Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.08.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 21 MINNINGAR ✝ Lára KristjanaHannesdóttir fæddist í Keflavík 27. október 1926. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mið- vikudaginn 23. júlí síðastliðinn. For- eldrar Láru Krist- jönu voru Arnbjörg Sigurðardóttir frá Bergþórubúð í Hellnasókn á Snæ- fellsnesi, f. 29. sept- ember 1887, d. 21. maí 1981, og Hann- es Einarsson frá Úlfsstöðum í Skagafirði, f. 7. febrúar 1878, d. 13. júlí 1947. Hannes og Arnbjörg eignuðust þrettán börn, af þeim komust til fullorðinsára auk Láru, Guðmundur Sigurvin, f. 1906, d. 1989, Guðrún Fanney, f. 1907, d. 2000, Sigrún f. 1911, d. 2001, Svava Sigurrós, f. 1914, d. 2008, Ellert Þórarinn, f. 1917, d. 1963, Margrét, f. 1921, Einar, f. 1923, d. 2004, Bjarnheiður, f. 1930. Sonur Hannesar var Ingvi, f. 1912, d. 1978. Hinn 6. janúar 1945 gekk Lára Kristjana að eiga Halldór Karl Gíslason, f. 12. apríl 1920 í Hafn- arfirði, d. 24.02.1957. Foreldrar hans voru Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, f. 13. október 1894, d. 17. júlí 1973, og Gísli Gíslason, f. 18. febrúar 1865, d. 14. september 1954. Börn Láru og Halldórs eru: 1) Aðalheiður, f. 4. janúar 1946, maki Valdimar Jónsson, þeirra dætur eru a) Halldóra Klara, f. 1973, maki Jónatan Guðnason, þeirra sonur er Valdimar Friðrik, b) Margrét Guðrún, f. 1980. Fyrir Hinn 27. janúar 1968 gekk Lára að eiga Friðfinn Júlíus Guð- jónsson, f. 7. maí 1929 á Fáskrúðs- firði, d. 19. ágúst 2004. Foreldrar hans voru Guðjón Bjarnason, f. 15. mars 1892, d. 25. apríl 1979 og Ólafía Björg Jónsdóttir, f. 2. des- ember 1892, d. 25. júní 1964. Frið- finnur eignaðist átta börn með fyrri konu sinni Rut Gíslínu Gunn- laugsdóttur, f. 21. september 1928, d. 28. september 1970. Þau eru: 1) Sævar Bjarni, f. 3. febrúar 1951, d. 10. ágúst 2004, 2) Hörður Trausti, f. 8. nóvember 1953, d. 30. ágúst 2002, 3) Garðar Borg, f. 29. októ- ber 1955, maki Hulda Sigurð- ardóttir, 4) Ólafur Guðjón, f. 8. júní 1957, d. 3. febrúar 1993, hann átti tvö börn, 5) Rut, f. 17. sept- ember 1958, maki Tómas Kristinn Sigurðsson, þau eiga þrjú börn, 6) Björk, f. 29. apríl 1960, maki Jón Óskar Hauksson, þau eiga tvo syni, 7) Viðar Már, f. 25. febrúar 1963, hann á fimm börn, 8) Jökull Ægir, f. 23. desember 1964, d. 8. apríl 1999, hann átti þrjú börn. Lára og Friðfinnur áttu engin börn saman en eftir að börn Frið- finns misstu móður sína gekk Lára þeim í móðurstað. Lára ólst upp í Keflavík en kom ung til Hafnarfjarðar og stofnaði þar heimili. Fyrstu árin var hún heimavinnandi en eftir að hún missti mann sinn vann hún við fiskvinnslu og hin ýmsu störf. Eft- ir að hún fluttist til Reykjavíkur vann hún í Glaumbæ og Klúbbnum og síðustu starfsárin í bakaríinu Myllunni. Útför Láru Kristjönu verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. á Valdimar tvær dæt- ur, þær heita Jó- hanna, f. 18. ágúst 1967, maki Grétar Örn Marteinsson, þau eiga tvær dætur og dótturson, og Anna, f. 30. apríl 1969, maki Guð- mundur Örn Jónsson, þau eiga tvær dætur. 