Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Suðurnesjabrids Mánudaginn 5. maí lauk starfsemi hjá Brids- félaginu Munin Sandgerði og Bridsfélagi Suð- urnesja með þriggja kvölda tvímenningi. Landsbankinn styrkti félögin til að halda þetta síðasta mót vetrarins. Úrslitin voru mjög spennandi og tvísýn: Karl G. Karlsson og Jóhannes Sigurðsson/Gunnlaugur Sævarsson 58.75% Garðar Garðarsson og Svavar Jenssen 58.54% Þorgeir Ver Halldórss. og Garðar Þór Garðarss. 56.46% Hæsta skor síðasta kvöld voru: Karl Karlsson og Jóhannes Sigurðsson 144 Garðar Garðarsson og Svavar Jenssen 143 Grethe Iversen og Sigríður Eyjólfsdóttir 139 Randver Ragnarsson og Eyþór Jónsson 138 Enn og aftur vill stjórn félaganna þakka samstarfið í vetur og óskar öllum spilurum gleðilegs sumars og hlakkar til að sjá sem flesta aftur í haust. Bikarkeppni Bridssambands Íslands Skráning er hafin í bikarkeppni sumarsins 2008 í síma: 587 9360. Þeir sem ætla að vera með í bikarnum er beðnir um að skrá sig sem fyrst. Dregið verður í fyrstu umferð á Kjör- dæmamótinu í Stykkishólmi 18. maí. Vertíðarlok í Kópavogi Það var ágæt þátttaka á síðasta spilakvöldi BK, alls 14 pör og allir í góðum sumarfíling og skorið býsna jafnt: Gísli Tryggvason - Hermann Lárusson 167 Guðlaugur Bessason - Trausti Friðfinnsson 165 Guðni Ingvarsson - Halldór Einarsson 165 Baldur Bjartmarsson - Sigurjón Karlsson 164 Guðlaugur Sveinsson - Sveinn Þorvaldsson 162 Ármann J. Lárusson - Loftur Pétursson 161 Við þökkum öllum spilurum sem mætt hafa á spilakvöldin okkar í vetur fyrir samveruna og umsjónarmaður bridsfrétta mbl. þakkar Lofti samstarfið um leið og við óskum bridsurum ánægjulegs sumars. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 13 maí var spilað á 16 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Albert Þorsteinsson – Björn Árnason 393 Gísli Hafliðason – Björn Pétursson 382 Ragnar Björnsson – Jóhann Benediktsson 368 Oddur Jónsson – Oddur Halldórsson 328 A/V Stefán Ólafsson – Óli Gíslason 413 Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsdóttir 370 Ragnar Ásmundsson – Aðalheiður Torfadóttir 368 Nanna Eiríksdóttir – Hildur Jónsdóttir 353 Þriðjudaginn 9. maí var spilað á 16 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S Sverrir Jónsson – Skarphéðinn Lýðsson 374 Bragi Björnsson – Auðunn Guðm.son 371 Rafn Kristjánsson – Oliver Kristófersson 366 Sig. Herlufsen – Steinmóður Einarsson 354 A/V Magnús Oddsson – Jón Pálmason 413 Ármann Lárusson – Haukur Guðm.son 388 Ólafur Ingvarsson – Þorsteinn Sveinsson 378 Jón Hallgrímsson – Bjarni Þórarinsson 337 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði í, Stangarhyl, fimmtudaginn 8. maí. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Magnús Oddsson - Oliver Kristófersson 265 Björn E. Pétursson - Gísli Hafliðason 257 Björn Árnason - Björn Svavarsson 240 Árangur A-V Ragnar Björnsson - Jón Lárusson 293 Einar Einarsson - Magnús Jónsson 248 Halla Ólafsdóttir - Hilmar Valdimarsson 241 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Það fyrsta sem fór í gegnum hugann minn þegar pabbi hringdi í mig og lét mig vita að núna værir þú farin var, af hverju, hvernig? Það er svo stutt síðan við fjölskyldan vorum í heimsókn og þá var allt í lagi. En slysin gera víst ekki boð á undan sér, það er Anna Guðrún Antonsdóttir ✝ Anna GuðrúnAntonsdóttir fæddist á Siglufirði 17. júlí 1935. Hún lést af slysförum 19. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 1. apríl. víst. Það sem ég man svo vel er að þegar ég, Lísa og Embla vorum hjá þér um jólin talaðir þú mikið um hversu rík þú værir og það er rétt. Það er óhætt að segja að þú hafir dáið mjög rík manneskja. En það sem eftir stendur hjá mér er að sjálfsögðu allar góðu minningarnar sem ég á um þig sem ástkæra ömmu mína. Frá því að ég man eftir mér kall- aðir þú mig alltaf krónprinsinn þinn þar sem ég var fyrsti strák- urinn af okkur barnabörnunum, það mun alltaf verða mér í góðu minni. Ein helsta og skemmtileg- asta minning mín er einnig þegar ég var í útilegu með mömmu og pabba og tók rútuna í bæinn til að taka þátt í nýsköpunarsamkeppni sem haldin var í Ráðhúsinu í Reykjavík, þá tókstu á móti mér á BSÍ og við áttum frábæra daga bara tvö ein. Þá var sko dekrað við strákinn. Ég gæti endalaust talið upp þær frábæru stundir sem við áttum en ætla að halda þeim út af fyrir mig. Ég kveð þig, amma mín, með mikinn söknuð í hjarta mínu og vona að ég fái tækifæri til að hitta þig aftur einhvern daginn. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og að hafa ávallt verið til staðar. Þinn krónprins, Andri Daði. Látin er í Reykja- vík Birgitte Laxdal Pálsson. Fyrir hönd Íslandsdeildar Amnesty International langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Birgitte kynntist ég fyrir allmörgum árum og fór þar vönd- uð og víðsýn kona sem bar með sér mikil heilindi. Birgitte og eig- inmaður hennar Einar Pálsson voru einstakt fólk sem aldrei aug- lýstu á einn eða annan hátt hið mikilvæga hlutverk sem þau léku í því að tryggja mannréttindastörf Íslandsdeildar Amnesty Interna- tional. Deildin var stofnuð árið 1974 og á fyrstu þremur árum hennar hafði hún flutt þrisvar og átti erfitt með að standa undir leigugreiðslum. Þau heiðurshjón Birgitte Laxdal Pálsson ✝ Birgitte LaxdalPálsson fæddist í Danmörku 27. febrúar 1926. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 26. mars síðastlið- inn. Útför Birgitte var gerð frá Fossvogs- kapellu 3. apríl, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. fréttu af húsnæðis- vandanum og buðu samtökunum árið 1977 afnot af hús- næði í Hafnarstræti 15. Þessi einstaka velvild og stuðningur þeirra hjóna var ómetanlegt akkeri í tilvistarbaráttu deildarinnar og gerði Íslandsdeild Am- nesty International kleift að koma undir sig fótunum og sinna mannréttindastarfi. Í rúm þrjátíu ár hefur deildin notið þessarar velvildar og stuðnings. Með þeirri aðstöðu sem Birgitte og Einar sköpuðu Íslandsdeild Amnesty International stóðu þau vörð um mannréttindi. Framlag þeirra hjóna verður seint þakkað. Um leið og Birgitte eru þakk- aðar góðar stundir á liðnum árum flyt ég henni kveðjur og þakkir yngri sem eldri félaga Íslands- deildar Amnesty International fyrir framlag hennar og stuðning við mannréttindabaráttu samtak- anna. Öllum aðstandendum eru sendar innilegustu samúðarkveðj- ur. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir. Elsku mamma og tengdamamma, þegar þú lást þína síðustu daga á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi eftir stutt og erfið veikindi minnir það mann á hvað þessi bless- aða líflína er grönn. Þú komst til okk- ar á föstudaginn langa í mat og varst þú bara nokkuð hress að eigin sögn, en 2 vikum síðar vorum við saman komin börnin þín, tengdabörn og barnabörn uppi á spítala til að kveðja þig. Það er erfitt að kveðja konu sem öllum þótti vænt um, hjartahlý og fylgdist vel með öllu því sem fram fór innan fjölskyldunnar. Venjan var að hringja í þig um hverja helgi, fá frétt- ir, segja fréttir, eða heimsækja þig í Sunnuhlíðina í Kópavogi og njóta veitinganna eins þér var einni lagið, nú svo komstu í mat og kaffi af og til og hafðir gaman af. Þegar allt hverfur úr manns lífi myndast stórt tóm sem tekur tíma að fylla í. Minningarnar úr Agnes Árnadóttir ✝ Agnes Árna-dóttir fæddist í Sauðhaga í Valla- hreppi í Suður- Múlasýslu 3. sept- ember 1919. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 9. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Egilsstaða- kirkju 26. apríl. sveitinni og aðrar sem við áttum saman eru nægar til að fylla heila opnu, en við ætlum að geyma þær í hjarta okkar þar sem þær varðveitast best. Elsku mamma, guð veri með þér, þó þú værir orðin 88 ára varstu vel með á nót- unum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Hvíl þú í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt Lárus og Hildur. Það er svo sorglegt að hugsa til þess að hún Agga amma er dáin, en það kölluðum við hana alltaf og það er skrýtin tilhugsun að hún kemur ekki í sína árlegu heimsókn austur til okkar í sumar. Það var alltaf mikil tilhlökk- un að fá hana. Hún var