Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TILVERAN Halldóra Jónsdóttir er athafna-söm ung kona. Hún er 24 áragömul, er í námi og vinnur á bókasafni auk þess að vera áhugaleik- ari, tónlistarmaður og fleira. Og, jú, hún er með Downs-heilkenni. Í Morg- unblaðinu í gær birtist grein eftir Halldóru. Tilefnið er skrif, sem hún las í blaði þess efnis að útrýma ætti öllum, sem eru með Downs-heilkenni. „Ég er sjálf með Downs-heilkenni, en fyrst og fremst er ég Halldóra,“ skrifar hún. „Ég geri ótal hluti sem aðrir gera. Líf mitt er innihaldsríkt og gott, því ég vel það að vera jákvæð og sjá það góða við lífið og tilveruna. Ég fer í vinnu, skóla og tómstundir. Ég rækta vini og ættingja mína og finnst gaman að fólki.“ Þetta er lýsing á góðu lífi. Grein Halldóru vekur hins vegar spurn- inguna um uppsprettu fordómanna. Hvaðan koma viðhorf eins og þau að líf fólks, sem til dæmis er með Downs- heilkenni, sé minna virði en líf ann- arra. Læknavísindin eru nú orðin það þróuð að í móðurkviði er með ómskoð- un hægt að meta líkurnar á því hvort barn fæðist með Downs-heilkenni, þótt erfiðara er að sjá á hvaða stigi það verði. Hér er um mjög vandmeðfarið mál að ræða. Ómskoðunin er mikilvæg þjónusta og verðandi foreldrar eiga rétt á að nýta hana til að kynna sér hvað geti verið í vændum. Ákvörðun- in um það hvernig eigi að bregðast við greiningu er hins vegar alltaf foreldr- anna og kemur engum öðrum við. Það getur ekki verið – og má ekki vera – markmið í sjálfu sér að koma í veg fyrir að einstaklingur fæðist, til dæm- is vegna Downs-heilkennis, og gildir einu í hvaða búning það er búið. Vesturlönd eiga sér ljóta sögu í þessum málum. Í þeim efnum er hægt að líta víðar en til þeirra hryllilegu glæpa, sem framdir voru í Þýskalandi á dögum nasista. Á Norðurlöndunum, þar á meðal Íslandi, var fólk tekið úr sambandi vegna þess að ekki var talið æskilegt að það fjölgaði sér og það er ekki svo langt síðan það átti sér stað. Í Bandaríkjunum átti „arfbótastefna“ eða „mannakynbætur“ sér ófáa for- svarsmenn á sínum tíma og í ein- hverjum tilfellum var henni hrint í framkvæmd. Er hljómgrunnur fyrir slíkar hugmyndir á Íslandi á okkar dögum? Lífið er öllum dýrmætt. Eitt af undrum tilverunnar er að fá að kynn- ast mannlífinu í öllum fjölbreytileika þess. „Mín skoðun er sú að það er skemmtilegra að ekki séu allir eins því við getum lært svo mikið af fólki sem er ekki alveg eins og maður sjálf- ur. Mér finnst gaman að læra af öðr- um og þið megið alveg læra af mér. Ég vel það að njóta lífsins sem ég fékk, og vera ánægð með það sem ég hef, og gera það besta úr öllu,“ skrifar Halldóra og spyr: „það er ekki slæmt líf, eða hvað finnst þér? þetta var mín skoðun.“ Við þessi orð er engu að bæta. FÆKKUN Í BÖNKUM Um allan heim og þó ekki sízt áVesturlöndum eru bankar að fækka starfsmönnum. Samdráttur í efnahagslífi margra þjóða og vanda- málin, sem upp hafa komið á alþjóð- legum fjármálamörkuðum, hafi leitt til þess að verkefnum hefur fækkað og þá er ekki þörf fyrir jafnmarga starfsmenn og áður. Í öðrum löndum er fjallað mjög opið um þetta og stór- ir bankar í nálægum löndum hafa til- kynnt, að þeir muni fækka starfs- mönnum um mörg þúsund á næstu tveimur til þremur árum. Í ljósi þessa kemur engum á óvart þótt Glitnir hafi talið nauðsynlegt að segja upp 88 starfsmönnum nú í apríl og maí og hafi fækkað um 255 starfs- menn frá áramótum ýmist með upp- sögnum eða með því að ráða ekki í stað þeirra, sem hafa hætt. Fjármálafyrirtæki geta lent í erf- iðleikum ekkert síður en fyrirtæki í öðrum greinum og bregðast við þeim með svipuðum hætti, sem m.a. er fólgið í því að draga úr kostnaði. Í flestum fyrirtækjum – en ekki öllum – er það fækkun starfsfólks, sem veg- ur eitthvað í niðurskurði kostnaðar. Uppgangur í fjármálageiranum hefur verið gífurlegur, hagnaður mikill og útþenslan ör. Nú hefur kom- ið bakslag í þessa grein viðskiptalífs- ins og ekki ósennilegt að fleiri bankar muni fækka fólki