2) Hannes Einar, f. 14. apríl 1947, fyrri kona Hannesar er Hulda Böðvarsdóttir, þau slitu samvistir, þeirra dóttir er a) Ragna Hjördís, f. 1965, maki Einar Bjarnason, þeirra börn eru Hulda, Borghildur og Hannes Einar. Maki Hannesar er Kristín Valgerður Ólafsdóttir, þeirra dætur eru b) Lára Krist- jana, f. 1969, maki Guðmundur Jón Arnkelsson, þeirra dætur eru Kristjana Ylja og Guðný Edda, c) Guðrún Sif, f. 1976, maki Kristinn Valdi Valdimarsson, þeirra synir eru Ísak Árni, Atli Már og Anton Egill, d) Benedikta, f. 1978, maki Oddur Valdimarsson, þeirra börn eru Valdimar Ingi, Daníel Freyr og Lilja Kolbrún, e) Hanna Kristín, f. 1982, maki Helgi Páll Helgason, þeirra börn eru Hugi Hrafn og Kristín María. 3) Gunnar Sig- urður, f. 13. nóvember 1950, maki Guðrún Ingvarsdóttir, þeirra börn eru a) Birgir, f. 1974, maki Ást- hildur Björnsdóttir, þeirra dætur eru Árný Björk og Ásta Rakel, b) Dagbjört, f. 1982. Lára giftist Jóni Snorra Jón- assyni, f. 12. september 1924 í Súgandafirði, d. 22 febrúar 1979, þau skildu. Í dag verður til moldar borin móðir mín, Lára Hannesdóttir, frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði. Hún hefur átt við langvarandi veikindi að stríða. Síð- ustu árin hefur hún dvalið á sjúkra- deild 2 b á Hrafnistu í Hafnarfirði . Læknum og starfsfólki þakka ég góða umönnun meðan hún dvaldi þar. Þú hvarfst þér sjálfri og okkur, hvarfst inn í höfuð þitt, dyr eftir dyr luktust og gátu ei opnast á ný, þú leiðst hægt á brott gegnum opnar bakdyr, bústaður sálarinnar er hér enn en stendur auður, sál þín er frjáls líkami þinn er hlekkjaður við líf sem ekki er hægt að lifa, þú horfir fram hjá mér tómum augum, engin fortíð engin framtíð engin nútíð við fengum aldrei að kveðjast. (Tove Findal Bengtsson Þýð. Reynir Gunnlaugsson.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hannes Halldórsson. Hún Lára, tengdamóðir mín, er látin. Margar góðar minningar fylla nú hug minn. Láru kynntist ég fyrst þegar ég var unglingur á Suðureyri og fannst mér ég þá aldrei hafa séð fallegri konu. Hún var opin og skemmtileg og fljótlega fundum við stelpurnar í frystihúsinu að hægt var að leita til Láru með ýmis álitamál, því hún hafði sterka réttlætiskennd. Snyrtimennska og hreinlæti voru áberandi og bar allt umhverfi hennar og hún sjálf þess vitni. Síðar varð ég tengdadóttir hennar og þá bjó hún í fjögurra herbergja íbúð í Reykjavík með manni sínum honum Fidda. Þetta var þegar konur voru að sækja út á vinnumarkaðinn og kröfðust jafnréttis á við karla. Lára var ekki sammála þessum boðskap. Sjálf hafði hún orðið ekkja með þrjú börn innan við þrítugt og átti ekki annarra kosta völ en að fara út að vinna frá börn- unum. Að þeirri reynslu fenginni var skoðun hennar sú að konan ætti að vera heima hjá börnum sínum væri þess kostur. Hún lá aldrei á skoðun- um sínum og var mjög hreinskiptin. Svo kom að því að fyrri konan hans Fidda lést og þau hjónin stóðu frammi fyrir því að fóstra börnin hans átta. Börnin voru á aldrinum 5 til 19 ára, sex drengir og tvær