Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 28
TVÆR fréttir í Morgunblaðinu í gær fundust mér afar áhuga- verðar svo ekki sé meira sagt. Það er full ástæða til að óska Gissuri Guðmundssyni, mat- reiðslumeistara, til hamingju með kjör forseta alheimssamtaka mat- reiðslumanna og aðstoð- armönnum hans, Hilmari B. Jónssyni og Helga Einarssyni með þeirra þátttöku í verkefninu. Fyrir orðspor Íslands erlendis er þetta mjög mikilvægur áfangi. Svona árangur næst ekki nema með þrotlausri vinnu, góðri mark- aðssetningu og skipulagningu. Ferðamannaiðnaðurinn byggir öðru fremur á því orði sem fer af mat og viðurgjörningi við ferða- menn á hverjum stað. Ísland var um langt skeið ekki sérlega hátt skrifað, en það hefur breyst mjög framtak ungrar blaðakonu, Sig- ríðar Víðis Jónsdóttur, að hafa það skemmtilega frumkvæði og áræði að ráðast á garðinn, þar sem hann er hæstur. Taka sig til og skrifa grein til birtingar í einu af stórblöðum heimsins og fá hana birta þar. Með vísan til þess, sem ég segi hér að ofan þá er al- veg ljóst, að umfjöllun af þessu tagi er virði auglýsinga af þeim upphæðum, sem ekkert íslenskt fyrirtæki myndi telja sig hafa efni á að greiða. Báðar þessar fréttir eru afar ánægjulegar og enn til merkis um það að við eigum sanna víkinga sem ná árangri með réttum nú- tímavopnum. hratt á undanförnum árum og margir ferðamenn tala um að við eigum fjölda matreiðslumanna á heimsvísu. Þeir sem hafa staðið að útflutn- ingi íslenskra afurða og þjónustu um langt árabil vita að fátt hefur meiri og fljótvirkari áhrif við markaðssetningu landsins og gæða þess, en bein og óbein um- fjöllun í fjölmiðlum. Kjör Giss- urar og störf þeirra félaga á næstunni mun án efa vekja at- hygli og auka veg og virðingu Ís- lands sem ferðamannalands þar sem ekki einungis einstök náttúra hefur seiðandi aðdráttarafl held- ur munu bragðlaukarnir kitla undirmeðvitundina, þegar ákveð- ið er hvert ferðinni verður heitið næst. Hins vegar er það frábært Friðrik Pálsson Markaðssetning víkinga Höfundur er hótelhaldari á Hótel Rangá og víðar 28 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HÉRLENDIS tíðkast að nota orð- ið almenn lögregla þegar réttara væri að nota orðið gæslulögregla til þess að lýsa hlutverki hinnar almennu lög- reglu. Annars vegar er talað um al- menna lögreglu og hins vegar rann- sóknarlögreglu. Vísar þetta einnig til þess mismunandi hlutverks lögreglu að gæta almannaöryggis og halda uppi allsherjarreglu annars vegar og hins vegar þess hlutverks hennar að vinna að uppljóstrun brota og fylgja málum eftir skv. lögum um meðferð opinberra mála. Þess misskilnings hefur gætt að efling greiningardeildar og sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið á kostn- að hinnar almennu lögreglu. Hið rétta er að engar fjárveitingar hafa enn fengist vegna greiningardeildar heldur hefur kostnaði verið mætt með endurskipulagningu hjá ríkislög- reglustjóra. Hvað varðar sérsveitina þá komu til auknar fjár- veitingar vegna hennar á árunum 2004–2006. Eflingin kom til í tíð síðustu ríkisstjórnar og al- menn löggæsla naut góðs af henni, m.a. vegna þess að bætt var við 10 stöðum lögreglumanna í þá- verandi lögregluliði í Reykjavík auk fjölg- unar sem varð í sérsveit. Fjölgun sérsveitarmanna var hrein viðbót við aðrar fjárveitingar til lög- gæslu sem ekki voru skornar niður og því fráleitt að tala um að eflingin hafi verið á kostnað hinnar almennu lög- reglu. Einnig fráleitt í ljósi þess