Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í TILEFNI af 50 ára afmæli Íþrótta- og tómstundaráðs Kópa- vogs, sem þá hét æskulýðsráð, verður haldin æskulýðshátíð. Afmælishátíðin er haldin í Saln- um í Kópavogi í dag, kl. 15-17 með skemmtun sem byggir á hæfi- leikum unglinga í félagsmið- stöðvum ÍTK. Á dagskrá verða m.a. tónlistaratriði, töfrabrögð og dans. Benóný Ægisson, leikstjóri mun veita leiðsögn um Agnarögn, fyrstu félagsmiðstöðina sem opnaði í Kópavogi og rekja sögu hennar. Allir eru velkomnir og ókeypis inn. Á laugardaginn kl. 9-16 halda skólakórar Kársness maraþon- tónleika í Salnum og er aðgangs- eyrir 1.500 kr. Að maraþontónleikunum loknum hefjast æskulýðstónleikar á Hálsa- torgi. Þar kemur fram ungt og efni- legt tónlistarfólk úr Kópavogi auk óvæntra gesta, þ.á m. hljómsveit- irnar Fixed, Fiedel, Ruslakistan, Entity, Paddington, Ihop, BÍB, Proxima og Spíral. Morgunblaðið/Golli Æskan Afmælishátíðin verður haldin í Salnum í dag. Æskulýðshá- tíð í Kópavogi FLUGMÁLAFÉLAG Íslands, sem er regnhlífasamtök fé- lagasamtaka og klúbba tengdra flugi á Íslandi, ásamt Flugstoðum, Flugfélagi Íslands, Icelandair og fleiri að- ilum munu standa fyrir flugviku í Reykjavík vikuna 18.- 24. maí. Vikunni lýkur með Flugdeginum laugardaginn 24. maí á Reykjavíkurflugvelli. Dagskrá vikunnar hefst sunnudagin 18. maí með því að opið hús verður í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli kl. 14-17. Mánudaginn 19. maí verður kynningin „Flug- sagan og frumkvöðlarnir“ kl. 20 í skýli 25 í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli. Af öðrum dagskráliðum flugvikunnar má nefna kynningu á sjúkraflugi og björgunarflugi, opið hús hjá Flugstoðum, málþing, opið hús hjá flug- klúbbum og vígslu snertilendingarbrautar á Sandskeiði. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Flugmálafélagsins á www.flugmal.is. Flugsýningar og flugvika STJÓRN SES, Samtaka eldri sjálf- stæðismanna, mótmælir harðlega þeim ákvörðunum fyrirtækja er stunda skoðanakannanir að svipta einstaklinga, 75 ára og eldri, þeim sjálfsögðu mannréttindum að láta í ljósi skoðanir sínar á mönnum og málefnum, segir í ályktun. „Vakin er sérstök athygli á að í okkar íslenska velferðarþjóðfélagi, þar sem meðalaldur er hvað hæstur í heiminum, er mikill meirihluti fólks, 75 ára og eldri, vel fyrirkall- aður, bæði til líkama og sálar.“ Skorað er á þá aðila sem annast skoðanakannanir að fella niður, að fullu, reglur um aldurshámark. Vilja vera með í könnunum SÖGUSÝNING, sem sett var upp til að minnast 100 ára afmælis Knatt- spyrnufélagsins Víkings, var opnuð 1. maí sl. í félagsheimili félagsins í Víkinni í Fossvogi. Fyrirhugað er að sýningin standi í tvo mánuði, til loka júní. Hún verð- ur opin þrjá daga í viku fimmtu- daga frá kl. 16-18 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-16 eða eftir nánara samkomulagi. Stefnt er að skipulegri leiðsögn um safnið á fimmtudögum kl. 18 eða eftir nán- ara samkomulagi. Þá eru fyrirhugaðir í tengslum við sýninguna fyrirlestrar kunn- áttumanna og sérfræðinga um byggðaþróunarsögu Bústaða- og Smáíbúðahverfis og sögu íþrótta- iðkunar í hverfinu með sérstakri skírskotun til Knattspyrnufélagsins Víkings. Leiðsögn um sýningu Víkings STUTT ALLS nota Íslendingar um 126 milljónir rúmmetra af jarðhitavatni til húshitunar, baða, snjóbræðslu og svo framvegis á ári hverju, eða sem nemur rúmlega 5.200 fullum Hall- grímskirkjum af jarðhitavatni. Þetta kemur fram í nýjum