Morgunblaðið - 15.05.2008, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.05.2008, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BJÖRGUNARMENN fluttu hjálp- argögn á jarðskjálftasvæðið í Kína í gær og leituðu að tugum þúsunda manna sem saknað er eftir mesta jarðskjálfta í landinu í þrjá áratugi. Kínverska fréttastofan Xinhua sagði að björgunarmenn, sem könn- uðu ástandið í bænum Yingxiu, hefðu komist að því að það væri „miklu verra en búist var við“. Af um 10.000 íbúum bæjarins komust að- eins 2.300 lífs af og þar af slösuðust um þúsund þeirra illa. Xinhua sagði að nær 15.000 manns hefðu beðið bana í skjálft- anum en ekki var ljóst hvort mann- tjónið í Yingxiu væri þar talið með. Að sögn fréttastofunnar voru nær 26.000 manns grafin í húsarústum í Sichuan-héraði og hermt var að 30.000 manna væri saknað í borginni Shifang. Heilu bæirnir eru rústir einar eftir hamfarirnar. „Í sumum bæjanna standa nánast engin hús lengur. Þeir hafa allir jafnast við jörðu,“ sagði Wang Yi, talsmaður lögreglusveita á skjálftasvæðinu. Sjúkrahús eyðilögðust í skjálft- anum og læknar og hjúkrunarfræð- ingur þurftu því að hlynna að slös- uðu fólki á götunum. Þyrlur sveim- uðu yfir hamfarasvæðinu og vörp- uðu niður matvælum og lyfjum til bæja sem einangruðust. Óttast var að heil kynslóð barna í bænum Juy- uan hefði farist. Í kínverskum dagblöðum hafa vaknað spurningar um hvort spilling og léleg hús vegna brota á bygging- arreglugerðum hafi stuðlað að miklu manntjóni í jarðskjálftanum. Athygli hefur vakið hversu margar skóla- byggingar hrundu í hamförunum. Talið er t.a.m. að hundruð barna í Yuyuan séu grafin í rústum skóla sem hrundi þótt nálægar byggingar hafi þolað skjálftann. „Ég get sagt þér hvers vegna skólinn hrundi,“ sagði gamall maður nálægt rústum skólans. „Hann var illa byggður. Einhver vildi spara peninga.“ Ólíkt fyrri náttúruhamförum í Kína hafa ríkisfjölmiðlar landsins fjallað ýtarlega um náttúruhamfar- irnar. Kínverska ríkissjónvarpið af- lýsti venjulegri dagskrá til að fjalla um jarðskjálftann allan sólarhring- inn. Talið er að markmiðið með þess- ari miklu umfjöllun sé að fullvissa kínverskan almenning um að stjórn- völd bregðist rétt við skjálftanum og aðrar þjóðir um að Kínverjar séu fullfærir um að takast á við slíkar náttúruhamfarir. | Miðopna Reuters Sorg Kona syrgir barn sitt við skóla sem hrundi á skjálftasvæðinu í Kína. Grunur um að barnaskólar hafi hrunið vegna brota á byggingarreglugerðum Heilu bæirnir rústir einar Umræður um spillingu í kín- versku blöðunum   1 &"")""" 6                        )7 8     9 6 :    8         )    !  " !               ! ""     " "  ""#$ ;                             !    5      "            #$ ! $ %!   &                  < '        (                 5 )                *             (        1 = > ? HÁTTSETTIR fulltrúar erlendra ríkja reyndu í gær að fá herforingja- stjórnina í Búrma til að opna landið fyrir mikilli erlendri aðstoð en svo virðist sem tilraunir þeirra hafi engan árangur borið. Var koma útlendinga til landsins takmörkuð enn frekar í gær og sérstaklega að mestu ham- farasvæðunum. Gífurlegt manntjón varð þegar fellibylurinn Nargis reið yfir landið í upphafi mánaðarins og í gær hækk- uðu Sameinuðu þjóðirnar áætlun sína um fjölda þeirra sem eiga um sárt að binda vegna hamfaranna úr 1,5 millj- ónum í 2,5 milljónir manna. Á sama tíma áætla stjórnvöld að hátt í 38.500 manns hafi farist og að minnst 27.838 sé saknað, tölur sem sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna óttast að séu mun hærri. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði í gær, að yrði landið ekki opnað strax fyrir alþjóðlegum hjálparstofn- unum myndu aðrar hörmungar ríða yfir landsmenn, hungur og sjúkdóm- ar, en herforingjarnir virðast ætla að skella skollaeyrum við því. Óttast er, að annar hitabeltisstormur sé í upp- siglingu úti fyrir ströndum Búrma og muni fara inn yfir landið. Fulltrúar alþjóðlegra hjálparsam- taka skutu á neyðarfundi í gær í Taí- landi en starfsmönnum þeirra hefur verið neitað um vegabréfsáritun og komast því ekki til Búrma. Fram kom á fundinum, að þótt töluverð hjálp, vistir og búnaður, væri flutt með flugvélum til landsins, þá væri það aðeins á færi sérfræðinga að tryggja, að hún nýttist þurfandi fólki. Sem dæmi var nefnt, að það þyrfti reynda menn til að setja upp vatns- hreinsistöðvar og ýmis önnur tæki. Skelfilegt ástand á hamfarasvæðunum Minnst um tvær milljónir manna líða fyrir skort á mat og drykkjar- vatni og hafa ekkert