Morgunblaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl. is , Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. „ÞETTA var eiginlega endurtekn- ing á fyrra markinu sem ég skoraði gegn KR um daginn, aukaspyrna frá hægri og boltanum fleytt áfram til mín,“ sagði Helgi Sigurðsson sókn- armaður Vals við Morgunblaðið eft- ir leikinn gegn Keflavík á laugar- daginn en hann jafnaði þá metin, 1:1, á 79. mínútu. Þetta var sjötta mark Helga í deildinni í sumar eftir rólega byrjun. „Já, þetta er allt að koma og maður er farinn að brosa aðeins meira en áður. Við sýndum mikinn karakter með því að jafna leikinn og þar með erum við ennþá inni í baráttunni í efri hlutanum. Með þessum úrslitum hleyptum við heldur ekki Keflvík- ingum lengra fram úr okkur. Við höfum bætt okkar leik jafnt og þétt, unnum þrjá á undan þessum og er- um á ágætu róli, og aðalmálið er að vera á réttum stað þegar mótinu lýkur í haust.“ Valsmenn voru án Birkis Más Sævarssonar og Pálmi Rafn Pálma- son spilaði sinn síðasta leik. „Já, það eru ýmsar breytingar hjá okkur og auðvitað hefur það mikið að segja. Þó við séum með stóran og góðan hóp er aldrei gott að missa lykil- menn, hvað þá tvo í einu, en við er- um búnir að fá Henrik Eggerts, sem sýndi að hann er góður leikmaður, og vonandi fáum við einn til tvo í við- bót til að styrkja hópinn. Það er al- veg ljóst að við gefum titilinn ekki eftir baráttulaust. Við erum með nógu gott lið þó þessir tveir séu farnir, það eru tíu leikir eftir og við erum í ágætum málum. Vissulega er talsvert leikjaálag eins og er, við vorum að koma úr erfiðum Evrópu- leik og við erum nokkrir á efri árum í boltanum, sem þýðir kapphlaup við klukkuna til að ná sér eftir hvern leik. En það eru sterkir karakterar í liðinu og við eigum eftir að fleyta okkur ofar á töflunni, ég er handviss um það,“ sagði Helgi.  Viðtöl við Kristján Guðmunds- son þjálfara Keflavíkur, Guðjón Árna Antoníusson fyrirliða Kefla- víkur og Willum Þór Þórsson þjálf- ara Vals eru á íþróttavef mbl.is, und- ir „Landsbankadeildin.“ vs@mbl.is „Málið er að vera á réttum stað í haust“ 0:1 23. Eftir langt innkast frá vinstri hrökk boltinn út á miðjavítateigslínu Vals. Guðjón Árni Antoníusson skallaði boltann niður og til hægri á Hólmar Örn Rúnarsson sem tók hann viðstöðulaust og lyfti honum skemmtilega yfir Kjartan markvörð og í markhornið fjær. 1:1 79. Rasmus Hansen sendi fyrir mark Keflavíkur frá hægri.Pálmi Rafn Pálmason fleytti boltanum áfram með höfðinu og á markteigslínu; aðeins til vinstri var Helgi Sigurðsson mættur og renndi boltanum í netið. Valur 1 Keflavík 1 Vodafonevöllurinn að Hlíðarenda, úrvals- deild karla, Landsbankadeildin, laugardag- inn 19. júlí 2008. Mark Vals: Helgi Sigurðsson 79. Mark Keflavíkur: Hólmar Rúnarsson 23. Markskot: Valur 11 (5) – Keflavík 13 (9). Horn: Valur 6 – Keflavík 8. Rangstöður: Valur 4 – Keflavík 2. Skilyrði: Sól, gola og fínn völlur. Lið Vals: (4-4-2) Kjartan Sturluson – Einar Marteinsson (Baldur I. Aðalsteinsson 46.), Atli Sveinn Þórarinsson, Barry