Morgunblaðið - 09.07.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.07.2008, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 25 Atvinnuauglýsingar 569 1100 Umboðsmaður Umboðsmann vantar í Ólafsvík Upplýsingar veitir Ólöf Engilbertsdóttir í síma 569-1376 eða 669-1376 milli kl 8 og 16 virka daga Félagslíf Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Kettlingar, kátir og krúttlegir Þrír ljósgráir kettlingar fást gefins, 2 læður og 1 fress. Tilbúnir að fara á ný heimili. Mjög ljúfir og hressir, eru kassavanir. Upplýsingar í síma 482 1350 og 661 5031. Gefins 5 Aspir fást gefins gegn því að vera fjarlægðar. Fyrstur kemur fyrstur fær. Upplýsingar í síma 892 6113. Heilsa Aukið sjálfsöryggi/sjálfsstyrking hugarfarsbreyting til betra lífs með EFT og sjálfsdáleiðslu. Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT, sími 694 5494, vidar@theta.is, www.theta.is Húsnæði í boði Einbýlishús á besta stað 350 fm einbýlishús á besta stað. Glæsilegt útsýni. Þarfnast viðhalds. 33,3 milljónir áhvílandi, erlend mynt, óskað eftir yfirtöku. Tilboð. Uppl. 864 2068. Húsnæði óskast Þriggja herbergja íbúð í Árbæ Reglusamur maður óskar eftir þriggja herbergja íbúð í Árbæ. Er reyklaus og lofa skilvísum greiðslum. Upplýsingar í síma 848 3086. Mjög reglusaman 22 ára kk vantar íbúð Er 22 ára mjög reglusamur kk sem sárvantar að leigja stúdíóíbúð á höfuðborgarsvæðinu á verði frá 40 þús. til 60 þús. til langtíma, má vera í bílskúr. Ef einhver hefur áhuga má hafa samband í síma 847 0542, Jóhannes. Íbúð óskast Reglusamar og reyklausar stúlkur að austan eru að leita að íbúð til leigu á Rvk-svæðinu. Skilvísar greiðslur. Nánari uppl. Ragnhildur 867 1166 & Sara 847 5572. Góð íbúð í Vesturbæ frá 15.8. 4ja manna fjölsk. á leið úr námi leitar að íbúð í Vesturbænum frá 15.8 í 1-2 ár. Góð meðmæli - 100% reglusemi og skilvísi. E-mail: lydiaellertsdottir@gmail.com Sumarhús Rotþrær, heildarlausn (“kit”) á hagstæðu verði. Sérboruð siturrör, fráveiturör og tengistykki. Einangrunarplast og takkamottur. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211. Heimasíða: www.borgarplast.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Poolborð 5 - 6- 7 og 8 fet til afgreiðslu strax billiard.is Suðurlandsbraut 10, 2H S. 568 3920 www.billiard Þjónusta Móðuhreinsun glerja! Er komin móða eða raki milli glerja? Móðuhreinsun Ó.Þ. Sími 897 9809. Gæðabón Ármúla 17a, það besta fyrir bílinn þinn. Alþrif, mössun, teflon, djúphreinsun. Opið mán.-fö 8-18. S. 568 4310. Ýmislegt www.heitirpottar.is Kleppsvegur 152, sími 554 7755 Tilboð Skeljar 199.000.- Volare húðvörur Er að selja frábærar húðvörur frá Volare. Hringið í síma 662 6560. Tek líka að mér heimakynningar. Helga, sjálfstæður söluráðgjafi hjá Volare. Hópstjóri Lydía. Verð að selja Yarisinn ‘04 þú yfirt. lánið sem er 770 þús. 17.200 á mán. og borgar út 55 þús. Einnig Subaru Impreza ‘98, verð 200 þús. Traktorskerra á 40 þús. og píanó á 50 þús. Upplýsingar í síma 821-1160. Teg. Daisy - mjög flottur haldari í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 5.990, Teg. Darcy - þunnur og sexí en haldgóður í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.990,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán-fös 10-18, Lokað á laugardögum. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Subaru Impreza ‘98 verð aðeins 200 þús. Ótaminn Plat- onssonur 6 vetra, verð 120 þús. Plat- onsdóttir 7 vetra með folaldi og fyli, verð 120 þús. Brúnskjótt, lítið tamin, 150 þús. 60 hestafla Ford dráttarvél, verð 300 þús. + skattur. Upplýsingar í síma 865-6560. . Mikið úrval af flottum leðurskóm fyri dömur. Margar gerðir. Mjög gott verð. Verð frá 7.885 til 9.685.- Misty skór, Laugavegi 178, sími: 551 2070 opið mán-fös 10-18 Ath. lokað á laugardögum í sumar Góð þjónusta, fagleg ráðgjöf . Ljósir og léttir. Sumarskór fyrir herra, úr leðri og skinnfóðraðir. Verð frá 5.885.- 9.350.