Morgunblaðið - 15.05.2008, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jakob Cecil Júl-íusson fæddist á
bænum Sæbóli,
Kvíabryggju á Snæ-
fellsnesi 5. júlí 1932.
Hann lést á heimili
sínu, Löngufit 12 í
Garðabæ, aðfara-
nótt 6. maí 2008.
Foreldrar Jakobs
voru Júlíus Karel
Jakobsson, f. 29.7.
1896 á Rimabúð,
Snæfellsnesi, d. 7.7.
1968 í Reykjavík og
Dagbjört Ingibjörg
Jónsdóttir, f. 28.6. 1891 í Hergil-
sey á Breiðafirði, d. 3.8. 1959 í
Reykjavík. Alsystkini Jakobs
voru: Jón Ingjaldur Júlíusson, f.
1929, d. 1989, Guðmundína Jó-
hanna Júlíusdóttir, f. 1934, d. 1994
og Ragnhildur Steinunn Júl-
íusdóttir, f. 1936, d. 1940. Systkini
hans sammæðra voru: Kristín
Jóna Guðmundsdóttir, f. 1911, d.
2005, Kristín Theódóra Guð-
mundsdóttir, f. 1914, d. 1988,
Sveinsína Kristbjörg Guðmunds-
dóttir, f. 1918, d. 1979, og Guðrún
Guðmundsdóttir, f. 1922, d. 1993.
Hinn 12. maí 1956 gekk Jakob
Jakob og Guðný eignuðust 3
dætur: 3) Jóhanna Jakobsdóttir, f.
1.4. 1959, gift Einari Jóhannesi
Einarssyni. Börn þeirra eru a) Elva
Dögg, f. 1980, maki Torfi Steinn
Stefánsson. b) Einar, f. 1984. c)
Elvar Karel, f. 1997. 4) Dagbjört
Ingibjörg Jakobsdóttir, f. 8.8. 1961,
gift Pálma Stefánssyni. Dóttir
þeirra er Jónína Lára, f. 1993. 5)
Áslaug Jakobsdóttir, f. 6.10. 1962,
gift Hafsteini Þorgeirssyni. Börn
þeirra eru a) Karen Lilja, f. 1985,
gift Vigfúsi Adolfssyni. b) Jakob
Cecil, f. 1988. c) Guðný Rut, f. 1991.
Jakob fluttist 12 ára að aldri í
Grafarnes, Grundarfirði, en fór
svo ungur að aldri til Reykjavíkur
og hóf þar vinnuferil sinn. Hann
vann aðallega hin ýmsu störf tengd
fiskvinnslu. Jakob starfaði lengst
af sem handflakari hjá fiskverk-
unum og þá helst hjá Fiskbúð Haf-
liða og Sæbjörgu. Fyrstu hjúskap-
arár Jakobs og Guðnýjar bjuggu
þau á Álafossi, Mosfellsbæ og í
Kópavogi en fluttu svo til Garða-
bæjar 1965, þar sem hann bjó eftir
það.
Útför Jakobs fer fram frá
Garðakirkju fimmtudaginn 15. maí
kl 15.
að eiga Guðnýju Sig-
urjónsdóttur, f. 19.6.
1936 í Reykjavík,
dóttur Sigurjóns Páls-
sonar, f. 21.6. 1887, d.
4.6. 1968, og Áslaugar
Guðmundsdóttur, f.
6.10. 1901, d. 29.4.
1961. Fyrir átti Jakob
2 syni: 1) Sigmundur
Haukur Jakobsson, f.
25.9. 1951. Móðir hans
er Erna Maríanna
Flóventsdóttir, f. 17.7.
