Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík •  566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Látin er á Selfossi heiðurskonan Sigur- veig Sigurðardóttir eftir langa sjúkrahúsvist, fyrst á Ljósheimum og nú undir það síðasta á sjúkra- deildinni Fossheimum, nýrri sjúkra- deild aldraðra hjá Heilbrigðisstofn- un Suðurlands. Með Sigurveigu er fallin frá mikill kvenskörungur, sem um árabil var mjög virk í félagsmálum. Hún var m.a. form. Kvenfélags Selfoss, for- maður Sambands sunnlenskra kvenna og í stjórn Kvenfélagasam- bands Íslands. Ég átti því láni að fagna að hafa hana mér við hlið þegar ég var for- stöðumaður Sjúkrahúss Selfoss og síðar Sjúkrahúss Suðurlands, en þar gegndi hún formennsku í stjórn frá 1969–82 eða í 13 ár. Er Sigurveig eina konan sem gegnt hefur starfi stjórnarformanns þessarar stofnunar. Sigurveig og samstarfskonur hennar innan kvenfélaganna hafa líka frá öndverðu lagt sjúkrahús- starfseminni á Suðurlandi og vítt og breitt um land ómetanlegan stuðn- ing og oftar enn ekki átt mestan þátt í því að gera okkur kleift að hefja slíka starfsemi, með ómældri sjálf- boðavinnu. Fjáröflun þeirra til starf- seminnar hefur verið einstök og öfl- ug alla tíð. Sigurveig hafði mikla forystuhæfi- leika. Minnisstæðir eru mér undir- búningsfundir okkar fyrir fundi sjúkrahússtjórnar, sem oftar enn ekki voru haldnir heima hjá þeim hjónum Sigurveigu og Hjalta á Sigurveig Sigurðardóttir ✝ Sigurveig Sig-urðardóttir fæddist í Prest- húsum í Vest- mannaeyjum 9. ágúst 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands föstudaginn 9. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfoss- kirkju 24. maí. Kirkjuveginum. Sig- urveig var góður fund- arstjórnandi, enda mætti hún alltaf vel undirbúin til stjórnar- funda og hafði svör við öllu. Með slíku fólki er gaman að vinna. Hjalta Þorvarðar- syni, rafveitustjóra og fyrrverandi sveitar- stjórnarmanni, eigin- manni Sigurveigar, vann ég með á fyrstu árum mínum í sveitar- stjórn á Selfossi. Hann var enginn hávaða-gaspurs-maður, en bjargtraustur og ákveðinn. Stjórn hans á uppbyggingu og rekstri raf- veitunnar var líka stolt okkar í rekstri sveitarfélagsins. Hjalta kynntist ég líka, sem um- hyggjusömum eiginmanni, en á þeim árum sem við Sigurveig unnum mest saman gekk hún ekki alltaf heil til skógar og gekk þá Hjalti í heimilis- störfin og studdi eiginkonu sína af al- úð og sá um matseld o.fl. Það var ósjaldan þegar ég kom heim til þeirra að Hjalti kom til dyra með svuntu og þegar við höfðum fundað bar hann okkur kaffi og meðlæti af myndarskap. Þegar ég kom að Selfossi höfðu þau byggt sér glæsilegt íbúðarhús að Kirkjuvegi 3, í hjarta Selfoss þar sem Hótel Selfoss stendur í dag. Það var mikil eftirsjá að þessu fallega húsi og garðinum þeirra, þegar það varð að víkja fyrir þessum stórfram- kvæmdum. Sigurveig og Hjalti áttu miklu barnaláni að fagna, eignuðust fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. Persónulega þakka ég Sigurveigu okkar samstarf og kynni. Ég teldi mig til mikilla muna fátækari í há- skóla lífsins í félagsmálum hefðu leiðir okkar ekki legið saman. Minn- ingin um hugsjónir hennar og störf mun lifa um ókomna tíð. Far þú í friði, kæra vinkona. Ég og fjölskylda mín sendum aðstandendum innileg- ar samúðarkveðjur. Hafsteinn Þorvaldsson fyrrv. forst.maður SHS. Við fráfall góðvinar míns Óttars Þorgils- sonar langar mig að minnast hans í fáeinum orðum. Kynni okkar hófust um það leyti er sonur okkar Pétur Bjarni og Ragnhildur Erla Bjarnadóttir stofnuðu heimili. Marta kona mín og ég ásamt Erlu og Óttari vorum þá jafnan aufúsugestir á þeirra heimili á hátíðis- og tyllidögum. Fljótlega við þau kynni fann ég hversu Óttar var vel heima í sögu, bókmenntum, listum og síðast en ekki síst bjó hann yfir alhliða þekkingu á mönnum og málefnum hér heima og erlendis. Smátt og smátt áttaði ég Óttar Þorgilsson ✝ Óttar Þorgilssonfæddist á Hvann- eyri 30. mars 1925. Hann andaðist á líkn- ardeild Landakots- spítala 22. apríl síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Laug- arneskirkju 28. apríl. mig líka á því að Óttar var margsigldur