Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Síða 13
gang að rafmagni né rennandi vatni. Thimpu er sannarlega engin stórborg þó hún sé höfuðborg landsins. Þar eru til að mynda eng- in umferðarljós, ekkert frekar en annars staðar í landinu, og lög- reglumenn stjórna umferðinni upp á gamla mátann. Við gistum á miðl- ungsstóru hóteli, sem virtist allt of stórt miðað við fjölda hótelgesta, enda var lítið að gera hjá starfs- fólkinu, þó það gætti þess hins veg- ar vel að við værum ekki of sein að bóka okkur út af hótelinu. Það var tómlegt í morgunverðarsalnum og á tímabili fengum við það á tilfinn- inguna, þó meira í gamni en alvöru, að við værum einu ferðamennirnir í fjarlægu landi þar sem hót- elstarfsfólkið hefði það eina hlut- verk að fylgjast með því að við myndum örugglega ekki fara út af hótelinu án leiðsögumannsins okk- ar! Listinn yfir staði sem voru á dagskránni í Thimpu var fjöl- breyttur og óvenjulegur. Til að mynda lögðum við á okkur nokkuð langa bílferð upp brattan fjallveg þar sem leiðsögumaðurinn vildi endi- lega sýna okkur sjónvarpsmastur borgarinnar og ljóst að hann var af- skaplega stoltur af því, en útsýnið var svo sem ekki slæmt þaðan held- ur. Þá var pósthúsið líka hluti af hinni stöðluðu dagskrá, og vakti það nokkra undrun okkar að póstkortin frá þessu litla og framandi ríki voru aðeins rúma viku að berast til Ís- lands, á meðan það tók póstkort sem póstlögð voru hjá „stóra nágrann- anum“, Nepal, hvorki meira né minna en tvo mánuði að komast til Reykjavíkur. Áhugaverðasti áfanga- staðurinn í Thimpu var hins vegar án efa hinn litríki útimarkaður borg- arinnar þar sem vestrænar matvörur voru á boðstólum í bland við innlenda framleiðslu. Að lokinni dvöl í höfuðborginni fórum við aftur til Paró þar sem við kynntumst meðal annars þjóð- aríþrótt landsmanna, bogfimi, þar sem keppendur og áhorfendur taka þátt í leiknum af lífi og sál og menn hika ekki við að hæðast að andstæð- ingum sínum ef þeim bregst boga- listin. Hápunktur ferðarinnar var hins vegar heimsókn okkar eða þrauta- ganga í Taktshang Goemba búddak- laustrið, en búddatrúin er mjög sterk í hinu daglega lífi í Bútan. Klaustrið kallast einnig Tígrishreiðrið og er á klettasyllu í 900 metra hæð yfir Paró-dalnum, en í rúmlega 3100 metra hæð yfir sjávarmáli og því er mælt með því að ferðamenn leggi ekki í gönguna strax eftir komuna til landsins, heldur gefi sér tíma til að venjast þessari miklu hæð. Við fyrstu sýn virðist engin leið að komast upp á klettasylluna nema á baki fljúgandi tígrisdýrs, eins og segir í þjóðsög- unni, en þegar betur er að gáð er hægt að ganga alla leið upp í klaustr- ið og er það sannarlega ógleymanleg fjallganga. Verg þjóðarhamingja Fyrir nokkrum árum vakti konung- urinn í Bútan heimsathygli þegar hann lýsti því yfir að markmið þjóð- arinnar væri „verg þjóðarhamingja“, eins konar andstæða við hinn hefð- bundna mælikvarða, verga þjóð- arframleiðslu. Það er eflaust hægara sagt en gert fyrir hagfræðinga (eða mannfræðinga) að reikna út verga þjóðarhamingju, en fyrir ferðamenn sem ganga um götur höfuðborg- arinnar Thimpu eða heimsækja úti- markaðinn á laugardagsmorgni fer ekki á milli mála að íbúarnir í höf- uðborginni virðast vissulega ham- ingjusamir á svip, svo eitthvað er til í þessu slagorði. Íbúar borgarinnar, raunar allir þeir sem urðu á vegi okk- ar í landinu, virtust afar gestrisnir og tóku okkur ferðamönnunum fagn- andi. Landsmenn njóta hins vegar ekki frelsis í sama mæli og Vesturlanda- búar. Bútan var til að mynda fyrsta landið í heiminum sem bannaði sölu tóbaks, og þá var MTV-sjónvarps- stöðin einnig bönnuð í landinu sem og stöð sem sérhæfði sig í að sýna frá fjölbragðaglímu. Þá má geta þess að langvarandi deilur hafa