1932. Sigmundur er
kvæntur Þórhildi
Karlsdóttur. Börn þeirra eru a)
Erna Kristín, f. 1969, gift Þóri Berki
Þórissyni og eiga þau 2 dætur, Þór-
dísi Björk, f. 1991, og Heiðrúnu Evu,
f. 1997. b) Viðar, f. 1973, maki Auð-
ur Svanhildur Ásgeirsdóttir, eiga
þau 2 dætur, Elísu Emblu, f. 2000,
og Hildi Ylfu, f. 2003. c) Helga Lind,
f. 1978, maki Hlynur Örn Zophoní-
asson og eiga þau 2 börn, Silju
Hrönn, f. 2000, og Alexander Örn, f.
2002.
2) Ragnar Jakobsson, f. 6.9. 1955,
d. 15.1. 1978. Móðir hans var Guðný
Ragnheiður Hjartardóttir, f. 10.1.
1931, d. 6.8. 2007.
Í dag kveðjum við pabba, sem er
síðastur af systkinum sínum til að yf-
irgefa þessa jarðvist.
Lífshlaup hans bar þess merki að
hann hafði alist upp við mikla fátækt
þar sem allir þurftu að hjálpa sem
gátu. Það hefur án efa verið erfitt að
yfirgefa heimili sitt á viðkvæmum
unglingsárum til að draga björg í bú
eins og hann þurfti að gera, fjórtán
ára gamall.
Í minningum æskuára minna vann
pabbi oft á tveimur stöðum á sama
sólarhringnum. Lengi vel fannst mér
pabbi ekki hafa verið mikið til staðar,
en á síðari árum sé ég að mörgum
uppeldissporum sáði hann til mín og
hafa þau verið mér til gæfu. Ein af
mínum sterkustu upplifunum er lítil
saga sem er mér mjög kær. Hún lýsir
pabba best og vil ég deila henni með
öðrum.
Ég er fjórtán ára, á þessum við-
kvæma aldri. Vakna ég við að pabbi er
að tala við einhvern niðri í eldhúsinu.
Þegar ég kem niður sé ég gamlan
mann sitja við eldhúsborðið og er
pabbi að gefa honum kaffi. Gamli
maðurinn var illa hirtur, angaði af
brennivínslykt og mér bauð við hon-
um. Hann var að biðja pabba um smá
brennivínstár út í kaffið en pabbi, sem
talaði til hans af mikilli virðingu, sagði
honum að nú þyrfti hann frekar góða
kjötsúpu og það skyldi hann fá eftir
smástund. Ég var að hugsa um að láta
mig hverfa, en þá verður hann var við
mig og segir fullur stolti við gamla
manninn: „Má ég ekki kynna þig fyrir
elstu dóttur minni?“ Pabbi sá hvernig
ég fylltist hryllingi við að þurfa heilsa
þessum manni og kemur til mín og
segir: „Jonný, ég ætla að kynna þig
fyrir virkilega góðum manni, einum
þeim besta sem ég þekki“. Ég þorði
ekki að andmæla og rétti gamla
manninum höndina en hann stóð upp
og sagðist verða að fá að faðma dóttur
Kobba. Á þessu augnabliki upplifði ég
tvenns konar líðan; fyrst vandlætingu
en síðan mikinn kærleik og góð-
mennsku sem streymdi frá þessum
manni. Í hádeginu á þessum degi
lærði ég þá lexíu að dæma aldrei
manneskju eftir ytri aðstæðum henn-
ar. Í stað þess eigi að gefa öllum færi
á að sýna sinn innri mann, því allir
eiga við breyskleika að stríða. Það er
skemmst frá því að segja að ég borð-
aði kjötsúpuna með þeim.
Við systkinin ólumst upp við að
ýmsir einstæðingar borðuðu sunnu-
dagssteikina með okkur, og þótti það
sjálfsagt mál. Pabbi var ekki sá eini í
sínum systkinahóp sem sinnti þessum
vinum okkar og við systkinabörnin
eigum öll svipaða sögu að segja.
