Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Trieste á Ítalíu þann 1. júní í 1 eða 2 vikur. Gríptu þetta frábæra tækifæri og leggðu Ítalíu að fótum þér. Einnig getur þú farið yfir til Króatíu eða Slóveníu og notið lífsins. Þú kaupir flug og gistingu, flug og bíl eða flugsæti eingöngu allt eftir því hvað þú hefur í huga í fríinu. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Ítalía 1. júní frá kr. 29.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 29.990 Netverð á mann. Flugsæti með sköttum, m.v. sértilboð 1. júní í 1 eða 2 vikur. Ath. takmarkaður fjöldi flugsæta á þessu verði. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Mjög fáir hefðu sætt sig við þetta og félagið hefði bent á að verðið væri allt of hátt miðað við mark- aðsverð. Auk þess væri mikið mýrlendi þarna og það boðið á háu verði. Félagið hefði boðið 3 til 3,5 milljónir á hektara en því verið hafnað. Ef miðað er við fjögurra milljóna króna með- alverð yrði heildargreiðsla fyrir lóðirnar 130 um 520 milljónir Spenna bogann hátt Sveinn Guðmundsson, lögfræðingur Lands- sambands sumarhúsaeigenda, segir að sumir landeigendur hafi spennt bogann ansi hátt. Í því sambandi nefnir hann að í Dagverðarnesi hafi hektarinn verið seldur á allt að 40 milljónum eða lóð á fjórðungi úr hektara fyrir 10 milljónir. Það væri ekki í nokkru samræmi við verðmæti og verðþróun á landsvísu en þetta smitaði út frá sér og uppsett verð í Eyrarskógi væri dæmi um það. Eyrarskógur hefði sérstöðu að því leyti að þar væri bóndi í verðstríði við sumarhúsaeigendur en yfirleitt væru það fjárfestar, sem keyptu sum- EIGENDUR sumarbústaðalóða í Eyrarskógi í Svínadal og eigendur sumarhúsanna á lóðunum hafa deilt harkalega um uppsett verð fyrir lóð- irnar og eru deilurnar komnar á það stig að aðilar talast ekki lengur við. Lóðirnar eru um 130 og eru leigðar til 25 ára en í flestum tilfellum eiga menn mörg ár eftir af leigutímanum. Sverrir D. Hauksson, formaður Hagsmuna- félags Sumarhúsaeigenda í Eyrarskógi og Hrísa- brekku, skammt frá Vatnaskógi, segir að fyrir meira en ári hafi félagar séð hvað væri að gerast í sambærilegum málum í Skorradal og haft sam- band við hjónin á Eyri í þeim tilgangi að semja um kaup á sumarbústaðalandinu. Þau hefðu þá verið byrjuð að vinna í því að fá nýtt deiliskipulag á landið. Í kjölfarið hefðu þau sett málið í hendur fasteignasala og beint bústaðaeigendum til ákveð- ins forsvarsmanns. Hverjum og einum hefði verið boðið að gera tilboð í landið og verðið verið frá um 7 til um 10 milljóna á hektara. Lóðirnar væru yfirleitt um 0,4 til 0,7 hektarar og meðalverðið því um 4 milljónir króna fyrir sumarbústaðalandið. arbústaðalönd, þar sem leiga væri gjarnan að renna út með það í huga að geta þvingað fólk til þess að kaupa á háu verði. Hafa bæri í huga að um tvenns konar eignarrétt væri að ræða, eign- arrétt landeiganda og eignarrétt fólks á fast- eignum. Ekki væri hægt að horfa framhjá því sem fólk hefði gert á leigulandi og í raun ætti að virða það frekar til lækkunar á landinu en hækk- unar. Margir bændur hefðu enda boðið fólki að kaupa sumarbústaðalandið á sanngjörnu verði. Við Þingvallavatn hefðu lóðir farið á 2 milljónir við vatnið. Í Grafningnum í landi Króks hefðu lóð- irnar farið á eina milljón. Við Gufuá í Borgarfirði hefði hver lóð farið á hálfa til eina milljón. Fyrir Alþingi liggur tillaga um ný lög sem taka til þessara mála. Sveinn bendir á að þau eigi að tryggja fólki með leigusamning ákveðna réttar- stöðu eins og til dæmis bætur fyrir fasteignir á leigulóð. Í Dagverðarnesi hafi leigan til dæmis hækkað fjórfalt í vor, en þar, eins og í Eyr- arskógi, eigi margir mörg ár eftir af leigusamn- ingi sínum. Harkalega deilt um verð á sumarbústaðalóðum í Svínadal Farið fram á um 7 til 10 milljónir á hektara en bústaðaeigendur bjóða mun minna HANN gat varla borið upp á betri dag, dag barnsins, sem haldinn var hátíðlegur í gær. Hin mesta blíða var víðast um land, þ.m.t. í Reykja- vík þar sem börnum og fullorðnum var boðið í sund í tilefni dagsins. Laugardalslaugin varð fljótt þéttskipuð börnum og foreldrum. