Morgunblaðið - 21.05.2008, Page 18

Morgunblaðið - 21.05.2008, Page 18
|miðvikudagur|21. 5. 2008| mbl.is daglegtlíf Mokka er barnið okkarsem aldrei verður full-orðið og það þarf stöð-uga umönnun. Þetta eru orðnir margir kaffibollar, mikið upp- vask og hlaup,“ segir Guðný Guðjóns- dóttir, eigandi kaffihússins Mokka á Skólavörðustíg, sem á fimmtíu ára af- mæli núna á laugardaginn. „Þetta var í upphafi fyrst og fremst hugmynd Guðmundar Baldvinssonar, mannsins míns heitins, sem hafði ver- ið í mörg ár í söngnámi á Ítalíu. Þeg- ar hann kom heim sá hann fljótt að söngurinn dugði ekki sem lifibrauð svo við opnuðum Mokka árið 1958. Hann vildi bjóða upp á alvöru ítalskt kaffi, þar sem hver einasti kaffibolli er lagaður sérstaklega, eins og hann sjálfur hafði kynnst og vanist á Ítalíu. Fyrsta kaffivélin sem þjónaði hér var að sjálfsögðu ítölsk og ég á hana enn, þótt hún sé löngu komin úr notkun. Kaffibollinn kostaði fimm krónur þegar við byrjðum og fólki fannst það svolítið skrýtið að borga svona mikið fyrir lítinn bolla. Fólk þekkti þá bara uppáhelling í könnum.“ Stefán Stórval fékk lánaða mjólk Guðný segir Guðmund hafa sungið meðfram starfi sínu á Mokka en hann hafði mikinn listrænan metnað og í þessa hálfu öld sem Mokka hefur ver- ið starfrækt hafa ótal listsýningar verið settar upp þar. „Erró og Bragi Ásgeirsson voru samtíða Guðmundi úti á Ítalíu og þetta þríeyki hélt alltaf saman. Fyrst sýningin í Mokka var einmitt með þeim Braga, Barböru Árnason og Bjarna Jónssyni. Fyrsta sýning Baltasar á Íslandi var hjá okk- ur og hann kynntist konunni sinni hér á Mokka því hún vann hér.“ Aðrir listamenn, hvort sem það voru myndlistarmenn, rithöfundar eða leikarar, komu oft og fengu sér kaffi og spjölluðu saman. „Dagur Sig- urðarson var eins og grár köttur hérna á sínum tíma og fór mikinn. Sama er að segja um Stefán Stórval frá Möðrudal sem fékk gjarnan lán- aðan eins og einn mjólkurpott. Hing- að hefur öll flóra mannlífsins komið. Guðmundur var mikill bóhem og mik- ið fyrir fólk. Hann var lifandi og skemmtilegur, spjallaði við við- skiptavinina og var mikill gestgjafi í sér.“ Bjuggu á hæðinni fyrir ofan Á Mokka hefur alltaf verið stefna að leyfa staðnum að halda sínu upp- haflega útliti og aðeins hefur verið skipt um áklæði á bekkjunum og ann- að nauðsynlegt viðhald. „Við vildum halda þessu sem minnst breyttu og ég held að það sé eitt af því sem hefur orðið til þess að staðurinn hefur lifað í þessa fimm áratugi.“ Mokka var eins og annað heimili þeirra Guðnýjar og Guðmundar og þar ólust börnin þeirra upp að hluta. „Við fluttum á efri hæðina hér í hús- inu sextán árum eftir að við opnuðum kaffihúsið og þá hlupu krakkarnir á milli. Það hafa verið settar svuntur á alla fjölskyldumeðlimi þegar þeir hafa haft aldur til og þeir látnir vinna hér, hvort sem það var mamma mín eða börnin mín og bráðum barna- börnin. Þetta er því sannkallað fjöl- skyldufyrirtæki. Fyrsta barnabarnið fæddist á afmælisdegi Mokka og hann var því oft kallaður Herra Mokka eða Litli Mokka.“ Á Mokka hefur ævinlega verið lögð áhersla á að spila ekki tónlist, svo fólk geti tal- að saman yfir sínu kaffi eða súkkulaði og eins hefur aldrei verið vínveit- ingaleyfi þar. „Það er nóg af öðrum stöðum til að sinna fólki sem vill fá sér í glas og núna lokum við klukkan hálfsjö á hverju kvöldi, en áður var opið lengur frameftir.