Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2008 31 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand EINHVER HINSTU ORÐ? ÉG VEIT UM HELLING AF ÍS HANN ER GÓÐUR HUNDRAÐ OG TÍU Á MÓTI NÚLL FYRSTI LEIKUR ÁRSINS VAR HRÆÐI- LEGUR HVERT FÓRU ALLIR? ÞAÐ FÓRU ALLIR HEIM AÐ GRÁTA FÓRU ALLIR? SNIFF JÁ, ALLIR SNIFF BAAH MAMMA, VILTU KAUPA ÚÚH, HAH! ÚÚH, HAH! ÚÚH! HAH! ÚÚH, HAH! ÚÚH, HAH! FISKABÚR? HRÓLFUR, KOMDU HINGAÐ OG TAKTU UPP FÖTIN SEM ÞÚ HENTIR Á GÓLFIÐ! ÉG KEM RÉTT BRÁÐUM, ELSKAN MÍN ÉG HEF ALLTAF SAGT AÐ ÞAÐ SKIPTIR MESTU MÁLI AÐ BÚA SIG VEL UNDIR ÁTÖKIN, ÁÐUR EN TIL ÞEIRRA KEMUR ÞÚ FÆRÐ EKKI AÐ FARA NEITT Í SUMARFRÍINU ÞÍNU! HLÝÐNIS-SKÓLI MÉR FINNST AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ REKA NÝJA SENDILINN ÞVÍ HANN ER ALLTAF AÐ FÍFLAST, EN RAJIV VILL HALDA HONUM ÞVÍ HANN ER FYNDINN AF HVERJU ÞARF ÉG ALLTAF AÐ VERA VONDI KARLINN? LÍKAR ÞÉR EKKI VIÐ FÓLK EINS OG MIG?ÞVÍ ÞAÐ SEM SKIPTIR ÞIG MESTU MÁLI ER AÐ REKA FYRIRTÆKIÐ ÞITT ALMENNILEGA... ÞÉR ER SAMA ÞÓTT FÓLKI LÍKI EKKI VIÐ ÞIG ÉG SEGI ENGUM HVER MAÐURINN MINN, KÓNGULÓARMAÐURINN ER Í RAUN OG VERU ÞÚ ÞARFT ÞAÐ EKKI, DARA! ÞEGAR ÉG NÆ ÞÉR ÞÁ KEMUR HANN ÞÉR TIL BJARGAR OG ÞÁ FÆR HANN AÐ KENNA Á ÞVÍ, EKKI SATT? RÉTT HJÁ ÞÉR, MÖRÐUR Velvakandi EKKI þarf að fara langt frá höfuðborginni til að finna fallega fjársjóði í fjöru. Frændsystkinin Lóa Schriefer og Sindri Sigurðsson liggja einbeitt og áköf yfir skeljatínslu og una sér vel í fjörunni. Ljósmynd/Ásdís Ásgeirsdóttir Fjársjóðirnir í fjörunni Tarzan týndur Kisinn okkar Tarzan týndist laugardaginn 26. júlí. Við erum ný- flutt í Lækjarvað, 110 Reykjavík og líklegast er að hann hafi villst eitthvað í nýja hverfinu sínu. Hans er sárt saknað og ef einhver verður hans var værum við mjög þakklát ef sá hinn sami hefði samband. Hann er grábrönd- óttur, 4 ára og er eyrnamerktur 04H105, mögulega er merkingin orðin frekar máð. Heimasíminn hjá okkur er 567- 2316 og gsm númerin hjá okkur eru, Ásta s. 822-0163 og Adda s. 866- 3772. Myndavél tapaðist FUJI film fine pix f10 digital- myndavél tap- aðist á Togga- ættarmóti að Hellishólum í Fljótshlíð laug- ardagskvöldið 19. júlí um kl. 00.30 í veitingasal staðarins. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa sam- band í síma 866-3987 (Helgi) eða af- ram@internet.is Nýting lífræns úrgangs? Ég vil geta þess að miklum massa af lífrænum úrgangi er hent engum til gagns, tel ég að það sé alls órann- sakað með vísindalegum hætti hver orkan er sem felst í slíkum úrgangi. Með vísindalegum aðferðum mætti blanda t.d. sykri í úrgang og fá þannig gerjun í úrganginn sem gæti orkað á hann, hráefni sem mætti líkja við olíu og bensín með vondri lykt. Mætti reisa orkuhreinsunar stöðvar svipaðar og olíuhreins- unarstöðvar þar sem bruggað væri orkuríkt eldsneyti. Metan er unnið úr úrgangi en ég er að tala um að vinna orkuna eins og vínanda úr úr- gangsefnum sem til falla eins og sláturúrgangi og einnig það sem fer í klósettið. Mörgum blöskrar þessi sýn en ég tel að þetta sé með allra mesta lífrænum massa sem finnst í náttúrunni. Þetta er meiri líf- rænn massi sem til er og ekki hefur verið vís- indalega