stúlk- ur. Lára hætti þá að vinna í Efnalaug- inni svo hún gæti verið heima á dag- inn en hélt áfram vinnunni í Klúbbnum, þar sem þau störfuðu bæði hjónin. Við þessi tímamót fór hún að passa eins árs gamla dóttur mína, nöfnu sína, og gaf það henni mikla gleði og ánægju. Fósturbörnin hjálpuðu til á heimilinu eftir því sem aldur leyfði, en hlutverk stjúpmóður átta barna er flókið og erfitt og tók oft á. Það var þó Láru og Fidda til láns að þau gátu alltaf komið sér saman um nálganir og aðferðir við börnin. Eftir að við fluttum vestur til Súg- andafjarðar þá komu Lára og Fiddi alltaf í heimsókn á sumrin og áttum við þá mjög ánægjulegar stundir. Lára var léttlynd að eðlisfari og glað- sinna, hún lék þá á als oddi. Heimili þeirra var okkur alltaf opið þegar við fórum suður og augljóst var að Lára naut þess að styðja við fjölskylduna sem best hún mátti. Það kom flestum á óvart þegar Lára og Fiddi fluttust í Jökulgrunn við Hrafnistu í Reykja- vík. Þau virtust bæði hress og heilsu- hraust. En upp úr því fór heilsunni mjög að hraka hjá þeim báðum, Fiddi fékk krabbamein og lést 2004 og Lára fór smám saman að verða mjög áhugalaus og gleymin og síðustu ár hefur hún ekki getað tjáð sig al- mennilega. Það hefur verið sorglegt að sjá hana hverfa þrátt fyrir að hún hafi verið á lífi. Allt til síðustu stundar var þó séð til þess að hún væri fallega klædd og snyrt og var það dóttir hennar Aðalheiður sem hugsaði um það. Að leiðarlokum vil ég þakka Láru fyrir alla hennar vináttu, stuðning og samveru. Guð geymi þig. Kristín Valgerður Ólafsdóttir. Nú þegar ég kveð elsku ömmu mína koma margar skemmtilegar minningar upp í hugann. Það væri efni í heilt ritsafn að skrifa þær allar niður á blað, svo ég ætla að láta mér nægja örfá orð. Ég var svo heppin að fá að vera í pössun hjá ömmu á daginn þegar for- eldrar mínir voru að vinna, nánast þangað til ég fór í skóla, svo sóttist ég eftir því að fá að vera hjá henni og afa flestar helgar upp frá því. Það er svo sem ekkert skrítið að ég skyldi sækj- ast eftir því að vera svona mikið hjá ömmu því hún var alveg stór- skemmtileg kona, oft hrókur alls fagnaðar og mikill húmoristi. Hún tók vel eftir ýmsum sérkennum í fari annarra og var góð eftirherma. Það var margt sem kætti hana og ekki hægt annað en að hlæja með henni, svo smitandi var hláturinn. Henni tókst líka að gera marga hversdags- lega hluti að heilu ævintýri. Skemmti- legast þótti mér þegar amma þurfti að fara í bæinn, þá fórum við með strætó og eyddum yfirleitt öllum deg- inum í bænum, fórum á veitingastaði og kaffihús, í búðir og skoðuðum okk- ur um og ekki vantaði hugmyndaflug- ið þegar kom að því að finna eitthvað skemmtilegt að skoða. Það var líka skemmtilegt að spila við ömmu. Hún hafði alltaf tíma og kunni heilan hell- ing af spilum en skemmtilegast var að spila kleppara. Þegar mikið lá við var amma farin að nota báðar hendur, sem ekki má í kleppara, þegar hún svo áttaði sig á því fór hún alltaf að skellihlæja og auðvitað ekki hægt annað en að skellihlæja með henni. Amma og afi áttu fallegt