Þreyta og veikindi voru farin að
setja svip sinn á pabba þessi síðustu
ár. Það er mér heiður að hafa fengið
að vera hjá honum þegar hann kvaddi
þennan heim. Hann fór sáttur og veit
að við komum til með að hugsa vel um
mömmu sem nú verður að takast á við
lífið án hans.
Það má með sanni segja að fallinn
sé frá hrjúfur, glettinn en umfram allt
góður maður. Hann kenndi mér hvað
það er að vera manneskja, og að sætta
sig við breyskleika minn og annarra.
Lögmál númer eitt væri ætíð að hlúa
og rækta að þeim sem minna mega
sín, hvort sem um menn eða dýr væri
að ræða.
Hafðu þökk fyrir allt, Guð geymi
þig, elsku besti pabbi minn.
Þín
Jóhanna Jakobsdóttir (Jonný.)
Elsku afi.
Það voru nú ekki fáir dagarnir sem
við systkinin vorum með annan fótinn
hjá ykkur ömmu í Löngufitinni. Alltaf
voru dyrnar opnar fyrir okkur og fór-
um við ekki svöng heim. Mamma
meira að segja passaði að hleypa okk-
ur rétt fyrir mat því hún vissi að þú
myndir sko næra okkur, þú tókst ekki
áhættuna á að við fengjum pitsu því
það var ekki matur. Eftir hver skóla-
slit var hlaupið yfir til ykkar ömmu og
sýnd einkunnabókin og alltaf sagðir
þú við okkur „Þurfum við ekki að taka
upp einn fjólubláan pening fyrir þess-
ar glæsilegu tölur“ og svo brostir þú
til okkar.
Það voru sko margar Þorláksmess-
urnar sem þú og amma voruð hjá okk-
ur í skötu og þótti þér ekki leiðinlegt
að sjá okkur borða hana með þér. Þá
varstu stoltur að við værum að borða
alvöru mat.
Svo héldu hátíðardagarnir áfram
og voru ekki jól nema fá
aspassúpuna þína. Þú ferð með
uppskriftina með þér á góðan stað og
við reynum að finna hana út hérna.
Oft voru farnar gönguferðir til ykk-
ar ömmu með hundana og veit ég ekki
hvor ykkar var ánægðari þú eða
hundarnir að hittast, þú varst svo
mikill dýravinur.
Við Fúsi byrjuðum ung að vera
saman og flutti hann nú snemma til
okkar í Löngufitina og fékk að kynn-
ast þér, afi minn, hlýleikanum og
kærleikanum sem þú gafst alltaf frá
þér og erum við stolt og hamingjusöm
að þú skyldir vera við brúðkaupið
okkar í fyrrasumar og gleðjast með
okkur þessa helgi, það verður alltaf í
minningu okkar allra, elsku afi.
Það er sárt að þurfa kveðja þig og
að leiðir okkar skuli skilja en þú munt
alltaf vera í hjarta okkar og munt ef-
laust vera hjá okkur um aldur og ævi.
Það er með ólýsanlegum söknuði
og ást sem við kveðjum þig, elsku afi
Kobbi, við munum alltaf elska þig og
vonum að þú horfir stoltur niður á
okkur því við vorum svo sannarlega
stolt af því að eiga þig sem afa.
Ástarkveðja.
Karen Lilja, Jakob Cecil
og Guðný Rut.
Nú hefur elsku afi minn verið
kvaddur á brott, svo snögglega. Það
er erfitt að hugsa til þess að eiga aldr-
ei eftir að geta komið aftur í heimsókn
í Löngufitina og hitt á hann sitjandi á
eldhúsbekknum með kaffibollann
sinn og blaðið, bjóðandi mér í nefið
kíminn á svip.
Frá því ég man eftir mér hefur
Langafitin verið mitt annað heimili.
