Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 19 Ómar Einn koss Verslunarmannahelgin er tilvalinn tími augnagota og kossa. Stuðmaðurinn Egill Ólafsson lét sitt ekki eftir liggja og gerði sig líklegan til að smella kossi á kinn söngkonu Stuðmanna, Birgittu Haukdal, á útitónleikunum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal á sunnudagskvöldið. Blog.is Hlynur Hallsson | 4. ágúst Áfram Magga Blöndal! Það er stórkostlegt hvað hægt er skapa góða stemningu með jákvæðni og bjartsýni. Margrét Blöndal tók verkefnið að sér og stendur uppi sem hetja. Það var allt annar bragur á þessari verslunarmannahelgi en þeim síðustu hér á Akureyri og það sannaðist að aldurstakmörk á tjald- stæðin voru ekki leiðin til að laga hlutina. Það er hægt að gera kraftaverk með góðu skipulagi, bjartsýni og með því að skapa góða stemningu. Vissulega var fyllirí [...] en sem betur fer var það ekki yfirgnæfandi [...] Takk Magga, fyrir að redda heiðri Akureyringa. Meira: hlynurh.blog.is Ketill Sigurjónsson | 4. ágúst Svart-hvít heimsmynd Í fjölmiðlunum er heim- urinn er oft málaður svart-hvítur. Íran gegn Bandaríkjunum er eitt dæmið. Í reynd á kjarn- orkuþekking Írana rætur að rekja til þess þegar Bandaríkin studdu kjarnorkuuppbygg- ingu Írana á 6. og 7. áratug liðinnar aldar. Og reyndar lengur. Meira: askja.blog.is Björn Bjarnason | 4. ágúst Örlög snillings Spyrja má, hvað við viss- um mikið um Gúlagið og grimmd sovéska kerf- isins, ef Solzhenitsín hefði ekki kallað Stalín „karlinn með yfirvar- arskeggið“. Í stað Nób- elsverðlauna fyrir bókmenntir hefði Solzhenitsín kannski fengið viðurkenn- ingu sem góður framhaldsskólakennari í raunvísindum, án þess að heimurinn all- ur fengi að kynnast snilli hans. Meira: bjorn.blog.is Varsjá – Þegar vinur deyr óvænt minnumst við andlits hans, brossins, samtalanna, sem aldrei verður lokið. Í dag sé ég fyrir mér Bronislaw Geremek, sem lést í bílslysi fyrir nokkrum vikum, í fangelsi í Bialeka og heyri hás öskur hans bak við rimla fangelisins í Rakowiecka-götu. Ég sé og heyri Bronek í Castel Gandolfo, ávarpa Jóhannes Pál páfa II. Ég sé hann einnig fyrir mér á neðanjarð- arfundum „Samstöðu“ og í hringborðssamn- ingunum 1989. Ég sé hann líka fyrir mér á þinginu okkar að lýsa yfir endalokum pólska alþýðulýðveldisins og á CNN að tilkynna inn- göngu Pólverja í NATO. Og ég man eftir tug- um einkasamtala, umræðna og deilna, sem við áttum á tæplega 40 árum. Bronisłav Geremek var einn af okkur, svo notuð séu orð Josephs Conrads, rithöfundar, sem Geremek dáði. Hann var þátttakandi í lýðræðislegu and- spyrnuhreyfingunni og í Samstöðu, sem barð- ist fyrir sjálfstæði Póllands og frelsi ein- staklingsins og galt það háu verði. Hann vildi vera trúr janúaruppreisninni og sveitum Jó- zefs Pilsudskys, arfleifð uppreisnarmannanna í gettóinu í Varsjá og uppreisninni í Varsjá, gildum hins pólska októbermánaðar og stúd- entauppreisnarinnar 1968, gildum KOR (Varnarnefndar verkalýðsins) og Samstöðu. Geremek vissi að útilokun og þrælkun eyði- leggja mannlega reisn og niðurlægja mennsku okkar. Hann vissi að einræði leiðir til siðferðislegs subbuskapar. Hann mat frelsi, ómengaða þekkingu, hugrekki þeirra, sem ekki samlagast umhverfi sínu, anda and- spyrnu, fegurð pólskrar rómantíkur, hlut- lausa hegðun og mannlega reisn. Hann brást við siðferðislegum subbuskap með ógeði, en einnig ótta. Hann sá það sem uppsprettu ein- nota fjölda, mannlegt uppistöðulón fyrir ein- ræðishreyfingar. Hann var bæði hugsjóna- og raunsæismað- ur. Geremek varð í barnæsku vitni að nið- urlægingu þeirra, sem voru hnepptir í þræl- dóm í gettóinu í Varsjá. Hann bjargaðist úr helförinni eins og fyrir kraftaverk og það sem eftir var ævinnar lét hann sig dreyma um Pólland þar sem fólk lifði með reisn og bæri virðingu fyrir reisn annarra. Geremek barðist fyrir hugsjón sinni um Pólland. Hann trúði að allir gætu breyst til hins betra og að við þyrftum að hlúa að anda samræðunnar, umburðarlyndisins og hæfi- leikans til að fyrirgefa og sætta. Hann vildi lýðræðislegt Pólland í öflugri og lýðræðislegri Evrópu. Nú þegar hann er horfinn sjáum