hlut- verks sveitarinnar að sinna daglega almennum lögreglustörfum á vöktum allan sólarhringinn, samhliða sér- verkefnum og þjálfun og því til við- bótar að verkefni hennar eru hluti af því að gæta almannaöryggis og halda uppi allsherjarreglu og hún því hluti hinnar almennu lögreglu í landinu. Áratuga reynsla varð til þess að ákveðið var að færa sérsveitina undir ríkislögreglustjóra og hef- ur sú breyting reynst mjög vel. Í nýlegri áfangaskýrslu um mat á þeim breyt- ingum á nýskipan lög- reglu sem gerð var með fækkun umdæma úr 26 í 15 kemur fram að ekki hafa verið um nægilega róttækar breytingar að ræða til að tryggja bestu nýtingu mannafla innan lögreglunnar alls staðar á landinu. Þá er bent á að hlutfall stjórnenda sé óvenju hátt innan lögreglunnar og að brýnt sé að gera greinarmun á eig- inlegum lögreglustörfum og öðrum störfum sem ekki þarf lögreglumenn til að sinna. Einnig kemur fram að fjárveitingar til löggæslu hafa aukist á undanförnum árum. Ekki er mælt á móti því að full ástæða er til þess að efla lögregluna og auka fjárveitingar til hennar. Þró- un mála hérlendis varðandi skipu- lagða alþjóðlega glæpastarfsemi og aukin þörf á að efla öryggismál al- mennt kallar beinlínis á að stjórnvöld leggi meiri áherslu á löggæslu-, ör- yggismál og almannavarnir. Það að skapa stofnana- og deildaríg um hvort ákveðin starfsemi sé á kostnað annarrar innan lögreglunnar skilar hins vegar engu. Þá er hægt er að bæta nýtingu fjárveitinga innan lög- reglunnar með frekari end- urskipulagningu hennar og skyn- samlegast að lögreglan öll verði eitt lögreglulið undir stjórn ríkislög- reglustjóra með sama hætti og lög- reglan á Írlandi. Einnig er rétt að skoða hlutfall þeirra lögreglumanna sem sinna inni- störfum sérstaklega í stærri lög- regluliðunum. Frasar um sýnilega löggæslu eru marklausir ef ekki fylgja efndir um að fjölga lög- reglumönnum á götunni á þeim svæð- um þar sem þörfin er brýnust hverju sinni og að fólk fái skjóta lögreglu- aðstoð þegar það óskar. Of hátt hlut- fall lögreglumanna sem vinna inni- störf eða að verkefnum sem ekki þarf menntaða lögreglumenn til að sinna er því röng forgangsröðun. Við skipu- lagningu lögregluliðs á að byrja neð- an frá og ákveða fyrst hvaða lág- marks mannskap þarf út á götu í almenna löggæslu en ekki ofan frá og enda síðan með of fáa menn á göt- unni. Spyrja má hvort skipulags- breytingar hjá stærri lögreglulið- unum hafi skilað þeim árangri sem að var stefnt og hvort lögreglumönnum hafi fjölgað við útistörf. Annar frasi sem stundum heyrist er að ríkislögreglustjóri eigi ekki að vera með „operativa“ starfsemi og eðlilegt væri að starfsemi eins og sér- sveit, fjarskiptamiðstöð og al- þjóðadeild væru hjá stærstu lög- regluliðunum. Spyrja mætti hvort þetta þýddi að lögreglustjórarnir ættu þó ekki að vera með neina „stra- tegíska“ starfsemi sem er álíka gáfu- legur frasi. Eins og skipan lögreglu er hérlendis er eðlilegt að öll hlutverk sem eru á landsvísu séu hjá ríkislög- reglustjóra. Á Norðurlöndunum tíðk- ast ekki að landsvísuhlutverk séu í höndum einstakra lögreglustjóra sem hafa landfræðileg valdmörk. Þróunin á hinum Norðurlöndunum hefur verið sú að hinar miðlægu lög- reglustofnanir hafa verið efldar á síð- ustu árum til þess að takast á við nýj- ar ógnir. Þá hefur náðst mikill árangur hjá embætti ríkislög- reglustjóra svo sem varðandi starf- rækslu fjarskiptamiðstöðvar á lands- vísu, alþjóðadeildar sem tengir íslensku lögregluna við alþjóðlegar