Morgunblaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2008 3 Indriði Sig-urðsson skor- aði fyrsta mark Lyn í 3:2 sigri liðsins gegn Strömsgodset í norsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu í gær. Indriði jafnaði metin, 1:1, með skalla efir horn- spyrnu. Hann lék allan tímann með Lyn, sem og Theódór Elmar Bjarnason.    Haraldur Freyr Guðmundssonlék allan leikinn með Aalesund sem vann óvæntan útisigur á Noregsmeisturum Brann í gær, 2:1. Ólafur Örn Bjarnason lék allan leik- inn með Brann, Kristján Örn Sig- urðsson síðari hálfleikinn og Gylfi Einarsson síðustu 20 mínúturnar. Ármann Smári Björnsson var vara- maður hjá Brann en kom ekki við sögu. Birkir Bjarnason kom inná á 67. mínútu í liði Bodö/Glimt þegar liðið tapaði fyrir Lilleström, 3:0.    Ragnar Sigurðsson og HjálmarJónsson léku báðir allan tím- ann með IFK Gautaborg þegar liðið vann öruggan sigur á Gefle, 3:0, í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Sænsku meistararnir hafa sótt í sig veðrið í síðustu leikjum og eru komnir í toppbaráttuna.    Kári Árnason var í byrjunarliðiAGF og lék fyrstu 80 mínút- urnar þegar liðið lá fyrir Randers, 3:1, í opnunarleik dönsku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu. Stefán Gíslason, fyrirliði Bröndby, lék allan tímann í 2:0 útisigri liðsins á Nord- sjælland.    Sölvi GeirOttesen lék sinn fyrsta leik með Sønder- jyskE í gær þeg- ar liðið tapaði fyr- ir Horsens, 2:0, í dönsku úrvals- deildinni. Sölvi Geir, sem gekk í raðir liðsins frá sænska liðinu Djur- gården í síðasta mánuði, lék allan tímann og nældi sér í gult spjald. SønderjyskE er nýliði í dönsku úr- valsdeildinni.    Ívar Ingimarsson bar fyrirliða-bandið hjá Reading og spilaði allan leikinn þegar Reading sigraði MK Dons, 2:1, í æfingaleik um helgina. Gylfi Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Reading né Brynjar Björn Gunnarsson sem er á sjúkra- listanum.    Jóhannes Karl Guðjónsson og fé-lagar hans í Burnley gerðu 1:1 jafntefli við skoska liðið Queen of the South. Jóhannes lék fyrstu 70 mínúturnar og lagði upp mark Burn- ley sem Martin Paterson skoraði.    Hannes Þ. Sigurðsson var einiÍslendingurinn í liði Sundsvall sem gerði 1:1 jafntefli á heimavelli gegn GAIS í sænsku 1. deildinni í gær. Hannes lék allan tímann, Ari Freyr Skúlason var í leikbanni en Sverrir Garðarsson er á sjúkralist- anum. Eyjólfur Héðinsson lék allan tímann á miðjunni hjá GAIS og Jóhann B. Guðmundsson, sem er á leið til Keflvíkinga, lék í 60 mínútur.    Daninn Allan Borgvardt, fyrrumleikmaður FH, skoraði tvö af mörkum Bryne þegar liðið gerði jafntefli við Moss, 5:5, í norsku 1. deildinni í gær. Borgvardt skoraði mörkin í fyrri hálfleik, það fyrra úr vítaspyrnu. Baldur Sigurðsson er á mála hjá Bryne og lék fjórar síðustu mínúturnar. Fólk sport@mbl.is Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is Pálmi Rafn, sem er 23 ára Húsvík- ingur, skoraði 7 mörk fyrir Vals- menn í 12 leikjum í úrvalsdeildinni í sumar en hann spilaði með þeim í hálft þriðja ár. „Ég hefði endilega viljað kveðja Valsmenn með þremur stigum, við hefðum átt að knýja fram sigur á Keflvíkingum, en eitt stig er betra en ekkert,“ sagði Pálmi Rafn við Morgunblaðið að loknum leiknum við Keflvíkinga. „Ég held að það eina sem vantaði hjá okkur hafi verið að binda enda- hnútinn á sóknirnar. Við spiluðum vel upp völlinn, náðum að koma Gumma Ben. talsvert inn í leikinn sem er ávísun á hættu fyrir mótherj- ana, en það vantaði eitthvað til að þetta félli með okkur að þessu sinni,“ sagði Pálmi Rafn, sem var ekki á því að þreyta hefði setið í Valsliðinu eftir Evrópuleikinn í Hvíta-Rússlandi á fimmtudaginn. Hann var reyndar ekki með í þeim leik, mátti ekki spila þar sem hann var búinn að semja við Stabæk og Norðmennirnir vildu geta notað Pálma í Evrópukeppni sjálfir. „Nei, það held ég ekki, ég tel að menn hafi verið þokkalega hressir eftir ferðalagið og ég held að við höf- um sýnt það á stórum köflum í leikn- um að það var engin þreyta í mann- skapnum. En samt fór einhvern veginn smá-púður úr okkur í fyrri hálfleiknum þar sem okkur tókst ekki að fylgja ágætri byrjun eftir.“ Verst að hafa ekki „vitleysingana“ með mér Nú bíður hann spenntur eftir því að komast til Noregs og geta byrjað að æfa með nýju liði. „Þetta er bara spennandi, ég hlakka mikið til en kveð jafnframt Valsmenn með mikl- um söknuði. Það versta er að hafa ekki þessa „vitleysinga“ með mér úr búningsklefanum til Noregs, það er eini gallinn. Þetta er búinn að vera frábær tími hérna á Hlíðarenda en það var kominn tími til fyrir mig að taka þetta skref, ég hef ætlað mér þetta lengi og það er að ganga upp hjá mér núna. Ég held að það hefði í raun ekki getað verið betri tíma- punktur fyrir mig til að fara en ein- mitt núna.“ Henda mér vonandi strax í djúpu laugina Pálmi fer beint úr toppslagnum á Íslandi í meistarabaráttuna í Noregi en þar er Stabæk í öðru sæti úrvals- deildarinnar. „Já, Stabæk er í toppslag og von- andi get ég hjálpað eitthvað til í titil- baráttunni það sem eftir er tímabils- ins. Ég renni frekar blint í sjóinn, býst við því að verða notaður sem miðjumaður og vona bara að Norð- mennirnir hendi mér bara beint í djúpu laugina strax og ég fái að spila sem mest í ár. Ég þarf að sjálfsögðu að byrja á því að vinna mér sæti í lið- inu en ég vona að ég fái sem fyrst tækifæri til þess,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason. „Góður tímapunktur“  Pálmi Rafn Pálmason lék kveðjuleik sinn með Valsmönnum gegn Keflavík  Fer frá Hlíðarenda til Stabæk sem markahæsti maður Vals í sumar með 7 mörk PÁLMI Rafn Pálmason, markahæsti leikmaður Íslandsmeistara Vals, lék kveðjuleik sinn með þeim á laugar- daginn þegar Hlíðarendaliðið gerði jafntefli við Val, 1:1. Pálmi náði ekki að skora að þessu sinni en átti þátt í jöfnunarmarki Helga Sigurðssonar ellefu mínútum fyrir leikslok. Hann heldur nú til Noregs þar sem hann er genginn til liðs við Stabæk og verður þar samherji Veigars Páls Gunnars- sonar. Morgunblaðið/RAX Spenntur Pálmi Rafn er á förum til Stabæk, efsta liðsins í Noregi. Í HNOTSKURN »Pálmi Rafn Pálmason er23 ára, fæddur 9. nóvem- ber 1984 á Húsavík. Hann lék með með meistaraflokki Völsungs frá 15 ára aldri og var orðinn fyrirliði þar 17 ára. »Pálmi gekk til liðs við KAog lék þar í þrjú ár, frá 2003 til 2005, tvö ár í úrvals- deild og eitt í 1. deild. »Pálmi fór í Val fyrirtímabilið 2006 og varð Ís- landsmeistari með liðinu 2007. Hann lék sinn fyrsta A- landsleik í febrúar og þeir eru nú orðnir fimm talsins. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Sænsku blöðin Expressen og Afton- bladet greindu frá heimsókn stuðn- ingsmanna félagsins á æfingasvæð- ið en eðlilega eru þeir orðnir pirr- aðir vegna slaks gengis Djurgården síðustu vikurnar. Liðið hefur ekki unnið leik síðan 28. apríl en frá þeim tíma hefur liðið tapað fjórum leikjum af sex í úrvalsdeildinni og varð að sætta sig við markalaust jafntefli við eistneska liðið Flora Tallinn í UEFA-bikarnum í síðustu viku. „Þetta er stuðningsmannahópur sem hefur rofið sig frá aðalstuðn- ingsmönnunum. Þetta eru vand- ræðagemsar sem lögreglan fylgir á alla leiki og það var þessi hópur sem kom á æfinguna. Þeir vildu fá að tala við mig um liðið og ég spjall- aði við þá eftir æfinguna og það fór vel á með okkur. Þeir voru ánægðir með þau svör sem þeir fengu,“ sagði Sigurður. „Við þjálfararnir, leikmennirnir, stjórnarmennirnir og stuðnings- mennirnir erum að vonum ekki ánægðir með árangurinn upp á síð- kastið. Það er búið að ganga illa eft- ir fríið en ég er vonast til að með komu fjögurra nýrra leikmanna sem við fengum eftir EM þá fari ástandið að lagast hjá okkur. Það hafa verið mikil batamerki á liðinu í síðustu leikjum. Við höfum verið með boltann 60-70% í leikjunum en okkur hefur gengið illa að skora.“ Finn fyrir stuðningi leikmanna og stjórnar Hvað með þína stöðu sem þjálf- ari. Er farið að hitna undir þér? ,,Ég finn ekki fyrir neinni pressu. Formaðurinn hefur sagt að það komi ekki til greina að skipta um þjálfara og ég finn fyrir stuðningi bæði hjá leikmönnum og stjórn. Við byrjuðum tímabilið mjög vel en við erum með þunnskipaðasta hópinn af öllum liðum í deildinni. Ég barðist fyrir því að fá stækka hópinn en það gekk því miður ekki. Við vorum í 2.–3. sæti eftir sjö umferðir en við lentum þá í að missa menn í meiðsli, þar af nokkra lykilmenn, og náðum ekki að fylla í þeirra skörð. Núna höfum við hins vegar náð að styrkja hópinn og ég er alveg sannfærður um að við náum að snúa blaðinu við. Það er í mótbyr sem maður sýnir styrk sinn,“ sagði Sigurður. Sigurður er samningsbundinn Djurgården út næsta ár en hann tók við Stokkhólmsliðinu í fyrra og undir hans stjórn lenti liðið í öðru sæti eftir æsilega baráttu við IFK Gautaborg. Sigurður og lærisveinar hans eiga fyrir höndum erfiðan leik í kvöld en þá sækir liðið Helsingborg heim. „Ég þurfti ekki að fá neina lögreglufylgd“ „ÉG ÞURFTI ekki fá neina lögreglu- fylgd. Það komu hins vegar tveir lög- regluþjónar á æfingasvæðið, annar ósköp myndarleg kona, eins og þeir gera jafnan þegar ákveðinn hópur stuðningsmanna liðsins kemur á æf- ingavæðið þegar það er opin æfing,“ sagði Sigurður Jónsson, þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Djurgård- en, í samtali við Morgunblaðið í gær. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bjartsýnn Sigurður Jónsson vonast til þess að liðsauki sem hann fékk fyrir skömmu muni skila sér í betri úrslitum hjá Djurgården á næstunni.  Stuðningsmenn mættu á æfingu Djurgården og ræddu við Sigurð  Ánægðir með svörin, segir Sigurður, og kveðst ekki finna fyrir neinni pressu þrátt fyrir erfitt gengi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.