staðið um stöðu rúmlega hundrað þúsund flóttamanna í flóttamannabúðum í Nepal, en flestir þeirra telja sig bút- anska ríkisborgara en stjórnvöld í Bútan eru ósammála því mati. Enski boltinn kominn til Bútan Það er að sumu leyti engu líkara en að tíminn hafi staðið í stað í þessu einangraða ríki. Náttúran er ósnort- in og byggingarnar flestar byggðar í glæsilegum stíl sem er afar einkenn- andi fyrir svæðið, enda gilda strang- ar reglur í Bútan um útlit húsa. Það er værð yfir landinu og jafnvel í miðri höfuðborginni er friðsældin og þögnin nánast ólýsanleg. Nútíminn er hins vegar smátt og smátt að ná bólfestu í Bútan. Árið 1999, þegar þáverandi konungur hélt upp á tuttugu og fimm ára valdaaf- mæli, gaf hann þegnunum sjónvarp – og íbúarnir voru ekki lengi að til- einka sér þá nýjung. Sem dæmi má nefna að í litlu fjallahóteli í Paró birt- ist okkur skyndilega á skjánum leik- ur Chelsea og Manchester United í beinni útsendingu frá Bretlandi. Enski boltinn á sér greinilega engin landamæri. Á hraðri leið inn í nútímann Lögð er mikil áhersla á menntun í landinu sem og heilbrigðisþjónustu. Menn gæta þess þó að taka ekki upp alla siði vestrænna þjóða. Heilbrigð- isráðherra landsins sagði til að mynda í viðtali við Washington Post á dögunum: „Við viljum ekki líkja eftir Vesturlöndum að öllu leyti. Ímyndið ykkur ef við myndum opna, hvað kallið þið það … elliheimili? Ímyndið ykkur ef íbúar í Bútan myndu henda ömmu og afa út? Við gætum hreinlega ekki leyft það.“ Internetið er einnig búið að ryðja sér til rúms í Bútan, ferðaskrifstof- urnar eru með vefsíður og í stöðugu tölvupóstsambandi við viðskiptavin- ina og á fyrrnefndu hóteli í Paró gátu viðskiptavinir meira að segja keypt sér aðgang að netinu, reyndar á hraða sem þekktist sennilega á Ís- landi fyrir fimmtán árum eða svo og tók það hálftíma að koma einum tölvupósti heimshorna á milli. Síðast en ekki síst eru farsímar mikið not- aðir í Bútan þó íslensku símafyr- irtækin virðist ekki enn hafa gert þjónustusamninga við landið – en það gaf okkur raunar kærkomna hvíld frá þessum þarfasta þjóni nú- tímamannsins. Vestrænar merkjavörur eru farn- ar að láta á sér kræla og íbúar virð- ast hafa nokkuð gott vald á enskri tungu, verslanir í miðbænum eru til að mynda merktar bæði með bú- tönskum og enskum heitum og í einu bókabúðinni sem við heimsóttum reyndist nánast ómögulegt að finna bækur á bútönsku, aðallega nokkrar kennslubækur, en að öðru leyti var lesefni heimamanna á ensku. Það má búast við því að þessi þró- un í átt til opnara samfélags haldi áfram næstu árin og að fjöldi ferða- manna aukist jafnt og þétt. Það fer því sennilega hver að verða síðastur að upplifa þessa einstöku perlu Hi- malajafjallanna, áður en nútíminn tekur völdin að fullu og þetta Shangri-La nútímans verður aðeins minning um horfinn heim í austri. Strætó Almenningsvagnarnir voru litríkir í höfuðborginni Thimpu. Góðgæti Þessi ungi drengur fær sér á góðgæti á útimarkaðnum og lætur ljósmyndarann ekki trufla sig. Stopp! Engin umferðarljós eru í Bútan en lögreglan sér um að umferðin gangi vel fyrir sig. Arkitektúr Paró-virkið er talið eitt glæsilegasta virki landsins og eitt besta dæmið um bútanskan arkítektúr. »Við viljum ekki líkja eftir Vestur- löndum að öllu leyti. Ímyndið ykkur ef við myndum opna, hvað kallið þið það … elliheimili? Ímyndið ykkur ef íbúar í Bút- an myndu henda ömmu og afa út? Við gætum hreinlega ekki leyft það.“ Mikilfenglegt Tígrishreiðrið er á klettasyllu í rúmlega 3100 metra hæð yfir sjávarmáli. Virki Greinarhöfundur ásamt konu sinni, Maríu Margréti Jóhannsdóttur, í Trashi Chhoe-virkinu í Thimpu. Höfundur er lögfræðingur og starfar hjá Kaupþingi MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.