Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 564 0000Sími 462 3500 ÞAÐ ÞARF ALVÖRU KARLMANN TIL AÐ VERA BRÚÐARMEYJA eee ,,Hugljúf og skemmtileg" - V.J.V., Topp5.is/FBL * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu TILBOÐ Í BÍÓ SÝND Í SMÁRABÍÓI eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL „ATH SÉRSTAKT LEYNIATRIÐI ER AÐ MYND LOKINNI (EFTIR LEIKARA/CREDIT LISTANUM)“ eee ROLLING STONE Superhero Movie kl. 4 - 6 B.i. 7 ára Bubbi Byggir m/ísl. tali kl. 4 Horton m/ísl. tali kl. 4 Harold og Kumar kl. 6 - 8 - 10 What happens in Vegas kl. 8 - 10 Made of Honour kl. 6 Prom Night kl.6 - 8 - 10 B.i. 14 ára What happens in Vegas kl. 5:45 - 8 - 10:15 What happens in Vegas kl. 5:45 - 8 - 10:15 LÚXUS Made of Honour kl. 8 - 10:15 Iron Man kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára SÝND Í REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI RITSTÝRÐ SÝND Í REGNBOGANUM HAROLD OG KUMAR ERU MÆTTIR AFTUR Í SPRENGHLÆGILEGRI GAMANMYND FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM ÖSKUR BERA ENGAN ÁRANGUR !! SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í REGNBOGANUM 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG SMÁRABÍÓI Harold og Kumar kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára Made of Honour kl. 5:50 - 8 - 10:10 Redacted kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Tropa de Elite kl. 8 B.i. 16 ára Ruins kl. 10:20 B.i. 16 ára Brúðguminn enskur texti kl. 6 B.i. 7 ára Eftir að hafa horft á morð ognauðganir í kvikmyndinniBlindness og séð hörmung- arsögur af framgöngu ísraelska hersins í Líbanon á níunda áratugn- um í teiknimyndinni Vals við Bashir (Waltz With Bashir) tók ekki skárra við í gærmorgun. Argentínska myndin Leonera, sem er ein keppn- ismyndanna, var frumsýnd næstum við sólarupprás. Þar segir frá einkar ólánsamri konu sem lendir í fangelsi þar sem hún neyðist til að ala barn sitt. Myndin var stórgóð, aðalleikkonan (Martina Gusman) hélt myndinni uppi og framsetn- ingin þannig að maður sat límdur í næstum tvo klukkutíma án þess að hugsa um hvað tímanum leið. Besta mynd hátíðarinnar hingað til, en það er kannski ekki mikið að marka þegar svo skammt er liðið. Eftir að hafa verið áminntur svona hressilega um eymd og sorg í heiminum var kærkomið að bregða sér á teiknimynd í léttari kantinum. Teiknimyndin Kung Fu Panda fjallar, eins og titillinn gefur sterk- lega til kynna, um pöndu sem elskar og iðkar kung fu. Söguþráðurinn er reyndar örlítið klisjukenndur; síét- andi fitubollan verður öllum að óvörum hinn útvaldi bardagakappi landsins sem á að frelsa íbúana und- an ógn óþokka sem legið hefur í dvala svo áratugum skiptir. Þið megið svo geta ykkur til um hvern- ig myndin endar. En myndin var ágætlega skemmtileg og það trú- lega tilgangurinn frekar en nokkuð annað. Þarna var líka valin rödd í hverju rúmi og eigendur raddbandanna hljómþýðu mættu til skrafs við blaðamenn í Cannes í gær. Þar voru samankomin Jack Black, Angelina Jolie og Dustin Hoffman auk beggja leikstjóra myndarinnar og Jeffreys nokkurs Katzenbergs, yfirmanns DreamWorks-samsteypunnar. Fyrirfram hefði eflaust verið hægt að gefa sér það að Jack Black tæki að sér hlutverk grínarans á fundinum en svo var aldeilis ekki, það var Dustin Hoffman sem lék á als oddi. Hann greip fram í fyrir blaðamönnum, skammaði Black fyrir orðaval og vildi endilega koma því á framfæri að faðmur hans hefði staðið Angelinu Jolie opinn á sínum tíma þegar hún ákvað frekar að leggja lag sitt við Brad Pitt. Lái henni hver sem vill. Talið barst ósjálfrátt mikið að téðum Brad og barnaskaranum mikla og ófáir blaðamenn fundu sig knúna til að biðja um orðið til þess eins að óska Jolie til hamingju með að eiga von á tvíburum. Það kemur einstöku sinnum fyrir á blaða- mannafundum sem þessum að mað- ur hálfskammast sín fyrir kollega sína. Ekki það að ég vilji setja mig á háan hest gagnvart öðrum blaða- mönnum en það getur verið afar vandræðalegt að vera einn þeirra sem bíða svara úti í sal þegar spurn- ingarnar eru á þessa leið: „Angel- ina, nú ert þú góðgerðar- sendi- herra, hvernig hyggst þú leysa þær aðstæður sem komnar eru upp í Kína eftir hamfarirnar!“ Eða: „Angelina, ætlar Brad með þér á rauða dregilinn í kvöld? Annars er ég alveg til í að koma með þér!“ Eft- ir að blaðamannafundinum lauk rauk svo fjöldi blaðamanna upp til handa og fóta og kastaði sér á púlt- ið þar sem leikararnir sátu til að freista þess að fá eiginhandarárit- anir. En sem betur fer var umræðan oft á tíðum fróðlegri en þetta og öll á gamansömum nótum í anda myndarinnar. Jack Black, sem ljær pöndunni rödd sína, sagðist meðal annars varla á milli sjá hvar hann endaði og hvar pandan Po byrjaði, svo líkir væru þeir. „Ég hef alltaf litið á sjálfan mig sem hálfgerðan bangsa. Ég er loðinn, feitur og latur svo ég þurfti í raun ekkert að leggja í túlkunina á Po, – ég var bara ég Ástarbréf til Kína » „Þetta er mynd semég get áhyggjulaus látið börnin mín horfa á,“ sagði verðandi sex barna móðirin Jolie … FRÁ CANNES Birta Björnsdóttir Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Á dreglinum Dustin Hoffman, Angelina Jolie, Lucy Liu og Jack Black.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.