Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 16
|þriðjudagur|5. 8. 2008| mbl.is Eftir Lilju Þorsteinsdóttur liljath@mbl.is Víða leynist ungt afreksfólká Íslandi. Vissulega ergaman að horfa á lit-skrúðug pör svífa um gólf- ið í tangó og jive, en margir gera sér ekki grein fyrir því hversu mikið af blóði, svita og tárum hefur verið út- hellt til að gera sýningar svona glæsilegar. Björn Halldór Ýmisson og Jóna Kristín Benediktsdóttir, sem æfa bæði latín- og ballroom- dansa undir stjórn Auðar Haralds- dóttur hjá Dansíþróttafélagi Hafn- arfjarðar, leiða blaðamann í sannleikann um dansíþróttina. „Fyrir fimm árum komu tvö pör frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar og sýndu dans í skólanum mínum. Mér fannst mjög flott að horfa á þau og er sjálfur búinn að æfa síðan þá,“ segir Björn Halldór. Jóna Kristín er aftur á móti búin að æfa dans frá unga aldri. „Systir mín æfði dans þegar ég var lítil, ég man ekki alveg hvernig þetta var því ég var svo ung, en ég byrjaði örugglega að æfa út af því.“ Þau Björn Halldór og Jóna Kristín eru búin að dansa saman í tæpt ár og hafa keppt saman í út- löndum. „Við höfum farið fjórum sinnum til útlanda að keppa saman,“ segja þau bæði í kór. „Við fórum núna í maí á heimsmeistaramót á Spáni, svo förum við til London í október. Við stefnum líka á heims- meistaramót í Hvíta-Rússlandi í haust og höfum tryggt okkur þátt- tökurétt þar í tíu dönsum.“ Gríðarlegur undirbúningur Þau Björn og Jóna vilja alls ekki gera upp á milli dansanna. „Það er mjög erfitt að segja til um hver sé skemmtilegasti dansinn,“ segir Jóna Kristín. „Já, það er ekki hægt að velja einn,“ segir Björn Halldór. „Við höfum gaman af þessu öllu og okkur finnst til dæmis ekki endilega meira gaman að latín en ballroom, þó við höfum náð betri árangri í latíndönsum.“ Birni og Jónu finnst auðveldara að svara því hvað sé svona skemmtilegt við dans. „Það er bara allt, æfingarnar, félagsskap- urinn og keppnirnar,“ segja þau bæði, en Jóna bætir því við að skemmtilegt sé að finna hversu mik- ill metnaður sé hjá félaginu. „Stefn- an hjá okkur er auðvitað að komast sem lengst og að vera best. Við erum mjög metnaðarfull. Þetta er alls ekkert grín, við værum ekkert að æfa svona rosalega ef þetta væri bara áhugamál. Þetta er bæði dýrt og tímafrekt og því æfum við af fullri alvöru.“ Blaðamaður er mjög sannfærður um að hér sé mikil alvara á ferðum og stenst ekki að spyrja hversu mik- ið þau Björn og Jóna æfi í hverri viku. „Við æfum að minnsta kosti 12 tíma í viku á veturna. Það koma reglulega erlendir gestakenn- arar á vegum Dansíþrótta- félags Hafnarfjarðar og þá æfum við mikið meira til að nýta tímann sem þeir eru hérna. Á sumrin æfum við að- eins minna,“ segja Björn og Jóna. Þau segja marga misskilja hvað það sé að æfa dans. „Við erum ekki bara að dansa, það er mikill undirbúningur fyrir keppnir og maður þarf að hafa gott þol. Þess vegna gerum við þrek- og styrktaræfingar til viðbótar við dansæfingarnar.“ Unglingarnir dansandi leggja ým- islegt á sig fyrir keppnir, því auk þess að æfa eins og berserkir, þurfa þau jú að líta vel út á dansgólfinu. „Það tekur rosa- legan tíma að búa sig undir keppni. Ef keppnin byrjar klukkan níu um morguninn, þurfum við að vakna klukkan sex til að hafa okkur til,“ segir Björn Halldór, en Jóna segist hafa þurft að þola ótrúlegustu hluti. „Það þarf að sjá um hár, förðun, setja á sig brúnkukrem og fara í kjólinn, þetta tekur allt tíma. Sem betur fer eru mæður okkar að hjálpa til. Á heimsmeistaramótinu á Spáni var ég með naglalím í hárinu til að halda skraut- inu. Það var hrikalegt að ná því úr og ég er heppin að vera ekki með skallabletti.