Morgunblaðið - 15.05.2008, Side 34

Morgunblaðið - 15.05.2008, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín ÓskGísladóttir fæddist á Akranesi 3. ágúst 1947. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Akraness 6. maí síðastliðinn. Foreldrar Krist- ínar voru Gísli Kristinn Bjarnason, f. 13.7. 1910 á Aust- urvöllum í Akranes- sókn, d. 15.12. 1963, og Ósk Guðmunds- dóttir, f. 2.7. 1913 á Akranesi, d. 20.1. 1963. Systkini Kristínar eru Ragnheiður, f. 15.11. 1935, Helgi, f. 16.5. 1937, og Valgerður, f. 17.11. 1944. Hinn 26.12. 1970 gift- ist Kristín eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðmundi Helga Jenssyni, f. 22.3. 1950 á Ísafirði. Foreldrar hans eru Jens Guðmundsson, f. 9.11. 1910 á Lónseyri við Kalda- lón í Ísafjarðardjúpi, d. 15.7. 1997, og Marsibil Guðmunda Helgadótt- ir, f. 15.1. 1921. Kristín og Guðmundur Helgi eignuðust þrjá syni. Þeir eru: (a) Gísli Jens Guðmundsson, f. 15.9. 1971. Kvænur Vilborgu Guðnýju Valgeirsdóttur, f. 29.3. 1973, og eiga þau tvo drengi sam- an, þá Arnþór Helga (sex ára) og Elvar Daða (tveggja ára). Fyrir átti Gísli dótt- urina Kristínu Dís (11 ára). (b) Sig- urður Óskar Guð- mundsson, f. 4.8. 1975. Kvæntur Ólöfu Ingu Birgisdóttur, f. 17.12. 1980. Dóttir þeirra er Ína Mar- grét (fimm ára). (c) Guðmundur Kristinn Guðmunds- son, f. 10.3. 1983, d. 12.3. 1983. Kristín missti foreldra sína á sama árinu, þá aðeins 16 ára göm- ul, og bjó hjá Ragnheiði systur sinni og manni hennar, Runólfi Hallfreðssyni útgerðarmanni. Kristín fór snemma að vinna fyrir sér og vann lengi í matvöruversl- ununum Skagaveri og Verslun Einars Ólafssonar á Akranesi. Síð- ast starfaði hún á leikskólanum Garðaseli. Útför Kristínar verður gerð í dag frá Akraneskirkju og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku Stína. Hvernig á maður að kveðja þig? Mér finnst það bara óskaplega erfitt. Þú varst svo stór hluti af lífi mínu og ég á eftir að sakna þín alla ævi. Ég veit að núna líður þér betur, laus við verki og pínu en sökn- uðurinn er yfirþyrmandi. Þegar ég kom inn í fjölskylduna þína fyrir tæp- um 9 árum fann ég strax hversu hlý og yndisleg kona þú varst. Þú varst amma fram í fingurgóma og barna- börnin nutu þess að vera með þér. Það var alltaf svo gott að fara til ömmu. Þar voru aðrar reglur en heima, allt svo frjálst og auðvelt. Það er stórt skarð höggvið í fjöl- skylduna við andlát þitt og það verður seint uppfyllt. Þegar ég lít tilbaka er ég svo þakklát fyrir stundirnar sem við áttum saman. Páskarnir síðustu voru alveg yndislegir í sumarbústaðn- um í Svignaskarði þar sem við eydd- um góðum degi og borðuðum saman. Við skruppum stundum saman suður til Reykjavíkur að ná í Stínu Dís og fórum aðeins á skverinn í leiðinni. Þær stundir eru mér mikilvægar á þessum erfiðu tímum. Þið Helgi fóruð einnig með barnabörnin í sumarbú- stað núna í apríl og það eru minningar sem krakkarnir koma til með að búa að alla ævi. Þó svo að þú hafir verið mikið veik allt síðasta ár var samt sjaldan einhverja uppgjöf að merkja á þér. Þú barðist eins og hetja við þenn- an illvíga sjúkdóm sem hafði þó betur að lokum. Þetta gerðist allt mjög hratt, þér hrakaði mikið á stuttum tíma og maður situr enn