ótrúlega dug- leg að ferðast þó að hún væri orðin þetta fullorðin og hún ætlaði að koma til okkar í sumar. Hún amma var svo einstök, svo já- kvæð og lífsglöð, hún gat líka verið svolítill prakkari. Stundum gat hún hlegið að öllu og engu því að það lá alltaf vel á henni. Að eigin sögn var hún aldrei lasin og oftast var gott veð- ur hjá henni. Það var líka gaman að heimsækja hana í Sunnuhlíð þar sem hún bjó. Hún átti alltaf nóg af allskonar góð- gæti og var prakkaraleg á svipinn þegar hún hvarf inn í búrið sitt og baukaði þar smástund og áður en við vissum af var borðið fullt af kræsing- um og henni leið aldrei betur en þegar hún vissi að við værum úttroðin. Það er guðsgjöf að hafa átt svona ömmu eins og Agga amma var. Við vitum að henni líður vel þar sem hún er núna. Agnes Heiða og Elvar Ingi. Hann Daníel er far- inn. Daníel hafði háð hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm, en var fyllilega sáttur við að fara og var sannfærður um annað og þrautaminna líf fyrir handan. Fyrir hartnær þrjátíu árum hóf- um við undirritaðir og Daníel kynni þegar við lásum saman undir próf til löggildingar í fasteignasölu. Hittumst við reglulega í því skyni og hvöttum hver annan til dáða og myndaðist mikil samstaða meðal okkar fimmmenninganna. Daníel var sagnamaður og sagði vel frá mönnum og málefnum og oft- ar en ekki fór hann með stökur og ljóð sem hann kunni góð skil á. Þá var hann mjög vel að sér um dægurmál hvers tíma og stjórnmál Daníel Árnason ✝ Daníel Árnasonfæddist á Blönduósi 16. mars 1948. Hann lést á heimili sínu, Hátúni 12, Sjálfsbjargar- húsinu, 12. apríl. Daníel var jarð- sunginn frá Laugar- neskirkju 17. apríl sl. voru honum hugleikin. Oftar en ekki fékk hann einhvern okkar í snarpa snerru um ým- is álitamál sem uppi voru í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Fundum við fljótt að Daníel kættist og efldist við góðan ágreining og setti sig ekki úr færi að draga skarpar línur á milli sín og annarra og freista þess að bera sigur úr býtum eins og háttur er húnvetnskra baráttu- manna. Daníel var farsæll fasteignasali og rak hann Húseignir og skip í Veltu- sundi um árabil af öryggi og ná- kvæmni samviskusams fagmanns. Í einkalífi sínu naut Daníel gæfu með góðri konu, þar sem Guðrún var og meðan hennar naut við, og tveim- ur mannvænlegum sonum. Að leiðarlokum vottum við sonum hans og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng lifir. Heimir L. Fjeldsted, Ingileifur Einarsson, Magnús Axelsson og Magnús Einarsson. Öfáum orðum lang- ar mig til að minnast Maríu Indriðadóttur sem hannaði ótal glæsikjóla fyrir mig og fjölskyldu mína. Við kynntumst þegar hún og mamma unnu saman í tískuversluninni Nínon María Indriðadóttir ✝ María Indriða-dóttir fæddist 14. júlí 1915. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 8. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Laugar- neskirkju 15. apríl. í Bankastræti. Þá saumaði hún fyrir okk- ur fermingarkjólinn minn. Nokkur ár liðu þar til ég leitaði til hennar á ný. Nokkuð seinna saumaði hún reglulega fyrir mig glæsilega samkvæm- iskjóla og fínerískjóla. Föst venja á nýársdag var að Helgi maðurinn minn sótti til hennar flottan kjól sem ég skartaði þá um kvöld- ið. Ekki voru viðhöfð mörg orð, við skoðuðum myndir og flottustu tískublöð í heimi og síðan hannaði hún kjólinnn. Ég mátaði og hún sagði bara takk fyrir þegar ég sagði þetta er flott. Talsverð eftirsjá er í því að við skyldum ekki kynnast að öðru leyti, ég hafði hugmyndir um hennar sterku skoðanir og hún og maðurinn hennar voru svo sannar- lega sama sinnis. Hann hét Sigurður Róbertsson og var rithöfundur, sam- an áttu þau góða og langa ævi. Við- urkennt skal nú að það hefði verið gaman að kynnast þeim hjónum að öðru leyti því þetta voru mjög góðar og hógværar manneskjur. Glæsikjól- ana og gersemarnar geymi ég enn þann dag í dag því þetta eru lista- verk. María var sannkallaður lista- maður. Allt þetta er þakkað og henni bið ég guðs blessunar. Edda Sigrún Ólafsdóttir og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.