“ Björn Halldór lenti ekki síður í hremmingum fyrir keppn- ina. „Ég tábrotnaði tíu dögum fyrir heimsmeistaramótið. Ég gat keppt en það var mikið stress að þetta skyldi gerast svona stuttu fyr- ir keppnina.“ Með dans í hjarta yfirgefur blaða- maður þessa myndarlegu unglinga, og óskar þeim góðs gengis í komandi keppnum. Morgunblaðið/G. Rúnar Á æfingu Parið æfir að minnsta kosti 12 tíma á viku á veturna, jafnvel meira þegar gestakennarar koma til landsins. Metnaðarfull Björn Halldór og Jóna Kristín hafa staðið sig vel á erlendum mótum og stefna alla leið á toppinn. Með brotnar tær og naglalím í hárinu ÞAÐ er kannski ekki skrýtið að mannaveið- arinn í Blade Runner hafi átt í erfiðleikum með að stúta vélmennunum sem hann eltist við. Þýskir sálfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að flestum finnst vélmenni í mannsmynd margfalt mannlegri en gamla borðtölvan að því er forskning.no greinir frá. Þegar við hittum annað fólk byrjar heilinn þegar að skapa sér mynd af óskum þess og markmiðum. Þetta hjálpar okkur m.a. til að sjá fyrir eða hafa áhrif á athafnir annarra. En skyldi heilinn skapa slíka mynd af vélum, hafi þær sannfærandi mennska eiginleika? Dr. Sören Krach og prófessor Tilo Kircher fengu þátttakendur í tilraun sinni til að spila klassískt kænskuspil við fjóra ólíka andstæð- inga: fartölvu, Legó-vélmenni, vélmennið BARTHOC Jr. sem lítur út eins og maður og svo raunverulega manneskju. Allir andstæð- ingarnir byggðu spil sitt upp á líkan hátt, án þess að þátttakendurnir gerðu sér grein fyr- ir því. Á meðan var fylgst með heilavirkni þeirra með sérstöku ómskoðunartæki. Mælingarnar sýndu að virknin í heilasvæð- um, sem tengjast því að mynda sér skoðanir á öðrum, jókst eftir því sem andstæðingarnir líktust manneskjum meir. Við virðumst því fús til að eigna vélunum ákveðna hugs- anastarfsemi ef þær eru nægilega mann- legar að sjá. Þátttakendur sögðu einnig skemmtilegra og meiri áskorun að leika gegn andstæðingi sem væri mannlegur á að líta. Sömuleiðis fannst þeim mannlegu vélmennin „gáfaðri“ en hinar vélarnar. Láti heilinn glepjast af vélum nútímans er útlitið framundan ekki bjart. Örar framfarir á sviðum vélahreyfinga, gerviefna og ör- gjörva valda því að vélmennatæknin verður sífellt þróaðri. „More human than human“-mottó vél- mennanna úr Blade Runner getur því orðið veruleiki fyrr en okkur grunar. Hin mannlega maskína Mannlegur Þrátt fyrir vélmennalegt nafnið hafði C3PO úr Star Wars-myndunum heldur betur mannlega eiginleika enda áttu flestir bíógestir auðvelt með að finna samkennd með honum. Parið er sátt við árangurinn í keppnum hingað til og stefna alla leið á toppinn. „Það hefur gengið vel að keppa bæði úti og hérna heima,“ segir Björn Halldór. „Já, besti árangurinn erlend- is var í Birmingham þegar við lentum í þriðja sæti í latíndönsum og fjórða sæti í jive. Svo gekk okkur álíka vel í Noregi þegar við tókum þriðja sætið í latín og fjórða í ballroom,“ segir Jóna Kristín. Þar sem blaðamaður er ekki mjög danskunnugur eru þau Björn og Jóna svo almennileg að útskýra hvað felst í þessum orðum. „Jú, latíndansar eru fimm talsins, meðal annars samba og jive. Ballroom eru líka fimm dansar, meðal annars tangó og quickstep.“ Hafa náð góð- um árangri daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.