og er að reyna að átta sig á þessu. Elsku Stína, ég bið Guð að geyma þig og vaka yfir okkur sem eftir stöndum. Minning þín mun lifa með okkur um ókomna tíð. Takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Vilborg Guðný. Í dag kveðjum við kæra mágkonu mína Kristínu Ósk Gísladóttur, eða Stínu eins og hún var alltaf kölluð. Ég kynntist henni fyrst þegar hann Helgi bróðir var í Bændaskólanum á Hvanneyri. Hann kom með hana í heimsókn til okkar Þóris og sá ég ást í andlitum þeirra beggja, unga bónda- sonarins úr Bæjum og fallegu Skaga- stúlkunnar. Vissi ég strax að þetta yrði konan hans því að mér fannst svo mikill hjónasvipur með þeim. Stína var róleg, traust, hlý og ynd- isleg persóna með alveg sérlega gott viðmót. Það var alltaf svo gott og gaman að koma til þeirra á Skagann. Alltaf var vel tekið á móti okkur þegar við fengum okkur bíltúr fyrir Hval- fjörð á sunnudegi í vöfflukaffi með dætur okkar. Það er þeim góð minning í dag. Hún átti yndislega góða drengi og tengdadætur sem stóðu henni við hlið ásamt Helga bróður í veikindum hennar. Það var henni meira virði en nokkuð annað. Hún hafði auk þess mikið yndi af barnabörnunum sínum og man ég vel hve hún hlakkaði til þess að verða amma í fyrsta sinn. Stína var mjög vandvirk og mynd- arleg í höndunum. Hún prjónaði á barnabörnin, bjó til úr leir og gleri, vasa, skálar o.fl. Þetta sýndi hún mér þegar ég kom í mína síðustu heim- sókn heim til hennar viku áður en hún kvaddi þennan heim. Mig langar líka að minnast berja- tínsluferðanna okkar í Kaldalón á haustin. Þá var mikið tínt af aðalblá- berjum og gaman að vera saman á Hvoli. Helgi spilaði á harmónikkuna og við hin dönsuðum á pallinum. Þegar ég var sextug mættu þau hjónin ásamt spilafélögum óvænt og sungu fyrir mig og spiluðu kvæði eftir Helga bróður sem hann hafði samið handa mér. Mikið þótti mér vænt um það. Þetta eru minningar sem ég mun ætíð geyma. Ég þakka Stínu góða vin- áttu og samveru í gegnum tíðina. Elsku Helgi, Gísli Jens, Siggi og fjölskyldur, missir ykkar er mikill Við Þórir vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á þessum erfiða tíma. Friðbjört og Þórir. Elsku hjartans systir mín, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Það var mér afar mikilvægt að geta setið hjá þér síðustu stundirnar og haldið í hönd þína. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég varðveiti þær í hjarta mínu. Guð geymi þig Stína mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Samúðarkveðja til þín Helgi minn og fjölskyldunnar frá mér og fjöl- skyldu minni Valgerður Gísladóttir. Elsku besta systir mín. Það er komið að leiðarlokum, langri og strangri baráttu við illvígan sjúkdóm er lokið. Þú varst ekki bara systir mín, þú varst líka eitt af börnunum mínum, því ung varstu er foreldrar okkar féllu frá og komst þú þá til okk- ar Bóbó. Bóbó var í þá tíð á sjónum og eins og gefur að skilja lengi að heiman í einu, þá var gott að eiga systur að, sem hjálpaði til á barnmörgu heimili. Þú eignaðist góðan mann, hann Helga þinn, sem ævinlega stóð þér við hlið hvort heldur sem var á góðum eða erfiðum stundum. Þið eignuðust tvo syni, Gísla Jens og Sigurð Óskar, sem eru góðir drengir og þú varst