húsaskjól en mikið rigndi á hamfarasvæðunum í fyrrinótt. Sagt er, að margt fólk sé að því komið að örmagnast vegna hung- urs og sjúkdóma en íbúar á Irra- waddy-óshólmasvæðinu segja, að þangað hafi engin aðstoð borist. Sett- ir hafa verið upp vegartálmar við alla vegi þangað og þar er öllum útlend- ingum snúið við og raunar innlendu fólki líka nema það eigi ættingja á svæðinu. Herforingjastjórnin heldur því fram, að hún hafi full tök á ástandinu og hjálparstarfinu, en fólk, sem lifði hamfarirnar af, og þeir fáu frétta- menn, sem komist hafa inn á ós- hólmasvæðið, hafa aðra sögu að segja. Þar fari um þúsundir manna án matar og hreins vatns og mikið um sjúk- dóma eins og iðraveiki. Hvarvetna megi sjá rotnandi lík manna og dýra. Herforingjastjórnin, sem verið hef- ur við völd í Búrma í næstum hálfa öld, óttast ekkert meira en erlend áhrif og er hrædd um, að þau geti orð- ið til að grafa undan allsherjartökum hennar á samfélaginu. Hefur ríkis- sjónvarpið í landinu ekki sýnt raun- verulegar afleiðingar náttúruhamfar- anna, heldur aðeins myndir af herforingjum að útdeila mat og vatni til þakklátra borgara. Sameinuðu þjóðirnar áætla, að allt að 100.000 manns hafi farist í storm- inum 2. og 3. maí, Alþjóða Rauði krossinn að allt að 128.000 hafi týnt lífi í óförunum. Talsmenn hjálparstofnana segja, að engin aðstoð hafi borist 270.000 manns, og er herforingjastjórninni einkum kennt um. Nýr fellibylur í uppsiglingu? Bandarísk veðurstofa, sem fylgist sérstaklega með myndun fellibylja, greindi frá því í gær, að verulegar lík- ur væru á því, að stór hitabeltislægð myndi myndast innan sólarhrings og fara inn yfir Irrawaddy-óshólma- svæðið. Ríkisfjölmiðlarnir í Búrma létu það ógert að segja frá þessu en lands- menn fengu fréttina í gegnum erlend- ar útvarpsstöðvar og netið. Hamfarasvæðin lokuð af  Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að 2,5 milljónir manna þurfi á aðstoð að halda  Herforingjastjórnin í Búrma vill ekki að útlendingar segi fréttir af ástandinu AP Allsleysi Hópur barna réttir út hendur eftir banönum, sem dreift var meðal þeirra á hjálparstöð í Yangon. Þúsundir barna eru nú munaðarlausar. HERT löggjöf í Bretlandi gegn hryðjuverkum og tölvuglæpum veitir yfirvöldum aukinn rétt til að afla sér upplýsinga. En nú hef- ur komið í ljós að bæjarstjórnin í Poole í Dorset túlkar lögin mjög vítt, að sögn The Guardian. Góðar skelfiskfjörur eru á svæðinu, meðal annars í Dorset- höfn. Eitt af því sem bæjaryfir- völd gera er að láta njósna um fjölskyldu á svæðinu til að kanna hvort hún steli skelfiski á bann- svæðum. Gerð var nákvæm skýrsla um ferðir fjölskyldunnar. Shami Chakrabarti, talsmaður mannréttindasamtakanna Liberty, sagði að líkja mætti þessu athæfi yfirvalda við að not- uð væri sleggja til að brjóta hnetu. „Laga þarf lögin þannig að leita beri dómaraheimildar, þá geta trítilóðir skriffinnar ekki farið sínu fram,“ sagði Chakrab- arti. Hermdarverk gegn skelfisk- inum í Dorset HILLARY Clint- on hyggst ekki gefast upp í bar- áttunni við Barack Obama um að verða til- nefnd sem for- setaefni demó- krata í haust. Clinton sigraði með miklum yfir- burðum í for- kosningum í Vestur-Virginíu á þriðjudag, hlaut um 67% atkvæða en Obama aðeins 26%. Obama hefur hins vegar tryggt sér mun fleiri kjörmenn fyrir flokksþingið í ágúst. John Edwards, sem hætti þátt- töku í baráttunni fyrir löngu, hlaut 7% atkvæða, en í gærkvöldi varð ljóst að hann styddi Obama. Clinton gefst ekki upp Hillary Clinton Edwards kýs Obama BRESKA varnarmálaráðuneytið hefur aflétt leynd á skýrslum sem gerðar hafa verið gegnum tíðina um frásagnir ýmissa manna af fljúgandi furðuhlutum. Um er að ræða skýrslur frá árunum 1978 til 1987. Þar er m.a. sagt frá undar- legum ljósum á himni og óút- skýrðum hlutum á lofti, að sögn fréttavefs BBC. Tveir lögreglumenn úr banda- ríska flughernum í Bretlandi sögð- ust hafa séð „óvenjuleg ljós fyrir ut- an bakhlið bækistöðvar breska flughersins í Suffolk“ árið 1980. Einn heimildarmannanna segir í smáatriðum frá „andlegu og lík- amlegu sambandi“ sínu við grænar geimverur alveg frá því að hann var barn að aldri. 78 ára gamall maður sagðist hafa hitt geimveru við Basingstoke-síkið í Aldershot í Hampshire árið 1983. Hann segist hafa farið um borð í geimskip og lýsti því vandlega. Verurnar spurðu hvað hann væri gamall. Síðan var sagt við hann: „Þú mátt fara. Þú ert of gamall og veikburða til að koma okkur að gagni.“ Samband við „grænar geimverur“?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.