Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is LJÓST er að ekki verður efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um mögu- lega Evrópusambandsaðild á þessu kjörtímabili og eigi Sjálfstæðisflokk- urinn að hafa forystu um slíka at- kvæðagreiðslu þyrfti hann að hafa mótað sér aðra stefnu en hann hefur í dag. Þetta kom fram í svari Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra við fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, þingmanns Framsóknarflokks, á Al- þingi í gær. Valgerður sagði reglu- lega hafa komið fram hjá þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins að meta eigi kosti og galla aðildar að ESB. „Þetta er náttúrlega stórfrétt því að það hefur ekki mátt tala um Evr- ópusambandið í Sjálfstæðis- flokknum,“ sagði Valgerður og vakti athygli á ummælum vara- formanns Sjálf- stæðisflokksins um að flokkurinn eigi að hafa forystu í umræðu um Evrópumál og að kjósa eigi um aðild á næsta kjörtímabili. „Er hæstvirtur fjármálaráðherra ósammála hæst- virtum menntamálaráðherra um að það eigi að kjósa um það á næsta kjörtímabili hvort við gerumst aðilar að Evrópusambandinu?“ spurði hún. Ekki breyting á næstunni Árni sagði ótímabært að ræða tímasetningu fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu og að óljóst væri hvort hún ætti að fara fram. „Ef Sjálfstæðis- flokkurinn væri í forystu fyrir slíkri atkvæðagreiðslu þyrfti hann að hafa mótað sér nýja stefnu og aðra stefnu en hann hefur í dag og það þyrfti að liggja ljóst fyrir að flokkurinn ætlaði að leggja til að þjóðin gengi í Evr- ópusambandið. Þá stefnu hefur flokkurinn ekki markað sér og ég sé ekki fyrir mér að það gerist alveg á næstunni,“ sagði Árni. Ekki kosið um ESB á þessu kjörtímabili Þyrfti stefnubreytingu hjá Sjálfstæðisflokki til, segir Árni M. Árni M. Mathiesen SKOÐA þarf hvort leggja eigi niður embætti ríkislögreglustjóra í núver- andi mynd, sagði Lúðvík Berg- vinsson, þing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar, í utan- dagskrár- umræðum í gær. „Staðreyndin er sú að fólkið í þessu landi vill grenndarlög- gæslu fyrst og fremst. Það vill vita af sínum lög- gæslumönnum en ekki hafa miðlæga löggæslu langt frá sinni heimabyggð og það er það sem við þurfum að sjá,“ sagði hann. Utandagskrárumræðan fjallaði í reynd um lögreglustjóraembættið á Suðurnesjum og Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra þótti skjóta skökku við að ræða embætti ríkislög- reglustjóra í því samhengi. Hann myndi hins vegar ekki skorast undan að taka þá umræðu væri þess óskað en ef vandamálið varðandi skipu- lagsbreytingar á Suðurnesjum tengdist ríkislögreglustjóra væri það algjört nýmæli. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og málshefjandi, sagði Lúðvík með þessum ummæl- um gefa dómsmálaráðherra á lúður- inn með stálkrepptum hnefanum. „Þetta er bara ippon hjá talsmanni Samfylkingarinnar,“ sagði Siv. Frumvarp um uppstokkun lög- regluembættisins á Suðurnesjum er enn til meðferðar hjá Samfylking- unni en þingmenn hennar ítrekuðu efasemdir sínar í umræðunum í gær. Embætti ríkislög- reglustjóra lagt niður? Lúðvík Bergvinsson GUÐLAUGUR Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að einhleyp- um konum verði heimilað að fara í tæknifrjóvgun. Samkvæmt núgild- andi lögum mega einungis konur í hjúskap, staðfestri samvist eða sam- búð gangast undir tæknifrjóvgunar- aðgerð