svo óendanlega stolt af. Með árunum stækkaði fjölskyldan, við bættust tengdadæturnar Vilborg og Ólöf Inga og barnabörnin eru orðin 4, allt ynd- islegar manneskjur sem þér þótti svo undurvænt um. Öll standa nú eftir og syrgja elskandi eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, sem fallin er frá langt fyrir aldur fram. Það er margs að minnast frá liðinni tíð, þú með þinn góða húmor, ávallt jákvæð, aldrei neitt að hversu þjáð sem þú varst. Þú gerðir margt sem heilbrigð- ir hefðu vart treyst sér í. Fyrir utan allt annað, varstu sú besta systir sem hægt var að hugsa sér. Ég þakka þér allt, elsku Stína mín, og bið góðan Guð að vaka yfir honum Helga, sem og allri fjölskyldunni ykkar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þökk fyrir allt, elsku systir mín. Þín systir Ragnheiður. Elsku Stína frænka. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til þín. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur Stína mín, en kallið kom fljótar en mann grunaði. Það er mér dýrmætt að hafa getað kvatt þig áður en þú fórst, ég gerði mér strax grein fyrir því að þetta var í síðasta skiptið sem við myndum sjást í þessu lífi. Þú hvíslaðir falleg orð í eyra mitt, þau orð mun ég geyma og þau munu aldrei gleymast. Það er margs að minnast frá liðinni tíð sem ekki verður fest blað. Geymi ég það sem fjársjóð í hjarta mínu. Þú varst mér ekki bara sem frænka heldur meira sem stóra systir sem ég leit alla tíð upp til enda varstu mér alltaf svo góð og er ég þér ætíð þakklát fyrir það. Þú háðir harða baráttu í veikindum þínum, sem voru þér oft á tíðum mjög erfið en alltaf hélst þú reisn þinni. Það er óhætt að segja að þú lifðir lífinu fram á síðasta dag, framkvæmdir hluti sem heil- brigður maður mætti vera stoltur af. Þú átt góða fjölskyldu sem studdi þig í hvívetna og sjá þau á eftir yndislegri manneskju. Hafðu þökk fyrir allt elsku Stína mín. Elsku Helgi, Gísli Jens, Siggi, tengdadætur og ömmu- börn og systkini Stínu, Ragga, Helgi og Valla, ég bið algóðan Guð um að vaka yfir ykkur og styrkja á þessum erfiðum tímum. Fegurðin er frá þér barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér, þú hafðir leyst af hendi, af þeim sökum eftir þér, Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta. (B.H.) Hvíl þú í friði elsku frænka. Þín frænka, Sigurveig. Horfi upp í himininn þar sem þú ert. Mjúkur blær strýkur burt tár eins og höndin þín og ég veit að þú ert hjá okkur. Samt sakna ég þín. (Á.B.G) Í dag kveð ég kæra vinkonu, sem kvaddi á fögrum vordegi. Hún kvaddi með þeirri reisn sem einkenndi hana og í kringum hana voru allir þeir, sem hún elskaði mest. Í huga mér sé ég hana umvafða ljósinu bjarta á eilífð- arströnd. Hún hefur átt góða heim- komu og margar kærleikshendur tek- ið á móti henni sem leiða hana á nýjum slóðum. Ég man hógværa konu, sem með glettni í auga og al- vöru í hjarta ræddi um lífið og til- veruna og allt þar á milli. Ég man hversu skemmtilega hún sagði frá því og hve gott það var að hlæja með henni. Ég man bleika útprjónaða sokka, sem hún færði fyrsta barna- barninu mínu og öll fallegu jólakortin hennar, þar sem hvert blóm og hver stafur sýndi alúðina sem lögð var í jólakortagerðina. Ég