Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Side 9
færden kom út árið 2004 var sett upp stór og mikil sýning í Johannes Larsen-safninu í Ker- teminde undir heitinu: Sögueyjan-Sagaöen Séð með augum danskra og íslenskra lista- manna yfir 150 ára tímabil. Ein mynda Höskuldar Björnssonar af tveimur spóum var á þessari sýningu. Í mínum huga var það falleg kveðja frá íslenska fuglamálaranum til þess danska. Sýningin var síðan sett upp í Sophienholm í Kaupmannahöfn og í Hafnarborg í Hafnarfirði. Í Noregi þekkti Ragnar Ásgeirsson lögfræð- inginn Sven Brun, mikinn listaverkasafnara, og með hans aðstoð voru settar upp tvær sýningar, í Óslo og í Bergen. Brun kom í tvígang til Íslands, 1937 og 1939, og ferðaðist um landið. Í báðum þessum ferðum var Ragnar leiðsögumaður hans stóran hluta tímans. Brun glósaði mikið hjá sér á þessum ferðum og gaf síðan árið 1951 út ferða- sögu, Eneboeren í Atlanterhavet sem þýða má sem Einbúarnir í Atlantshafinu, um Íslandsferð- irnar. Titill bókarinnar er dreginn af lágmynd Einars Jónssonar frá 1918. Brun var fróður um íslenska sögu og menningu. Hann minnist á Höskuld á tveimur stöðum í bók sinni. Fyrst þeg- ar hann kemur siglandi frá Noregi og kemur við í Vestmannaeyjum, þá skrifar hann: „Allt um kring, við sæ og land, frá fjöru til fjalls, blasir við þetta mikla fuglalíf, sem Norðmenn þekkja svo vel úr verkum Höskuldar Björnssonar.“ Hinn staðurinn þar sem hann nefnir Höskuld er í kafla um íslenska list. Þar skrifar hann: „Íslensk list er lítið þekkt í Noregi. Árið 1930 stóð Kunstforeningen-listastofnunin í Ósló fyrir kynnissýningu á íslenskri myndlist. Höskuldur Björnsson hélt síðan einkasýningar í Ósló og Bergen árin 1937 og 1938 og ein mynda hans hangir uppi í Bergens Billedgalleri-safninu.“ Brun og Bergljót kona hans gáfu síðar norsk- um listasöfnum sitt stóra málverkasafn. Ég hef fengið sendar upplýsingar frá Knut Ormhaug, yf- irmanni forvörsludeildar listasafnsins í Bergen, um að í gjöfinni hafi verið 7 verk eftir Höskuld Björnsson. Hann hefur sent mér lista yfir þau verk Hösk- uldar sem eru í eigu safnsins. 2 málverk: Frá Dilksnesi, 1936 (36 x 49 sm) Fuglar og blóm, 1938 (78 x 66 sm) 5 verk á pappír: Músarindill, 1937 (teikning, 235 x 320 mm) Frá Hornafirði, 1934 (teikning, 130 x 216 mm) Á sjónum, 1938 (vatnslitir, 250 x 360 mm) Lundi, 1937 (vatnslitir, 263 x 367 mm) Æðarfuglar, 1934 (túss, 178 x 246 mm) 1939 ferðaðist Höskuldur Björnsson sjálfur til Bergen og Óslóar, en varð að halda heim aftur vegna heimsstyrjaldarinnar síðari. Engu að síður finnast nokkur málverk eftir hann frá tímanum í Noregi, m.a. Håkonshallen, lítið listaverk í formi fjögurrra síðna myndskreytts bréfs til Ragnars vinar hans Mörg verk í Svíþjóð Höskuldur Björnsson hefur ekki haldið sýningu í Svíþjóð. En í bréfi frá Einari Sjögren, hjá sænsku bændasamtökunum, til Ragnars Ás- geirssonar, sem dagsett er í Stokkhólmi 6. mars 1953, þakkar hann fyrir tvær vatnslitamyndir eftir Höskuld Björnsson – og vill halda annarri, Vetrarlandslagi, en prófessor Svärdström óski þess að kaupa hina. Sonur Svärdströms á nú síð- arnefndu myndina og ritar í bréfi: „Júní 2007 Kæra Vibeke. Ég held að ég hafi fundið vatnslitamyndina sem þú leitaðir að. Hér að neðan finnurðu ljós- mynd af myndinni. Þrívídd myndarinnar er örlít- ið brengluð þar sem ég varð að mynda hana frá vissu sjónarhorni til að glampinn í glerinu sæist ekki. Myndin er 60x50 sm stór og merkt Hösk- uldur Björnsson 52. Þetta eru ekki öruggar heim- ildir en ég tel mjög líklegt að myndin hafi verið keypt milli 4/8 og 9/8 1956. Bestu kveðjur og góða skemmtun á Íslandi. Anders Svärdström.