en í greinargerð með frum- varpinu er bent á að hæfni einstæðra foreldra til að sjá barni fyrir þroska- vænlegum uppeldisskilyrðum sé ekki dregin í efa og að almenn sátt hafi skapast um það fjölskylduform í þjóðfélaginu. Einhleypar mæður Galsi á þingi Hækkandi sól hefur áhrif á lund margra og Alþingi virðist þar ekki vera undanskilið. Mikill galsi var í þingmönnum í upphafi þing- fundar í gær og Valgerður Sverr- isdóttir komst varla að fyrir hlátrasköllum þegar hún reyndi að bera upp fyr- irspurn til fjár- málaráðherra um Evrópumál. Seinna um daginn voru það þó ekki lætin í þingmönnum sem trufluðu þingfund heldur vörubílstjórar og fé- lagar sem gerðu hróp af þingpöll- unum og vildu að þingmenn hugsuðu um vandamálin á Íslandi fremur en að hafa hugann við náttúruhamfarir í Kína, sem voru umræðuefni Jóns Gunnarssonar þá stundina. Eftirlaunamálið Þrátt fyrir hlátur í upphafi þingfundar var stutt í alvörutóninn og stjórn- arandstaðan sótti hart að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í óundirbúnum fyrirspurnatíma vegna áforma um breytingar á eftirlaunalögum. Ög- mundur Jónasson, VG, vildi vita hvort Ingibjörg hygðist beita sér fyrir að frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur um breytingar á eftirlaunalögunum yrði samþykkt og Siv Friðleifsdóttir sak- aði utanríkisráðherra um að vinna gegn samstöðu í málinu með yfirlýs- ingum sínum á opinberum vettvangi. Ingibjörg sagði frumvarp Valgerðar ekki vera einu færu leiðina í málinu og áréttaði mikilvægi þess að sam- staða næðist, ekki aðeins í rík- isstjórninni heldur helst meðal þing- manna allra flokka. Usli vegna umsagna Sjúkratryggingafrumvarp heilbrigð- isráðherra skók þingheim í gær en stjórnarand- staðan hefur gagnrýnt harðlega hversu seint frumvarpið kemur fram. Þegar Ásta Möller, formaður heilbrigðis- nefndar Alþingis, greindi svo frá því að hún hefði sent út umsagn- arbeiðnir í eigin nafni í því skyni að flýta afgreiðslu málsins ætlaði allt um koll að keyra. Ásta sagði for- dæmi vera fyrir slíku en þingmenn stjórnarandstöðunnar töldu þetta vera brot á þingsköpum og sögðust aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. Samfylkingarþingmenn komu Ástu hins vegar til varnar og sögðu ekkert tjón hafa verið unnið. ÞETTA HELST … Valgerður Sverrisdóttir Ásta Möller NÚ SKAL kristnin gerð brottræk úr helgidómi ís- lenskra menntastofnana, sagði Guðni Ágústsson, for- maður Framsóknarflokksins, í utandagskrárumræðum á Alþingi fyrr í vetur. Tilefnið var frumvarp mennta- málaráðherra um grunnskóla en í því er gert ráð fyrir að hugtakið „kristilegt siðgæði“ fari út úr grunn- skólalögum en í þeim segir að starfshættir skóla eigi að mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræð- islegu samstarfi. Guðni þarf þó ekki að örvænta lengur enda hefur menntamálanefnd Alþingis lagt til að kristnin verði áfram með sinn sess í lögunum en þó verður ekki lengur talað um siðgæði heldur kristna arfleifð íslenskrar menningar. Oft hefur verið vísað í dóm Mannréttindadómstóls Evrópu hvað Noreg varðar en í áliti menntamála- nefndar segir að ekki komi fram í dóminum að það brjóti í bága við mannréttindasáttmálann að ríki meti og ákveði innihald námskrár með tilliti til kristni. Morgunblaðið/Golli Jesús áfram í grunnskólum ♦♦♦ EKKI er æskilegt að Ísland velji sér verkefni á hernaðarlegum forsend- um, hvort sem er innan eða utan Atlantshafsbandalagsins (NATO). Þetta kom fram í máli Jóns Gunnars- sonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í gær en hann gagnrýndi að hundruð milljónum króna sé varið í svokallað loftrýmiseftirlit. Jón vakti máls á þessu í framhaldi af fyrirspurn sinni til utanríkisráð- herra um hvort Ísland hefði boðið fram aðstoð sína eftir náttúruhamfar- irnar í Kína. Sagði hann íslenska rústabjörgunarsveit vera viður- kennda af alþjóðasamfélaginu og vildi að hún væri send á vettvang. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra sagði geta verið deildar meiningar um hvaða verkefni Ísland ætti að velja sér. Forsætisráðherra hefði farið á fund NATO og niðurstað- an hjá bandalaginu hefði verið að halda ætti loftferðaeftirlitinu áfram. „Ef þingmaðurinn er mjög ósáttur við þá niðurstöðu hygg ég að hann verði að ræða það í sínum ranni en ekki við mig.“ Ekki borist ósk um aðstoð Ingibjörg sagði sjálfsagt að skoða með hvaða hætti Ísland gæti lagt sitt af mörkum óskuðu kínversk stjórn- völd eftir því en slík ósk hefði ekki komið fram. „Þeir telja sig væntan- lega vera ágætlega í stakk búnir sjálf- ir til þess,“ sagði Ingibjörg og bætti við að viðkvæmt gæti verið hjá ríkjum að leita eigi eftir erlendri aðstoð. Jón tók ekki undir þetta og sagði fyrirkomulagið á alþjóðavettvangi vera þannig að þjóðir byðu fram að- stoð sína og þjóðin sem fyrir áfalli hefði orðið tæki síðan ákvörðun. Jón G. vill rústabjörgunarsveit til Kína Ísland velji ekki hernaðarverkefni SÖLUHAGNAÐUR lögaðila af hlutabréfum verður skattfrjáls héð- an af en lög um það voru samþykkt á Alþingi í gær. Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri græn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og Framsókn sat hjá. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, sagði við atkvæðagreiðsluna að með þessu væri verið að samþykkja að þeir sem hagnist af því að kaupa og selja hlutabréf og verðbréf séu meðhöndl- aðir með öðrum hætti en þeir sem standa í atvinnurekstri. „Meginregl- an er sú að atvinnurekstur þarf að telja tekjur sínar fram til reksturs- reiknings og skatts,“ sagði Kristinn og áréttaði að um miklar fjárhæðir sé að ræða. Um næstu áramót ættu fyrirtæki að greiða um 60 milljarða í skatt af söluhagnaði. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðis- flokki, sagði betra að eiga fugl í hendi en í skógi og áréttaði að þetta fjármagn hefði aldrei skilað sér enda hægt að fresta greiðslunum enda- laust. Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra tók í sama streng. „Það hefur því verið íþyngjandi fyrir fyr- irtækin að sú skuldbinding, sem mjög ólíklegt er að einhvern tíma þyrfti að efna, væri í efnahagsreikn- ingunum og staða fyrirtækjanna því litið verr út,“ sagði Árni. Stílbrot við meginreglu Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, sagði frumvarpið hins vegar byggja á kröfu fjármálafyrirtækja og að því hefði verið andæft af verka- lýðshreyfingunni auk þess sem Rík- isskattstjóri telji það stílbrot við meginreglu skatta. Ekki sé aðeins verið að gera söluhagnað af hluta- bréfum skattfrjálsan heldur verði vinnan við að afla þessara skatt- frjálsu tekna líka frádráttarbær frá skatti. Söluhagnaður af hluta- bréfum skattfrjáls Fjármálafyrirtækjum þjónað, segja VG og Frjálslyndir Morgunblaðið/Golli Kristinn H. Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.