man konuna, sem vildi standa keik í lífsins ólgusjó og taka á móti því sem lífið færði henni. Ég man konu, sem var stolt af fjölskyldunni sinni allri og setti hana ávallt í öndvegi. Ég man daginn sem hún sagði mér að hún hefði greinst með krabbamein og hve nánar við vorum þá. Ég man brosið, hlýjuna, glettnina og alvöruna en mest af öllu vináttuna og einlægn- ina. Ég man hversu gott var að fá að kveðja í hinsta sinn og smella kossi á enni um leið og ég hvíslaði þakkarorð fyrir samfylgdina alla. Elsku Stína. Þín er sárt saknað. Megi Guð fylgja þér til hinstu hvílu. Innilegustu þakk- ir fyrir að hafa verið hluti af lífi mínu og dásamlegum minningum sem ég mun varðveita. Elsku Helgi og fjöl- skylda öll. Á sorgarstundu er hugur minn með ykkur og bið ég góðan Guð að vera með ykkur og veita ykkur kraft til að taka á móti nýjum degi. Ingunn Ríkharðsdóttir. Við systurnar höfum þekkt Stínu síðan við vorum litlar. Foreldrar okkar hafa verið vinir þeirra hjóna síðan þau voru ung. Þegar önnur okkar lenti í snjóflóð- inu í Súðavík 1995 var Stína henni mikill styrkur sem aldrei gleymist. Þegar önnur okkar gifti sig kom Stína í heimsókn færandi hendi með bros á vör. Þegar við eignuðumst börnin okkar prjónaði Stína peysur, sokka, húfur og vettlinga eins og henni einni var lagið að gera. Okkur þótti alveg rosalega vænt um að sjá Stínu og Helga þegar þau komu í heimsókn í sumarbústaðinn í Munaðarnesi í feb. sl. Stína stóð sig eins og hetja í veik- indum sínum og munum við alltaf minnast hennar með bros í hjarta. Elsku Helgi okkar, Gísli, Siggi og fjölskyldur. Við sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Ingibjörg og Elma Frostadætur. Á hvítum vængjum kom vorið inn um gluggann rétti þér hönd og hvíslaði: Komdu með mér í ferð um ódáinslendur þar sem gullnar rósir vaxa í hverju spori svo hverfum við saman inn í sólarlagið. (Þórdís Guðjónsdóttir.) Á fögrum vordegi kvaddi Stína og lagði af stað í sína hinstu för. Hún hafði lagt allt sitt í baráttuna en varð að lúta í lægra haldi þegar ljóst var að hvorki hún né læknavísindin gátu lengt tíma hennar. Hún skipti um svið með þeirri hæglátu reisn sem henni var í blóð borin, var eitt andartak enn á meðal okkar en farin það næsta. Stína vann í mörg ár í leikskólanum Garðaseli, var yndislegur samstarfs- maður og skilur eftir ljúfar og ánægjulegar minningar sem ylja okk- ur á kveðjustund. Hún var traustur starfsmaður sem sýndi vinnustað sín- um, samstarfsfólki og sjálfri sér þá virðingu að vinna verk sín vel og vera heil í öllu sínu starfi. Stína lét misgóða líðan sína og heilsu ekki koma fram í starfi sínu, mætti alla daga og vildi ekki neitt umstang sín vegna. Þannig var hún. Sýn Stínu á lífið og tilveruna kom vel í ljós þegar mál voru rædd. Við, sem þekktum hana, vissum að hún hafði þurft að hafa fyrir lífinu og lærði snemma að ganga ekki að neinu vísu. Það kom þó ekki í veg fyrir glettni og skemmtilegan húmor og þessir eiginleikar hafa trúlegast oft létt Stínu lífið, því sífellt voru henni fengin ný og meira krefjandi verkefni til að takast á við. Stundum fannst henni nú nóg komið og sagði það upp- hátt. – Ég er nú bara mannleg, sagði hún og brosti. Með börnunum undi Stína