- Misty skór, Laugavegi 178, sími: 551 2070 opið mán-fös 10-18 Ath. lokað á laugardögum í sumar Góð þjónusta, fagleg ráðgjöf Bílar Toyota árg. '96, ek. 229 þús. km Til sölu Corolla 4WD. Glæsikerra í mjög góðu ástandi. Nýsmurður og all- ur yfirfarinn. Nýir bremsuklossar o.fl. Vetrardekk og geislaspilari. Verð: 270 þús. kr. Oddur: 821-4485. Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Mótorhjól Til sölu Yamaha WR-250F Árg. 2004. Mjög lítið notað. Ekið aðeins 600 km. Dekurhjól. Verð 490 þús. Uppl. í síma 894 6562. Einkamál Stefnumót.is Nýr stefnumótavefur og tengslanet: "Þar sem íslendingar kynnast". Líttu við og tryggðu þér gott notanda- nafn til frambúðar. Stefnumót.is Nýr samskiptavefur: "Þar sem Íslendingar kynnast". Líttu við og tryggðu þér gott notandanafn til frambúðar. að fagna. Fjölskyldan var í forgrunni og þau ræktuðu vel sambandið við synina og fjölskyldur þeirra. Þau höfðu í heiðri þau fjölskyldugildi sem fágæt eru orðin í breyttu samfélagi nútímans. Af þeirri gerð voru þau fræ sem Gummi sáði í hjörtum okkar. Blessuð sé minning hans. Helga Margrét Guðmundsdóttir. Höfðingi er fallinn, Guðmundur L. Þ. Guðmundsson er látinn. Gummi frændi var góður maður og kærleiksríkur. Hann var sterk per- sóna sem geislaði af. Væntumþykja hans og áhugi á lífi og starfi okkar systurdætra hans og fjölskyldum okkar var ómetanlegur. Hann vildi fá að fylgjast með og vita hvað hver og einn væri að aðhafast og hvað væri að frétta af afkomendum hennar Dúnnu. Þegar maður heimsótti þau merkishjón Gumma og Dúddu voru móttökurnar alltaf hlýjar og góðar. Gaman var að hlusta á Gumma frænda segja frá æskustöðvunum fyrir vestan og fjölskyldulífinu þar. Hann var Vestfirðingur, og eftir heimsókn til hans fann ég að vest- firsk blóð rann í æðum mér. Oftar en ekki þegar við hittumst í fjölskyldu- boðum kom hann með myndir frá gamalli tíð og hélt þannig uppi minn- ingunni og sögunni. Hann vildi að við vissum og værum meðvitaðar um sögu okkar. Frændi kom færandi hendi fyrir mörgum árum síðan með 100 ára gamla kistu sem hann var búinn að gera upp, kistu sem langamma mín og nafna Guðrún Guðmundsdóttir hafði átt, með því vildi hann tengja mig arfleifð minni. Kistan góða á allt- af sinn stað hjá mér og mínir afkom- endur fá að vita sögu hennar. Hand- laginn var hann frændi með eindæmum og í minningunni eru hús- gögn hluti af Gumma, bílskúrinn hans í Litlagerðinu angaði af nýsmíði og sköpun. Heimsóknir í Víði hús- gagnaverslunina sem hann vann í til margra ára eru eftirminnilegar. Fall- inn er frá maður sem ávallt sýndi mér og mínum væntumþykju og áhuga. Með söknuði kveð ég góðan og mætan frænda. Ég votta Dúddu, son- um hans og fjölskyldum þeirra inni- lega samúð. Guðrún Birna Guðmundsdóttir. Mig langar að minnast Gumma frænda með nokkrum orðum. Hann var bróðir ömmu Dúnnu, mikill vinur mömmu og frændi með stórum staf. Algerlega ómissandi var að hafa Gumma frænda viðstaddan alla stór- viðburði í lífi okkar. Hann var ein- staklega ljúfur og fallegur maður sem kallaði fram það besta í fólki. Hann tók blíðlega í hendurnar á manni, horfði djúpt í augu manns og meinti það sem hann sagði. Gummi frændi hafði þau áhrif á mann að maður ósjálfrátt brosti og fylltist stolti af sjálfum sér, lífi sínu og fjöl- skyldu, því hann var ávallt jákvæður og talaði svo fallega um alla. Ég kynntist Gumma frænda einnig á öðrum vettvangi er ég hjúkraði hon- um sem nemi. Þá gerði ég mér betur grein fyrir veikindum hans og öðl- aðist meiri virðingu fyrir honum og viðhorfum hans til lífsins; hvernig hann tók öllu af æðruleysi og mann- legri reisn. Þrátt fyrir þrautir og verki þá hélt hann í jákvæðni, lífs- gleði og náungakærleik. Gummi frændi lagði sig fram um að kynnast mér og fjölskyldu minni og við Árni erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast slíkum frænda og öðlingi. Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með. (Helgi Hálfdánarson.) Guðrún Ösp Theodórsdóttir (Dúnna).  Fleiri minningargreinar um Guðmund L. Þ. Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.