heimili og var amma mjög þrifin og myndarleg húsmóðir. Aldrei man ég eftir því að hafa séð þeirra heimili öðruvísi en allt í röð og reglu og tandurhreint. Amma vildi heldur ekki sjá að við værum með bletti í fötunum, um leið og hún sá slíkt var tuskan komin á loft. Amma og afi höfðu mikið yndi af ferðalögum. Þau áttu tjaldvagn, og seinna fellihýsi. Oft fékk ég að fljóta með og fór víða um land með þeim. Amma gat töfrað fram heilu veislurn- ar í útilegunum og fannst best þegar allt fylltist af gestum. Seinna fóru amma og afi að fara meira til útlanda. Ég fór með í sumarhús í Hollandi, ein skemmtilegasta ferð sem ég hef farið. Amma vildi nýta ferðina sem best, því ferðuðumst við mikið um og gerðum margt skemmtilegt. Meira að segja fórum við í tívolígarð sem var auðvit- að það allra skemmtilegasta fyrir ungling eins og mig. Amma og afi fóru nokkrar ferðir til Kanaríeyja. Þar nutu þau sín vel og kynntust mörgum, enda amma mjög fé- lagslynd og fljót að kynnast fólki. Þegar ég var komin með fjölskyldu vorum við eitt sinn með þeim á Kan- arí í heilan mánuð. Amma var dugleg að elda í hótelíbúðinni og bjóða okkur í mat, helst eitthvað nýtt og spenn- andi. Þótt amma gengi með hækju og ætti ekkert auðvelt með gang fannst henni ómögulegt annað en að fara út að ganga á hverju kvöldi, kíkja í búðir og á kaffihús, helst þar sem fengist ís fyrir litla langömmustrákinn. Ég kveð elsku ömmu með kæru þakklæti fyrir allar góðu stundirnar, allar dýrmætu minningarnar sem ég nú á og fyrir að hafa verið mér ein- stök amma. Halldóra Klara. Þær eru ótalmargar skemmtilegar minningarnar sem koma fram í hug- ann þegar ég rifja upp samveru- stundirnar með móðurömmu minni frá mínum yngri árum. Amma hafði mjög sterkan persónuleika, hún var sérstaklega létt í lund og sá oftar en ekki eitthvað spaugilegt við lífið og tilveruna. Amma og afi höfðu líka gaman af því að gera góðlátlegt grín hvort að öðru og var alltaf mikið hleg- ið á heimili þeirra. Þau voru mjög samrýmd hjón og voru mikið á ferð- inni þegar þau höfðu heilsu til, bæði hér heima og erlendis. Amma var ekki mikil tungumálakona en aldrei lét hún það stoppa sig í að gera sig skiljanlega á ferðum þeirra til út- landa og voru frásagnirnar af þeim tilraunum hreint óborganlegar. Heimili sínu hélt amma alltaf óað- finnanlegu, borðtuskan og handryk- sugan voru aldrei langt fjarri til að viðhalda hreinlætinu. Hver hlutur átti sinn stað á heimilinu og var hún fljót að koma auga á ef einhver hafði aðeins hliðrað hlutum til. Amma hafði einstaka hæfileika í matseld og bakstri en maturinn hennar var eng- um öðrum líkur. Hefðbundnar mál- tíðir eins og steiktur kjúklingur urðu betri hjá henni en hjá öllum öðrum, þótt aðferðin væri nákvæmlega eins. Amma var líka sérstaklega lagin við að hekla og sauma, það má eiginlega segja að allt hafi leikið í höndunum á henni. Amma var virkilega glæsileg kona, hugsaði vel um útlitið og lagði sig fram við að vera alltaf klædd sam- kvæmt nýjustu tísku. Eftir að amma veiktist lagði mamma alúð sína við að amma héldi áfram að líta