sér vel því með rósemd og hlýju náði hún vel til þeirra og þeim leið vel í hennar umsjá. Börn eru fljót að finna hvar þeim líður vel og að eiga herskara barna að vinum er fágætur fjársjóður. Þann fjársjóð eignaðist Stína í starfi sínu í Garðaseli. Það er ekki sjálfsagður hlutur að eignast kæra vini á lífsleiðinni og því mikilvægt að fara vel með þá vináttu. Í Garðaseli hefur verið starfandi til margra ára „Ödduklúbbur“, nefndur í höfuðið á fyrsta starfsmanninum sem lét af störfum vegna aldurs. Þessi klúbbur hefur dafnað með árunum og hefur verið vettvangur okkar til að halda sambandi við þá starfsmenn, sem hafa látið af störfum vegna ald- urs eða af heilsufarsástæðum. Síðast hittumst við í apríl og þá var Stína með okkur. Það er dýrmætt að horfa til baka til þeirra samverustunda sem við áttum saman. Það er komið að leiðarlokum. Sam- verustundirnar með Stínu eru okkur dýrmætar og við minnumst hennar með virðingu og hlýhug. Hægur er dúr á daggarnótt, dreymi þig ljósið, sofðu rótt ! (Úr Hulduljóðum Jónasar.) Fjölskyldu Stínu sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum al- góðan Guð að styðja þau og styrkja. Samstarfsfólk í Garðaseli. Kristín Ósk Gísladóttir Þá er Magga frænka búin að fá hvíldina, hvíldina sem hún þráði. Ég man þegar ég sá Möggu frænku síðast. Það var um páskana í fyrra. Hún fylgdi mér og Thelmu systur fram að lyftu eins og hún gerði alltaf. Þar þakkaði hún mér fyrir allar heim- sóknirnar í gegnum tíðina og fann ég á mér að þetta yrði síðasti fundur okkar. Magga frænka hafði gaman af að fylgjast með því sem var að gerast í heiminum og sérstaklega í pólitíkinni. Einnig hafði hún mikla ánægju af að fylgjast með frændfólki sínu. Alltaf þegar við töluðumst við spurði hún um alla í fjölskyldunni í Svíþjóð. Hún mundi eftir öllum krökkunum, spurði um hvern og einn og vildi fá fréttir af líðan þeirra. Þar að auki spurði hún Margrét Auðunsdóttir ✝ Margrét Auð-unsdóttir fædd- ist í Eystri-Dalbæ í Landbroti í Vestur- Skaftafellssýslu 20. júní 1906. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 17. mars síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Fossvogskirkju 27. mars. ávallt um þá í föðurfjöl- skyldu minni sem hún þekkti til. Mér fannst alltaf svo gaman að koma til Möggu frænku, fyrst á Barónsstíginn og svo á elliheimilið Grund. Ég hafði sérstaklega gaman af að tala við hana um líf- ið í gamla daga og hvernig það var þegar hún og langamma voru að alast upp. En hún tal- aði aldrei um gömlu tím- ana að fyrra bragði. Hún vildi ekki að fólk héldi að hún væri farin að tapa sér. En hún var einstak- lega minnug alveg fram á það síðasta. Magga frænka var einstök kona. Hlutir og dót skiptu hana litlu máli. Hún var áhugaverður persónuleiki, góð, gjafmild og með sterka réttlæt- iskennd. Tel ég það forréttindi að hafa fengið að kynnast henni. Elsku Magga frænka. Ég þakka allar samverustundir á liðnum árum. Það er sárt að hugsa til þess að þær verði ekki fleiri. Ég vil líka þakka fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Vil ég votta aðstandendum samúð mína. Hvíl í friði, Magga mín. Blessuð sé minning þín. Auður Tinna Harðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.