Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 20
traminer, kryddaður og þægilegur ávöxtur, ferskjur, rósir og steinefni. Langt og ljúft vín sem smellur að flestum fiski og ostum. 1.590 krónur. 88/100 Í þorpinu Eguisheim finnum við annan góðan framleiðanda, Leon Beyer, sem þekktur er fyrir þurr og mikil vín sem falla einstaklega vel að mat. Þetta eru vín í hefðbundnum stíl þar sem ekkert er gefið eftir í gæðum, ekki er reynt að elta tískusveiflur og einkenni hverrar þrúgu fær að njóta sín til fulls. Leon Beyer Riesling 2005 stendur fyrir sínu, þetta er hreinræktaður og stílhreinn Riesling, grænn ávöxtur, límóna og steinefni, í munni langt og þétt, þurrt út í gegn, springur út með mat. 1.590 krónur. 88/199 Steingold Gewurztraminer 2005 er loks hvítvín frá hinu góða samvinnubúi bændanna í Pfaffenheim, La Cave des Vignerons de Pfaffenheim. Sykurleginn sítrónubörkur, þurrkaðar apríkósur og túrmerik. Þykkur og kryddaður apríkósuávöxtur í munni, þægilegt sæt, langt og feitt. Með bragðmiklum mat, til- valið ef einhver austurlensk krydd eru notuð. 2.290 krónur. 90/100 eða Gewurztraminer – sem fellur að þeim mat sem bera á fram. Gustave Lorentz er framleiðandi í bænum Bergheim. Þetta er frekar stórt vínhús og þekktast fyrir Gewurztraminer (sem segja má að sé sérstaða Bergheim) og ekki síst fyrir að framleiða afar góð vín þegar komið er upp í vín úr þrúgum af Grand Cru-flokkuðu ekrunum Kanzlerberg og Altenberg sem báðar eru við Bergheim. Gustave Lorentz Pinot Blanc 2007, er þurrt og ferskt, með ljósum ávexti, eplum, perum og hvítum blómum. Ágætis vín til að sötra á heitu síðdegi meðan grillið er að hitna og það heillandi að það mun allt eins fylgja máltíðinni á borðið. 1.390 krónur. 86/100 Gustave Lorentz Pinot Gris 2007 er ferskt með grænum vínberjum (já alveg satt, stundum eru vínber áberandi í ilmkörfu vína), mildum greipávexti og blómaangan. Ferskleikinn held- ur áfram út í gegn, sem gerir þetta að góðu víni með t.d. grilluðum fiski sem jafnvel má kreista smá sítrónusafa yfir. 1.590 krónur. 88/100 Gustave Lorentz Gewurztraminer 2007 er ungur og einstaklega aðgengilegur Gewurz- Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Hvítvín eiga betur við enflest annað þegar veðr-ið leikur við fólk líkt ogþað hefur gert síðustu daga. Það er ekki bara lundin sem léttist í sólinni og blíðunni held- ur oftar en ekki mataræðið líka og þá eru góð hvítvín í essinu sínu. Eitt besta framleiðslusvæði hvítvína í heimi er Alsace í norðausturhluta Frakk- lands. Í Alsace eru nær einvörðungu ræktuð hvítvín þótt einnig megi finna eitt og eitt rauðvín úr þrúg- unni Pinot Noir. Alsace-vínin eru líka auðveld í umgengni, þau eru alltaf kennd við þá þrúgu sem notuð er og þegar um bestu vínin er að ræða einnig þá ekru sem þrúgurnar koma af. Þetta eru stórgóð matarvín og yf- irleitt má alltaf finna eitthvað Al- sace-vín – úr Riesling, Pinot Gris Reuters Alsace á alltaf við Makríll er bragðlaukum flestra Íslendinga ekki mjög kunnugur, þá í mesta lagi nið- ursoðinn og reyktur. Íslendingar sem hafa búið erlendis, t.d. á Norðurlöndunum, eru vanari makrílnum. Sveinn Kjartansson, matreiðslumaður og eigandi Fylgi- fiska, tók sig til og útbjó fjórar útfærslur á makrílnum til að deila með lesendum. Eftir Lilju Þorsteinsdóttur liljath@mbl.is Ímörgum löndum er reykturmakríll notaður sem áleggeða í salöt. Við erum ekkivön að borða hann hér á Ís- landi. Makríll er frekar feitur og kannski fælir það okkur frá honum. Hann er samt bara fiskur og ég get ekki ímyndað mér annað en þetta sé holl fita. Það er þó mikilvægt að verka fiskinn rétt og sérstaklega að taka magann úr,“ segir Sveinn Kjartansson, matreiðslumaður og eigandi Fylgifiska um þennan fisk sem svo sjaldan ratar á matarborð Íslendinga. Sveinn segir spennandi að sjá hvað framtíðin beri í skauti sér ef makríll heldur áfram að veiðast við strendur Íslands. „Það er örugg- lega hægt að gera ótrúlegustu hluti með makrílinn, eitthvað sem ekki hefur verið gert áður. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og ég vil meina að makríllinn sé al- gjörlega til manneldis, hann gerir okkur ekkert nema gott. Ég ákvað að leyfa mér að fara um víðan völl í uppskriftunum. Ég var ekkert að steikja hann bara upp úr hveiti og bera fram með nýjum íslenskum kartöflum því það segir sig svolítið sjálft hvernig það fer fram.“Nasl Reyktur makríll á snittubrauði er tilvalið snarl milli mála. Morgunblaðið/Frikki Kokkurinn „Það er örugglega hægt að gera ótrúlegustu hluti með makríl- inn,“ segir Sveinn Kjartansson, kokkur hjá Fylgifiskum. Ljúffengur makríll í matinn daglegt líf 20 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.