við hvað hann afrekaði mikið. Geremek vissi að þjóð- arvitund og stolt eru ómetanlegar tilfinningar og nauðsynleg gildi í Póllandi, sem var dæmt til baráttu fyrir sjálfstæði. En hann vissi einnig að á millistríðsárunum var hugtakið að vera „pólskur“ notað sem verkfæri ágengrar þjóðernishyggju. Í huga Geremeks táknaði það að vera pólskur hvorki líffræðilegt sam- félag né blóðbönd. Saga þjóðarinnar var mik- ilvæg, hvort sem þeirri sögu var breytt í goð- sögn eða goðsögnin var svipt í burtu, hvort sem tónninn væri afsakandi eða gagnrýninn. Hann var vanur að segja að út frá fortíðinni veldum við hefðir og með hjálp hennar tjáð- um við skoðanir okkar og val. Þótt atburðir eins og ógnarstjórn Stalíns stæðu utan pólskrar hefðar eins og hann sá hana vissi hann að samfélagsvitund krefðist meðvit- undar um söguna í heild sinni; hið góða og hið illa. Við verðum að muna að þær athafnir, sem við höfnum nú, gátu einnig gerst í okkar samfélagi um leið og við vinnum að því að gera það, sem einu sinni var hægt, ómögu- legt. Bronek var stoltir af þrjóskum frelsisvilja Pólverja, afrekum þeirra og lýðræðisvæðing- unni, sem þökk sé hringborðssamningunum gerði kleift að binda enda á einræðið án blóðsúthellinga. Hann var stoltur af aðild Pól- lands að NATO og Evrópusambandinu og efnahagsárangrinum í Póllandi. En hann var einnig áhyggjufullur. Fyrir ári gaf hann út viðvörun ásamt Lech Walesa og Tadeusz Mazowiecki: „Ríkið sem við fór- um með sem sameign er nú meðhöndlað sem herfang sem ráðamenn vilja hrifsa til sín. Frelsinu og sjálfstæðinu, sem við reyndum að vísa veginn að, fylgir ekki lengur tilfinning samstöðu, sérstaklega gagnvart lítilmögnum og fátæklingum. Móðganir og þrætur fylla hið pólitíska svið og eyða trausti almennings til stjórnarinnar. stofnanir, sem við ættum að vernda, eru orðnar verkfæri í höndum ráða- mannanna og við okkur blasa alvarlegar ásak- anir um misnotkun þeirra.“ Þessu ákalli fylgdi dramatísk áskorun um að hreinsa „pólsk stjórnmál af skít, bræði og hatri“. Ritgerð Geremeks um Marc Bloch, franska sagnfræðinginn, sem barðist í frönsku and- spyrnunni gegn nasistum, er meðal mestu fræðilegu og siðferðislegu afreka hans. Þegar hann skrifaði um Bloch lýsti Geremek sjálfum sér, sérstaklega þegar hann rifjaði upp þá skilgreiningu Blochs á sjálfum sér að hann væri hluti af „frjálslyndri, óháðri og framfara- sinnaðri hefð í hugmyndafræði“. Og hann lýsti sjálfum sér þegar hann vitn- aði í Bloch: „Ég tengdist landi mínu, nærðist á andlegri arfleifð þess og sögu og gat ekki ímyndað mér annað land þar sem ég gæti um frjálst höfuð strokið og elskaði það og þjónaði því af öllum mínum mætti. Ég er gyðingur. Ég lít hvorki á það sem ástæðu til stolts eða skammar. Ég biðla aðeins í einu tilfelli til upruna míns: þegar ég hitti gyðingahatara. Engu að síður vil ég að eftir mig liggi við and- látið aðeins einn, heiðarlegur vitnisburður: Ég dey eins og ég lifði, sem góður Frakki.“ Geremek vildi koma tvennu til skila um gyðingahatur. Hinu fyrra beindi hann inn á við, til Pólverja og það var að berjast þyrfti gegn gyðingahatri í öllum þess birting- armyndum, jafnvel þegar það væri á jaðr- inum. Hið seinna beindist að vestrænu al- menningsáliti og laut að því að ekki ætti að leika sér að úreltum staðalímyndum. Bronisław Geremek dó með hreina sam- visku og hreinan skjöld. Hann lifði í anda kjörorðs Conrads: „Ég skal vera trúr,“ og einnig „Að elta drauminn og að elta drauminn aftur.“ Bronek, þú varst trúr. Eftir Adam Michnik » Geremek barðist fyrir hugsjón sinni um Pólland. Hann trúði að allir gætu breyst til hins betra og að við þyrftum að hlúa að anda samræðunnar, umburðarlyndisins og hæfileikans til að fyrirgefa og sætta. Stóðu saman Bronisław Geremek og Lech Wałesa takast í hendur í apríl 1989. Geremek lést í bílslysi í Póllandi 13. júlí. Höfundur var einn af leiðtogum Samstöðu og stofnandi og ritstjóri Gazeta Wyborcza. Textinn er byggður á minningarræðu, sem hann flutti við útför Bronislaws Geremeks. © Project Syndicate 1995–2008 Í minningu Bronislaws Geremeks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.