Smith (Henrik Eggerts 46.), René Carlsen – Ras- mus Hansen, Pálmi Rafn Pálmason, Sigur- björn Hreiðarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson – Guðmundur Benediktsson (Baldur Bett 62.), Helgi Sigurðsson. Gul spjöld: Pálmi Rafn 70. (brot), Eggerts 89. (brot). Rauð spjöld: Baldur I. Aðalsteinsson 81. (brot). Lið Keflavíkur: (4-4-2) Ómar Jóhannsson – Guðjón Antoníusson, Kenneth Gustafsson (Guðmundur Mete 75.), Hallgrímur Jónas- son, Nicolai Jörgensen – Símun Samuelsen, Einar Orri Einarsson, Hólmar Örn Rún- arsson, Patrik Redo – Þórarinn Kristjáns- son (Hörður Sveinsson 61.), Magnús Þor- steinsson (Hans Mathiesen 72.) Gul spjöld: Engin. Rauð spjöld: Engin. Dómari: Garðar Örn Hinriksson, Stokks- eyri, 4. Aðstoðardómarar: Ólafur Ingvar Guð- finnsson og Einar K. Guðmundsson. Áhorfendur: 1.353. „MIÐAÐ við fyrri hálfleikinn hefðum við átt að vera 2:0 yfir, við fengum 4-5 góð færi og víta- spyrnu að auki. En í seinni hálf- leik lögðu Vals- menn allt í þetta til að fá jöfn- unarmarkið, bættu í sóknina og sóttu mikið. Þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir og ég held að þegar upp var staðið hafi jafnteflið verið sanngjarnt,“ sagði Símun Samuelsen, færeyski lands- liðsmaðurinn í liði Keflavíkur, við Morgunblaðið eftir jafnteflisleikinn að Hlíðarenda á laugardaginn. „Við buðum dálítið hættunni heim með því að brjóta klaufalega af okkur fyrir utan vítateiginn og þar gáfum við þeim hættuleg færi úr aukaspyrnum. En undir lokin hefðum við með smá-heppni getað skorað og sigrað. Valsmenn voru meira með boltann en við lágum aftar eins og oft í sumar og reynd- um að sækja hratt.“ Símun kvaðst mjög ánægður með að vera á toppnum með Keflavík en það væri jafnframt pressa á liðinu fyrir vikið. „Við verðum efstir eftir umferðina en höldum áfram að ein- beita okkur að þeim markmiðum sem við settum okkur. Það verður að koma í ljós hvort okkur tekst það. Við eigum enn tíu leiki eftir, þar af marga erfiða útileiki. Mótið vinnst ekki á tólf leikjum en við er- um í skemmtilegri stöðu,“ sagði Símun Samuelsen. vs@mbl.is „Jafnteflið var mjög sanngjarnt“ Símun Samuelsen Valur M Kjartan Sturluson Atli Sveinn Þórarinsson Sigurbjörn Hreiðarsson Helgi Sigurðsson Pálmi Rafn Pálmason Rasmus Hansen Henrik Eggerts Keflavík M Ómar Jóhannsson Guðjón Árni Antoníusson Nicolai Jörgensen Kenneth Gustafsson Magnús S. Þorsteinsson Einar Orri Einarsson Hallgrímur Jónasson Hólmar Örn Rúnarsson Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is En það er ljóst að staða Keflvíkinga í dag er engin tilviljun og hún er verð- skulduð. Þeir eru með samstillta liðs- heild og vel spilandi einstaklinga sem geisla af sjálfstrausti, þora að vera með boltann og reyna að sækja hratt við öll tækifæri, en eru jafnframt skynsamir og yfirvegaðir. Þeir voru nær sigrinum en Vals- menn á laugardaginn þó niðurstaðan hafi samt kannski verið nokkuð sanngjörn. Keflvíkingurinn Þórarinn Kristjánsson nýtti ekki vítaspyrnu eftir 12 mínútna leik, Kjartan Sturlu- son varði frá honum, en Barry