bæk- lingi sem Samorka hefur gefið út í tilefni af 100 ára afmæli hitaveitu á Íslandi. Á þessum tímamótum leggja samtökin áherslu á þau bættu lífsgæði sem hitaveitunni fylgja, svo sem heilnæmara andrúmsloft, betur hituð hýbýli og betri tækifæri til úti- vistar, hreyfingar og félagslífs sem tengja má við okkar ríku sundlauga- menningu og mikinn fjölda snjó- bræðslukerfa. Ritið og nánari upplýsingar um heitavatnsnotkun Íslendinga má nálgast á þessum vef Samorku: www.samorka.is. Heita vatnið myndi fylla 5.200 Hallgrímskirkjur „SÚ STAÐREYND að leitað var til Kristínar Einarsdóttur sem gegndi starfi miðborgarstjóra í tíð R-listans vitnar um að hér var ekki um pólitíska ráðningu að ræða,“ segir í tilkynningu Ólafs F. Magn- ússonar borgar- stjóra um ráðn- ingu Jakobs Frímanns Magn- ússonar í stöðu framkvæmda- stjóra miðborg- armála. Ólafur varði ráðninguna og benti á að að ná- lægt 20 starfs- menn borgarinn- ar hefðu yfir 950.000 krónur í mánaðarlaun, eða nokkru meira en það sem Jakob Frí- mann fær og gert hefur verið að umtalsefni undanfarið. „Á fimmta tug starfsmanna Reykjavíkurborgar hefur hærri laun en nýráðinn framkvæmda- stjóri miðborgarmála, sem eru 710.000 kr. og eru það sömu laun og fyrrverandi miðborgarstjóri, Kristín Einarsdóttir hafði í tíð R-listans […] Þar sem flýta þurfti ráðningu og um tímabundna ráðn- ingu var að ræða var ákveðið að auglýsa ekki eftir starfsmanni heldur leita að öflugum einstak- lingi sem gæti tekið fljótt til starfa vegna brýnna verkefna í miðborg- inni,“ sagði í tilkynningunni. Borgarstjóri tók einnig fram að því hefði „ranglega“ verið „haldið fram af borgarráðsfulltrúum minnihlutans að staða fram- kvæmdastjóra miðborgarmála væri sambærileg við stöðu verk- efnisstjóra sem auglýst var í des- ember 2007“ en svo væri „alls ekki“. Þá sagði að miðborg Reykjavík- ur hefði farið hnignandi á und- anförnum árum og borgin þurft á öflugum aðila að halda í stöðu framkvæmdastjórans. Borgarráðsfulltrúar Samfylking- arinnar, Vinstri grænna og Fram- sóknarflokksins höfnuðu skýring- um Ólafs í bókun á borgarráðs- fundi í Ráðhúsinu í gær. „Svör borgarstjóra hrekja það í engu að ráðning framkvæmda- stjóra miðborgar var pólitísk ráðn- ing á sérkjörum. Því er mótmælt að miðborg Reykjavíkur hafi hnignað á undanförnum árum. Þvert á móti voru öll verslunar- pláss við Laugaveg í fullum rekstri fyrir síðustu jól auk þess sem Skólavörðustígur og hliðargötur hafa blómstrað.“ Mesta uppbygging í sögunni Í bókuninni sagði: „Þá eru í undirbúningi stærstu uppbygging- arverkefni sögunnar í miðborginni og nægir þar að nefna Tónlistar- og ráðstefnuhús, verslunarkjarna á Barónsreit og húsnæði Listahá- skóla Íslands á Vegas-reit en samningar um tvö síðastnefndu málin náðust í tíð hundrað daga meirihlutans, eins og kunnugt er.“ Einnig sagði þar: „Þá er ljóst að nýráðinn framkvæmdastjóri mið- borgarinnar sem ráðinn var af borgarstjóra án auglýsingar hefur kosið að taka sér hlutverk póli- tísks talsmanns borgarstjóra fremur en faglegs embættismanns sem allir borgarfulltrúar eiga að geta treyst. Svör borgarstjóra undirstrika að viðkomandi starfsmaður er ráð- inn inn á launum sem eru mun hærri en sambærilegra verkefn- isstjóra hjá Reykjavíkurborg sem eru á bilinu 322-453 þúsund krón- ur sem og annarra sérfræðinga á skrifstofu borgarstjóra sem hafa meðallaun 458 þúsund krónur. Raunar eru kjör hins nýja starfsmanns umtalsvert hærri en skólastjóra, leikskólastjóra og framkvæmdastjóra þjónustumið- stöðva í hverfum borgarinnar sem fara með umfangsmikinn rekstur og mannaforráð en það gerir fram- kvæmdastjóri miðborgarinnar ekki.