“ Þó Höskuldur hafi ekki haldið sýningu í Sví- þjóð, má engu að síður finna mörg verka hans þar. Dóttir hans Ingveldur (Inga) hefur nefnilega búið í Svíþjóð í mörg ár. Ég heimsótti hana fyrir nokkrum árum og naut þess að skoða þær mörgu fínu myndir sem hún átti. Og að sjálfsögðu átti hún líka fallega myndskreytt bréf frá föður sín- um. Þegar athyglinni er beint að því hvar verk Höskuldar hafi verið sýnd utan Íslands, ber einn- ig að nefna að hann átti þrjú verk á sýningunni Bird Artists of the World sem haldin var í The Tryon Gallery í London dagana 24. október til 20. nóvember 1963. Á sýningunni voru einnig þrjú málverk eftir Guðmund frá Miðdal. Höskuldur flutti með fjölskylduna til Hvera- gerðis 1946. Á árunum frá 1940 til 1965 var Hveragerði þekkt sem listamannabær. Þar bjuggu skáld, rithöfundar, tónskáld, myndlistar- menn og myndhöggvarar. Meðal þeirra sem þangað fluttu voru Gunnar Benediktsson, Krist- ján frá Djúpalæk, Jóhannes úr Kötlum, Gunn- laugur Scheving, Ríkarður Jónsson og Kristinn Pétursson. Ragnar Ásgeirsson bjó einnig í Hveragerði í nokkur ár frá 1943 og starfaði fyrir Garðyrkjuskóla ríkisins. Í einni þeirra greina sem ég tók með mér frá Íslandi er fjallað um heimsókn til Hallfríðar Páls- dóttur í Hveragerði. Eftir lát Höskuldar 1961 hafði hún innréttað kaffistofu í vinnustofu hans. Hún sagði þangað koma marga góða gesti sem oft keyptu málverk. Í lofti verkstæðisins hékk litli báturinn sem Eymundur, afi Höskuldar, hafði smíðað og gefið honum þegar hann var strákur. Og á veggjum herbergisins héngu verk Höskuldar. Hallfríður sagði blaðamanninum frá lífi þeirra, m.a. að nokkrum sinnum hefði því ver- ið fleygt að Höskuldur ætti að fá sér „alvöru“ vinnu. Sannleikurinn væri hins vegar sá að hann hefði verið heilsuveill alla sína ævi og því ekki geta unnið erfiðisvinnu. Það hefði oft reynst þeim erfitt, en þau hefðu haft það gott saman og verið ánægð. Að áeggjan Ragnars Ásgeirssonar ferðaðist Höskuldur um Skagafjörð og Eyjafjörð. Hann teiknaði og málaði gamla bóndabæi og dáðist að gamla byggingastílnum. Glaumbær í Skagafirði, Laufás við Eyjafjörð og torfkirkjan á Víðimýri eru aðeins nokkrar þeirra bygginga sem Hösk- uldur valdi sér sem viðfangsefni. Það má undrast fjölbreytileika viðfangsefn- anna. Jafnt úti við sem inni hafði hann auga fyrir og skilning á hinu sérstæða. Gamlar bækur og gömul vinnuáhöld eru sett fram á myndrænan hátt – gerð sérstök og falleg. Hann sá fegurðina í gömlum hversdagsmunum: Útskornir höfðagafl- ar, olíulampar, tréskrín og sauðskinnskór. Hann leitaði ekki að mikilfengleik, heldur greindi það stóra í hinu smáa og framkallaði fínustu listaverk úr hversdagsmótífum. Á Akureyri málaði hann mörg gömlu húsanna. Sigrún Ragnarsdóttir gaf Akureyrarbæ nokkrar þessara mynda sem hún hafði erft eftir foreldra sína og þar má nú njóta þeirra. Sumarið 2007 heimsótti ég Unni Friðbjarnar- dóttur, ekkju Kristjáns frá Djúpalæk, á Akureyri til að skoða myndir og teikningar sem ég vissi að hún ætti. Höskuldur hafði m.a. teiknað heimili