Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2008 9 MÁLEFNI Strætós bs. hafa verið í fréttum að undan- förnu en fyrirtækið á nú í nokkrum rekstrarörðug- leikum. Koma þeir til af háu olíuverði, veikri krónu og hækkun launa. Þá sjást vagnar oft fámennir eða jafnvel tómir á götum bæjarins. Um þessar mundir er í athug- un hjá byggðasamlagi sveitarfélaganna sem eiga Strætó hvað skuli til bragðs taka. Þar á bæ telja menn að þjónustan þurfi að vera hnitmiðaðri og segir Ár- mann Kr. Ólafsson stjórnarformaður að sveitarfélögin verði að koma til móts við aukinn kostnað við rekst- urinn. Þá þurfi að endurskoða gjaldskrá og breyta þeim hlutum leiðarkerfisins sem minnst eru notaðir En hvað finnst farþegum um Strætó eins og er? Ljóst er að sitt sýnist hverjum. Morgunblaðið/Frikki Þungbúið á Hlemmi Blikur eru á lofti í rekstri Strætós bs. og unnið er að umbótum hjá stjórn fyrirtækisins. Erfiðir tímar hjá Strætó Sitt sýnist hverjum um starfsemi Strætós bs.  Strætó bs. í fjárhagskröggum  Í athugun að endurskoða gjaldskrá og breyta þeim leiðum sem minnst eru notaðar SÍÐASTLIÐIN fimm ár hefur Magdalena Sigurðardóttir tekið strætó mikið. Hún er mjög hlynnt því að strætisvagnasamgöngur verði ókeypis. „Sérstaklega fyrir skólafólk, öryrkja og aldraða.“ Henni þykir bílstjórar gjarna þurrir á manninn og kallar eftir meiri sveigjanleika í samskiptum. Hún er ekki hrifin af kerfinu og segir biðina þegar skipt er milli vagna of langa. Réttu lausnina á hnökrum kerfisins telur hún vera að taka það í heild til endurskoð- unar og stokka það upp. Morgunblaðið/Frikki Ókeypis Magdalenu þykir rétt að gjaldfrjálst sé í strætisvagna. Vill stokka kerfið upp ANNA Hjördís Sigurðardóttir og Markús Ingólfsson eru námsmenn og því að vonum ánægð með að nem- ar fái ókeypis í strætó á veturna. Anna segist ekki verða mikið vör við hálftóma eða tóma vagna en það fari töluvert eftir því hvenær hún sé á ferðinni. Stundum sé fjölmenni í strætó. Vagna sem fara í minni og fjarlægari hverfi segir Markús þó oft vera fámenna. „Það virkar,“ er svar Markúsar þegar hann er inntur eftir skoðun sinni á leiðakerfinu og Anna tekur í sama streng og segir það venjast. Morgunblaðið/Frikki Námsmenn Anna og Markús nýta sér fríðindi námsmanna. Venjast leiðakerfinu „ÞAÐ var miklu betra áður en því var breytt,“ segir Örn Úlriksson um leiðakerfi Strætós. Guðmundur Steinn Magnússon er á sama máli og báðir segjast þeir mikið sitja í nær tómum vögnum. Þeir telja að lægra fargjald myndi auka strætisvagnanotkun og Örn stingur upp á því að elds- neytisverð verði hækkað til að hvetja fólk til að taka strætó. Guð- mundur segir kerfið þarfnast fleiri biðstöðva. „Þá þyrfti sumt fólk ekki að labba 500 metra í strætó- skýli.“ Morgunblaðið/Frikki Óánægðir Guðmundur tekur strætó reglulega en Örn aðeins stöku sinnum. Vill hækka bensínverð Dæmi um verð: Áður Nú Vesti 5.200.- 2.900.- Pils 5.500.- 3.500.- Gallabuxur 7.200.- 3.900.- Kjóll 7.700.- 3.900.- Herraskyrta 4.900.- 2.900.- Jakki 9.600.- 4.900.- Einnig mikið úrval af eldri fatnaði á kr. 800.- og 1.500.- Útsala! Opnunartími mánud. - föstud. kl. 10.00-18.00 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík sími 568 2870 www.friendtex.is Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Verðhrun 60-90% afsláttur af öllum vörum í versluninni Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mánud.-föstud. 10-18 Stuttbuxur, Kvartbuxur, Bolir Lokað á morgun laugardag Sumarbústaður í Skorradal Vatnsendahlíð nr. 30 Opið hús nk. sunnudag 3. ágúst frá kl. 13-15 52 fm sumarbústaður við Vatnsendahlíð nr. 30 í Skorradal í fjórðu röð frá vatni með frábæru útsýni yfir vatn og fjöll. Bústaðurinn er vel skipulagður og skiptist í þrjú herb., rúmgóða stofu með arinofni, vel innréttað eldhús tengt stofu og baðherb. með sturtu auk geymslu. 40 fm verönd við bústaðinn, að hluta yfirbyggð. Húsbúnaður fylgir. Einnig fylgja bátur og utanborðsmótor, björgunarvesti, grill og útihúsgögn. Golfvöllur í næsta nágrenni. Nýr leigusamningur til 20 ára. Verðtilboð. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17 Netfang: fastmark@fastmark.is • Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali • Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Eignin verður til sýnis nk. sunnudag 3.ágúst frá kl. 13-15. Nánari upplýsingar í síma 893-3207 Verið velkomin. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni www.sjofnhar.isMikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.