Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 49 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ er orðið erfitt að halda þræðinum í deilum Móra og Poetrix en því er m.a. haldið fram að Poetrix hafi verið að skjóta á Móra og hyllingu hans á kannabisefnum á plötu sinni. „Það voru nú menn innan herbúða Poetrix sem fyrstir manna bentu mér glottandi á þessi skot hans á mig, og núna kannast hann allt í einu ekkert við þetta og talar um að ég hljóti að líta stórt á mig fyrst ég taki þetta til mín … fyndið,“ segir Móri. Hann seg- ir ennfremur að Poetrix sé að spila sig sem fórnarlamb. „Mér finnst að hann ætti heldur að læra að taka ábyrgð á sínum eigin orðum og gerðum eins og var reynt að kenna honum inni á Vogi og hætta að haga sér eins og einhver vælandi aumingi.“ Talaðu við mig eins og maður Móri heldur áfram og kveður fast að. „Ef hann hefði einhvern tímann hitt mig þá myndi hann vita að ég er ekki einhver helvítis egóisti. Já, marg- ur heldur mig sig … ekki er ég með myndir af mér í öll- um mögulegum blöðum frá öllum mögulegum sjónar- hornum eins og sumir sem við þekkjum.“ Móri vísar því næst í orð Poetrix um að hópur manna hafi komið inn á kaffihús til að útskýra ýmislegt fyrir sér. „Ef einhverjir vilja berja manninn þá kemur það mér svo sem ekkert á óvart, en það er bara aumingjaskapur að hópast margir saman á einn mann, og ég myndi aldrei standa fyrir svo- leiðis fólsku. Það að maðurinn haldi það sýnir bara hvað hann er með miklar ranghugmyndir um mig. Annars verður þetta í síðasta sinn sem ég tjái mig um þennan mann í þessum fjölmiðlasirkus og mæli ég með því að hann láti, líkt og ég, tónlistina tala. Og ef þú hefur eitt- hvað meira að segja við mig kæri Poetrix, þá hittirðu mig undir fjögur augu og talar við mig eins og maður.“ Móri gegn Poetrix – fimmta lota Heiftúðleg rimma Móra og Poetrix heldur áfram … í boði Morgunblaðsins Morgunblaðið/Frikki Móri búinn að fá nóg Segist hættur að munnhöggvast við Poetrix í fjölmiðlum og skorar hann á að mæta sér augliti til auglitis í framtíðinni. Poetrix Í NÝJASTA hefti Rock Tribune er að finna opnuviðtal við hljómsveit- ina Mínus og sömuleiðis í einu stærsta rokkriti Breta, Rock Sound. Í viðtalinu við breska tímaritið talar söngvari sveitarinnar, Krummi, m.a. um áðstæður þess að fjögur ár liðu á milli diskanna Halldór Lax- ness og The Great Northern Whale- kill en ástæðuna segir hann vera þá að hann hafi fengið hálfgert tauga- áfall og orðið að vinna úr því í kjöl- farið. „Þegar við komum af tón- leikaferðunum hélt drykkjan og eiturlyfjaneyslan áfram. Við vorum ungir og okkur langaði að hafa gaman. Og þar sem við erum Íslend- ingar erum við allir meira eða minna alkóhólistar. Einkalíf okkar var hins vegar í rúst og ofan á það bættust rifrildi innan hljómsveit- arinnar. Ég fékk hálfgert taugaáfall og hætti að drekka jafnmikið. Reyndi að koma mér aftur niður á jörðina. Mér tókst það að lokum. Einn míns liðs.“ Viðtölin eru tekin í tilefni af út- komu nýjustu breiðskífa Mínuss The Great Northern Whalekill en skífan hlaut á dögunum fjórar og hálfa stjörnu af fimm á einum stærsta tónlistarvef heims, All Music Guide. Hljómsveitin er nýkomin úr tón- leikaferð um Evrópu og í sumar spilar kvartettinn á nokkrum tónlistarhátíðum í álfunni. Mínus Sveitin um það leyti sem Halldór Laxness kom út. Samkvæmt viðtal- inu við Krumma tók sukkið sinn toll og ekki síst á hljómsveitinni. Fékk hálfgert taugaáfall / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA,KRINGLUNNI, KEFLAVÍK, AKUREYRI OG SELFOSSI „IRON MAN ER SPENNANDI,FYNDIN OG SKEMMTILEG, ÞARF MAÐUR NOKKUÐ MEIRA TIL AÐ GETA ÁTT GÓÐA KVÖLDSTUND Í BÍÓ?“ - VIGGÓ-24STUNDIR „TÆKIN ERU HREINT ÚT SAGT HEILLANDI, SPENNUATRIÐIN ERU MÖGNUÐ OG HÚMORINN ER FRÁBÆR...“ - WALL STREET JOURNAL JOE MORGENSTERN eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL eee ROLLING STONE SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI NEVER BACK DOWN kl. 8 - 10:15 B.i. 12 ára IRON MAN kl. 8 - B.i. 12 ára THE HUNTING PARTY kl. 10:15 B.i. 12 ára SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Á KRINGLUNNI „ATH SÉRSTAKT LEYNIATRIÐI ER AÐ MYND LOKINNI (EFTIR LEIKARA/CREDIT LISTANUM)“ SÝND Á SELFOSSI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI UNDRAHUNDURINN ER BESTI VINUR MANNSINS BÍÓUNUM ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI NIM'S ISLAND kl. 6 - 8 LEYFÐ IRON MAN kl. 10:10 B.i. 12 ára MADE OF HONOUR kl. 8 LEYFÐ RUINS kl. 10:10 B.i. 16 ára NIM'S ISLAND kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ IRON MAN kl. 5:30 B.i. 12 ára OVER HER DEAD BODY kl. 8 B.i. 7 ára STREET KINGS kl. 10 B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.