lögreglustofnanir og með eflingu sér- sveitar og þar með öryggismála al- mennt, svo ekki sé minnst á almanna- varnir ríkisins sem færðar voru til embættisins. Uppskipting á embætt- inu myndi vera stórfelld afturför enda hefur það verið í forystu- hlutverki í breytingum á löggæslu- málum og framförum í þeim efnum síðustu 10 ár. Almenna lögreglan – gæslulögreglan Jón F. Bjartmarz skrifar um löggæslu » Fjárveitingar vegna fjölgunar sérsveitar- manna voru hrein viðbót við aðrar fjárveitingar til löggæslu og því ekki á kostnað hinnar al- mennu lögreglu. Jón F. Bjartmarz Höfundur er yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. SUNNUDAGINN 6. apríl síðastliðinn birti Morgunblaðið grein mína sem var op- ið bréf til umboðs- manns barna. Tilefnið var örlítil fréttagrein sem birtist í Mbl. 13. mars. Forsíðufrétt í Fréttablaðinu hinn 5. maí sl. fjallar um sama efni, tæknifrjóvgun fyrir einstaklinga, þ.e. rýmkaðar reglur út frá „jafnréttissjón- armiðum“ eins og það er orðað í fyr- irsögninni sem fylgdi fréttinni. Umboðsmaður svaraði bréfi mínu 11. apríl á mjög skilmerkilegan hátt. Ég hafði farið fram á það við um- boðsmann að svarið birtist lesendum Morgunblaðsins en blaðið sá sér ekki fært að birta það vegna lengd- artakmarkana. Þrátt fyrir það að málefnið hafi lengi verið mér hugleikið hafði ég ekki gert mér grein fyrir því hvernig þessu er öllu háttað í dag. Ég geri ráð fyrir að þannig sé því einnig farið með marga aðra. Umboðsmaður birti svar sitt við bréfi mínu á heimasíðu embættis- ins 2. maí, á slóðinni: www.barn.is undir fyr- irsögninni „Réttur barna sem getin eru með tæknifrjógvun til upplýsinga um upp- runa sinn.“ Svarið er mjög at- hyglisvert og ég hvet alla þá, sem láta sig hag og réttindi barna varða, til að skoða það. Mál- efni barna koma öllum við. Eins og kemur fram í Frétta- blaðinu í gær er frumvarp, til breyt- inga á lögum um tæknifrjóvgun, væntanlegt á næstu dögum. Það eru greinilega hinir undarlegustu hlutir sem fara í gegnum þingið, þegjandi og hljóðalaust. Ég vona einlæglega að við séum ekki að hverfa inn í heim villimennskunnar þar sem hið fyrr- nefnda „jafnréttissjónarmið“ nær ekki til barna. Það er mikilvægt að við fylgjumst vel með því sem þingmennirnir okk- ar gera varðandi þetta málefni. Ég ber mikla virðingu fyrir embætti umboðsmanns barna og vona inni- lega að þingmenn sýni okkur sem byggjum þetta land þá virðingu líka að taka tillit til athugasemda henn- ar. Við hljótum öll að taka undir orð umboðsmanns þegar hún segist telja „… afar mikilvægt að tryggja þess- um börnum líkt og öðrum rétt til upplýsinga um uppruna sinn“. Ég hvet hana til góðra verka og óska henni velfarnaðar í því mikilvæga starfi sem henni er falið. Svar við opnu bréfi til umboðsmanns barna Stella Gróa Ósk- arsdóttir skrifar um réttindi barna Stella Gróa Óskarsdóttir »Ég vona einlæglega að við séum ekki að hverfa inn í heim villi- mennskunnar þar sem hið fyrrnefnda „jafn- réttissjónarmið“ nær ekki til barna. Höfundur er fv. starfsmaður Veðurstofu Íslands. 