Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 27 endur að þýða. Hefði það orðið til að Tryggvi bókaði á vitlausan bókhaldslykil. En það hefði ekki skipt máli fyrir uppgjörið. Enginn ásetningur Jón Ásgeir var í héraði aðeins sakfelldur vegna útgáfu Jóns Geralds á tilhæfulausum kredit- reikningi. Er sakfelling m.a. studd þeim rökum að ekki hafi verið færð fram samtímagögn um tilurð vandræðalagers hjá Baugi sem stafaði af vörum frá Nordica, félagi Jóns Geralds. Jón Ásgeir hafði áður borið við að kredit- reikningurinn hefði verið tilkom- inn vegna hans. Gestur sagðist hafa tekið sam- an framburð vitna fyrir héraði, þar sem staðfest var að um vand- ræðalager væri að ræða, og voru það allmörg vitni. Einnig að sam- ið hefði verið um útgáfu reikn- ingsins við Jón Gerald og hann gefið hann út. Tryggvi hefði kall- að eftir honum og gert það í góðri trú – en hann var einnig sakfelld- ur vegna reikningsins – og ætti því að sýkna hann einnig. Hvað varðaði kredityfirlýsingu frá SMS í Færeyjum sagði Jakob að Tryggvi hefði viðurkennt að um mistök hefði verið að ræða. Hann hefði talið, hugsanlega vegna mikilla ferðalaga og anna, að um væri að ræða eftirágreidda afslætti. Tryggvi hefði hins vegar aldrei ætlað sér að rangfæra bók- haldið og enginn ásetningur hefði legið að baki. Hvað varðaði meintan fjár- drátt vegna skemmtibátsins Thee Viking sagði Gestur að áfrýjun í því máli væri með ólík- indum. Ekki hefði verið áfrýjað vegna þáttar Tryggva, en í verkn- aðarlýsingu væri einvörðungu um hann að ræða. Sagði hann að ef ekki væri áfrýjað vegna hlutar Tryggva hlytu aðgerðir hans að vera refsilausar. Velti Gestur því fyrir sér hvernig Jón Ásgeir ætti þá að verjast. Og Gestur benti á að settur saksóknari hefði sjálfur sagt að hann hefði ekki áfrýjað vegna Tryggva, þar sem hann hefði ekki haft hag af fjárdrættinum. Spurði þá Gestur hvers vegna hann væri yfirleitt ákærður í málinu, hann hefði ekki hag af neinum þeim meintu brotum sem hann væri ákærður fyrir. Vegas-mál sem bæði fóru fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Í því síðara átaldi Mannréttindadómstóll- inn Hæstarétt fyrir að hafa ekki kall- að vitni og ákærða fyrir og fengið að heyra vitnisburð þeirra. Var þá nið- urstaðan byggð á skýrslum yfir vitn- um og ákærða. Jakob benti á að sýkna héraðs- dóms byggðist á framburði vitna og ákærðu. Henni yrði ekki snúið nema kæmi til skýrslutöku sömu aðila fyr- ir Hæstarétti. Hvað tvo ákæruliði varðaði, sem Tryggvi var sakfelldur fyrir, benti Jakob á að héraðsdómur hefði kom- ist að þeirri niðurstöðu að hægt hefði verið að komast að sömu niðurstöðu með óumdeildri bókhaldsaðferð. Einnig lýsti Jakob því að enginn hefði orðið fyrir skaða af þessum völdum, enginn hluthafi kvartað og líkt og héraðsdómur komst að, nið- urstaðan hefði verið sú sama. Þó mætti deila um aðferðina, sem hefði ekki endilega verið sú besta. Í umfjöllun um ákærulið 14, sem er um hlutabréfin í Arcadia, tók Jak- ob sem dæmi að þar birtust kannski varasöm vinnubrögð íslenskra fyrir- tækja, þ.e. að nota skjöl úr öðrum réttarkerfum án þess að kunna það sérstaklega. Benti hann á að notað hefði verið form sem nefndist „Share transfer agreement“ sem jafnvel væri erfitt fyrir löggilta skjalaþýð- m að ekki heimild til rir brot á aðeins til m.a. hvort yfir allan r, eftir að komist að þeir hefðu öðu, væri ni borgari rri niður- nleiki sem . hins vegar ildin væri dómi hér- in afstaða efði brotið inu þyrfti töðu Jóns Þyrfti því dóminn til ærsla um meint Jóns Ás- kæruliðina impraði á núa sýknu ætti. hægt að veggja um rslu. Vís- en-mál og art að dómendum að klára Baugsmálið rður að gsmálinu Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson nsson, verjandi Jóns Ásgeirs, og Jakob R. ar dómþingi var slitið í Hæstarétti. Í HNOTSKURN »Fyrsta ákæran var gefinút 1. júlí 2005. »Rannsókn málsins hófsthins vegar með húsleit í höfuðstöðvum Baugs 28. ágúst 2002, í kjölfar kæru Jóns Geralds Sullenberger þremur dögum áður. »Ákærur voru gefnar út ímálinu í 40 liðum 1. júlí 2005 en 32 þeirra var vísað frá og sýknað var í 8 liðum. »Nýjar ákærur í 19 liðumvoru gefnar út 30. júní 2006. Fyrsta lið ákærunnar var vísað frá, 18 eru nú til skoðunar hjá Hæstarétti. » Í Héraðsdómi Reykjavík-ur hlutu Jón Ásgeir og Jón Gerald þriggja mánaða skilorðsbundna dóma. Tryggvi Jónsson hlaut hins vegar tólf mánaða skilorðs- bundinn dóm fyrir sinn þátt. »Gert er ráð fyrir að dóm-ur falli í Hæstarétti um miðjan næsta mánuð, en það gæti dregist vegna umfangs málsins. ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti í gær Ólafi Elíassyni, myndlistarmanni, íslensku fálka- orðuna við athöfn sem fram fór á Bessastöðum. Ólafur Elíasson er staddur hér á landi í tengslum við setningu Listahátíðar. Listamaðurinn hlaut riddara- kross fyrir framlag sitt til íslenskrar og alþjóðlegrar myndlistar síðastliðinn nýársdag. Meðal þeirra sem voru viðstaddir athöfnina á Bessastöðum í gær voru Dorrit Moussaieff forsetafrú og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Morgunblaðið/Frikki Ólafur Elíasson fékk riddarakrossinn afhentan njar lýsti því að í lokafærslu Baugs hefði aðeins ein upphæð fyrir tilhæfulausa reikninginn og yfirlýsingu SMS frá Færeyjum, rúmar 100 nir króna. Hins vegar hefði ekkert í lokafærsl- né bakfærslunni síðar, bent til þess að reikn- Jóns Geralds hefði verið notaður. Spurði hann tinn hvort hann hefði verið sakfelldur ef hann nefnt upphæðina í síma við Tryggva, án þess að honum sjálfan reikninginn. nig bar hann við að brot Jóns Geralds væri Tæp fimm ár hefðu liðið frá því að rannsókn og þar til Jón Gerald fékk stöðu sakbornings. Í álum er fyrningarfrestur hins vegar tvö ár, ef varðar ekki meira en einu ári í fangelsi. Bar við að málsbætur Jóns Geralds væru svo miklar ki kæmi annað til greina en að mál hans félli þá grein. Jón Gerald hefði m.a. ekki hagnast af u og algjörlega verið háður viðskiptum við Því hefði hann ekki getað neitað Tryggva. Jóns Ger- r í bókhaldi Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÁKVEÐIÐ hefur verið að fjölga plássum í Laugavegshlaupinu um 100 og geta því alls 250 hlauparar tekið þátt í þessu vinsæla ofurmara- þoni milli Landmannalauga og Þórs- merkur. Hingað til hefur hámarksfjöldi í hlaupinu verið 150 en um miðjan apríl seldist upp í hlaupið, mörgum hlauparanum til þungrar mæðu. Þeir sem ekki komust að gátu skráð sig á biðlista og á skömmum tíma söfnuð- ust tugir nafna á listann og jafnvel þótt Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR), sem heldur hlaupið, hafi brugðist við þessari auknu ásókn með því að fjölga plássum um 100 eru enn til þeir hlauparar sem gætu þurft að sitja heima. Fjöldi þátttakanda hefur verið takmarkaður til að hægt sé að tryggja öryggi þeirra á hlaupaleið- inni en eins og alkunna er geta veður verið válynd á hálendinu, jafnvel um miðjan júlí. Grípa þarf til ýmissa ráð- stafana til að hægt sé að auka fjölda hlaupara, að sögn Frímanns Ara Ferdinandssonar, framkvæmda- stjóra ÍBR. Starfsfólki verður fjölg- að til muna og sérstakar ráðstafanir gerðar í Hrafntinnuskeri ef ske kynni að vatnslítið yrði þar uppi þeg- ar hlaupið er haldið. Einnig verður reist stórt tjald í Þórsmörk því úti- lokað er að skálar í Húsadal geti rúmað alla hlauparana. Þá er líklegt að rúta verði staðsett í Emstrum til að ferja til byggða þá hlaupara sem hugsanlega gefast upp á þolrauninni. Hugsanlega til frambúðar En er framtíðin sú að fjöldinn verði aukinn til frambúðar? Frímann Ari sagði best að hafa sem fæst orð um það. „Ef þetta gengur vel getur vel verið að við skoðum það að fjölga jafnvel enn meira. Áhuginn er gríð- arlegur og gaman fyrir okkur að gefa sem flestum kost á að komast þetta,“ sagði hann. Við upphaf hlaupsins myndast jafnan töluverð biðröð þegar hlaup- ararnir þræða þröngan stíg upp Laugahraun. Líklegt er að hlaupur- um verði skipt í ráshópa eftir því hversu hratt þeir ætla yfir og þeir fljótustu fái að vera fremstir. Fjölgað um 100 hlaup- ara í fjallamaraþoni Upphaf Til að minnka þrengslin við rásmarkið er líklegt að skipt verði í ráshópa og þeir fljótustu settir fremst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.