Smith hafði þá fellt Magnús S. Þorsteins- son klaufalega. Hólmar Örn Rún- arsson skoraði síðan glæsimark en með góðum síðari hálfleik náðu Vals- menn að jafna metin, 1:1, með marki Helga Sigurðssonar á 79. mínútu. Strax á eftir fékk Valsmaðurinn Baldur I. Aðalsteinsson rauða spjaldið fyrir að brjóta á Hans Mat- hiesen og manni fleiri voru Keflvík- ingar hársbreidd frá því að tryggja sér sigurinn í lokin. Hans skaut í þverslá og Einar Orri Einarsson í stöng en fleiri urðu mörkin ekki. Samstilltir Keflvíkingar Keflavíkurliðið er líklegt til að halda sér í toppbaráttunni til loka með þessu áframhaldi. Aftasti hluti liðsins er orðinn afar samstilltur, með Kenneth Gustafsson og Hall- grím Jónasson firnasterka sem mið- verði og Ómar Jóhannsson í mark- inu. Hólmar Örn Rúnarsson er mótorinn á miðsvæðinu og kant- og sóknarmennirnir eru allir hættu- legir. Það er sérstaklega gaman að sjá Magnús S. Þorsteinsson vera á uppleið á ný, hraðan og ógnandi í framlínunni. Guðmundur Steinars- son var ekki með vegna meiðsla en breiddin hjá Keflavík er það góð að fjarvera hans skipti ekki sköpum. Með þessu hrósi í garð Keflvíkinga er ekki á nokkurn hátt dregið úr styrk Valsmanna, sem þeir sýndu framan af og svo í seinni hálfleikn- um. Willum Þórsson kom Keflavík- urvörninni í vandræði með því að setja kantmennina Henrik Eggerts og Baldur I. Aðalsteinsson inná í byrjun síðari hálfleiks og náði með því talsverðum sóknarþunga í seinni hálfleiknum. En það er ljóst að skarð Birkis Más Sævarssonar, besta sóknarbakvarðar deildarinnar, verð- ur vandfyllt og ógnunin upp hægri kantinn er ekki sú sama hjá Valslið- inu og hún var með hann innanborðs. Eins verður ekki auðvelt að leysa Pálma Rafn Pálmason af hólmi. Marksæknir miðjumenn eins og hann eru ekki á hverju strái og brott- hvarf hans gæti reynst Valsmönnum þungt í skauti. En á móti kemur að Henrik Eggerts, sem lék sinn fyrsta leik með Val, lofar góðu og gæti gefið liðinu aðrar víddir í sóknarleikinn. Í heildina séð eiga bæði Valur og Keflavík hrós skilið fyrir góðan fót- boltaleik á laugardaginn, sem stóð fyllilega undir nafni sem toppleikur á íslenskan mælikvarða. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Háloftabardagi Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson stekkur hærra en Atli Sveinn Þórarinsson fyrirliði Valsmanna í þessu návígi við mark Hlíðarendaliðsins. Keflavík stóðst prófið  Keflvíkingar halda sínu striki og eru áfram efstir eftir 1:1 jafntefli við Val  Góður leikur beggja liða  Geta Valsmenn fyllt skarð Pálma Rafns? ÞEGAR ég sá Keflvíkinga leggja Ís- landsmeistara Vals, 5:3, í fyrstu um- ferð úrvalsdeildarinnar í vor grunaði mig ekki að þeir yrðu áfram jafn öfl- ugir allt sumarið og þeir sýndu þá. En staðreyndin er sú að eftir tólf umferð- ir eru þeir enn á toppnum og á laugar- dag stóðust Suðurnesjapiltarnir ákveðna prófraun þegar þeir gerðu jafntefli, 1:1, við Val að Hlíðarenda. Bein textalýsing frá leiknum mbl.is | Landsbankadeildin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.