Morgunblaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir ÞÓRÐUR Rafn Gissurarson sigr- aði í karlaflokki í fyrsta sinn á meistaramóti Golfklúbbs Reykja- víkur á laugardagskvöld en Ragn- hildur Sigurðardóttir fagnaði sín- um 16. titli. Ragnhildur sigraði með fáheyrðum yfirburðum þar sem hún lék á 300 höggum en hún lék lokahringinn á 76 höggum í Grafarholtinu. Hanna Lilja Sig- urðardóttir náði öðru sætinu með því að leika lokahringinn á 75 höggum og var hún á 326 höggum. Helena Árnadóttir varð þriðja á 328 höggum en hún hafði titil að verja. Þórður Rafn náði efsta sætinu að loknum þriðja keppnisdeginum þar sem hann lék á 69 höggum eða 2 höggum undir pari vall- ar. Pétur Freyr Pétursson var í efsta sætinu eft- ir tvo fyrstu keppnisdagana sem fram fóru á Korpúlfsstaðarvelli en Pétur var á 1 höggi undir pari eft- ir 36 holur. Þórður lék samtals á 288 höggum en Pétur var á 296 höggum. Heiðar Davíð Bragason endaði í þriðja sæti en atvinnu- kylfingurinn var að taka þátt í fyrsta sinn í meistaramóti GR frá því hann gekk í raðir GR frá Kili í Mosfellsbæ. Það er óhætt að segja að met Ragnhildar verði seint slegið. Hún sigraði í fyrsta sinn árið 1987. Frá árinu 1991 hafa aðeins tveir kylfingar náð að rjúfa sigur- göngu Ragnhildar. Herborg Arn- arsdóttir árið 1993 og 2002, og Helena Árnadóttir sigraði í fyrra í fyrsta sinn. seth@mbl.is Ragnhildur og Þórður meistarar hjá GR Ragnhildur Sigurðardóttir HRAFNHILDUR Skúladóttir landsliðskona í handknattleik hefur ákveðið að ganga til liðs við Val. Hrafnhildur, sem er 31 árs gömul, hefur leikið í Danmörku undanfarin ár með Tvis Holstebro, SK Århus og síðast með Hadsten, en hún hefur verið ein allra besta handboltakona landsins og lék á dögunum sinn 100. landsleik og er leikjahæsta lands- liðskonan frá upphafi. Þar með verða þrjár systur í Vals- liðinu á komandi leiktíð en fyrir hjá Hlíðarendaliðinu eru tvíburarnir Drífa og Dagný Skúladætur. Systir þeirra, Rebekka Rut Skúladóttir, er hinsvegar gengin til liðs við Fylki. Stefán Arnar- son, fyrrum þjálf- ari A-landsliðs kvenna sem stýr- ir U-20 ára lands- liðinu, var í vor ráðinn þjálfari Valsliðsins í stað Ágústs Jóhanns- sonar sem er orð- inn þjálfari karlaliðs Gróttunnar. Guðríður Guðjónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari hjá Val. gummih@mbl.is Hrafnhildur til liðs við Val Hrafnhildur Skúladóttir Íslenska U-16ára landslið stúlkna í körfu- knattleik bar sig- ur úr býtum í C- deild Evrópu- mótsins sem fram fór í Mónakó. Ís- lensku stelpurnar lögðu lið Albaníu í úrslitaleiknum, 74:41, og unnu þar með alla leiki sína á mótinu. Ína María Einarsdóttir var stigahæst í úrslitaleiknum en hún skoraði 16 stig og næst kom Guðbjörg Sverris- dóttir með 15 stig en hún tók 16 frá- köst í leiknum og stal 8 boltum frá mótherjum sínum.    Forráðamenn AC Milan greindufrá því í gær að þeir hefðu hafnað ofurtilboði frá Chelsea í brasilíska landsliðsmanninn Kaká. Heimildir breska blaðsins Guardian herma að tilboð Chelsea hafði hljóð- að upp á 80 milljónir punda eða 12,7 milljarða íslenskra króna en Mílanó- menn sögðu að ekki kæmi til greina að selja Brasilíumanninn snjalla.    Rússar og Frakkar áttust við ítveimur landsleikjum um helgina en þjóðirnar eru að und- irbúa sig fyrir Ólympíuleikana sem hefjast í Peking í næsta mánuði. Rússar, sem Íslendingar etja kappi við í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum, höfðu betur í fyrri leiknum, 29:22, en Frakkar sneru blaðinu við í gær og höfðu bet- ur, 31:30.    Danska handknattleiksliðið GOG,lið þeirra Snorra Steins Guð- jónssonar og Ásgeirs Arnar Hall- grímssonar, er að fá góðan liðstyrk en að því er fram kom í danska blaðinu Ekstra Bladet í gær mun danski landsliðsmaðurinn Kasper Nielsen ganga í raðir liðsins frá þýska liðinu Flensburg á næstunni.    Bandarískakörfubolta- konan TaKesha Watson sem leik- ið hefur með Ís- landsmeisturum Keflvíkinga und- anfarin tvö keppnistímabil mun ekki spila með Suðurnesjaliðinu á næstu leik- tíð. Watson fór mikinn með liði Keflavíkur á síðustu leiktíð en hún skoraði að meðaltali 27,3 stig og var útnefndur besti leikmaður úr- slitakeppninnar.    