“ Gestirnir á Mokka eru á öllum aldri og af öllum stéttum. „Hingað hafa menntaskólakrakkar ævinlega sótt og mörg þeirra hafa líka unnið hérna. Eins líta gömlu góðu fasta- kúnnarnir reglulega inn og eftir að gangstéttin var breikkuð höfum við getað sett örfá borð og stóla út fyrir svo gestir okkar geti notið góða veð- ursins á sumrin. Guðmundur vildi hafa borð úti strax í byrjun, rétt eins og hann vandist á Ítalíu, en til þess fékkst ekki leyfi hjá heilbrigðisyf- irvöldum. Það var talið að ryk gæti sest í kaffið sem væri ekki gott fyrir heilsu fólks.“ Sumir voru sjokkeraðir Þegar flett er í gegnum úr- klippubók Guðnýjar sést að þær eru nánast óteljandi listsýningarnar sem settar hafa verið upp á Mokka og sumar umdeildar. „Við leyfðum breiðum hópi listamanna að sýna, þekktum og óþekktum, og stundum var fólk eitthvað sjokkerað, til dæmis á Súmmurunum. Hér hafa líka verið sýndar ljósmyndir, ljóð og elektrón- ískar nótur, svo eitthvað sé nefnt, og margir erlendir listamenn hafa líka sýnt hjá okkur.“ Þegar gluggað er í fyrstu gestabók Mokka frá 1958 má sjá þar mörg nöfn listamanna sem eru gengnir til feðra sinna. Má þar nefna Kjarval sem pár- aði mynd í bókina, Tómas Guðmunds- son, Þorvald Skúlason, Jökul Jak- obsson og Júlíönu Sveins. Jón Leifs þakkar fyrir sig með því að teikna nótur og ítalski sendiherrann skrifar að þarna hafi hann fengið besta kaffið norðan Alpa. Í tilefni af afmælinu á laugardag verður sett upp sýning á Mokka þar sem gefur að líta yfirlit af hinum ýmsu verkum sem hafa verið sýnd þar í gegnum tíðina. „Mörg þeirra verka sem verða á afmælissýning- unni eru í einkaeign en við fáum þau að láni í tilefni af hálfrar aldar afmæli Mokka.“ khk@mbl.is Besta kaffi norðan Alpa Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fastagestir Ketill Larsen fékk sér kaffi í vikunni en hann er einn af fastagestunum. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Húsráðandi Eigandinn Guðný á kunnuglegum stað innan við afgreiðslu- borðið, ásamt Unu Gunnarsdóttur sem starfar hjá henni. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Opnunardagurinn Guðmundur og Guðný til í slaginn á Mokka við ítölsku kaffivélina La Carimali á fyrsta deginum þann 24. maí 1958. Kaffihúsið Mokka var opnað fyrir fimmtíu árum og þar hafa ótal listsýningar verið settar upp og allir helstu bóhemar bæj- arins sopið á bolla. Kristín Heiða Krist- insdóttir þáði kaffi hjá Guðnýju Guðjóns- dóttur sem er annar stofnandi Mokka og stendur enn í brúnni. JAPANSKT fyrirtæki hefur sett á markað mælitæki sem mælir aldur manna út frá hrukkum og svitahol- um í andliti. Mælitækið á að nota við tóbakssjálfsala til að koma í veg fyrir að einstaklingar undir 20 ára aldri geti keypt sígarettur. Viðskiptavinir sjálfsal- anna þurfa nefnilega að fá samþykki frá andlits- mælitækinu áður en tóbakssalan er heimiluð. Ástæðan fyrir tilkomu tækisins er ný lög sem taka gildi í Japan í júlí, en samkvæmt þeim geta þeir sætt ákæru sem selja einstaklingum undir lögaldri tóbak. Mælir Fujitaka-fyrirtækisins ber andlitseinkenni á borð við beinabyggingu, hrukkur og slappleika húð- arinnar saman við myndir rúmlega 100.000 ein- staklinga sem eru í kerfi þess. Að sögn fyrirtækisins kemst mælirinn að réttri niðurstöðu í níu af hverj- um tíu tilfellum. Í þeim tíu prósentum tilfella sem falla innan gráa svæðisins þarf viðkomandi að renna persónuskilríkjum sínum inn í vélina til að fá aldur sinn staðfestan. Um 570.000 sígarettusjálfsalar eru í Japan og hef- ur japanska fjármálaráðuneytið þegar gefið leyfi fyrir útgáfu sérstakra skírteina sem tilgreina aldur, sem og kerfi sem lesið getur aldur af ökuskírtein- um. Ráðuneytið hefur hins vegar ekki enn samþykkt andlitsmælinn vegna efasemda um nákvæmni hans. Reuters Smókar sig Skyldi þessi sleppa í gegnum andlitsmælingartækið? Reykingamenn settir í andlitsmælingartæki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.