Morgunblaðið - 26.05.2008, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Yangon. AFP. | 665.271 andar, 56.163 kúa og
1.614.502 hænsna er saknað eftir að felli-
bylurinn Nargis reið yfir Búrma. Þetta
var meðal upplýsinga sem tugir sendifull-
trúa og fulltrúa hjálp-
arstofnana fengu upp-
gefnar á fundi með
fulltrúum herforingja-
stjórnarinnar í Yangon í
gær. Viðstöddum þóttu
upplýsingarnar furðu
nákvæmar í ljósi eyði-
leggingarinnar og frétta
af því að fjöldi þorpa á
hamfarasvæðunum hafi
ekki enn fengið minnstu
aðstoð frá yfirvöldum.
„Herforingjastjórnin fékk mjög skýr
skilaboð á fundinum þess efnis að við vilj-
um að þeir standi við loforð sín,“ sagði
John Holmes, yfirmaður neyðaraðstoðar
Sameinuðu þjóðanna eftir fundinn.
Fulltrúar hjálparstofnana sögðu að
fundurinn hefðu litlu skilað. Þarfir fórn-
arlamba fellibylsins væru enn á huldu og
ekki væri ljóst hvort alþjóðlegu hjálparliði
yrði hleypt inn á mestu hamfarasvæðin.
En Than Shwe, leiðtogi hershöfðingja-
stjórnarinnar, gaf Ban Ki-moon, fram-
kvæmdastjóra SÞ, loforð þess efnis á fundi
þeirra á föstudag.
Vonbrigði
með fundinn
í Yangon
Than Shwe
Enn á huldu hvort
hjálparliðar fái aðgang
EINKAÞJÁLFARAR voru fundnir upp til
að auðveldara yrði að komast í gott lík-
amlegt form. Framagosar geta líka leigt
sér þjálfara til að ná sem bestum árangri í
starfi. En þegar vöðvatröllin standa á tindi
starfsframans með spennta vöðva og
skorna kroppa, leyfa sér draga andann um
stund og huga að ástarlífinu þá skortir oft
hæfni og hugmyndir. En það er allt í lagi.
Því þá kemur nefnilega stefnumótaþjálf-
arinn til sögunnar, allavega í Bandaríkj-
unum. Stefnumótaþjálfarar skipuleggja
ekki stefnumót fyrir viðskiptavini sína
heldur aðstoða þá í leitinni að þeim rétta
eða réttu. „Þetta er einkaþjálfun fyrir fólk
sem vill verða ástfangið,“ segir Evan Katz
stefnumótaþjálfari.
Hlutverk þjálfarans er m.a. að minna
viðskiptavinina á hreinlæti; girða þau sig,
eru þau klædd á viðeigandi hátt eða þvoðu
þau sér um hárið? „Þetta virðast sjálfsagð-
ir hlutir en fjölmargir hugsa hreinlega
ekki út í þá,“ segir Katz.
Einkaþjálfun
fyrir einkalífið
♦♦♦
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
KRÖFTUGUR eftirskjálfti reið yf-
ir suðvesturhluta Kína í gær og
gerði aðstæður fórnarlamba risa-
skjálftans sem skók landið fyrir
tveimur vikum enn erfiðari. Eftir-
skjálftinn er sá öflugasti hingað til
að sögn kínverskra jarðskjálfta-
fræðinga og mældist 5,8 á Richter-
kvarða. Vitað er til þess að tveir hafi
látist í eftirskjálftanum en á fimmta
hundrað særðust og þar af rúmlega
40 mjög alvarlega.
Yfir 70.000 hús hrundu
Borgin Guangyuan, sem liggur
norður af borginni Chengdu, varð
hvað verst úti í eftirskjálftanum.
Haft var eftir yfirmanni hjálpar-
starfsmanna á svæðinu að um
71.300 hús hefðu hrunið í Guangyu-
an-borg og að 200.000 gætu hrunið
til viðbótar.
Talsmaður yfirvalda sagði í gær
að 69 stíflur á svæðinu gætu gefið
sig vegna skjálftanna auk þess sem
tvísýnt væri um ástand hundruð
annarra stíflna. Þriggja gljúfra stífl-
an, stærsta stífla heims, sem er í um
560 km fjarlægð frá upptökum
stóra skjálftans, er sögð óskemmd.
Aðstoðarráðherra vatnaauðlinda
sagði fjölmiðlum í Beijing í gær að
yfirvöld hefðu þegar gert fjölda ráð-
stafana til að draga úr hættunni
sem stafaði af stíflunum. Meðal ann-
ars hefði vatnsmagn í fjölda lóna
verið minnkað.
Mikil flóðahætta
Aurskriður úr fyrri skjálftum
hafa stíflað árfarvegi víða á ham-
farasvæðunum með þeim afleiðing-
um að 35 ný vötn hafa myndast og
sett 700.000 manns í hættu vegna
hugsanlegra flóða. Mesta hættan
var við Tangjiashan-vatnið í Beichu-
an-héraði. Á annað þúsund lög-
reglu- og hermanna báru þangað í
gær 10 kíló af sprengiefni hver til að
sprengja farveg og stjórna þannig
flæði úr vatninu.
Slæmt veður er á hamfarasvæð-
inu og gerir það hjálparstarfsmönn-
um enn erfiðara um vik. Um 20.000
manns hafa verið flutt af hamfara-
svæðunum vegna flóðahættu og
fjöldi þeirra gæti farið í hundrað
þúsund að sögn yfirvalda.
