Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í BorgarbíóSími 462 3500 Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga Hellboy 2 kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára The Strangers kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Meet Dave kl. 5:50 - 8 B.i. 7 ára The Incredible Hulk kl. 10:10 B.i. 12 ára The Love Guru kl. 6 - 8 - 10 B.i.12ára The Strangers kl. 10:10 B.i.12ára Mamma Mia kl. 6 - 8 LEYFÐ The Dark Knight kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Hellboy 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Sex and the City kl. 6 - 9 B.i. 14 ára 650kr. 650kr. “Svona á að gera hrollvekjur!” - Stephen King FRÁ VERÐLAUNA-LEIKSTJÓRA PAN´S LABYRINTH. eee - Tommi - kvikmyndir.is eeee - V.J.V./TOPP5.is/FBL SÝND SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI FRÁ VERÐLAUNA-LEIKSTJÓRA PAN´S LABYRINTH. eee - Tommi - kvikmyndir.is eeee - V.J.V./TOPP5.is/FBL 650k r. SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI HANN ER SNILLINGUR Í ÁSTUM NÝJASTA GRÍNMYND MIKE MYERS SEM FÆRÐI OKKUR AUSTIN POWERS MYNDIRNAR “…einhver besta teiknimynd sem ég hef séð.” – kvikmyndir.is “…ein besta mynd sumarsins…” –USA Today “…meistarverk.” – New York Magazine FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „FINDING NEMO“ OG „RATATOUILLE“ eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - T.V. - Kvikmyndir.is eee - L.I.B, Topp5.is/FBL 650k r. 650kr. SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARÍÓI Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Fyrir skemmstu kom út fjórði geisla-diskur blúsbræðingssveitarinnar JJSoul Band sem ber heitið BrightLights. JJ Soul Band er þó ekki bein- línis hljómsveit, því verkefnið byggist á tveim mönnum, Ingva Þór Kormákssyni lagasmiði og John J. Soul textagerðarmanni og söngvara, en heiti sveitarinnar er einmitt dregið af nafni þess síðarnefnda, en hann bjó á Íslandi um hríð. Hann býr nú ytra og hefur gert undanfarin ár. Samstarf þeirra Ingva Þórs og hans hófst ekki sem hljómsveitarsamstarf eins og Ingvi Þór rekur söguna, upphaflega voru þeir bara að spila tónlist sér til skemmtunar en fóru svo að semja lög saman. „Það má eiginlega segja að JJ Soul Band sé nafn á verkefni frekar en nafn á hljómsveit, verkefni sem lifnar við til að spila saman á margra ára fresti og síðan til að taka upp lög.“ Textar kveikja hugmyndir Vinnutilhögun er að mestu með þeim hætti að Ingvi Þór semur lögin, en JJ Soul textana. „Hann sendir mér texta öðru hvoru og oftast kvikna hjá mér hugmyndir að lögum þegar ég les þá yfir þó margir textanna verði aldrei að lögum. Við höldum alltaf að hver plata sé síðasta platan sem við eigum eftir að gera saman, sam- starfið er algerlega án skuldbindinga, en svo fer að safnast í næstu plötu smám saman.“ Ingvi Þór segir að platan nýja sé þannig unn- in að þeir JJ Soul hafi kallað saman þennan hóp hljóðfæraleikara sem alla jafna skipa JJ Soul Band, farið í gegnum lögin og gert prufuupp- tökur og síðan haldið í hljóðver ári síðar, en eitt lag hafi reyndar verið samið klukkutíma áður en upptökur hófust. „Þetta er ekkert gauf hjá okk- ur, við leggjum mikla vinnu í hverja plötu, tón- listarmennirnir sem gera hana með okkur leggja líka mikið af mörkum ásamt Birgi Jó- hanni Birgissyni sem sat lengi yfir hljóðblönd- uninni,“ en sveitina skipa auk Ingva og JJ þeir Eðvarð Lárusson gítarleikari, Stefán Ingólfs- son bassaleikari, Steingrímur Óli Sigurðarson trommu- og slagverksleikari og Agnar Már Magnússon píanó- og orgelleikari, en ýmsir fleiri leggja þeim lið á skífunni. Hættur að spila Ingvi Þór semur lögin, en hann spilar ekki sjálfur, segist ekki spila inn á plötur framar og vera algerlega hættur að spila opinberlega. „Ég geri svo miklar kröfur til hljómborðsleikarans að ég stend alls ekki undir þeim sjálfur,“ segir hann og kímir og bætir svo við að hann sakni þess akkúrat ekki neitt að spila opinberlega, hann hafi aldrei kunnað því neitt sérstaklega vel. Hvað plötuna nýju varðar segir hann tónlist- ina sem hann semji hafa í grunninn lítið breyst frá því fyrsta sólóskífa hans kom út 1983. Hans heygarðshorn séu plötur sem geyma eins konar vísnadjass/popp á víxl við testosteronmeiri mús- íkina frá JJ Soul Band. Eftir JJ Soul bandið liggur nokkuð af músík, en undanfarið hefur verið illt að komast yfir hana til þessa, en Ingvi Þór segist hafa samið við Músík og myndir í Fellsmúla um að eldri plötur sveitarinnar verði fáanlegar þar. Það séu þó eflaust til smáslattar víðar í verslunum, eins og hann orðar það, en einnig er í bígerð að gefa út safnskífu vestan hafs; bandarískur forleggj- ari sveitarinnar er að tína saman á slíka skífu til útgáfu ytra en slík plata myndi eflaust fást hér í fyllingu tímans. Samstarf án skuldbindinga Liðsmenn JJ Soul Band halda alltaf að hver plata sé þeirra síðasta Testosterón JJ Soul Band mínus Agnar Már Magnússon; Ingvi Þór Kormáksson, John J. Soul, Eðvarð Lárusson, Stefán Ingólfsson og Steingrímur Óli Sigurðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.