2. útdráttur 15. maí 2008 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 4 1 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur 1 0 9 4 3 0 8 6 1 7 2 5 7 6 2 1 9 0 Vi n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 11981 39817 43086 54821 61593 74768 31427 41652 44335 58294 63969 79053 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 8 9 0 1 0 0 2 0 2 1 7 7 2 2 9 5 2 6 4 4 8 1 1 5 2 6 4 6 6 0 6 7 1 7 3 3 5 0 1 3 0 6 1 0 1 6 3 2 1 9 7 2 3 0 2 6 4 4 6 1 5 4 5 4 1 5 1 6 1 2 6 9 7 4 7 1 1 1 9 6 3 1 0 6 7 2 2 2 1 5 7 3 0 4 1 5 4 6 2 9 5 5 5 1 2 2 6 1 4 5 6 7 5 1 3 9 2 0 9 3 1 0 8 5 8 2 2 2 0 9 3 2 6 5 0 4 6 3 4 8 5 6 2 0 2 6 2 7 4 9 7 5 7 5 5 2 2 7 4 1 1 8 2 1 2 2 4 9 5 3 3 0 3 3 4 7 8 1 8 5 7 6 8 3 6 6 4 7 2 7 5 7 8 6 3 9 0 7 1 5 4 1 8 2 3 6 7 1 3 3 6 9 1 4 9 2 4 1 5 7 7 4 9 6 6 9 9 7 7 6 4 4 0 4 8 6 6 1 7 0 1 2 2 5 7 9 7 3 6 7 3 8 4 9 4 2 9 5 8 2 2 4 6 7 7 8 3 7 6 5 4 6 6 5 4 1 1 7 2 2 3 2 6 6 5 3 3 9 0 6 5 5 0 2 1 6 5 8 2 5 3 6 8 2 7 3 7 7 5 9 9 6 7 6 1 1 7 2 7 9 2 7 6 3 4 3 9 2 6 0 5 0 3 5 0 5 8 4 9 9 6 8 2 7 9 7 8 7 6 9 8 0 4 3 1 7 4 9 6 2 7 8 0 8 3 9 9 6 4 5 0 8 6 1 5 8 7 9 1 6 8 4 4 9 8 1 0 8 1 8 0 8 1 2 8 3 6 3 4 0 5 7 8 5 1 3 8 2 5 8 9 5 8 6 9 3 7 3 8 1 7 7 2 0 1 0 8 2 9 0 0 0 4 2 1 2 0 5 1 3 9 4 5 9 1 0 3 7 0 0 6 9 9 6 7 1 2 1 0 3 5 2 9 2 0 3 4 4 0 0 9 5 1 7 2 3 5 9 9 7 4 7 0 2 7 6 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 16 7544 14776 20874 29502 36956 46233 54907 63046 72152 572 7556 14859 21355 29510 37797 46244 54929 63284 72190 764 7573 14936 21455 29571 38172 46271 55545 63327 72244 1448 7587 15189 21492 29625 38714 46571 55692 63352 72392 1542 7861 15450 21552 29739 38739 47157 56040 63519 72408 1761 7870 16083 21611 29895 38863 47478 56401 64047 72612 1783 8147 16100 21956 29950 38880 47736 56440 64331 72660 1926 8392 16234 22706 30547 39079 48160 56566 64341 72757 2081 8619 16291 22780 30591 39230 48186 56760 64503 72911 2159 8638 16327 22802 30700 39366 48229 57636 64628 72981 2209 8658 16428 22803 30953 39524 48314 57827 64653 73147 2852 8741 16539 23078 31057 39809 49006 58078 64752 73616 2886 8830 16607 23570 31110 39956 49073 58203 64768 73703 3082 9459 16740 23797 31431 39990 49098 58375 64791 73829 3190 9573 17336 23863 31488 40040 49155 58655 64874 73890 3227 9647 17849 23940 31675 40079 49212 58659 65104 74372 3330 9816 17918 23967 32335 40599 49234 59131 65658 75015 3531 9859 18018 24798 32441 40770 49473 59200 65944 75116 3532 9992 18053 25333 32802 40783 50128 59356 65970 75158 3540 10034 18398 25624 32804 40785 50425 59723 66033 75278 3736 10093 18574 25815 32981 40874 51194 59911 66212 75368 3852 10197 18622 26204 33190 41002 51211 59975 66261 75411 4116 10354 18662 26225 33282 41129 51532 60214 67444 75825 4204 10531 18673 26363 33283 41347 52042 60300 67824 75833 5167 10613 18804 26401 33485 41493 52267 60305 68039 76123 5217 11093 18868 26451 33645 42171 52478 60335 68310 77231 5266 11650 18994 26635 33800 42564 52532 60456 68399 77365 5336 13000 19136 26793 34017 42618 52613 60657 68681 77540 5366 13069 19359 27179 34100 42687 52796 60858 69283 77619 5548 13097 19702 27192 34221 42957 52937 61119 69540 77793 5760 13300 19705 27229 34773 43039 53043 61360 70242 77834 5913 13394 19813 27297 34867 43123 53440 61397 70253 77897 5921 13411 19834 28086 34993 43554 53470 61597 70649 78086 5941 13471 19858 28156 35098 43648 53751 62082 70860 78345 6041 13658 19877 28236 35209 43650 53927 62085 70933 78415 6066 13734 20384 28315 35220 43885 53964 62200 71168 78741 6071 13944 20466 28494 35509 44148 54196 62443 71241 78999 6693 13985 20521 28539 35986 44860 54326 62508 71788 79577 6895 14178 20549 29041 36126 45040 54462 62649 71865 79802 7370 14497 20813 29329 36213 46006 54536 62972 72128 79829 Næstu útdrættir fara fram 22. maí & 29. maí 2008 Heimasíða á Interneti: www.das.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.