Talið er að um 9.000 skólabörn og
kennarar þeirra hafi látist í jarð-
skjálftunum. Nokkrir tugir foreldra
efndu til mótmæla í gær, nokkuð
sem telst sjaldgæf sjón í Kína. For-
eldrarnir vildu vekja athygli á því að
fjölmargar skólabygginganna hefðu
hrunið til grunna á meðan nálægar
byggingar stóðu skjálftana af sér.
Foreldrarnir héldu því fram að
spilling innan byggingariðnaðarins
hefði valdið lélegri vinnu við skóla-
byggingarnar. Yfirvöld hafa lofað
rannsókn á málinu.
Öflugur eftirskjálfti og
rigningar auka neyðina
Talið er að 69 stíflur geti gefið sig auk þess sem tvísýnt er um hundruð annarra
AP
Afastelpa Heimilislausir í borginni Yongan hafast við í tjaldbúðum eftir að hafa misst heimili sín í jarðskjálftum síðustu vikna. Miklar rigningar
auk eftirskjálftans í gær hafa gert hjálparstarfsmönnum erfitt fyrir við að reisa slíkar búðir en talið er að yfir 5 milljónir séu nú heimilislausar.
Í HNOTSKURN
»Eftirskjálftinn í gær eyði-lagði rúmlega 71.000 hús
og talið er að um 200.000 hús
geti hrunið.
»Fjöldi látinna eykst stöðugtog samkvæmt upplýsingum
yfirvalda hafa 62.664 látist frá
því að skjálftarnir hófust.
»Yfir 5,4 milljónir eru heim-ilislausar og yfir 11 millj-
ónir verða fluttar af skjálfta-
svæðunum í búðir tímabundið.
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„ÉG BIÐ ykkur öll, almenning og
stjórnmálamenn, um nýtt upphaf. Við
skulum sameinast,“ sagði nýkjörinn
forseti Líbanons, Michel Suleiman, í
ræðu sinni er hann tók við embætti í
gær. Mikil fagnaðarlæti brutust út á
götum Beirút og safnaðist fólk saman
veifandi fánum og myndum af nýjum
forseta.
Suleiman lofaði framgang Hizbol-
lah-hreyfingarinnar gegn Ísrael í
ræðu sinni í gær. Hann sagði þó jafn-
framt að varnaráætlun í samráði við
ríkisstjórnin landsins væri nauðsyn-
leg. Þótti það vera óbein tilvísun í
kröfur stjórnarinnar um að eftirliti
verði að koma á með vopnabúri Hiz-
bollah-hreyfing-
arinnar.
Forsetinn þótti
beina vinsamleg-
um orðum jafnt til
ríkisstjórnar-
manna sem
stjórnarandstöðu-
manna en hans
bíður nú það
vandasama verk-
efni að sætta og auka skilning á milli
hópanna tveggja. Sumir stjórnmála-
skýrendur hafa lýst sig svartsýna á að
Suleiman muni takast að uppfylla það
verkefni þar sem hann hafi enga
reynslu af stjórnmálum en eigi í höggi
við stjórnmálamenn „hokna af
reynslu.“
Við embættistökuna í gær ræddi
Suleiman jafnframt mikilvægi góðs
stjórnmálasambands við Sýrland sem
hefur stutt við bakið á Hizbollah-
hreyfingunni.
Nýtur mikillar virðingar
Enginn forseti hefur verið í Líb-
anon frá því að Emile Lahoud lét af
embætti í nóvember síðastliðnum, en
nítján tilraunir hafa verið gerðar til að
kjósa eftirmann hans. Kjör Suleiman
er talið mikilvægt skref til að draga
úr deilum sem átt hafa sér stað á
þingi landsins síðastliðna 18 mánuði.
Michel Suleiman, sem er 59 ára
gamall, hefur verið yfirmaður líb-
anska hersins frá því árið 1998. Hann
hefur notið mikillar virðingar allra
stjórnmálaafla í Líbanon fyrir hlut-
leysi sitt. Á 10 ára ferli sem yfirmaður
hersins hefur honum tekist að halda
hernum utan við flóknar og blóðugar
innanríkisdeilur landsins.
Herinn sætti mikilli gagnrýni fyrir
að hafa að mestu haldið sig til hlés í
átökunum sem áttu sér stað fyrr í
mánuðinum. Þá tóku Hizbollah-liðar
og bandamenn þeirra yfir nokkur
súnnítahverfi í Beirút en átökin kost-
uðu 65 manns lífið. Suleiman varði þá
ákvörðun hersins og sagði mikilvægt
að herinn héldi sig á hliðarlínunni til
að koma í veg fyrir innbyrðis klofning
hans.
Eining var um kjör Suleiman á líb-
anska þinginu og var hann kjörinn
með 118 atkvæðum af 127 mögu-
legum. Kjör hans er liður í friðarsam-
komulagi sem náðist í Katar á mið-
vikudag.
Nýr forseti tekur við
embætti í Líbanon
Michel Suleiman bíður nú það verkefni að miðla málum
Reuters
Fögnuður Líbönsk börn tóku þátt í fagnaðarlátunum sem brutust út að
loknu kjöri nýs forseta. Nokkur bjartsýni ríkir á að eining náist í landinu.
Michel Suleiman