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Frítt í sund á degi barnsins JÓN Þ. Eggertsson, bóndi á Eyri, segir að hann vilji selja allt sumarbústaðahverfið og hafi boðið sumarbústaðaeigendum landið fyrir rúmu ári. Hann hafi fengið fasteignasala til að meta lóðirnar en fólkið hafi ekki verið sátt við verðið. Enginn hafi verið neyddur til þess að kaupa og all- ir gætu haldið sínum leigusamn- ingum sem væru til 25 ára. Að sögn Jóns er verð lóðanna í samræmi við það sem tíðkast í nágrenninu en þó mun lægra en í Skorradalnum. Þær hafi verið metnar eftir landgæðum og þær dýrustu væru upp með ánni. Gagntilboð hefði hljóðað upp á 350 krónur fyrir fermetrann og það væri kannski í lagi ef allt 130 lóða hverfið væri selt í einu. Verðið hjá sér væri 600 kr. á fermetrann og það væri það lægsta sem hann vissi um. Í fyrra hefði hann reyndar heyrt að fermetrinn við Kerið í Gríms- nesi hefði verið seldur á um 550 til 600 kr. Sambæri- legt verð KRISTINN H. Gunnarsson alþing- ismaður stóð ekki að stuðningsyfir- lýsingu miðstjórnar Frjálslynda flokksins við Magnús Þór Hafsteins- son, varabæjarfulltrúa á Akranesi. Magnús segir að með þessari afstöðu komi Kristinn í bakið á samherjum sínum. Kristinn sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki styðja Magnús Þór. „Ég styð ekki málflutning hans og tel ekki ástæðu til að styðja sér- staklega framgöngu hans á Akra- nesi, þar sem þar hefur tekist svo til að hann hefur misst meirihlutaað- stöðuna úr höndum sér,“ sagði Krist- inn. Magnús Þór Hafsteinsson sagði að með þessu væri Kristinn að koma í bakið á honum, sínum eigin þing- flokki og formanni flokksins. „For- maður flokksins var allan tímann upplýstur um gang mála á Akranesi, um þá greinargerð sem ég skrifaði. Ég sendi hana til formannsins um leið og ég hafði skrifað hana. For- maðurinn las hana yfir og lagði blessun sína yfir það sem þar stóð, þannig að ég lít nú eiginlega svo á að ef Kristinn H. Gunnarsson er að veit- ast að mér í þessu máli er hann jafn- framt að veitast að sínum eigin þing- flokki, hann er að veitast að miðstjórn flokksins og hann er að veitast að formanni flokksins,“ sagði Magnús. Kemur í bakið á samherjum Magnús Þór Hafsteinsson Kristinn H. Gunnarsson ÁTTA ökumenn voru kærðir í um- dæmi lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir of hraðan akstur í gær og þar af mældist einn á 148 km hraða á Reykjanesbraut. Nokkrar annir voru hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum um helgina vegna fjörugs næturlífs. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í Reykjanesbæ. Í nokkrum tilfellum þurfti lögreglan að ganga á milli manna til að upp- ræta slagsmál og kvartað var undan hávaða í veislum í heimahúsum. Tveir gistu fangageymslu í Reykjanesbæ aðfaranótt sunnudags, annar vegna ölvunar en hinn vegna vörslu fíkniefna. Í Reykjavík voru margir á ferðinni undir morgun á sunnudag og átta gistu fanga- geymslur. Tekinn á 148 km hraða Fjörugt næturlíf SAMFYLKINGIN nýtur mests fylgis í borginni og er með tæplega tíu prósentustiga fylgi umfram Sjálf- stæðisflokkinn, ef marka má niður- stöður skoðanakönnun Fréttablaðs- ins, sem kynntar voru í gær. Samfylkingin nýtur 43,4% fylgis sem er ívið meira fylgi en flokkurinn fékk í skoðanakönnun blaðsins sem gerð var í janúar skömmu eftir að núverandi meirihluti tók við og fengi sjö borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokk- urinn fengi 33,8%, sem er ívið minna fylgi en í síðustu könnun og sex borgarfulltrúa. VG fengi 14,1% og tvo fulltrúa, Framsóknarflokkurinn fengi 3,9% og Frjálslyndi flokkurinn 4,2%. Þá kom fram að tæp 28% borg- arbúa styðja núverandi meirihluta. Þá vilja flestir eða 40,2% að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði borgar- stjóri þegar embættið flyst yfir til Sjálfstæðisflokksins, 15,2% nefndu Gísla Martein Baldursson, 10,8% Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, 5,5% Júl- íus Vífil Ingvarsson, 3,9% Kjartan Magnússon, 3% Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur og 0,3% Jórunni Ósk Frímannsdóttur. Könnunin náði til 600 Reykvíkinga og tóku tæp 60% afstöðu. Samfylk- ingin með mest fylgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.