og mikill tungumálamað- ur. Óttar flíkaði þó aldrei sinni þekkingu enda hógvær, háttvís og kurteis með afbrigð- um. Ég minnist sérstak- lega margra ánægju- stunda með Óttari á hátíðum eins og á gamlárskvöld í stof- unni á Austurbrún 12 þar sem við Óttar átt- um margar ánægjuleg- ar samverustundir í góðra vina hópi. Þar kom oft fram að Óttar bjó einnig yfir fínni en góðlátlegri kímni og lét þá ýmislegt fjúka til gamans. Þá brosti hann oft þessu góðlátlega brosi sem alltaf verður mér svo minnis- stætt. Við hjónin sendum Erlu, sonum hennar og barnabörnum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Far þú í friði, góði vinur. Magnús Guðjónsson. Elsku amma mín, þá ertu farin á fund skapara þíns og föður á himnum. Ég trúi því að þú, afi og mamma séuð nú öll sameinuð á ný á góðum stað þar sem gleðin ríkir og enginn þarf að líða kvalir. Ég fagna því af öllu hjarta, elsku amma mín en þó er svo sárt að sjá á eftir þér. Ég vildi óska þess að ég hefði getað kvatt þig og sagt þér hvað ég elska þig mikið. Þú varst alltaf svo stór þáttur í lífi mínu. Fyrir litla stúlku var hlýr og mjúkur faðmur þinn öruggasti staður í heimi. Í dag eru minningarnar svo sárar því söknuð- urinn er svo mikill en ég veit að þeg- ar fram líða stundir munu þær ylja mér um hjartarætur, minningar um bestu ömmu í heimi. Einn daginn hittumst við á ný, þar til þá geymi ég þig í hjartanu. Ég kveð þig með söknuði, ást og virðingu. Sæl að sinni, amma mín Elín María Sveinbjörnsdóttir. Amma hefur verið svo stór hluti af mínu lífi alla tíð að minningasjóð- urinn er óþrjótandi. Oft var ég í pössun á Norðfirði hjá Brynhildur Haraldsdóttir ✝ Brynhildur Har-aldsdóttir fædd- ist í Reykjavík 11. júlí 1920. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 16. apríl síðast- liðinn. Útför Brynhildar var gerð frá Norð- fjarðarkirkju 26. apríl sl. henni og afa og ósjald- an komu þau líka í heimsókn til okkar á Eskifjörð. Þau tóku mig með í sumarhúsa- byggðina á Einars- stöðum og öll stórfjöl- skyldan fór svo saman á Borgarfjörð eystri í tjaldútilegu. Afi og amma voru einkar skemmtilegur félagsskapur. Þau voru alþýðufólk, sósí- alistar og bæði ein- staklega réttsýn. Samt svo ólík. Afi þvoði mér í eyr- unum með hroðalegum atgangi, en amma gerði sér ekki mikla rellu yfir smámunum. Hún hló líka oft að „nafna“ eins og hún kallaði mig allt- af, þegar hann var með fíflalæti sem ekki féllu í kramið hjá öðrum. Í Mjóafirði átti amma uppruna sinn og þar áttum við saman margar dýrmætar stundir. Mér er minnis- stætt þegar við fórum eitt sinn þangað með bátnum Anný og við amma vorum eina fólkið sem ekki var sjóveikt, þó að það væri skíta- bræla. Amma stóð uppi í brú allan tímann og hlúði að sjóveikum í norð- austanöldunni. Hún var svo mikill jaxl. Jafnvel þegar hún var komin um áttrætt, þá gerði hún karlana á Anný orðlausa, þegar þeir ætluðu að styðja hana (blessaða gömlu konuna) um borð í bátinn, en hún tók undir sig stökk af bryggjunni og lenti traustum fótum á brúnni. Amma var sterkur persónuleiki og einstaklega hlý og góð mann- eskja. Hún var dugnaðarforkur, hafði alla tíð unnið mjög mikið og vitaskuld reynt ýmislegt í lífinu, en alltaf stóð hún eins og klettur í hafi, með sitt einstæða jafnaðargeð. Amma hafði líka gott lag á börn- um og þegar við Þórunn höfðum eignast Óskar kom upp sú staða að ég þurfti fara til sjós, þegar hann var aðeins tíu daga gamall. Við bjuggum í Bleiksárhlíðinni hjá mömmu og pabba, en þá vildi svo til að þau voru í útlöndum. Amma gerði okkur öllum stóran greiða, kom yfir á Eskifjörð og dvaldi hjá Þórunni þar til ég kom í land. Óskar hafði verið óvær og þær skiptust á, Þór- unn og amma, að ganga með hann um gólf, daga og nætur. Eftir að við fluttum til Reykjavík- ur áttum við oft skemmtilegar stundir með ömmu. Tvisvar borð- uðum við saman skötu á Ránargöt- unni, þegar aðrir okkur nákomnir höfðu ekki smekk fyrir þessu ljúf- fenga fiskmeti. Með skötunni bauð ég upp á bjór og það kunni amma vel að meta. Hún drakk tvo eða þrjá og varð þá skrafhreifin og sagði sög- ur úr Mjóafirði. Samskiptin breyttust vitaskuld eftir að sjúkdómurinn sem alla