á þessu ári. Fyrir nokkrum mánuðum birti Morgun- blaðið frétt þess efnis, að gera mætti ráð fyrir að íslenzk fjármálafyrirtæki mundu fækka starfsmönnum um 650 manns á þessu ári. Fækkunin hjá Glitni er vísbending um að þeir spá- dómar muni standast, þegar komið verður undir lok ársins. Hér hafa menn bundið miklar vonir við fjármálageirann síðustu árin og talið, að með uppgangi hans væri ver- ið að skjóta fleiri stoðum undir af- komu þjóðarbúsins. Þær vonir eru áreiðanlega á rökum reistar að hluta til. En við upplifum nú, að fjármála- fyrirtækin eins og öll önnur fyrirtæki geta lent í öldudal í rekstri ekkert síður en aðrir. Hið sama gerðist í kringum síðustu aldamót, þegar of- urtrú hafði skapazt á þekkingariðn- aðinum, sem byggist á tölvum, hug- búnaðargerð og margvíslegri nýrri tækni. Í kjölfarið kom niðursveifla á því sviði. Þessi ofurtrú varð líka til í kringum áliðnaðinn fyrir fjórum áratugum. Snemma á áttunda áratugnum áttuð- um við okkur á því, að það gátu komið sveiflur í áliðnaði ekkert síður en í sjávarútvegi. Nú erum við að gera okkur grein fyrir, að það geta komið sveiflur í fjármálageirann ekkert síður en aðr- ar atvinnugreinar. Það er hollt fyrir okkur að þetta skuli gerast. Þessi þróun eykur virð- ingu fyrir hefðbundnum atvinnu- greinum eins og sjávarútvegi, land- búnaði og verksmiðjuiðnaði. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Létt var yfir málsaðilum íBaugsmálinu svonefndasíðdegis í gær þegartveggja daga málflutningi fyrir Hæstarétti lauk. Þó að ekki féllust menn í faðma var skipst á þökkum fyrir liðnar samverustundir í réttarsal og aðilar beggja vegna borðs héldu vongóðir út í blíðviðrið. Hæstaréttardómaranna Garðars Gíslasonar, Gunnlaugs Claessen, Hjördísar Hákonardóttur, Markús- ar Sigurbjörnssonar og Páls Hreins- sonar bíður hins vegar að liggja yfir tugum þúsunda blaðsíðna af máls- gögnum. Dóms í Baugsmálinu er að vænta um miðjan næsta mánuð. Verjendur sakborninga skiptu með sér sex klukkustunda ræðu- tíma, en að þeim tíma loknum var um klukkustund tekin í andsvör. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, hóf daginn á að lýsa dómkröfum. Fór hann aðallega fram á frávísun frá héraðsdómi en annars sýknu í öllum ákæruliðum. Vísaði hann í greinargerð sína þar sem frá- vísun er rökstudd ítarlega en nefndi sem dæmi að brotið hefði verið gegn réttlátri málsmeðferð auk þess sem dregist hefði hjá ákæruvaldinu að skila inn áfrýjunarstefnu. Sem dæmi um óréttláta málsmeð- ferð benti Gestur Hæstarétti á að um liðna helgi hefði Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, af- hent 2.000-3.000 blaðsíður sem hann ætlaði að fara yfir fyrir Hæstarétti. Sagði hann nær ómögulegt fyrir skjólstæðing sinn að verjast þegar svo væri farið. Það væri engin leið að fara í gegnum allt það gagnamagn. Málflutningsyfirlit hafi svo verið af- hent skömmu fyrir málsmeðferðina og það verið upp á 124 síður. „Þessi framganga virðist ganga út á að ná sakfellingu, hvað sem það kostar,“ sagði Gestur. Erfitt að halda uppi vörnum Gestur og Jakob R. Möller, verj- andi Tryggva Jónssonar, höfðu sama hátt á og fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur, þ.e. þeir skiptu með sér ákæruliðum. Áður en Jakob tók til við að fara yfir einstaka ákæruliði gagnrýndi hann einnig Sigurð Tóm- as fyrir málflutningsaðferð hans á miðvikudag. Jakob sagði ræðu sak- sóknara innihaldslausan hraðlestur tilvísana, án þess að farið væri yfir gögn málsins. Það sagði hann gera það algjörlega ómögulegt að halda uppi vörnum. Um viku þyrfti til að leita uppi tilvísanir og greina gögnin. Kallaði Jakob það brot á jafnræði málsaðila fyrir dómi. „En það gerir málflutning einnig auðveldari, ég get þá flutt málið nánast án tillits til þess sem ákæruvaldið sagði, því ég veit það ekki.