Um leið og maður var kominn inn fyr-
ir gaflinn fékk maður að heyra: „Ertu
ekki svöng? á ég ekki að sjóða handa
þér egg?“ Afi elskaði að gefa fólkinu
sínu að borða. Ég var svo heppin að fá
að búa hjá ömmu og afa á mennta-
skólaárunum. Þá eldaði hann oft
handa mér máltíð í hádeginu, svo ég
færi nú örugglega ekki svöng í skól-
ann, enda fannst honum morgunkorn
ekki vera matur, og fussaði og sveiaði
yfir því!
Afi var alltaf svo glettinn og góður
og átti það til að vera dálítið stríðinn.
Þegar ég var unglingur, og tók lífið al-
veg afskaplega alvarlega, fannst hon-
um voðalega gaman að stríða mér að-
eins þannig að ég æsti mig upp úr öllu
valdi. Svo sá maður alltaf kímnibrosið
á honum þegar ég var orðin alveg
brjáluð, og þá var alltaf viðkvæðið:
„Segirðu nokkuð?“ og hló bara að mér
sótrauðri í framan, og ég sá hvað ég
gat verið mikill kjáni. Hann var alltaf
mikill grínari og passaði upp á að fólk
tæki sjálft sig ekki of alvarlega.
Afi var svo klár og lífsreyndur.
Hann fylgdist vel með fréttum og með
því sem var að gerast úti í hinum
stóra heimi. Hann hafði upplifað svo
mikið um ævina, fór snemma að vinna
og vann langan vinnudag. Það var
merkilegt að sitja og hlusta á hann
segja sögur af öllu sem á daga hans
hafði drifið. Sögur af því þegar hann
sleit barnsskónum á Sæbóli, frá öllum
dýrunum sem hann átti, þá sérstak-
lega hundinum hans, sem honum
þótti svo vænt um. Hann ólst upp við
mikla fátækt og allt önnur lífskjör en
eru í dag. Þá þótti það ekki sjálfsagð-
ur hlutur að eiga nóg í sig og á, enda
var hann sparsamur þegar kom að
sjálfum sér, en alltaf svo gjafmildur til
ástvina sinna.
Elsku Kobbi afi, þú sem varst alltaf
svo hlýr og góður, ert nú farinn frá
okkur. Við systkinin eigum eftir að
sakna þín svo mikið. Hvíl í friði, elsku
afi.
Elva Dögg
Elskulegur móðurbróðir minn,
Jakob Cecil Júlíusson, er fallinn frá.
Jakob fæddist á Kvíabryggju árið
1932, en ólst upp á Sæbóli í Grund-
arfirði.
Ég man snemma eftir honum. Jak-
ob var löngum heimagangur á Hverf-
isgötunni, hjá systur sinni og móður
minni, Jóhönnu. Þar átti hann alltaf
sitt fasta sæti við eldhúsborðið. Á
þessum árum vann Jakob um tíma
með föður mínum og vinnustaðurinn
var í sama húsi og heimilið.
Eftir að Júlíus afi lést árið 1968 fór
Jakob ásamt Guðnýju konu sinni til
Grundarfjarðar til að ganga frá dán-
arbúinu. Var mér boðið að koma með,
þá þrettán ára. Var það í fyrsta sinn
er ég kom til Grundarfjarðar. Við
gistum hjá Guðrúnu, systur Júlíusar
afa. Þessi ferð hefur verið mér mjög
minnisstæð. Ég kynntist þarna
frænda mínum og Guðnýju á nýjan
hátt. Hann sýndi mér æskustöðvarn-
ar og sagði mér frá æsku og uppvexti
þeirra systkinanna á þann hátt að
aldrei hefur farið mér úr minni. Jakob
virtist þekkja alla í Grundarfirði og
það var alls staðar tekið vel á móti
okkur. Hann var mjög fróður um ætt-
ina og mannlífið við Breiðafjörðinn.
Seinna meir fór Jakob aftur að
vinna með föður mínum og hitti ég
hann þá oft. Þá kynntist ég honum á
ný. Í matartímum var oft mikið spjall-
að og hlegið. Jakob var skemmtileg-
ur, sagði vel frá og gat oft verið orð-
heppinn. Hann var duglegur og
vinnusamur.