leiðir að lokum inn í óminnið, byrjaði að herja á ömmu. Ég minnist þess þó að fyrir tveimur árum heimsótti ég hana á sjómannadaginn, þegar hún var komin á dvalarheimilið á Eski- firði. Það var í síðasta sinn sem við náðum að eiga virkilega góðan dag saman, þar sem við rúntuðum um, spjölluðum og skoðuðum bátana. Ég er þakklátur fyrir þá stund. Um síðustu páska var farið að draga mikið af ömmu, þessari sterku konu. Það var sárt að horfa upp á það. En dauðinn kemur með líkn og þó að það sé undarlegt að manneskja eins og Brynhildur amma sé horfin, þá er enginn hörg- ull á yndislegum minningum að orna sér við. Og það er huggun harmi gegn. Brynjar Rafn, Þórunn og Óskar. Elsku Adda amma mín. Mikið á ég eftir að sakna þín þegar ég kem næst til Ólafsvík- ur. Þú varst svo ljúf og góð við mig. Sem betur fer á ég margar og góðar minningar frá því að ég var lítil stelpa að skottast í kringum þig. Gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá, því amma hún er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á. Í rökkrinu hún segir mér oft sögur, svæfir mig er dimma tekur nótt, syngur við mig kvæði fögur, þá sofna ég bæði sætt og vært og rótt. (Björgvin Jörgensson) Þín ömmustelpa, Arnbjörg Magnea (Adda Magga). Nokkur kveðjuorð til að minnast tengdamóður minnar, ég veit að hún hefði ekki viljað að við hefðum mörg orð um hana, en Adda mín, nokkur orð saka ekki. Lífsbók hennar hófst 22. september 1919 á Hellissandi í faðmi fjölskyldu og við rætur jökuls- ins. Sandari var hún í húð og hár alla tíð, það var alltaf sól fyrir utan Enni, þetta fengum við oft að heyra og höfðum gaman af. Adda var mikil fjölskyldukona, bar hag barna sinna fyrir brjósti og ekki síður barna- barna. Frændrækin var hún og ein- staklega minnug á fólk, mikil og góð Arnbjörg Hermannsdóttir ✝ Arnbjörg Her-mannsdóttir fæddist á Hellis- sandi 22. september 1919. Hún lést á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík 16. apríl síðastliðinn og var jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju 26. apríl. sögukona, hafði ein- staka frásagnarhæfi- leika. Gaman var að koma til Öddu þegar Eyfi kom í heimsókn, þá var nú skrafað og hlegið, pönnukökur, vínarbrauð og hjóna- bandssæla runnu nið- ur með góðu kaffi. Hún var sjálfri sér nóg í öllu, þurfti ekki mikið að leita út fyrir heimilið, því heimilið var henni allt. Sterkar taugar hafði hún í Borgarfjörðinn, þar voru margar ljúfustu minningar hennar. Gaman er að nefna ferð sem við fórum fyrir nokkrum árum í Borgarfjörðinn og keyrðum við með hana upp að Snældubeinsstöðum, en þar hafði hún verið kaupakona þegar hún var ung. Fullorðinn maður var uppi í stiga að mála. Jæja, sagði Adda, þennan passaði ég þegar hann var lítill og ég ætla að heilsa upp á hann. Ég hugsaði með mér: Jæja, nú er hún tengdamóðir mín farin að rugla. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að fara með henni út, sat bara og fylgd- ist með en viti menn, þarna urðu fagnaðarfundir. Ég stökk út og heilsaði upp á manninn sem hafði gaman af að hitta barnapíu sína eftir svona mörg ár. Svona var hún mann- glögg og svona er hægt að rifja upp margar góðar minningar um ein- staka konu sem var ekki allra en þeim sem hún tók var hún sem besta móðir. Ég læt hér staðar numið. Lífsbók hennar lokaðist 16. apríl sl. á dvalarheimilinu Jaðri, eftir stutt en erfið veikindi. Vil ég þakka sér- staklega stafsfólki Jaðars fyrir alveg ómetanlega alúð í hennar garð og okkar allra sem komum að Jaðri í heimsókn til hennar. Við verðum að fara að átta okkur á hvaða gleðiperl- ur og öðlingar vinna þarna. Bestu þakkir til heimilisfólksins, sem þar dvelst, þið voruð öll orðin góðir vinir okkar. Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Þú veizt, að gömul kona var ung og fögur forðum, og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum mest. Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum. Sú virðing sæmir henni og móður þinni bezt. Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin – þar sem kærleikurinn býr. (Davíð Stefánsson.) Svanhildur Pálsdóttir. argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.