hennar, Staðartungu í Hörgárdal, og hún átti fleiri fugla- og blómamyndir. Hún talaði hlýlega um vináttu þeirra og árin í Hveragerði. Hún sagði frá langri sumarferð sem þau hjónin höfðu farið í ásamt Höskuldi og Hallfríði, þar sem m.a. var farið til Hornafjarðar. Kristján, sonur henn- ar, sem einnig var í heimsókn þennan dag, vakti athygli mína á bók Bolla Gústavssonar, Laufás: Fjögur skáld í för með presti. Þar fjallar hann m.a. um vináttu Höskuldar og Kristjáns frá Djúpalæk. Eins og á listsýningu Ég ákvað að halda til Hafnar og sjá með eigin augum þá staði sem ég þekkti úr verkum Hösk- uldar, Ásgríms Jónssonar og Svavars Guðnason- ar. Á Höfn heimsótti ég Sverri Scheving Thor- steinsson og Lovísu H. Gunnarsdóttur, systur- dóttur Höskuldar. Þau hafa unnið stórvirki í skráningu á verkum Höskuldar. Þar að auki fór ég á bæjarskrifstofuna á Höfn og fékk að skoða húsið. Það var eins og að vera á listsýningu. Á öll- um hæðum, á göngunum og á skrifstofunum hékk fjöldi góðra verka eftir Höskuld og Svavar Guðnason. Ég fylltist þakklæti yfir að fá að skoða verkin – og hugsaði með mér: Svona er þetta allt- af á Íslandi, mætir manni eintóm greiðasemi. Síðasta mynd Höskuldar Björnssonar sem ég ætla að fjalla um er hér í Danmörku. Fyrir nokkru heimsótti ég Bergþóru Kristjánsdóttur í nágrenni Kaupmannahafnar. Ég hafði sagt henni að ég hefði mikinn áhuga á listamanninum Höskuldi Björnssyni og í ljós kom að hún átti mynd af afa sínum Sigurði Ólafssyni frá Höfn sem Höskuldur hafði málað. Hún sendi mér ljós- mynd af verkinu. Þetta er yndisleg mynd í fal- legum litum. Þegar Klaus Slavensky, eiginmann Bergþóru og yfirmann upplýsinga- og mennta- mála hjá dönsku mannréttindamiðstöðinni, vant- aði mynd á forsíðu einna bókanna sem stofnunin gefur út, valdi hann mynd Höskuldar af Sigurði Ólafssyni. Ég hef reynt að nálgast bókina en hún er upp- seld, sem þýðir að hér í Danmörku hljóta margir að hafa séð mynd Höskuldar. Það er búið að verið gefandi að kynnast ævi og list Höskuldar Björnssonar. Maður skynjar brennandi áhuga á hans á listinni. Þrátt fyrir veikindi var hann ástsæll og mikils metinn lista- maður, jafnvel þó að myndlistargagnrýnendur hafi veitt honum litla athygli. Ósnortinn af tíðar- andanum fetaði hann sína eigin stigu og fann sinn stað í listinni. Hann var rólyndur maður og vænn og hafði enga þörf fyrir að vekja athygli á sjálfum sér. Hann hafði auga fyrir fegurð og sýn- ir okkur með list sinni fegurðina í öllu í kringum okkur. Það er ánægjulegt að verk hans verði nú sýnd í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Al- menningi gefst þá tækifæri til að virða fyrir sér verk þessa mikla listamanns, en á sýningunni verður athyglinni beint að tímabilinu 1940–65, þegar Höskuldur og allir hinir listamennirnir sem bjuggu í bænum gerðu Hveragerði að blómstrandi menningarbæ. m jöklum og fjallstindum og sjórinn og birtan gefa landinu ólýsanlegt yfirbragð. Ríkulegt fuglalíf örvaði áhuga Höskuldar á fuglamálun. » Það má svo gott sem fullyrða að náttúran og æskuárin hafi verið mikilvægustu lærimeist- arar Höskuldar. unni, mikilvægum lærimeistara hans. Snjótittlingar Þessi vatnslitamynd var fjölprentuð á sínum tíma og er enn til víða. Staðartunga í Hörgárdal Teikning. Anna Sigríður Einarsdóttir þýddi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.