Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ V esturbærinn hefur setið eftir í uppbyggingu á aðstöðu og samgöngum í íþrótta- og æsku- lýðsstarfi á höfuðborgarsvæðinu. Það veldur álagi á fjölskyldur að íþrótta- og tómstunda- starf er að miklu leyti skipulagt utan skóla- tíma, eins og raunin er einnig í öðrum hverf- um borgarinnar. Það gengur því misjafnlega að samhæfa skólastarf og áhugamálin, auk þess sem tíminn að loknum vinnudegi foreldra yngstu barnanna fer gjarnan í „skutl“ og „reddingar“. Nú vinna einstaklingar og uppeldisstofnanir í Vesturbænum að hugmyndum um hvernig megi bæta úr þessu. Mikilvægt er að létta þessu „aukaálagi“ af fjölskyldum, að sögn Þórólfs Þórlindssonar, forstjóra Lýðheilsustöðvar. „Það dregur úr aukaálagi ef fjölbreytni er í framboði á íþrótta- og æskulýðsstarfi, því þá þurfa fjölskyldur ekki að leita út fyrir hverfið. Best er að tengja það skólastarfinu, en til þess að þetta gangi upp þarf að bæta úr aðstöðu, skipulagi og samgöngum inn- an hverfisins. Stundum er talað um þetta sem einangraða þætti og það skortir heildarhugsun, því allir þættir þurfa að vera fyrir hendi ef árangur á að nást.“ Eigum að nýta okkur KR „Þetta er spurning um samgöngur og síðan samstarf á milli þeirra stofnana sem sinna fólki,“ segir Örn Bárður Jónsson sókn- arprestur, en Neskirkja er ein af þeim uppeldisstofnunum í Vest- urbænum sem vinna að viljayfirlýsingu, þar sem áhersla er lögð á úrbætur í samgöngumálum, betri aðstöðu og meiri samþættingu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfs. „Þetta byrjaði á stefnumótun innan KR, en í þeirri naflaskoð- un skýrðist fljótlega að þarfir KR fara saman við þarfir Vest- urbæjarins,“ segir Pétur Marteinsson, verkefnastjóri hjá KR. „Þegar horft er til íþróttastarfs barna beinir það sjónum að vel- ferð fjölskyldna sem standa við bakið á börnunum. Þess vegna ráðfærðum við okkur við þá sem koma að uppeldi og heilbrigði barna, s.s. Lýðheilsustöð, heilbrigðisráðuneytið og grunnskóla.“ „Það er orðið nauðsynlegt að efna til átaks og efla æskulýðs- og íþróttastarf í Vesturbænum,“ segir Þórólfur Þórlindsson, for- stjóri Lýðheilsustöðvar. „Ég held að það eigi að gerast í mjög nánu samstarfi við KR. Við eigum að nýta okkur að vera með öfl- ugt íþróttafélag í hverfinu.“ Stofnuð hafa verið samtökin Vinir Vesturbæjar til að fara yfir hvað þarf að gera í borgarhlutanum og skipað hefur verið sér- stakt fagráð til að greina þarfir fjölskyldna. Til skoðunar er að byggja þjónustumiðstöð á KR-svæðinu til að mæta þörfum barna og ungmenna og flétta saman íþrótta- og tómstundastarf við skólastarf og aðra þjónustu. Efnt verður til íbúaþings 24. júní í félagsheimili KR, þar sem verkefnið verður kynnt og kallað eftir hugmyndum frá íbúum. Sumir krakkar afskiptir Þeir krakkar sem búa í næsta nágrenni við KR-svæðið stunda helst íþróttir og kvartað er undan því að sumir krakkar í Vest- urbænum séu afskiptir, svo sem norðan Hringbrautar eða í Skerjafirði. Fram kemur í skoðanakönnunum að þeir stunda íþróttir í miklu minna mæli eða jafnvel engar íþróttir. Það rímar við niðurstöðu lokaverkefnis Stefáns Arnarsonar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa KR. Hann talaði við 80 afreksmenn í yngri landsliðum í körfubolta, handbolta, sundi og frjálsum íþróttum. Þar kom fram að 85% þeirra áttu heima mjög nálægt eða frekar nálægt íþróttahúsi þegar þeir byrjuðu að stunda íþróttir. „Við viljum að sjálfsögðu bæta úr þessum aðstöðumun og þar fara hagsmunir barnafjölskyldna og KR saman,“ segir Pétur Marteinsson. „Við teljum afar mikilvægt að bjóða upp á heil- brigðan lífsstíl fyrir alla Vesturbæinga. Rannsóknir sýna að börn og unglingar sem stunda íþróttir standa betur í námi, félagslega og andlega.“ Rýnihópakönnun í samstarfi við Íslensku auglýsingastofuna leiddi í ljós að foreldrar kvörtuðu yfir „stressi“ og „álagi“ að skutla sífellt börnum á milli staða eftir annasaman vinnudag. Og skoðanakönnun, sem framkvæmd var af Capacent Gallup, leiddi til sömu niðurstöðu. „Þar kemur í ljós að foreldrar vilja meira samstarf milli skóla og þeirra sem annast tómstundastarf og íþróttaiðkun, þannig að vinnudegi barna ljúki klukkan fimm, ekkert síður en foreldra,“ segir Pétur. „Þetta er það sem minni sveitarfélög hafa þegar hrint í framkvæmd. Mikið er kvartað undan skutli og tíma- skorti.“ Í könnun Guðnýjar Hildar Magnúsdóttur á viðhorfum foreldra 7 til 12 ára krakka í frístundastarfi í Vesturbænum, sem kynnt var í maí í fyrra, kemur fram að foreldrar óska eftir fjölbreyttara framboði af íþróttum og meira framboði af tónlistarnámi, dansi og listtengdu starfi. Helstu hindranir sem þeir nefna eru langar vegalengdir í frístundastarf, að Hringbrautin sé farartálmi, tíma- setningar séu slæmar og kostnaður mikill. Engu að síður hefur Vesturbærinn það fram yfir önnur hverfi borgarinnar að þar hafa aldrei verið biðlistar á frístundaheimilin. Þar fer fram „meira samstarf“ við frjáls félög um tómstundir og íþróttir en margir foreldrar gera sér grein fyrir, að sögn Guð- rúnar Kaldal, forstöðumanns Frostaskjóls, sem sér um frí- stundaheimilin. Til dæmis eru þau í samstarfi við KR um íþrótta- skóla fyrir 1. og 2. bekk tvisvar í viku. Og einnig við Þarfir fjölskyldna og Til þess að efla æskulýðs- og íþróttastarf í KR þarf að koma betur til móts við barnafjölskyldur í Vesturbænum. Pétur Blöndal kynnti sér hugmyndir um að bæta samgöngur og aðbúnað og reisa þjónustumiðstöð á KR-svæðinu til að mæta þörfum fjölskyldna á svæðinu. Holl hreyfing Krakkarnir léku á als oddi á sumarnámskeiði KR á fimmtudaginn var, en uppi eru hugmyndir um að bæta aðstöðuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.