboga Pétursson á jarðhæð safnsins og glansandi svart- ur dúkur þakti gólf í sal sem Steina mun sýna vídeóinnsetningu í. Í sal Monicu Bonvicini var heilmikil rörainnsetning í smíðum með einkenni- legum leðurhengirúmum og undir dundi taktföst vinnutónlist, lagasyrpa með Police til að hvetja vinnumenn áfram. Á sýningunni verður leitast við að mynda „samhljóm með og ögra rýmum hússins“, eins og segir á vefsíðu safnsins. Miðað við ástandið í húsinu í gær virðist sú lýsing eiga vel við. Listahátíð í Reykjavík Samhljómur og ögrun Leður og stál Unnið í dularfullri innsetningu Monicu Bonvicini. Brjálað að gera Safnstjórinn Halldór Björn reynir að tala í símann í gegnum hamarshögg og vélsagargný í Listasafni Íslands. Morgunblaðið/Golli Ferðarlok Elín Hansdóttir í botni geysistórrar og stórskemmtilegrar innsetningar sinnar. HEIMILDARMYNDAHÁTÍÐIN Skjaldborg fór fram á Patreksfirði um hvítasunnahelgina, annað árið í röð. Hátíðin var vel sótt og var hús- fyllir í Skjaldborgarbíói þegar 35 heimildarmyndir voru sýndar, þar af 31 íslensk. Heiðursgestur Skjald- borgar í ár var bandaríski kvik- myndagerðarmaðurinn Albert Maysles sem svaraði fyrirspurnum eftir sýningu á mynd sinni Gimme Shelter en myndin fjallar um tón- leikaferðalag Rolling Stones árið 1969. Maysles, sem er 82 ára gamall, brá sér svo á veitingahúsið Þorpið þar sem hann skemmti sér með ís- lenskum kvikmyndargerðarmönnum um nóttina. Heimildarmyndin Kjöt- borg eftir þær Helgu Rakel Rafns- dóttur og Huldu Rós Guðnadóttur vann áhorfendaverðlaunin í ár en myndin fjallar um dagleg störf kaup- mannanna Kristjáns og Gunnars sem eru fyrir löngu orðnir þekktir í Vesturbænum sem einhverjir sein- ustu kaupmennirnir á horninu. Aðstandendur hátíðarinnar kváðu hana hafa heppnast vonum framar, en á meðal viðstaddra var Holly- wood-leikarinn Brian Cox sem leikur um þessar mundir í mynd Dags Kára Péturssonar, The Good Heart. Morgunblaðið/Frikki Kaupmenn Gunnar Halldór og Kristján Aðalbjörn Jónssynir í Kjöt- borg við Ásvallagötu í Reykjavík. Kjötborg best á Skjaldborg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.