Á seinni árum hittumst við sjaldnar
en ávallt þegar við hittumst var eins
og stutt væri um liðið frá því síðast.
Ávallt var gaman að spjalla við hann.
Hann fylgdist vel með og hafði skoð-
anir á málefnum líðandi stundar.
Nú eru þau öll fallin frá systkinin
frá Sæbóli í Grundarfirði. Við Hildur
sendum Guðnýju, eiginkonu Jakobs,
börnum hans og fjölskyldum þeirra
innilegustu samúðarkveðjur.
Júlíus Baldvin.
Hákarl eins og hann gerist bestur,
það var vörumerkið hans Jakobs
tengdapabba, eða Kobba eins og hann
var alltaf kallaður. Það eru reyndar
liðin nokkur ár síðan beitur voru
skornar í bílskúrnum við Löngufit 12
og hún Snorrabúð eða hjallurinn hans
góði í hrauninu sunnan við Ásfjallið
stekkur orðinn og brátt byggingarlóð
í nýju hverfi Hafnfirðinga. Matur eða
íslenskur matur eins og hann bestur
gerist var helsta áhugamál Kobba og
franskt eldhús eða skyndimatur, með
fullri virðingu fyrir hvoru tveggja, var
fjarri því að vera matur í hans augum.
Þessi virðing hans og hollusta við
kjarngóðan íslenskan mat hefur
örugglega mótast á uppeldisárunum
á Kvíabryggju við Breiðafjörð fyrir
miðja síðustu öld þegar hann var að
alast þar upp í barnmargri fjölskyldu
við kjör þess tíma og það besta sem
honum fannst hann geta boðið upp á
sjálfur þegar gestir voru í mat í
Löngufitinni var þess konar viður-
gjörningur; soðið saltkjöt, feit lúða,
siginn fiskur, gellur og kinnar og allt
þetta sem hægt og bítandi er að
hverfa af borðum okkar í hraðanum
og eftirsókninni okkar stjórnlausu
eftir vindi.
Það er af svo miklu meiru að taka
þegar maður minnist hans Kobba. Ég
man allar stundirnar okkar saman
inni í sjónvarpsherbergi þar sem við
gátum sagt hvor öðrum sögur af síðu-
togaramennsku sem hann stundaði
töluvert eftir að hann flutti í suður og
ég sjálfur var svo lánsamur að fá smá
smjörþef af áður en skutararnir tóku
við hlutverki þeirra. Hann sagði mér
líka margar sögurnar af ævintýrum
og basli með spunavélar og kembivél-
ar í teppaverksmiðjunni að Álafossi,
en þar vann hann í mörg ár. Ég verð
líka að minnast á hvað hann var mikill
vinur lítilmagnans og þeirra sem ekki
bundu bagga sína sömu hnútum og
flestir. Hans hús var alltaf opið fyrir
þeim, og þegar hann vann sem vakt-
maður á gamla Kópavogshælinu átti
hann oft til að koma með skjólstæð-
inga sína í kaffi eða mat í Löngufitina.
Þá verð ég að nefna það hve hann
var góður við dýr og hve Retriever-
tíkin mín hún Dísa fékk að njóta þess,
ásamt öðrum hundum og köttum
barna og barnabarna. Þó fannst mér
stundum nóg um trakteringarnar
sem hann bauð hundinum upp á sem
helst má aðeins eta amerískt þurr-
fæði úr pokum. Ef maður var á leið
með Dísu inn í Reykjavík eða átti leið
eftir Hafnarfjarðarveginum framhjá
Löngufitinni án þess að koma við, þá
fékk maður rækilega að vita af því
hve illa svoleiðis framkoma var séð af
farþeganum í skottinu, hnus, fruss og
ýlfur voru skilaboðin þaðan. Þessi fáu
orð verða að nægja sem minningar-
orð um hann tengdapabba minn til
tæpra 30 ára. Elsku Guðný tengda-
mamma og þið öll sem syrgið mest;
megi álíka minningar um eiginmann,
föður og afa og langafa hugga ykkur í
sorginni.