“ Bæði Gestur og Jakob komu þá inn á greinargerð ákæruvaldsins sem þeir sögðu að væri ekkert nema skriflegur málflutningur. Gestur benti einnig á að í áfrýj- unarstefnu hefði ekki verið krafist heimvísunar og sagði að um það væru allir málsaðilar sammála. Það væri andhverfa þess sem málsaðilar vildu sjá, ef málið yrði ómerkt. Í and- fjölskipaðs héraðsdóms um væri nægilega skýr refsih að refsa einstaklingum fyr 104. gr., en hún tekur a hlutafélaga. Spurði hann m hægt væri að hefja það y vafa að heimildin væri skýr sérfróðir dómendur hefðu k þessari niðurstöðu. Og ef þ komist að þessari niðurstö þá eðlilegt að hinn almenn ætti að komast að annar stöðu, í því væri fyrirsjáan nauðsynlegur væri í lögum. Ef Hæstiréttur myndi h finna það út að refsiheimi skýr, benti Gestur á að í d aðsdóms væri ekki tekin ne til þess hvort Jón Ásgeir he af sér. Við mat á sakarefni að taka mið af huglægri afs Ásgeirs til sakarefnisins. Þ að kalla Jón Ásgeir fyrir d skýrslutöku. Milliliðalaus sönnunarfæ Í kafla þrjú er fjallað u meiriháttar bókhaldssvik geirs og Tryggva. Um ák fjallaði Jakob Möller sem i því að ekki væri hægt að sn í sekt, í þeim liðum sem við Í þessu sambandi er nefna kröfu verjendanna tv milliliðalausa sönnunarfær aði Gestur í svonefnd Botte svörum hnykktu þeir báðir á þessari skoðun. Gestur sagði málið hafa valdið ógæfu í íslensku samfélagi nægilega lengi og Jakob bætti um betur. „Það væri eins og blaut tuska framan í andlit almennings ef ekki kæmi fram dómur.“ Refsiheimild ekki skýr? Gestur fór nokkuð ítarlega yfir þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík- ur að það atferli sem lýst er í 2., 3., 6. og 7. ákærulið væri brot á þeim ákvæðum hlutafélagalaga sem til- greind væru í ákærunni, s.s. 104. grein. Í þeim liðum er um að ræða ólögmætar lánveitingar til félaga tengdra Baugi. Sagði hann það mikil vonbrigði og reifaði rök sín fyrir því að ekki væri um hefðbundin lán að ræða, s.s. að ef lánsmótttakandi hefði ekki frjálsar hendur um ráð- stöfum fjármuna, gæti ekki verið um eiginlegt lán að ræða. Í þessum til- vikum hefði verið um að ræða við- skiptalán til uppbyggingar. Minntist Gestur á að Sigurður Tómas hefði nefnt dómafordæmi frá Danmörku sem rök fyrir máli sínu. Gestur sagði aðeins hafa verið sak- fellt, í þeim málum þar sem forstjóri lánaði sjálfum sér fjármuni – og tap- aði þeim. Því væri ekki fyrir að fara í þessu máli og væri því um tvo ólíka hluti að ræða. Einnig fór hann yfir niðurstöðu Verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar lögðu ha Hæstiréttur ver fella dóm í Baug Í Hæstarétti Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds, Gestur Jón Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, voru vongóðir síðdegis þega Hugsanlegt er að mál- flutningur í Baugs- málinu svonefnda sé loks á enda runninn. Hæstiréttur hefur nú dómtekið 18 síðustu ákæruliðina og beðið er dóms. Andri Karl var í Hæstarétti. BRYNJAR Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullen- bergers, fyrrverandi viðskiptafélaga Jóns Ásgeirs, fékk um það bil hálftíma fyrir Hæstarétti. Sagðist hann m.a. undrandi á að Jón Gerald fengi sama dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur og Jón Ásgeir – en þeir voru sakfelldir í sama ákærulið. Jón Gerald hefði verið sakfelldur fyrir að aðstoða Jón Ásgeir við brot sitt, þannig að þetta kæmi ekki heim og saman. Jón Ger- ald var sakfelldur fyrir að hafa útbúið tilhæfulausan kreditreikning að beiðni Tryggva Jónssonar. Því næst velti Brynjar upp þeirri spurningu hvenær reikningur er í raun notaður. Benti hann á að reikn- ingurinn hefði aldrei fundist í bókhaldi Baugs, né hefði hann verið í bókhaldi Nordica. Raunar hefði reikningurinn verið svo fjarstæðukenndur að Jón Gerald hefði útbúið reikning – hefðbundinn – nokkr- um dögum síðar með sama númerið. Honum hefði aldrei komið til hugar að tilhæfulausi reikningurinn yrði notaður. Bryn verið e kredity milljón unni, n ingur J þá rétt hefði n senda h Einn fyrnt. T hófst o refsim brotið hann v að ekk undir þ brotinu Baug. Þ Kreditreikningur alds aldrei notaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.