vel út, pass- aði að hún ætti alltaf falleg föt og lagði mikið upp úr því að amma fengi þá snyrtingu og hárgreiðslu sem hún hafði alltaf sótt í. Á afmælisdaginn minn, nokkrum dögum fyrir andlát ömmu, hringdi mamma í mig og sagði mér að líklega væri ekki langt þar til amma myndi kveðja þennan heim. Ég fór því og hitti mömmu þar sem amma dvaldi á Hrafnistu í Hafnarfirði og áttum við þar góða stund saman. Amma kvaddi okkur með kossi þennan sólríka dag. Nú er baráttan hennar ömmu búin og hún komin í faðm afa minna tveggja. Minningarnar um góða ömmu ylja okkur sem eftir erum um ókomna tíð. Margrét. Elsku Lára mín, nú þegar komið er að kveðjustund er margt sem kemur upp í hugann. Þú hefur ávallt verið mér sem önnur móðir. Mér verður hugsað til þess hvað það var erfitt fyrir þig og börnin þín þrjú þegar þú misstir manninn þinn rétt 32 ára gömul, þú sýndir þá mikla þraut- seigju og dugnað sem einkenndi þig allt þitt líf. Mikið er ég stoltur að bera nafn hans, það skildi aðeins mánuður á milli fæðingar minnar og dánardags hans. Ég minnist þess tíma þegar ég dvaldi hjá ykkur í Súgandafirði og Hemmi bróðir hjá Ingu Sú frænku með mikilli hlýju og þakklæti og gleði. Eins atviks minnist ég öðrum fremur, þegar við Hemmi bróðir stál- umt inn í dal og létum engan vita. Þú komst arkandi í frystihúsgallanum dauðskelkuð og varst ekki blíð á manninn þegar þú loksins náðir okk- ur. Þvílík var umhyggja þín í minn garð. Þú varst svo stolt og glöð yfir því að þegar þú gafst mér aur, þá keypti ég nagla en ekki sælgæti og smíðaði fyrir utan eldhúsgluggann þinn, og þegar ég strandaði hjálpaði Hannes mér. Eða þegar ég var hjá ykkur í Hafnarfirði fór ég í fyrsta skipti með Öllu frænku í Þjóðleikhús- ið á Kardimommubæinn. Gunni Siggi hvatti mig áfram fyrstu sporin mín að læra að lesa, og ætlaði hann að gefa mér leðurbolta ef ég næði 60 atkvæðum en þau urðu bara 40. En hann gaf mér samt bolt- ann. Þetta eru bara örfá dæmi um þá einstöku hlýju og umhyggju sem þið ávallt sýnduð mér. Það er alltaf erfitt að kveðja, elsku Lára mín, þú varst einstök kona og eitt er víst að heimkoma þín verður góð, megir þú hvíla í friði. Takk fyrir allt. Þinn Halldór Karl. Lára Kristjana Hannesdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN H. H. MAGNÚSDÓTTIR, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 1. ágúst. Arndís R. Magnúsdóttir, Gunnar G. Kristjánsson Magnús Á. Magnússon, Hrafnhildur Ingólfsdóttir, Sverrir S. Magnússon, Svala H. Jónsdóttir, Sævar Magnússon, Halla Þ. Stephensen, Halla B. Magnúsdóttir, Þorsteinn G. Ólason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, RAGNHEIÐUR MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR, Skólabraut 6, Seltjarnarnesi, sem lést mánudaginn 28. júlí, verður jarðsungin í Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 15.00. Jón Oddur Magnússon, Margrét Þ. Jónsdóttir, Björgvin H. Fjeldsted, Þórður Ingi Jónsson, Áslaug Þóra Jónsdóttir, Sigrún Ósk Jónsdóttir, Hanna María Jónsdóttir, Þórður M. Adólfsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.