Körfuboltalandslið Grikkja ogKróata tryggðu sér í gær far- seðilinn á Ólympíuleikana. Króatar höfðu betur á móti Þjóðverjum, 76:70, og Grikkir unnu öruggan sig- ur á Púertó Ríkó, 88:63. Marko Tomas var atkvæðamestur í liði Króata með 21 stig en hjá Þjóð- verjum var Dirk Nowitski, leik- maður Dallas, allt í öllu en hann skoraði 31 stig. Fólk sport@mbl.is „Mér líður öðruvísi núna en fyrir ári. Í fyrra vann ég eftir umspil og fagnaði þeim sigri gríðarlega. Mér leið öðruvísi að þessu sinni, mér fannst ég hafa tekið eitt skref fram á við á mínum ferli. Ég veit hvað ég get og þessi sigur á eftir að auka sjálfstraustið hjá mér,“ sagði Harrington en hann fékk um 118 milljónir kr. fyrir sigurinn og Poulter fékk rúmlega 73 milljónir kr. Þegar lokakeppnisdagurinn var hálfnaður virtist ævintýrið hjá hin- um 53 ára gamla Greg Norman ætla að ganga upp. Hann var með tveggja högga forskot en eftir þrjár holur var hann búinn að missa það niður. Hann endur- heimti efsta sætið á 10. braut en þrír skollar á fjórum holum gerðu út um vonir hans um sigur. Norm- an lék á 77 höggum og deildi þriðja sætinu með Svíanum Henrik Sten- son, en þeir fengu um 40 milljónir kr. í sinn hlut. Poulter ætlar sér meira „Ég verð að viðurkenna að ég er ósáttur við niðurstöðuna. Ég get hinsvegar borið höfuðið hátt því ég hékk með í baráttunni fram á loka- daginn,“ sagði Norman sem hefur tvívegis sigrað á Opna breska meistaramótinu. Englendingurinn Ian Poulter endaði í öðru sæti á 7 höggum yfir pari (72-71-75-69) en þetta er besti árangur hans á stórmóti. Poulter var þokkalega sáttur við árang- urinn en hann ætlar sér að landa sigrum á stórmótunum fjórum á næstu árum. „Golf snýst um að sigra og þessi árangur mun aðeins hvetja mig til þess að æfa enn meira en áður. Ég hef sigrað á 7 atvinnumótum og þeir titlar eru mun mikilvægari en annað sætið,“ sagði Poulter. Chris Wood, tvítugur áhugakylf- ingur frá Bristol, stal senunni á lokadeginum en hann deildi 5. sæt- inu með Jim Furyk á 10 höggum yfir pari. Wood gat ekki tekið við verðlaunafénu og varð hann af tæplega 29 milljónum kr. Það voru miklar sviptingar á lokadeginum þar sem kylfingar bættu stöðu sína verulega. David Howell frá Englandi fór upp um 57 sæti og endaði í 7. sæti. Ernie Els frá Suður-Afríku fór upp um 41 sæti líkt og Svíinn Robert Karls- son og deildu þeir 7. sætinu ásamt fleiri kylfingum. Phil Mickelson fór upp um 29 sæti á lokadeginum og endaði hann í 19. sæti á +14. Dav- id Duval frá Bandaríkjunum bætti sig um 12 högg frá þriðja keppn- isdeginum en hann lék lokahring- inn á 71 höggi. Duval fór upp um 25 sæti á lokadeginum og endaði hann á +16 í 39. sæti. Reuters Fögnuður Stuðningsmenn írska kylfingsins Padraigs Harringtons fagna honum innilega eftir sigurinn á Royal Birkdale vellinum í Southport í gær. Harrington sló golfhögg ársins á 17. brautinni Á MIÐVIKUDAGINN í síðustu viku var úlnliðurinn á Padraig Harrington helsta fréttaefnið í golfíþróttinni. Ír- inn hafði titil að verja á Opna breska meistaramótinu og hann var á þeim tíma ekki viss um að geta tekið þátt á stórmótinu. Harrington var löngu bú- inn að gleyma verkjunum í úlnliðnum í gær þegar hann sló golfhögg ársins á 17. braut á Royal Birkdale-vellinum á Englandi. Þar þrumaði hann boltan- um inn á flöt af um 240 metra færi og þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að fá örn. Harrington sigraði með fjögurra högga mun en Ian Poulter frá Englandi varð annar. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is  Padraig Harrington varði titilinn á Opna breska meistaramótinu í Southport  Greg Norman missti flugið á lokadeginum  Englendingurinn Ian Poulter annar PADRAIG Harrington fæddist 31. ágúst árið 1971 í Dublin. Hann komst inn á Evrópumótaröðina árið 1996 en hann starfaði sem endurskoðandi í nokkur ár áður en hann varð atvinnukylfingur. Harrington hefur sigrað á 21 atvinnumóti á ferlinum, þar af 12 sinnum á Evrópumótaröðinni og 3 sinnum á PGA- mótaröðinni. Írinn hefur fjórum sinnum verið í Ryderliði Evrópu og er hann öruggur með sæti í liðinu í haust. Eiginkona hans heitir Caroline og saman eiga þau tvo drengi, fædda árið 2003 og 2007. Árið 2005 hætti Harrington við að taka þátt á Opna breska vegna andláts föður síns en á síðustu tveimur mótum hefur hann fagnað sigri. Padraig Harrington, Írlandi Padraig Harrington

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.