rannsakaður vegna fordóma sem ætti að hverfa með háu eldsneytisverði og erf- iðleikum í efnahagslífi. Vísindin rannsaka hina ýmsu hluti og eru menn þá klæddir á við- eigandi hátt, það þyrfti einnig í þessum til- gangi. Endurnýting- arstefnan er hér í há- vegum höfð, það er bara svo margt sem ekki er ransakað vegna fordóma eða fyrirfram ákveðinna skoðana á því að svona hlutir gangi ekki upp, án nokkurra rökréttra staðhæfinga. Ég hef verið talsmaður þess að hér væri sett á laggirnar orku- málaráðuneyti til að huga að þessum málum og líta fram hjá fordómun og hleypidómum. Þótt við séum lítil þjóð er full ástæða til þess að vera framsækin á orkusviðinu eins og öðrum. Með því að geta framleitt ol- íu og vinna úr henni eldsneyti til eig- in þarfa þarf ekki að fjölyrða um hagkvæmni slíks fyrir landið. Formaður Orkuflokksins. Bjarni Þór Þorvaldsson. Ánægður íbúi í Fossvogi MIG langar að koma þakklæti á framfæri til borgaryfirvalda fyrir þá miklu breytingu sem ég finn á fram- kvæmdum í mínu hverfi. Hvert sem augum er litið er allstaðar unnið. Það er eins og að borgin hafið vakn- að af Þyrnirósarsvefni sínum sem staðið hefur yfir um allnokkurt skeið. Hart er vegið að borgarstjór- anum, en hann þarf að vita það að heldur biður maður um mann sem lætur verkin tala en einhvern sem er bara froðusnakkur, talar og talar eftir þeim vindum sem blása hverju sinni. Þú ert að gera góða hluti, Ólafur F. Sveinbjörg.              Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Kaffi og dagblöð í Króknum kl. 9-10.30, vinnustofa kl. 9- 16.30, bingó kl. 14. Síðasti skráning- ardagur fyrir sumarferð n.k. miðvikudag. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, opin smíðastofa kl. 9-16.30. Bingó – 8. ágúst og 22. ágúst. kl. 13.30. Félag kennara á eftirlaunum | Sum- arferðirnar verða farnar í ágúst. Þátttaka bókist í síma 595-1111. Síðasti greiðslu- dagur er 1. ágúst. Nánar á FKEfrettir.net. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, matur og kaffi, fé- lagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Hádegismatur, spilað, handavinna og kaffiveitingar. Jónshús er opið til kl. 16.30. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 14, spilabingó, kaffiveitingar kl. 15. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Pútttími við Hlaðhamra á föstudögum og mánudögum kl. 14. Áhöld lánuð á staðnum. Uppl. í síma 586-8014 eftir há- degi. Hraunbær 105 | Ferð í Landmannalaug- ar miðvikud. 6. ágúst. Brottför kl. 8.15. Síðasti dagur skráningar er 5. ágúst (fyr- ir hádegi). Nánari uppl. í síma 411-2730. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað- gerðir kl. 9-16, handavinna kl. 9-14.30, hádegisverður, sungið við flygilinn kl. 14.30-15.45, kaffiveitingar, dansað í að- alsal kl. 14.30-16. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin virka daga kl. 17-22, nema miðvikudaga til kl. 20. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Allt samkomuhald og kirkjustarf fellur niður dagana 31. júlí – 4. ágúst vegna Kotmóts Hvítasunnumanna í Kirkjulækjarkoti, allir velkomnir í Kotið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.