Morgunblaðið - 26.05.2008, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 9
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
HAFIN er vinna við að hefja
kappróður til vegs og virðingar á
nýjan leik hér á landi. Hópur
manna hefur stofnað róðrarfélagið
Stafnið og fengið færeyska kapp-
róðrabáta til afnota við æfingar í
Nauthólsvík.
„Ég kolféll fyrir þessari íþrótt,“
segir Guðmundur Hrafn Arn-
grímsson sem er aðalhvatamaður
að stofnun félagsins. Hann kynnt-
ist róðri og menningunni sem
fylgir þegar hann var við nám í
Kaupmannahöfn. Færeyingar sem
þar eru búsettir eru duglegir við
að efna til róðrarkeppna milli
Norðurlandabúa. Helsta keppnin
er í júní. Guðmundur var eitt árið
tekinn inn í hóp Íslendinga sem
var að æfa fyrir keppnina og ekki
varð aftur snúið fyrir hann. Eftir
að það kvarnaðist úr hópnum
vegna þess að félagarnir sneru
heim aftur tók Guðmundur þátt í
stofnun annars róðrarfélags sem
hann æfði og keppti með í tvö ár.
Þar voru meðal annars Fær-
eyingar, þekkt nöfn í kappróðr-
arheiminum. „Þarna lærði ég að
róa almennilega,“ segir Guð-
mundur.
Auk þess að halda saman
klúbbnum í Kaupmannahöfn vann
Guðmundur að því að auka veg
íþróttarinnar þar, með því að
fjölga mótum og auka aðgengi
yngra fólks að bátunum. Þegar
hann síðan kom heim í fyrrasumar
komst á samband við gömlu róðr-
arfélagana og þeir fóru að vinna
að framgangi íþróttarinnar hér.
Þeir fengu afnot af tveimur fær-
eyskum bátum hjá Sjómannadags-
ráði Reykjavíkur og aðstöðu hjá
siglingaklúbbnum Siglunesi í
Nauthólsvík. Stafnið var formlega
stofnað fyrr í þessum mánuði.
Nú er æft af kappi í Nauthóls-
víkinni. Í upphafi eru það aðallega
lið sem eru undirbúa sig fyrir
róðrarkeppnina á sjómannadag-
inn, mörg þau sömu og hafa keppt
undanfarin ár.
„Við göngum síðan í það að
styrkja innviði félagsins. Ætlun
okkar er að koma upp róðrar-
menningu sem líkist því sem ger-
ist í Færeyjum þannig að þetta
verði fullburða íþróttagrein, sem
víðast um landið,“ segir Guð-
mundur. Í Færeyjum eru skráð
hátt í 100 lið í mótin sjö sem gefa
stig til Færeyjameistaratitils og
lýkur á Ólafsvöku. „Ég geri mér
grein fyrir því að þetta gerist ekki
á einni nóttu.“
„Ég hef háleit markmið. Mér
finnst nauðsynlegt að þjóð eins og
Íslendingar sem byggði tilveru
sína á róðri á fiskimiðin í þúsund
ár hefji þessa íþrótt á ný til vegs
og virðingar,“ segir Guðmundur.
Hefja kappróður til
vegs og virðingar á ný
Sjósetning Færeysku bátarnir eru léttir og geta áhafnirnar borið þá.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Leiðbeinandi Guðmundur Hrafn Arngrímsson leiðbeinir vinnufélögunum.
Í HNOTSKURN
»Róðraríþróttin sameinar úti-vist, félagsskap og góða
hreyfingu enda tekur hún á
næstum öllum vöðvahópum lík-
amans og krefst ákveðins út-
halds og krafts. Lítið er um
álagsmeiðsli í íþróttinni.
»Hreyfingin er einföld en þóháð ákveðinni tækni sem allir
geta náð tökum á. Rétt hreyfing
er að fara vel fram með árina og
nota fætur, axlir, brjóst og maga,
með hendur beinar fram nánast
allt áratakið og halla sér vel aft-
ur.
Róðrarfélag
með æfingar í
Nauthólsvíkinni
AÐEINS fannst hluti af beinagrind
manns sem lagður hefur verið til
hinstu hvílu í bát við bæinn Hrings-
dal í Arnarfirði og nánast ekkert
haugfé fannst. Stjórnandi rann-
sóknarinnar telur líklegt að haug-
urinn hafi verið rændur fyrir mörg-
um öldum.
Fornleifastofnun Íslands hefur
annast rannsóknir í Hringsdal í
þrjú sumur eftir að þar fannst
kumlateigur fyrir tilviljun. Rann-
sóknin í sumar hefur staðið yfir í
þrjár vikur og lauk um helgina.
Bátkuml eru algeng í Norður-
Evrópu, meðal annars í Noregi, en
hér hafa einungis fundist sjö slíkar
grafir af liðlega 300 sem rannsak-
aðar hafa verið, að sögn Adolfs
Friðrikssonar, forstöðumanns
Fornleifastofnunar Íslands, sem
telur fundinn mikilvægan.
Viðurinn sem báturinn var smíð-
aður úr er að mestu horfinn en eftir
liggur bátasaumurinn. Fyrir helgi
voru fundnir rúmlega 300 rónaglar
í gröfinni. Að sögn Adolfs fannst
ekkert haugfé nema einn lítill járn-
hlutur sem ekki er vitað hvers eðlis
er. Þá vantaði höfuðkúpu mannsins
sem þarna hefur verið grafinn og
fleiri bein. Telur Adolf líklegt að
haugurinn hafi verið rændur áður
en kumlateigurinn fór undir hvítan
fjörusand sem hefur varðveitt hann
síðan.
Fimm kuml hafa fundist í
Hringsdal sem er fyrsti heiðni
greftrunarstaðurinn sem fundist
hefur í Arnarfirði og þau kunna að
vera fleiri, að sögn Adolfs sem hef-
ur áhuga á að rannsaka staðinn
frekar og leita víðar í Arnarfirði.
Arnfirðingafélagið stóð fyrir rann-
sókninni og hefur komið fram áhugi
á að gera kumlateiginn í Hringsdal
aðgengilegan fyrir fróðleiksfúst
ferðafólk og setja jafnframt upp
sýningu á Bíldudal.
Líklegt að haugurinn
hafi verið rændur
Bátkuml Stefni bátkumlsins, með steinum raðað í kring. Adolf Friðriksson
við rannsóknir ásamt enskum, skoskum og dönskum fornleifafræðingum.
Útsölustaðir eru í
verslunum Byko
og verslun Rangá.
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Buxur í fríið