E. Jóhannes Einarsson.
Jakob Cecil Júlíusson
FRÉTTIR
FÉLAGIÐ Ísland-Palestína stendur
fyrir opnum fundi undir yfirskrift-
inni; NAKBA – 60 ára hernám Pal-
estínu – saga hörmunga, landflótta,
hernáms og andspyrnu á Kaffi
Reykjavík í kvöld, fimmtudags-
kvöldið 15. maí, kl. 19.30.
Sýnd verður verðlaunamynd eft-
ir breska blaðamanninn John
Pilger: Palestine Is Still the Issue
(Palestína er enn málið). Ræður
flytja: Jón Baldvin Hannibalsson,
fyrrv. ráðherra, og Salmann
Tamimi, tölvunarfræðingur.
Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir.
Minnast 60
ára hernáms
Palestínu
EFNT verður til málþings um líf-
rænan landbúnað í Norræna húsinu
föstudaginn 16. maí. Á fundinum
verður fjallað um hvort lífrænn
landbúnaður sé valkostur á Íslandi.
Fundurinn hefst kl. 12.45 og stend-
ur til kl. 17.
Dr. Áslaug Helgadóttir, aðstoð-
arrektor rannsóknamála, Landbún-
aðarháskóla Íslands, setur fundinn
og Einar K. Guðfinnsson sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra
ávarpar fundarmenn. Fundarstjóri
verður dr. Sjöfn Sigurgísladóttir,
forstjóri Matís.
Á fundinum verður reynt að
varpa ljósi á ýmsar hliðar lífræns
landbúnaðar. Þegar flutningi er-
inda er lokið verða fyrirspurnir og
pallborðsumræður.
Málþing
um lífrænan
landbúnað
FYRSTI ársfundur Nýsköp-
unarmiðstöðvar Íslands verður
haldinn á Hilton Reykjavík Nordica
Hótel í dag, fimmtudaginn 15. maí,
kl. 8.30-10.30.
Ársfundurinn, sem ber yfirskrift-
ina Sköpun – kraftur – fjölbreytni,
mun varpa ljósi á fjölbreytt starf
Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í
þágu íslensks atvinnulífs. Á meðal
nýrra verkefna sem kynnt verða á
ársfundinum eru:
Ítarlega dagskrá ársfundar og
málstofu er að finna á vefsíðunni
www.nmi.is.
Stefnumót
við framtíðina
KYNNING á þróunar- og ný-
breytniverkefnum nemenda á kenn-
arabraut – leikskólaleið við Kenn-
araháskóla Íslands verður
föstudaginn 16. maí í Bratta kl. 8.45-
15.
Nemendur í leikskólakenn-
arafræði munu kynna lokaverkefni
sín í námskeiðinu vettvangstengt
val. Fyrir hádegi verða stuttar kynn-
ingar í Bratta á 18 verkefnum í máli
og myndum. Má þar nefna Jóga í
leikskóla, Listin að tjá sig, Börn og
bækur og Hávaðamengun.
Sýning, í Fjöru og Skála, á verk-
efnunum, ferli vinnunnar á vettvangi
og námsgagnasýning verður kl.
13.15-15. Nemendur verða til staðar
og fræða gesti og gangandi um þró-
unarverkefnin. Allir eru velkomnir.
Þróunarstarf
í leikskólum
Bleyjuhækkun
Í frétt á bls. 9 í Morgunblaðinu í gær,
14. maí, þar sem fjallað var um verð-
breytingar á barnavörum, var út-
reiknuð prósentuhækkun á Liberos
maxi + bleyjum ekki rétt. Um var að
ræða tímabilið 24. mars til 9. apríl sl.
og nemur hækkunin 30,7%. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT