Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Kiljuútgáfan er lífleg þessimisserin. Ekki eru baraspennusögur kynntar sem sumarlesning, sem fólk kaupir fyrir sig, heldur eru ýmsar gæðabækur að eignast annað líf í mjúkum spjöldum. Það er ekki lengra síðan en í fyrra að sumar komu fyrst út en aðrar hafa ekki verið fáanlegar árum saman. Í flóru sumarbókanna sakna ég þess helst að góðum „ferðaljóða- bókum“ sé haldið að fólki. Ljóða- bækur eru nefnilega fyrirtaks ferðafélagar. Með meitlaðri hugs- un, oft knöppu formi og frumlegum sjónarhornum á lífið, tilveruna og umheiminn, geta þær opnað augu ferðalangs enn betur fyrir þeim heimum sem hann er á ferð um – gætt skynjunina lífi eða örvað næmi fyrir umhverfinu.    Á flakki mínu þetta sumarið hefég haft framúrskarandi fylgdarmann, sem er ljóðskáldið og myndlistarmaðurinn Sigurlaugur Elíasson. Gaman hefði verið að hafa Sauðkrækinginn sjálfan með í för, en nokkrar ljóðabóka hans hafa verið í bókaskjóðunni og oftar en ekki teknar upp á kvöldin. Jaspís, Lesarkir landsins, Skjólsteinn, Harmónikuljóð frá Blýósen og Græna skyggnishúfan – ferðaljóð. Sigurlaugur er ekki eins vel kynntur og hann ætti að vera: framúrskarandi og persónulegt skáld. Og bækur hans eru sannkall- aðar ferðabækur, „ferðaljóð“ eins og kemur fram í undirtitli Grænu skyggnishúfunnar.    Í ljóðheimi Sigurlaugs er horft,upplifað og spjallað. Ljóðmæl- andinn er iðulega á ferð um landið, stundum á jeppa, á erindi í eyðifirði og upp til fjalla eða er staddur í mannfáum sveitum. Oft er agni kastað fyrir silung og lesandinn og ljóðmælandinn eru einir í náttúr- unni, í ljóðinu Mið er tíminn ekki í spreng. Þar sem brúin rammar inn jökulgluggann og stangartoppurinn og bugur línunnar fylgja bungum heiðarinnar … mið sem léttir mér að fínstilla hugsjána. (Græna skyggnishúfan)    Ljóð Sigurlaugs halda áfram aðbæta myndum í hugarsafnið að loknum góðum degi, þótt lesand- inn sé kominn í hús og síðsumars- húmið halli sér upp að gluggunum. Ljóðheimurinn finnst manni vera einstaklega sér-íslenskur en um leið er hann vitaskuld tengdur ljóð- heimum annarra næmra skálda allra tíma; þeir eru margir góðu ferðafélagarnir í ljóðheimum. Og stundum kynna þeir okkur fyrir forvitnilegu fólki: Í brekkunni ofan við bensíndælurnar mæti ég vindli á öðrum enda hans er vinur minn skóla- stjórinn á stuttermaskyrtu búinn að bóna báða bílana í dag sumarið er til að bóna bíla segir hann mér sníki af honum vindil vil fá að vita til hvers veturinn sé (Jaspís, 1990)    Eins og lesendur þekkja, þá erstundum sem tíminn nemi staðar, þegar maður les rétta ljóðið á réttri stundu. Það er góð tilfinn- ing. Oftast finnst manni þessi tími þó æða allt of hratt. Tveir þriðju hlutar sumarsins roknir hjá – en enn eru þó nokkrar vikur til stefnu, enn er sem betur fer ekki komið að þeirri stundu, sumarlokum, þegar heyrist: haustniður sumarið samanhneppt harmónika (Harmónikuljóð frá Blýósen, 1995) efi@mbl.is Sumarið samanhneppt harmónika AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson » Ljóð Sigurlaugshalda áfram að bæta myndum í hugarsafnið að loknum góðum degi, þótt lesandinn sé kom- inn í hús og síðsumars- húmið halli sér upp að gluggunum. Morgunblaðið/Einar Falur Sigurlaugur Myndskáld. Þetta ár var „… grárri yfirbreiðslunni / lyft af sviðsmyndinni / stingsöguð skörð í fjöll …“ Sýningin stendur til 15. ágúst. Opið virka daga frá kl. 12-17 (hring- ið dyrabjöllu). Aðgangur ókeypis. VERK Bjarna H. Þórarinssonar sjónháttarfræðings í út- færslu Guðmundar Odds Magnússonar eru nú til sýnis í nýju galleríi sem heitir Gallerí Syrpa í Hafnarfirði. Sam- vinna þessara listamanna hefur nú staðið yfir um nokkurt skeið og verkin sýnd m.a. í Kling og Bang og Listhúsi Ófeigs. Í sýningarskrá kemur fram að Bjarni vinnur blý- antsteikningar af vísirósunum og orðaleikjum þeirra á A4 pappír sem Guðmundur Oddur vinnur síðan í tölvu, litar þær og mettar, stækkar upp og prentar. Stundum eru bak- grunnar fengnir úr skissubók Ómars Stefánssonar og hver mynd er prentuð í tíu tölusettum eintökum. Myndirnar koma sérstaklega vel út í hinu bjarta rými Gallerí Syrpu sem er þó svolítið óvenjulegt því um er að ræða nýstandsett íbúðarhúsnæði á annarri hæð. Auðvelt er að sjá fyrir sér hve vísirósaverkin fara vel inni á heimili eða öðru íverurými, ekki bara vegna þess hve þau eru klæðileg á vegg heldur vegna þess að verkin eru þess eðlis að þau gefa rými fyrir íhugun og vaxa með tímanum. Þetta eru myndir sem ég get ímyndað mér að hægt sé að spá í enda- laust um leið og þær bjóða upp á margs konar gagnvirkni ímyndunaraflsins, ekki ólíkt stjörnukortum eða galdrastöf- um. Verk Bjarna H. Þórarinssonar eru ákaflega sérstæð í íslenskri myndlistarflóru og þáttur Guðmundar Odds í gerð þeirra gerir þau aðgengileg á margan hátt enda mikill fag- maður í grafískri hönnun. Yfirbragð sýningarinnar er svolítið gerilsneytt þar sem verkin virðast jafnvel eins og vel heppnuð framleiðsluvara. Slíkt þarf þó alls ekki að draga úr listrænu gildi verkanna sem sækja einmitt styrk í að einn listamaður útfærir frum- legan hugmyndaheim annars listamanns í miðil sem virkar. Frumraun hins nýja gallerís lofar því góðu og skapar vænt- ingar um áhugavert framhald sem yrði lyftistöng fyrir lista- lífið, ekki síst í Hafnarfirði. Þóra Þórisdóttir Kokkur Kyrj- an Kvæsir í sparifötunum Bjarni H. Þórarinsson og Guðmundur Oddur Magnússon – grafík bbbmn Gallerí Syrpa, Strandgötu 39, Hafnarfirði MYNDLIST TÓNLIST Grettisgata 18 Kammertónleikarbbbmn Verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Mist Þorkels- dóttur, Karólínu Eiríksdóttur, Ragnhildi Gísladóttur og Maríu Huld Markan Sig- fúsdóttur. Aukaverk eftir Þráin Hjálm- arsson. Berglind María Tómasdóttir flaut- ur, Grímur Helgason bassaklarínett, Tinna Þorsteinsdóttir píanó/selesta, Frank Aarnink slagverk og Hildur Ársæls- dóttir fiðla/sög. Sunnudaginn 27. júlí kl. 16. ÞRÖNGT máttu sáttir sitja á „ná- lægustu“ tónleikum sem ég man eftir í áraraðir, þ.e. heima í dag- stofu flautuleikara og forsprakka Njúton–hljómlistarhópsins á sunnudag. Hópurinn fagnar 10 ára starfi á þessu ári og voru tónleik- arnir styrktir af Hlaðvarpanum – menningarsjóði kvenna á Íslandi. Öll verkin á dagskránni voru eftir konur, þ.m.t. „tónlist úr [hlið- ar]herbergi“ eftir Jórunni Viðar og Ingibjörgu Þorbergs er Frank Aarnink flutti meðan gestir komu sér fyrir. Um hugmyndasmíði og umgjörð tónleika sá Ingibjörg Magnadóttir myndlistarmaður, er jafnframt kynnti íbúðina til sölu – hafi ekki verið um innsetningu að ræða. Var það í fyrsta sinn sem ég hef orðið vitni að falboði á nagl- fastri steinsteypu við lifandi hljómlistarflutning. Sex verk voru á boðstólum skv. fréttatilkynningu, og efndist það með „aukalagi“ Þráins Hjálm- arssonar í lokin þótt félli niður verk eftir Malin Bång. Fyrst var Pes [1993; 5’] eftir Þuríði Jóns- dóttur fyrir flautu, klarínett og pí- anó er bar grallaralegan Jóns- messunætursvip af þéttsköruðu misvökru fuglakvaki. Í Granit Ga- mes [2003; 6’], píanóeinleiksverki Mistar Þorkelsdóttur frá sælueyj- unni Sardíníu, skiptust á ýmist kletthvassar eða dreymandi rapsó- dískar hugleiðingar á gríðarvíðum styrkfleti. Hið fjórþætta Stjörnumuldur [13’] Karólínu Eiríksdóttur fyrir ýmist C-, bassa- eða pikkólóflautu og „undirbúið“ píanó með exótísk- um málmspilsblæ hófst á ljós- vökrum glernikkutónum er ég mundi ekki eftir frá frumupp- færslunni á Myrkum músíkdögum s.l. febrúar. Engu að síður viðeig- andi upphaf, enda fátt hugtengd- ara eterískum samhljómi him- inhvolfa en glernikka Franklins. Arnold [2006; 5’] Ragnhildar Gísladóttur fyrir hlýlega raulandi bassaklarínett og rafhljóð hét í höfuðið á heyrnarlausum dreng. Hljóðrásin byggðist á rödd hans ásamt mjúkum vatnshljóðum og lágværum púlslausum rafbumbu- slætti. Tónskáldið kvað hafa rann- sakað tónskynjun heyrnarlausra í námi sínu við LHÍ, og var verkið einstaklega hugljúft áheyrnar. Estremadura [7’] fyrir fl., bassakl., víbrafón, selestu og tand- urhreina (!) stroksög eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, er Njúton frumflutti tveim dögum fyrr á Akureyri, var einfalt – t.d. að mestu innan vébanda tónallar hómófóníu – en afar kliðfagurt. Það hélt og merkilegri athygli þrátt fyrir æverandi dúnmýkt. Það verður varla sagt um hæg- ferðugt naumhyggjuverk Þráins Hjálmarssonar, Fjórir (= 4/4?) fyrir altfl., bassakl., selestu, fiðlu og slagverk, er þandi þol hlust- enda til hins ýtrasta á 15 mínútum þar sem 5 hefðu komið við- burðasnauðu efninu að fullu til skila. Þrátt fyrir einbeittan gæða- flutning Njútons hér sem endra- nær. Ríkarður Ö. Pálsson Hljóð í heimi þagnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.