Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT London. AFP. | Ný, leikin heimildar- mynd BBC- og HBO-stöðvanna um hluta úr ævi Saddams Huss- eins, fyrrverandi Íraksforseta, hef- ur fengið af- bragðsviðtökur, en það er ísra- elski leikarinn Igal Naor sem fer með hlutverk ein- ræðisherrans fyrrverandi. Myndin, „Hús Saddams“, er í fjór- um þáttum og segir sögu Saddams frá því hann rændi völdunum árið 1979 og er í þeim fyrsta meðal ann- ars sagt frá því hvernig hann notaði afmæli dóttur sinnar til að hylma yfir undirbúning valdaránsins. Ísraelinn Naor, sem m.a. lék í mynd Stevens Spielbergs, „Munich“, fær mikið lof fyrir leik sinn. „Naor gefur þá tilfinningu að Saddam hafi verið maður mikillar sannfæringar um réttmæti gjörða sinna,“ sagði í afar jákvæðum dómi dagblaðsins The Daily Telegraph. „Þetta er mjög metnaðarfull til- raun sem gengur mjög vel upp,“ sagði gagnrýnandi blaðsins The Guardian, sem bar þættina saman við „The Sopranos“, vinsæla þætti um mafíuforingja. baldura@mbl.is „Hús Saddams“ ausin lofi Naor í hlutverki Saddams Husseins. JOHN McCain, forsetaframbjóð- andi repúblikana hafði forskot á Barack Obama í skoðanakönnun Gallups sem gerð var um helgina, í fyrsta sinn síðan ljóst varð að Obama yrði for- setaframbjóðandi demókrata. Úr- takið var 1000 manns sem Gall- up skilgreinir sem „líklega kjós- endur,“ þ.e. kjós- endur sem hafa sýnt kosninga- baráttunni áhuga, segjast ætla að kjósa og hafa fram að þessu kosið. Samkvæmt könnuninni hyggj- ast 49% kjósa McCain, en 45% Obama. Mismunandi niðurstöður Dagleg skoðanakönnun Gallups þar sem úrtakið er 1000 manns á kjörskrá, gaf hins vegar annað til kynna. Hún var gerð á sama tímabili og hin, og þar sögðust 47% ætla að kjósa Obama, en 44% McCain. Frank Newport, aðalritstjóri skoðanakannana Gallups, útskýrði á vefsíðu Gallups að kannanir meðal „líklegra kjósenda“ væru yfirleitt marktækari þegar nær drægi kosn- ingum. Þegar ætlunin væri að skoða breytingar á fylgi frambjóðenda á lengra tímabili væru kannanir meðal allra á kjörskrá betra viðmið. Samkvæmt annarri könnun frá háskóla í Connecticut saxar McCain á forskot Obama í þremur mikilvæg- um ríkjum þar sem hvorki demó- kratar né repúblikanar hafa haft yfirburði, Flórída, Ohio og Penn- sylvaníu. Þeir sem sáu um könn- unina giskuðu á að Obama hefði misst forskotið í kjölfar ferðalags um Miðausturlönd og Evrópu því al- menningur hefði meiri áhuga á orku- málum en utanríkismálum, eða að fylgi hans hefði aukist þegar hann tryggði sér útnefningu sem forseta- frambjóðandi og eðlilegt væri að það dalaði nú. sigrunhlin@mbl.is Fram úr Obama John McCain Barack Obama MCDONALD’S og aðrir skyndibita- staðir verða hugsanlega bannaðir í fátækasta bæjarhlutanum í Los Angeles. Er tilgangurinn sá að halda fólki þar frá feitmetinu, sem oft er uppistaðan í mataræði þess, en í staðinn á að reyna að laða að veitingastaði, sem bjóða upp á hollan mat. Tillaga um þetta var sam- þykkt í borgar- stjórn Los Angel- es en borgarstjórinn sjálfur á hins vegar eftir að leggja blessun sína yfir hana að því er fram kom í Jyl- lands-Posten. Alkunna er, að tekjulágt fólk borðar mest af skyndibitanum og það sýnir sig þegar skoðaðar eru tölur um líkamlegt ástand fólks eft- ir því hvar það býr í Los Angeles. Í suðurhluta borgarinnar, þar sem tekjur fólks eru minnstar, eru 30% fullorðinna ýmist of feit eða þjást af offitu. Í miðborginni er þetta hlut- fall 19% en aðeins 14,1% í vestur- hlutanum þar sem velmegun er mest. Samtök veitingastaða í Kali- forníu eru auðvitað ekki par ánægð með þessa fyrirætlun og segjast staðráðin í að láta hart mæta hörðu. svs@mbl.is Skyndi- bitabann? SPÁNVERJAR, sem eru fátækir af innlendri orku, hafa gripið til um- fangsmikilla aðgerða í því skyni að spara og draga úr innflutningi elds- neytis um 10%. Hafa þær hleypt illu blóði í suma en aðrir segja, að að- gerðirnar séu aðeins forsmekkurinn að því, sem koma muni, ekki aðeins á Spáni, heldur miklu víðar. Róttækasta aðgerðin og sú, sem fer fyrir brjóstið á flestum, er, að al- mennur hámarkshraði á vegum úti hefur verið lækkaður úr 100 km í 80 og í 40 km í þéttbýli. Þá verður götu- lýsing minnkuð um helming og veru- lega dregið úr loftkælingu í opinber- um byggingum öðrum en sjúkra- húsum. Til að auka rafmagnssparnað á heimilum ætla stjórnvöld að gefa fólki 50 millj. sparperur á næstu fjór- um árum og stefnt er að því, að ein milljón raf- eða tvinnbíla verði á Spáni 2014. Hefur þessum aðgerðum verið tekið misvel en langverst af bíleig- endum. svs@mbl.is Það sem koma skal? NOKKRIR leiðtogar al-Qaeda-sam- takanna í Írak hafa farið þaðan og eru komnir til Afganistans. Var þetta fullyrt í Washington Post í gær, sem sagði það sýna, að al- Qaeda stæði nú mjög höllum fæti í Írak. Blaðið hefur það eftir Brian Keller hershöfðingja og yfirmanni leyni- þjónustu bandaríska hersins í Írak, að al Qaeda-samtökin séu nú að endurmeta stöðu sína og líklegt, að þau muni draga úr umsvifum sínum í Írak en einbeita sér að Afganistan. Þar sé svigrúmið meira en í Írak en þar hafa bandarískir og íraskir her- menn hreinsað út hvert al-Qaeda- hreiðrið á fætur öðru. Enginn liðsauki Washington Post hefur það eftir öðrum heimildum, að mesti vindur- inn sé úr al-Qaeda í Írak og það birt- ist meðal annars í því, að samtök- unum þar sé hættur að berast liðsauki annars staðar frá. Þá hefur blaðið það eftir einum al-Qaeda-leið- toga í Falluja í Írak, að Abu Ayyub al-Masri, einn helsti leiðtogi hreyf- ingarinnar, sé nú í Afganistan. Síðustu daga hafa um 50.000 íraskir og bandarískir hermenn sótt að al-Qaeda-mönnum og öðrum hryðjuverkahópum í Diyala-héraði norður af Bagdad og hafa nokkrir tugir eftirlýstra manna verið hand- teknir. svs@mbl.is Þrengt að al-Qaeda AP Sóknin í Diyala Hermaður gætir manna, sem grunaðir eru um hryðjuverk. NAUÐSYNLEGT er að stórauka öryggi í umferðinni til að draga úr fjölda þeirra, sem láta lífið, slasast og örkumlast. Segir svo í áliti op- inberrar, danskrar nefndar, sem fjallað hefur um málið, en hún bend- ir einnig á, að slysin séu samfélag- inu auk þess óhemju dýr í krónum talið. Dauðaslys í umferðinni er mikill harmleikur fyrir fjölskyldu þess, sem bíður bana, og aðra ástvini en samkvæmt dönskum útreikningum kostar hvert dauðsfall samfélagið 10 millj. dkr. eða nærri 170 millj. ísl. kr. Eru þá ótalin öll útgjöldin vegna þeirra, sem slasast. Var um þetta fjallað í ýmsum dönsku fjölmiðlum í gær. Á síðasta ári létust 406 manns í bílslysum í Danmörku. Er það nýtt met en dauðsföllunum fjölgaði um 100 frá árinu áður. Það, sem af er þessu ári, hafa 220 manns týnt lífi í umferðinni og því augljóst, að það hillir ekki enn undir það takmark stjórnvalda, að dauðsföllin verði ekki fleiri en 200 árlega frá og með 2012. Fjárfesting í umferðaröryggi er þjóðhagslegur sparnaður „Okkur hættir til að gleyma því, að rökin fyrir auknu umferðarör- yggi eru líka fjárhagsleg. Fjárfest- ing í auknu öryggi margborgar sig í beinhörðum peningum,“ segir And- ers Rosbo, formaður nefndarinnar, sem fjallaði um umferðarmálin, en fyrir rúmu ári birti hún tillögur sín- ar í 100 liðum. Eru þær að sjálfsögðu mjög margvíslegar, t.d. almennt um breytingar og bætur á vegakerfinu, um stóraukið eftirlit á vegum, t.d. með hraðamyndavélum, og um veg- rið til að skilja að akreinar. Þá legg- ur nefndin til, að þegar þeir, sem sviptir hafa verið ökuleyfi vegna ölv- unar við akstur, fái það aftur, verði þeir að vera með áfengislás í bílnum í nokkurn tíma. Hann kemur í veg fyrir, að hægt sé að setja bíl í gang ef ökumaður er undir áhrifum. Leggja ber bílslys og flugslys að jöfnu Dönsku stjórnmálaflokkarnir hafa tekið vel í tillögur nefndarinnar og allir segjast þeir skilja, að með því að auka öryggið sé verið að spara samfélaginu mikil útgjöld. Lars Klit Reiff, sem situr í nefnd um slys á vegum úti, segir, að ósk- andi væri, að slys í umferðinni væru tekin jafnalvarlega og lestar- og flugslys: „Í fluginu er það ófrávíkj- anleg krafa, að ekkert beri út af. Verði samt slys, þá er það kannað ofan í kjölinn til að reyna að tryggja, að það hendi ekki aftur.“ svs@mbl.is Banaslysin eru óhemju dýr Morgunblaðið/RAX Mannfall Skiltið sýnir hve margir létust í umferðinni hér á landi 2006. Danir áætla að hvert þeirra kosti um 170 millj. kr. MIKLAR skrautsýningar hafa verið í Peking síðustu daga til að auglýsa Ólympíuleikana og er ekki að efa, að opnunarhátíðin verður glæsileg. Kunna Kínverjar til verka í þeim efnum. Á bak við dansmeyjarnar sést í Fuwa, einn af heillagripum leikanna, sem hefjast 8. ágúst. Þeir eru fimm í fjölskyldunni og eiga meðal ann- ars að tákna fjögur vinsælustu dýrin í Kína, fiskinn, pönduna, tíbesku antilópuna og svöluna, Ólympíu- leikana sjálfa og einnig náttúruöflin, sjóinn, skóginn, eldinn, jörð og himininn. AP Skrautlegar skemmtanir í Peking

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.