Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 49 / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA,KRINGLUNNI, KEFLAVÍK, AKUREYRI OG SELFOSSI „IRON MAN ER SPENNANDI,FYNDIN OG SKEMMTILEG, ÞARF MAÐUR NOKKUÐ MEIRA TIL AÐ GETA ÁTT GÓÐA KVÖLDSTUND Í BÍÓ?“ - VIGGÓ-24STUNDIR „TÆKIN ERU HREINT ÚT SAGT HEILLANDI, SPENNUATRIÐIN ERU MÖGNUÐ OG HÚMORINN ER FRÁBÆR...“ - WALL STREET JOURNAL JOE MORGENSTERN eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL eee ROLLING STONE SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI NEVER BACK DOWN kl. 8 - 10:15 B.i. 12 ára IRON MAN kl. 8 - B.i. 12 ára THE HUNTING PARTY kl. 10:15 B.i. 12 ára NIM'S ISLAND kl. 8 LEYFÐ IRON MAN kl. 10 B.i. 12 ára OVER HER DEAD BODY kl. 8 B.i. 7 ára STREET KINGS kl. 10 B.i. 16 ára NIM'S ISLAND kl. 8 LEYFÐ IRON MAN kl. 10:10 B.i. 12 ára MADE OF HONOUR kl. 8 LEYFÐ RUINS kl. 10:10 B.i. 16 ára SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Á SELFOSSI SÝND Á KRINGLUNNI „ATH SÉRSTAKT LEYNIATRIÐI ER AÐ MYND LOKINNI (EFTIR LEIKARA/CREDIT LISTANUM)“ nýlega sagt Penn einhverjar afar slæmar fréttir eða þá að hann vissi fátt leiðinlegra en að vera mættur til Cannes, svo alvarlegur var mað- urinn. Ein af ástæðunum hefur trú- lega getað verið nikótínskortur því þegar fundurinn var hálfnaður hallaði Penn sér aftur og andaði að sér til þess gerðum nikótínhólk og leið aðeins betur á eftir. Hann þurfti svo ekki að bíða þar til fund- urinn var á enda til að reykja al- vöru sígarettu því fljótlega tók Satrapi til máls og sagði að nokkr- ir dómnefndarmeðlimir þyrftu „af læknisfræðilegum ástæðum“ að reykja reglulega og spurði hvort viðstöddum væri sama. Snemma lærði maður að ekki ætti að deila við dómarann svo enginn mótmælti reykingunum og Satrapi og Penn reyktu eins og enginn væri morgundagurinn.    Á blaðamannafundinum bar eittog annað á góma, forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum, náttúruhamfarirnar í Kína og klíkuskapur. Natalie Portman sagði forseta- kosningarnar í ár vera spennandi. „Það er langt síðan við gátum fengið að kjósa á milli tveggja verðugra einstaklinga í staðinn fyrir að þurfa að gera upp við sig hvorn af frambjóðendunum þú hat- ar minna.    Dómnefndin í heild sinni varspurð að því hvort ekki væri erfitt að horfa fram hjá samvinnu og tengslum sem dómnefndar- meðlimir hafa myndað gegnum tíð- ina við þá leikara og leikstjóra sem eiga mynd í keppninni. Var sam- vinna Penns og Clints Eastwoods, sem á mynd í keppninni, sérstak- lega nefnd í þessu samhengi en Penn lék aðalhlutverkið í mynd Eastwoods, Mystic River. „Hvað ætli Clint Eastwood hafi gert margar myndir síðan ég fædd- ist árið 1960? Og hann hefur bara látið mig hafa þetta eina andskot- ans hlutverk!“ grínaðist Penn en varð svo háalvarlegur um leið. „Nei svona tengsl hafa engin áhrif, ég get fullvissað ykkur um það. En þau eiga heldur ekki að spilla fyrir. Ef myndin hans Eastwoods heillar okkur öll meira en hinar, nú þá gefum við honum helvítis verðlaunin.“ Þar hafið þið það! birta@mbl.is BRIAN De Palma gerir Íraksstríðið að viðfangsefni nýjustu myndar sinnar, hinnar tilraunakenndu „gerviheimildarmyndar“ Ritskoðað (Redacted). Í gagnrýni sinni á stríð- ið leitast leikstjórinn markvisst við að stuða áhorfendur með grimmileg- um ofbeldisatriðum, þar sem blóð og limlestingar eru sýndar í grafískum smáatriðum og mannvoska og firr- ing eru allsráðandi. Beitingu ólíkra fjölmiðlaforma, s.s. sviðsetts frétta- flutnings, heimamyndbandsupp- taka, eftirlitsmyndavéla- og You- tube-myndskeiða, er ætlað að gefa myndinni raunsæislegan og heimildarmyndalegan blæ. Allt þetta reynist hins vegar til einskis, m.a. vegna þess að leikararnir sem fara með hlutverk hermannanna, eru haldnir illilegri tilhneigingu til þess að ofleika. Útkoman verður þannig tilgerðarleg og klúðursleg í stað þess að skapa tilfinningu fyrir „hrárri“ miðlun veruleikans. Áhrifin verða líkt og að fylgjast með mönn- um í hermannaleik fremur en þau tilætluðu áhrif að áhorfendum myndarinnar sé kastað inn í hring- iðu stríðs sem Vesturlandabúar fá aðeins að sjá hvítþvegna mynd af í fjölmiðlum. En myndin fer lengra en svo að vera bara klúðursleg. Lykilatriði í myndinni sem sýnir hóp banda- rískra hermanna ráðast inn á heimili fjölskyldu þar sem þeir nauðga og myrða unglingsstúlku er vafasamt í framsetningu sinni. Atriðið er undir- byggt með því að fjalla um vaxandi firringu og örvinglun hermannanna, og kynferðislega ófullnægju þeirra. Ofbeldisatriðið dvelur síðan um stund við nauðgunaratriðið og fram- setur það sem einhvers konar útrás kynsveltra hermannanna, fremur en hreinan ofbeldisverknað. Hér lendir myndin á mörkum þess að gera sér gægjukennt mat úr ofbeldinu frem- ur en að framsetja það í gagnrýnum tilgangi. Tilfinningin sem maður fær af því að horfa á þetta glappaskot Brians De Palma verður því fyrst og fremst ónotakennd við að horfa á svo klúð- urslega framsetningu á svo alvar- legu efni. Klúður á filmu Glappaskot Að mati gagnrýnanda er Redacted fremur klúðursleg mynd. Heiða Jóhannsdóttir KVIKMYND Regnboginn (Græna ljósið) Leikstjórn: Brian De Palma. Aðalhlut- verk: Izzy Diaz, Daniel Stewart Sherman, Patrick Carroll, Mike Figueroa, Ty Jones o.fl. 90 mín. Bandaríkin/Kanada, 2007. Ritskoðað (Redacted) bbnnn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.