“ Tekist á um ráðningu Jakobs Frímanns  Borgarstjóri segir framkvæmdastjóra miðborgarmála ekki hafa verið pólitískt ráðinn  Minnihlutinn hafnar skýringunum FULLTRÚAR Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn á fundi borgarráðs í gær: „Jakob Frímann Magnússon, nýráðinn framkvæmdastjóri miðborgarmála, fjallaði um borgarmál í umræðuþáttunum Vikulokunum 10. maí og Mannamáli 11. maí. Ummæli embættismannsins gefa tilefni til þess að óska eftir áliti borgarlögmanns á því hvort hann geti sinnt sínum störfum eðlilega í þágu borgarstjórnar í ljósi þess að hann hefur lýst yfir afgerandi skoðun á tilteknum borgarfulltrúa.“ Þessi orð eru höfð eftir Jakobi Frímann í Mannamáli 11. maí sl: „Miðað við hvað ég lagði mikið á mig fyrir Dag Eggertsson í hans prófkjörsbaráttu fyrir fyrsta sætinu í Samfylkingunni í Reykjavík. Ég og konan mín sem er æskuvinkona hans og allur hennar vinkvennahópur lagði dag við nótt í að vinna fyrir hann og hann er bara að þakka fyrir sig núna með sínum hætti. Hvernig þá? Með skipulagðri móttökuathöfn fyrir mig sem við höfum lesið um í blöðunum undanfarna daga.“ Óska eftir áliti borgar- lögmanns á ummælum Ólafur F. Magnússon Jakob Frímann Magnússon VELFERÐARSVIÐ Reykjavíkur- borgar og Sjálfsbjargarheimilið hafa gert með sér þjónustusamn- ing til þriggja ára vegna rekstrar sundlaugar Sjálfsbjargar í Hátúni 12. Formaður velferðarsviðs, Jórunn Frímannsdóttir, og framkvæmda- stjóri Sjálfsbjargarheimilisins, Tryggvi Friðjónsson, undirrituðu þjónustusamninginn í gær. Um er að ræða fjárframlag frá Reykjavíkurborg að upphæð 2,8 milljónir á ári til ársins 2010, sem rennur beint til rekstrar sundlaug- arinnar. „Við erum ánægð með að geta aðstoðað Sjálfsbjörg við að halda sundlauginni opinni en hún er mjög mikilvæg fyrir starfsemina,“ segir Jórunn Frímannsdóttir. „Samningurinn er til þriggja ára og það er mikilvægt að svona starf- semi búi við öryggi í nokkurn tíma í senn og þurfi ekki í sífellu að leita aðstoðar opinberra aðila,“ segir Jórunn. Nýtist breiðum hópi Í fréttatilkynningu frá velferð- arsviði Reykjavíkurborgar kemur fram að styrkurinn sé veittur Sjálfsbjargarheimilinu vegna frjálsrar notkunar fatlaðra borg- arbúa á sundlauginni. Markmiðið með rekstrinum sé að veita íbúum Sjálfsbjargarheim- ilisins færi á að þjálfa sig í vatni en einnig að gera öðrum fötluðum mögulegt að komast í aðgengilega og heita innisundlaug. Laugin nýt- ist einnig breiðum hópi þar sem hún sé leigð út til ákveðinna hópa til sundþjálfunar. Auk þess gefist fötluðum einstaklingum og hópum tækifæri á að nýta sér þjónustuna í opnum tímum. Reykjavíkurborg veitir Sjálfsbjörg 2,8 milljónir á ári Sundlaug styrkt til þriggja ára Morgunblaðið/RAX Þjónustusamningur Jórunn Frímannsdóttir, Tryggvi Friðjónsson og Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, við undirritun samningsins. KRISTÍN Björk Smáradóttir varð hlutskörpust í Blaðberakapphlaupi Morg- unblaðsins í apríl. Í viðurkenningarskyni fyrir framúrskarandi blaðburð í síðasta mánuði hlaut Kristín Björk 25 þúsund króna ferðaúttekt frá Heims- ferðum. Hún ber blaðið út í Hrísrima. Á myndinni má sjá Snjólaugu Gunn- arsdóttur frá dreifingardeild Árvakurs afhenda Kristínu Björk verðlaunin. Morgunblaðið/Sigríður Óskarsdóttir Blaðberi mánaðarins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.